Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 61
LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 41
Kontrabassaleikarinn Dean
Ferrell í ferðast nú um
landið og fremur tónlistar-
gjörning ásamt frönsku
listakonunni Anne Corte
sem les ljóð á móðurmáli
sínu.
Dean segir þetta óvenjulegan tón-
listargjörning. „Ég leik meðal
annars verk eftir enska tónskáld-
ið og málaliðann Tobias Hume
sem var samtímamaður Shake-
speares, en náði því miður aldrei
þeirri hylli sem hann átti skilið.
Verkin hans voru aðallega leikin á
breskum öldurhúsum á 17. öld en
þau þóttu of gróf til að vera flutt í
virðulegum tónlistarhúsum land-
ans. Tobias Hume átti litríka ævi
en hann gerðist meðal annars
málaliði fyrir sænska konunginn
og lagðist í ferðalag til Rússlands,
svo dæmi séu tekin. Shakespeare
gerði stólpagrín að honum í leik-
ritinu Þrettándakvöld og ég held
að hann hafi ekki verið sá eini.“
Dean verður klæddur í hefð-
bundin föt sem vinsæl voru á 17.
öld, en kontrabassinn fær jafn-
framt upplyftingu og verður
skreyttur á ýmsan hátt. „Á þennan
hátt er tónlistargjörningurinn með
öllu sannur þeim tíma sem hann
túlkar. Þeir sem eru kunnugir bar-
okktónlist munu skilja þetta þegar
þeir sjá og hlýða á verk mitt. Það
kann vel að vera að þeir sem
minna þekkja til telji þetta vera
eitt allsherjargrín, en það er líka
allt í góðu,“ bætir Dean við.
Tónlistargjörningurinn skiptist
í tvo hluta og í fyrri hlutanum
verða kráartónverk Tobias leikin.
„Í síðari hluta tónlistargjörnings-
ins verða lesin upp ljóð, til dæmis
eftir samtímamenn Allen Ginsberg
og Larence Ferlinghetti, en ég
mun lesa og leika á kontrabass-
ann, samtímis. Stundum leik ég
liggjandi á gólfinu en þannig verð-
ur hann eins og kínverskt hljóð-
færi. Öðrum stundum leik ég djass
undir ljóðalesturinn en ég spila þó
ekki alltaf á kontrabassann heldur
notast ég einnig við það sem kall-
ast línuballabassi, en hann er gerð-
ur út einum streng.“
Til að fjármagna ferðina sótti
Dean um styrk hjá Félagi íslenskra
tónlistarmanna en hafði ekki erindi
sem erfiði. „Það er kaldhæðnislegt
hvernig bón minni um styrkveit-
inguna var tekið. Niðurstaða úthlut-
unarnefndar Félags íslenskra tón-
listarmanna var mjög í takt við
viðtökurnar sem Tobias Hume fékk
fyrir rúmum 400 árum. Mér var
tjáð að tónlistargjörningurinn sem
ég vænti að fremja á betri tón-
listarstöðum borgarinnar, hentaði
betur á krám og kaffihúsum en á
hefðbundnum tónleikum,“ segir
Dean og hlær. „Auðvitað varð ég
dálítið móðgaður vegna þessa. Ég
er barokksérfræðingur og leik í
Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hef
ennfremur flutt þennan sama tón-
listargjörning á virtum stöðum í
London og París. Þá hef ég framið
gjörninginn í ýmsum háskólum í
Bandaríkjunum og haldið í leiðinni
fyrirlestra um gamlar stillingar á
kontrabassa og rannsakað hljóð-
færi í 20 ár. Þetta skilur vel mennt-
að tónlistarfólk þegar það hlýðir á
gjörninginn minn og flestir munu
upplifa hann sem lifandi og
skemmtilegan í leiðinni.“ Dean seg-
ist hafa orðið það fúll vegna þessar-
ar móttöku úthlutunarnefndarinnar
að hann afréð að gefa nefndinni
langt nef og leyfa fremur lands-
byggðinni að njóta verksins.
