Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 56

Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 56
Á þessu ári eru liðin fjörutíu ár frá því að Ríkissjónvarpið fór fyrst í loftið og tuttugu ár síðan Stöð 2 birtist fyrst á skjám landsmanna. Margir sögulegir atburðir og fjölskrúðugt fólk hafa litið við inn í stofur landsmanna, skemmt þeim eða frætt þá. Af þessu tilefni hafði Fréttablaðið samband við nokkra valinkunna einstaklinga og bað þá um rifja upp hver væri eftirminnilegasti sjónvarpsmaður landsins á þeim fjörutíu árum sem liðin eru síðan þjóðin fékk sinn eigin imbakassa. Á morgun verða síðan rifjuð upp nokkur merkileg og eftirminnileg atvik í íslenskri sjónvarpssögu og á mánudaginn hefst svo kosning á Vísi.is þar sem þjóðinni gefst kostur á að kjósa hver er eftirminnilegasti sjónvarpsmaður landsins og eftirminnilegasta sjónvarpsatvikið. Eftirminnilegasti sjónvarpsmaður Íslands Í vali á eftirminnilegasta sjónvarspmanninum og eftirminnilegasta sjónvarpsatvikinu fékk Fréttablaðið fimmtán álitsgjafa til liðs við sig, úr hinum og þessum geirum, níu karla og sex konur. Spurt var: Hver er eft- irminnilegasti sjónvarpsmaður landsins? og Hvert er eftirminnilegasta sjónvarpsatvikið? Í þessu tilfelli spannar orðið atvik vítt svið, getur í raun merkt eitt lítið atvik, eitt lítið atriði eða jafnvel heilan þátt. Álitsgjaf- arnir gáfu jafnan fleiri en eitt svar við báðum spurningunum, enda úr mörgu að velja. Magnús Bjarnfreðsson var eitt af fyrstu andlitun- um sem birtust landsmönnum þegar Sjónvarpið fór í loftið og nefndu nokkrir viðmælendur nafn hans. „Mér hefur alltaf þótt missir af Magnúsi og góðu þáttunum hans Á döfinni. Þar var sjónvarps- tækninni beitt til hins ýtrasta til að segja hvað væri í boði í menningarlífinu,“ sagði einn viðmælandi. „Ég gat ekki séð annað en að sama hugmynd lægi að baki þættinum Sjáðu með þeim Teiti Þorkels- syni og Andreu Róbertsdóttur á Stöð 2,“ bætti hann við. Annar sagði að Magnús hefði verið allt í öllu og aðalmaðurinn í fyrstu útsendingum á RÚV. „Hann var með mikla bassarödd og þægilega nærveru. Algjör goðsögn og stór hluti af íslenskri sjónvarps- sögu.“ Goðsögn í íslenskri sjónvarpssögu MAGNÚS BJARNFREÐSSON Bryndís Schram stjórnaði um tíma Stundinni okkar og hefur greinilega farið það vel úr hendi því fjölmargir viðmælendur nefndu hana á nafn. „Hún var afskaplega skemmtilegur stjórnandi hvort sem hún var að spjalla við heimilismenn á Sólheimum í Grímsnesi, úða í sig bollum á bollu- dag eða taka lagið með Þórði húsverði,“ sagði einn viðmælandi blaðsins með fortíðarglampa í augunum. „Langbesta Stundin okkar „ever“ með Þórði húsverði og öllum þessum eðal gæjum. Stundin verður aldrei söm,“ bætti annar við. Stundin okkar verður aldrei söm BRYNDÍS SCHRAM Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hóf feril sinn í sjónvarpinu og stjórnaði þá umræðuþáttum í anda þess sem Silfur Egils er. Nokkrir við- mælendur töluðu um að Ólafur hefði breytt landslagi umræðuþátta því þeir sem mættu fengu ekki spurningarnar fyrirfram eins og venjan var. „Ólafur varð þjóðkunnur fyrir framkomu sína í sjónvarpi og fyrir umræðuþætti sem hann stjórnaði þar,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. „Þátturinn hans þótti oft á tíðum ótrúlega ósvífinn,“ bætti annar við. Breytti landslagi umræðuþátta ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Borgarfulltrúann Gísla Martein bar oft á góma hjá viðmælendum blaðsins en hann er langyngstur af þeim sem nefndir voru. „Fyrstu spor Gísla Marteins í Sjónvarpinu eru mjög eftirminnileg, þættirnir sem hann var með ásamt Ragnheiði Söru. Þau voru bæði tvö að byrja og gerðu mjög oft mistök en unnu vel úr því og urðu mjög sæt saman á skjánum. Það var gaman að sjá hvernig hann þroskaðist og varð virkilega góður sjónvarpsmaður.“ Annar viðmælandi sagði Gísla eiga heima í hópi með Ómari Ragnarssyni og Hermanni Gunn- arssyni. Þroskaðist á skjánum GÍSLI MARTEINN BALDURSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.