Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 57
Eftirminnilegasti sjónvarpsmaður Íslands Of lítil mynd Hermann Gunnarsson eða Hemmi Gunn eins og hann er oftast kallaður á sér greinilega sína aðdáendur. „Hermann Gunnars- son er ótvíræður sigurvegari. Hann er fyrirbæri í íslensku sjónvarpi. Hann er í rauninni sjónvarp,“ sagði einn viðmæl- andi blaðsins. „Hemmi Gunn kemur fyrstur upp í hugann enda fór æska manns í það að horfa á hann á laugardagskvöldum,“ bætti annar við. „Þetta var alveg fastur liður og ég man að það var varla fólk á götum úti þegar þátturinn hans var í gangi,“ bætti hann við. Ómar Ragnarsson var oft nefndur af viðmælend- um enda hálfgerður heimilisköttur á íslenskum heimilum. Einn viðmælandinn orðaði það þannig að hann væri einmitt heimilislegur og það lýsti af honum á skjánum. „Hann er frændinn sem maður vill fá í heimsókn.“ Annar sagði að Ómar væri fæddur í þetta starf. „Ómar er kóngurinn.“ Einn sagði að Ómar hefði af metnaði og hugmyndaauðgi sett skemmtilegan svip á íslenskt sjónvarp og fréttamennsku almennt á liðnum árum. „Sérlega lipur og geðþekkur sjónvarpsmaður,“ bætti einn viðmælandi blaðsins við. „Ég ólst upp við að Ómar væri maðurinn og það er erfitt að hrista það af sér,“ sagði annar. „Hann hefur flutt okkur fréttir af landinu og þjóðinni í fjölbreyttum myndum, blanda af rómantíker og fræðara.“ Rómantíker og fræðari ÓMAR RAGNARSSON Jón Gústafsson „Ég skildi aldrei SPK. Þáttur með fullt af krökkum, körfuboltum og stjórnanda sem hélt að hann væri mikill töffari og passaði engan veginn þarna inn.“ Bjarni Haukur Þórisson: „Erfitt að losna við hann úr minningunni enda eng- inn byrjað með eins marga þætti og hann á upp- hafsárum Skjás eins.“ Silvía Nótt „Holdgervingur þess sem íslenskt sjónvarp er orðið. Fyrirsjáanlegt, sjálfhverft og með mestan áhuga á yfir- borði hlutanna.“ Elín Hirst „Ótrúlega traust í fréttunum.“ Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir „Mér fannst Jóhanna Vigdís strax góð.“ Eva Sólan „Ég veit að hún er „bara“ þula og allt það, en þul- urnar eru eins og Tobbi túba í ævintýrinu – undir- staðan sem heldur þessu öllu uppi.“ Logi Bergmann Eiðsson „Logi er mikið sjarmatröll, eðlilegur og afslappað- ur í sjónvarpi.“ Þorsteinn Joð Vilhjálmsson „Góður sjónvarps- maður.“ ÞESSI VORU LÍKA NEFND HERMANN GUNNARSSON Sjónvarpið holdi klætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.