Dean Ferrell fremur tónlistar-
gjörning sinn í Menningarmiðstöð-
inni Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20 í
kvöld. bryndisbjarna@frettabladid.is
Leyfir landsbyggðinni að njóta
TÓNLISTARMAÐURINN DEAN FERRELL FLYT-
UR FRUMLEGAN TÓNLISTARGJÖRNING „Mér
var tjáð að tónlistargjörningurinn hentaði
betur á krám og kaffihúsum.“
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JÚLÍ
26 27 28 29 30 31 1
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Bine Bryndorf leikur bar-
okktónlist á orgel Hallgrímskirkju í
tilefni af Alþjóðlegu orgelsumri.
12.00 Friðrik Vignir Stefánsson
organisti heldur tónleika í
Grundarfjarðarkirkju.
13.30 Ellen Kristjánsdóttir og
Eyþór Gunnarsson spila á sumar-
tónleikum í Sólheimum. Aðgangur
ókeypis
15.00 Tónlistarhátíð í Reykholti.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran-
söngkona og Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari flytja
íslensk og ítölsk lög ásamt óperu-
aríum.
16.00 Björn Thoroddsen tríó
ásamt Andreu Gylfadóttur leikur á
Jómfrúnni.
20.00 Tónlistarhátíð í Reykholti.
Trio Polskie flytur verk eftir Haydn,
Beethoven og Brahms.
Dúettinn Sessý og Sjonni spila á
Paddy’s í Reykjanesbæ.
■ ■ LEIKLIST
16.00 Einleikurinn Úti bíður and-
lit á glugga eftir Halldóru Malín
Pétursdóttir er sýndur í gamla póst-
húsinu á Borgarfirði eystri. Önnur
sýning kl. 17.30.
Elvar Logi Hannesson flytur ein-
leikinn Dimmalimm á Seyðisfirði.
■ ■ OPNANIR
15.00 Sigurður Örlygsson opnar
myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs
Skólavörðustíg 5. Sýningunni lýkur
23. ágúst.
17.00 Marta María Jónsdóttir
opnar málverkasýningu í Slúnkaríki
á Ísafirði.
20.00 Skotgalleríið opnar aftur
að Óðinsgötu 22a. Kolbeinn Hugi
Höskuldsson heldur sýninguna
Can’t Stop Drinking About You
sem fjallar á persónulegan hátt um
ástina.
Fyrsta samsýning Art-Iceland.
com verður opnuð í Mublunni í
Kópavogi. Árni Rúnar Sverrisson,
Helga Sigurðardóttir og Álfheiður
Ólafsdóttir sýna Orkuflæði.
■ ■ SKEMMTANIR
23.00 KK og blúsband leika í
Lindinni á Laugarvatni.
Bela heldur tónleika í Ketilhúsinu
á Akureyri laugardaginn 29. júlí. Red
Cup, ný sveit Konna í Tenderfoot,
sér um upphitun.
■ ■ SÝNINGAR
15.00 Ilmur Stefánsdóttir og
Steinunn Knútsdóttir standa
að sýningunni Out of Office í
Hafnarborg. Í tengslum við sýning-
una fara fram gjörningar alla laugar-
daga og sunnudaga milli 15 og 17.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
13.00 Sýningum á verkum Snorra
Ásmundssonar í gallerí Jónasar
Viðars í Kaupvangsstræti á
Akureyri lýkur um helgina. Sýningin
er opin frá 13-18.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Fiðluleikarinn Kati Debretzeni
leiðir Bachsveitina á Sumartón-
leikum í Skálholti í dag þar sem
flutt verða verk eftir Locatelli,
Quantz og Mozart. Þetta er í annað
sinn sem Debretzeni kemur hing-
að til að leika í Skálholti en í vik-
unni gerði hún stormandi lukku
ásamt Bachsveitinni þegar þau
fluttu Árstíðir Vivaldis.
„Við flytjum flautukonsert eftir
Locatelli þar sem Martial Nardeau
leikur einleikshlutverkið en hann
er einmitt eini barokkflautuleikar-
inn sem búsettur er á Íslandi. Síðan
flytjum við tvö stutt verk eftir
Quantz og verk eftir Mozart en þar
leikur Skálholtskvartettinn sóló-
hlutann.“ Debretzeni mun flytja
aðfararorð að dagskránni kl. 15 í
dag enda er forvitnilegt fyrir tón-
leikagesti að kynna sér samhengi
og hljóðheim verkanna áður en á
þau er hlýtt. „Margir af tónlistar-
mönnunum hafa rannsakað upp-
runaleg barokkhljóðfæri og leika á
þau,“ útskýrir Debretzeni hluti
sérstöðu Skálholtshátíðarinnar
felst í því að þar er leitast við að
flytja tónverk í sinni upprunalegu
mynd. Debretzeni segir að hljóm-
ur barokkhljóðfæra sé mjög frá-
brugðinn hljóðfærum nútímans, til
dæmis heyrist milliraddir skýrar
og heildarmyndin sjálf vísi sterk-
ar til mannsraddarinnar. „Tón-
skáld þessa tíma voru undir áhrif-
um frá mælskulistinni þegar þeir
sömdu verk sín,“ segir hún og
áréttar að bogar strengjahljóð-
færa frá þessum tíma séu einkar
sérstakir.
