Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 51
heitir Tunguvegur og þar eru ein- ungis sjö hús. Í einu þeirra bjó dönsk kona og handan við götuna rak sænskur járnsmiður verk- stæði. Við hliðina á honum bjó íslensk kona gift Bandaríkja- manni. Steinsnar frá þeim bjó Þjóðverji og við hliðina á sænska verkstæðiseigandanum bjó íslenskur maður giftur norskri konu. Hann fór á sínum tíma til Noregs til að læra að búa til skíði. Lóðin okkar lá að lóð Færeyings, sem bjó með íslenskri konu sinni og börnum og í nágrenninu bjó einnig finnsk kona. Hvað mitt val á fræðastarfi varðar munaði þó mest um danskar og sænskar kvik- myndir í bíóhúsum bæjarins og ætli Andrés Önd og sumardvöl í Kaupmannahöfn að loknu stúd- entsprófi hafi ekki haft sitt að segja.“ Höll orðanna Framtíðarsýn Auðar og kolleganna hjá Stofnun Vigdísar er kristaltær og segir mikið um þann sköpunar- kraft og þrótt sem býr innan stofn- unarinnar sem hún veitir forstöðu. Áfram mun verða unnið að öflug- um rannsóknum í tungumálum og fræðilegri umræðu um tungumál með fyrirlestra- og ráðstefnuhaldi og útgáfu fræðirita. Jafnframt er vilji til að leita nýrra leiða til að vekja fólk til vitundar um mikil- vægi tungumálanna. „Þarna teljum við, að Íslending- ar hafi eitthvað alveg sérstakt fram að færa vegna þess mikil- væga hlutverks sem tungumál, jafnt móðurmálið sem erlend mál, gegna í menningu okkar. Við vitum að mörg tungumál eru í útrýming- arhættu, en störf Vigdísar sem vel- gjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna snúast ekki síst um að sporna við þeirri þróun. Fram- tíðarsýn okkar er að koma á alþjóð- legri miðstöð tungumála.“ Um yrði að ræða tvíþætta starf- semi, að sögn Auðar. Annars vegar eins konar tungumálasafn fyrir gesti og gangandi með upplýs- ingum á margmiðlunarformi um tungumál veraldar og menninguna sem þeim tengist. Þannig yrði hægt að upplifa tungumálin og menning- una á lifandi hátt og fræðast um leið. Undir sama þaki sér Auður fyrir sér rannsóknasetur þar sem gagnagrunnar um tungumál heims yrðu gerðir aðgengilegir til kennslu og rannsókna. Byrjað yrði á þeim tungumálum sem kennd eru við HÍ þar sem fræðimenn og nemendur í tungumálanámi fengju aðstöðu en síðan yrðu færðar út kvíarnar. „Meiningin er að skapa fyrir- myndaraðstöðu til kennslu og rannsókna í erlendum tungumál- um. Þetta metnaðarfulla verkefni myndi hafa skírskotun langt út fyrir okkar núverandi starfsemi og með henni gætum við lagt okkar að mörkum til þessa mikilvæga málaflokks. Síðast en ekki síst myndum við halda áfram því brautryðjendastarfi sem Vigdís hefur unnið sem fyrsti og til þessa eini velgjörðarsendiherra tungu- mála.“ Auður undirstrikar einnig, að sérstök ástæða sé fyrir Íslendinga að halda á lofti nafni Vigdísar og sögulegu kjöri hennar sem fyrsta kvenforseta heims. „Verkefnið væri vel til þess fallið að auka umhyggju Íslendinga sjálfra fyrir móðurmálinu, sem er sá þráður í menningu okkar sem tengir fortíð og nútíð. Um leið gætum við miðl- að af reynslu okkar og stutt þjóðir þar sem móðurmálið stendur höll- um fæti eða er jafnvel í útrýming- arhættu. Hér gæfist tækifæri til að leggja mikið af mörkum og skapa Íslandi sérstöðu. Allt veltur þó á að sem flestir leggist á árarn- ar með okkur.“ www.vigdis.hi.is/ www.deutschmobil.hi.is/start. ÞÝSKUBÍLLINN Hér sest Vigdís Finnbogadóttir undir stýri í Þýskubílnum í júlí í fyrra þegar verkefnið fór af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AUÐUR HAUKSDÓTTIR Auður hefur veitt Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum forstöðu síðan í nóvember 2001. Hún telur sérstaka ástæðu fyrir Íslendinga að halda á lofti nafni Vigdísar og sögulegu kjöri hennar sem fyrsta kvenforseta heims og halda áfram því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið sem fyrsti og til þessa eini velgjörðarsendiherra tungumála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.