Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 60
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR40 menning@frettabladid.is ! Kl. 14.00Einleikurinn vinsæli Dimma- limm eftir Elvar Loga Hannes- son verður sýndur á Seyðisfirði. Verkið er byggt á ævintýri Muggs. > Ekki missa af... opnun á listasýningu Sigurðar Örlygssonar í Listhúsi Ófeigs á Skóla- vörðustíg 5 kl. 17 í dag. tónleikum Bela í Ketil- húsinu á Akureyri í kvöld. Hljómsveitin Red Cup hitar upp. gjörningum Steinunnar Knútsdóttur sem skipu- lagðir eru í tengslum við sýninguna Out of Office sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Enginn veit hvað gerist á milli 15-17 um helgar. Leikfélagið Sýnir lætur ekki bugast af íslenskum umhleypingum og óstöðugu veðurfari heldur tjaldar því sem til er uppi í Elliðaárdal og frumsýnir Máfinn eftir Anton Tsjekhov í dag. Leikstjórinn að þessu sinni er Guð- jón Þorsteinn Pálmarsson sem er í vissum skilningi kominn á heima- völl á ný en hann steig sín fyrstu leikhússkref með hópnum á sínum tíma. „Fyrir tveimur árum leik- stýrði ég líka Stútungasögu sem sett var upp í Heiðmörk en það var fyrsta leikstjórnarverkefnið mitt eftir að ég kom heim úr námi,“ útskýrir Guðjón. Máfurinn er í miklu uppáhaldi hjá Guðjóni og hann kveðst lengi hafa rennt hýru auga til leikrits- ins. „Þetta verk er hálfgerð ráð- gáta og þetta var gríðarleg leit að kjarnanum því leikritið talar aldrei til manns á bara á einu plani. Síðan eru allskyns klisjur sem hafa orðið til í kringum Tsjekhov,“ segir Guð- jón og útskýrir að búið sé að skera burt samóvara og talsvert af tedrykkju. „Aðalpersónan Konstantín hefur oft verið látin spila á fiðlu en við viljum ekki sjá það. Hann spilar á lúður núna.“ Annars sér sérlegur blokk- flautukvartett um tónlistina í sýn- ingunni en honum stjórnar Snæ- björn Ragnarsson, Bibbi, en hann hefur meðal annars samið tónlist fyrir Hugleik, Leikfélag Kópavogs og Leikfélag Hafnarfjarðar við góðan orðstír. Um búninga sér Kristín Gísladóttir en æðri máttar- völd um aðra umgjörð og leik- mynd. Uppfærslan er nokkuð ófor- skömmuð að sögn leikstjórans. „Við höfum verið að leita að kómíkinni í verkinu og styttum það töluvert og erum alveg óhrædd við að nota ódýr- ari leiðir til þess að kalla fram bros,“ segir leikstjórinn sposkur. „Tsjek- hov hefur ábyggilega margsnúið sér í gröfunni á meðan á æfingaferlinu stóð. Við erum samt ekkert að freta á verkið og reynum að bera virðingu fyrir þessum sterku innri átökum sem verða milli persónanna.“ Guðjón útskýrir að í leikhópn- um séu margir af reyndustu ófag- lærðu leikurum landsins. „Það er yndislegt að vera upp í Elliðaárdal með þessum góða hópi en þetta er samt ekkert grín. Það eru mjög sterkir einstaklingar innan hóps- ins og maður verður að passa upp á að þau passi hvert upp á annað. Þetta eru allt saman stjörnur.“ Frumsýnt verður í dag kl. 15 í stóra rjóðrinu í hólmanum milli ánna en farinn er göngustígurinn frá Rafveituheimilinu, yfir boga- brúna og er þá komið að rjóðrinu. Áhorfendur eru hvattir til þess að taka með sér púða eða teppi og gott er að taka ferðastól með ef fólk getur ekki setið á jörðinni. Búið er að skipuleggja að minnsta kosti þrjár sýningar til viðbótar en nán- ari upplýsingar má finna á heima- síðunni www.leiklist.is. - khh Máfurinn í Elliðaárdalnum ÓFORSKÖMMUÐ UPPFÆRSLA Á YNDISLEGUM STAÐ Hádramatískt augnablik í Elliðaárdal. Blokkflautukvartett Bibba leikur undir. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Svífandi blöðruskreytt hjól hefur vakið furðu vegfarenda um Lauga- veg að undanförnu þar sem það hangir yfir götunni til móts við hús númer 22. Hópur ungra lista- manna hefur nú játað að bera ábyrgð á þessum verknaði og lýsti því formlega yfir í gær að hjólið væri sérlegt merki listhátíðarinn- ar Artfarts sem nú stendur fyrir dyrum. Vonast aðstandendur hátíðarinn- ar til þess að yfirvöld og aðrir leyfi hjólinu að svífa í friði fram yfir hátíðina sem lýkur 20. ágúst enda var ekki að því hlaupið að koma far- arskjótanum og blöðrunum fyrir. Hjólið prýðir einnig stutterma- boli sem seldir verða í fjáröflun- arskyni fyrir hátíðina í verslun- inni Nakti apinn í Bankastræti þar sem listunnendur geta keypt sér handgerða og einstaka auglýsingu áprentaða á smekklega flík fyrir lítið fé. Hver bolur er sérþrykktur með merkinu svo vísast er um eigulegan grip að ræða. Nánari upplýsingar um hátíð- ina má finna á heimasíðu Hins hússins en hluti þátttakendanna hefur starfað á vegum þess og Reykjavíkurborgar við Skapandi sumarstörf í sumar. - khh Dularfullur svifhjólhestur Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Föstudagur 4. ágúst kl. 20 Laugardagur 5. ágúst kl 20 Sunnudagur 6. ágúst kl. 15 Sunnudag 6. ágúst kl. 20 Laugardagur 19. ágúst kl 20 Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4300 - 4800.- ÓVENJULEG KYNNINGARMYND Listamað- urinn Morri á meðal annars heiðurinn af hjólinu fljúgandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Teiknisamkeppni 17. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 18. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 24. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti 25. ágúst - kl. 20:00 - laus sæti Níu listakonur hafa tekið sig saman og opna í dag nýtt gallerí til húsa á Linnetstíg í Hafnarfirði. Gallerí- ið heitir eftir Thorsplaninu sem það stendur við og ber þann virðingarverða titil Gallerí Thors. Að sögn Ingibjargar Klemenzdóttur, einnar af aðstandendum gallerísins, verður fjölbreytt listalíf í húsinu. Fimm myndlistarkonur og gullsmiður standa að rekstrinum auk listakvenna sem fást við keramik, glerlist og textíl en auk listmuna þeirra verður aðstaða til sýningarhalds í galleríinu þar sem gestalistamenn geta fengið að kynna sínar vörur. „Þetta er glænýtt húsnæði og sérstaklega innréttað fyrir gallerí,“ segir Ingibjörg og áréttar að vitanlega verði opnað þar með glæsibrag. „Við verðum líka með vísi að kaffihúsi, það verða nokkur borð inni þar sem fólk getur notið listarinnar og svo verður einnig hægt að sitja úti þegar vel viðrar.“ Galleríið verður formlega opnað kl. 16 í dag en framvegis verður það opið 11-18 á virkum dögum og 10-14 um helgar. LISTAKONUR Í GALLERÍI THORS Kærkomin viðbót í menningarflóru Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Nýtt gallerí í Hafnarfirði Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.