Debretzeni ferðast mikið vegna
vinnu sinnar og hefur aðeins stutta
viðdvöl hérlendis í þetta skipti.
Hún lætur þess getið að henni finn-
ist stemningin í Skálholti einstök.
„Þessi hátíð er mjög frábrugðin
öðrum tónlistarhátíðum því nánd-
in og samveran er svo mikil. Hér
búum við saman og fylgjumst að
allan tímann og það er frábært
tækifæri og tilbreyting fyrir
mig.“
Tvennir tónleikar fara fram í
Skálholti í dag en kl. 17 leikur Skál-
holtskvartettinn strengjakvartetta
Mozarts en þeir verða síðan endur-
teknir á morgun kl. 15.
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.sumartonleik-
ar.is. - khh
Hljóðheimur fortíðar
KATI DEBRETZENI Leikur með Bach-
sveitinni í Skálholti í dag.
MYND/BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR
Franski myndlistarmaðurinn
Serge Comte opnaði sýningu í
gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi
ýmissa grasa en meginverk sýn-
ingarinnar eru flutningabretti
sem skreytt hafa verið með glimm-
eri í ýmsum litum. „Ég fékk hug-
myndina þegar ég var á göngu að
vetri til við höfnina í Reykjavík og
rak augun í bretti sem glitraði svo
fallega vegna frostrósa sem mynd-
ast höfðu á því. Síðar tók ég að
safna flutningabrettum í hverfinu
mínu af mismunandi stærðum.“
Serge segist áður hafa haldið sýn-
ingu á brettum í Frakklandi en þá
var hugmyndin að baki verkunum
önnur. „Nú ákvað ég að persónu-
gera þau eins og manneskjur sem
eru að bíða eftir einhverju, en vita
ekki hverju. Þau eru dálítið ein-
manaleg í bið sinni og því
ákvað ég að gefa þeim
andlitslyftingu og lyfta þeim
þannig upp.“ Verkið kallast
„Sjö systur“ með vísun í
stjörnunar sjö á himnafest-
ingunni og goðsögnina sem
þeim fylgir.
Hitt verkið á sýning-
unni byggir á 20
stykkjum af A4
stærð af sand-
pappír, sem Serge
hefur prentað á
andlitsmyndir, af
konum sem eru
munnlausar.
„Verkið heitir
„Hinar hljóðu,“ en
ég tók myndir af
erótískum vefsíð-
um sem sýna konur
og setti á sand-
pappírinn. Hug-
myndin að baki
bæði þessu verki
og brettaverkinu
snýr að því sem er
yfirgefið á ein-
hvern hátt, skilið eftir og ekki
hefur verið hugsað um. Þegar ég
var til dæmis að setja andlits-
myndirnar af munnlausu konun-
um á sandpappírinn, þá var eins
og ég væri að setja þær í jihad-
búning, með hulu fyrir munninn.
Þannig fór ég að hugsa um þær
öfgar sem eru ráðandi annars
vegar á Vesturlöndum og hins
vegar Austurlöndum. Konan er
berstrípuð án blygðunar í okkar
heimi en fullkomlega hulin í Aust-
urlöndum. Þá eru brettin eins og
konurnar á erótísku vefsíðunum
nafnlaus.“ Að sögn Serge eru
þetta helstu viðfangsefni sýning-
arinnar sem var opnuð í gær.
Sýningin í 101 galleríi stendur
til 2. september og er opin frá
þriðjudegi til laugardags, frá 14-
18. - brb
SYSTURNAR SJÖ OG GLITR-
ANDI VÖRUBRETTI Franski
listamaðurinn Serge Comte
sýnir í 101 galleríi.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Systur og sandpappír