Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 41 Kontrabassaleikarinn Dean Ferrell í ferðast nú um landið og fremur tónlistar- gjörning ásamt frönsku listakonunni Anne Corte sem les ljóð á móðurmáli sínu. Dean segir þetta óvenjulegan tón- listargjörning. „Ég leik meðal annars verk eftir enska tónskáld- ið og málaliðann Tobias Hume sem var samtímamaður Shake- speares, en náði því miður aldrei þeirri hylli sem hann átti skilið. Verkin hans voru aðallega leikin á breskum öldurhúsum á 17. öld en þau þóttu of gróf til að vera flutt í virðulegum tónlistarhúsum land- ans. Tobias Hume átti litríka ævi en hann gerðist meðal annars málaliði fyrir sænska konunginn og lagðist í ferðalag til Rússlands, svo dæmi séu tekin. Shakespeare gerði stólpagrín að honum í leik- ritinu Þrettándakvöld og ég held að hann hafi ekki verið sá eini.“ Dean verður klæddur í hefð- bundin föt sem vinsæl voru á 17. öld, en kontrabassinn fær jafn- framt upplyftingu og verður skreyttur á ýmsan hátt. „Á þennan hátt er tónlistargjörningurinn með öllu sannur þeim tíma sem hann túlkar. Þeir sem eru kunnugir bar- okktónlist munu skilja þetta þegar þeir sjá og hlýða á verk mitt. Það kann vel að vera að þeir sem minna þekkja til telji þetta vera eitt allsherjargrín, en það er líka allt í góðu,“ bætir Dean við. Tónlistargjörningurinn skiptist í tvo hluta og í fyrri hlutanum verða kráartónverk Tobias leikin. „Í síðari hluta tónlistargjörnings- ins verða lesin upp ljóð, til dæmis eftir samtímamenn Allen Ginsberg og Larence Ferlinghetti, en ég mun lesa og leika á kontrabass- ann, samtímis. Stundum leik ég liggjandi á gólfinu en þannig verð- ur hann eins og kínverskt hljóð- færi. Öðrum stundum leik ég djass undir ljóðalesturinn en ég spila þó ekki alltaf á kontrabassann heldur notast ég einnig við það sem kall- ast línuballabassi, en hann er gerð- ur út einum streng.“ Til að fjármagna ferðina sótti Dean um styrk hjá Félagi íslenskra tónlistarmanna en hafði ekki erindi sem erfiði. „Það er kaldhæðnislegt hvernig bón minni um styrkveit- inguna var tekið. Niðurstaða úthlut- unarnefndar Félags íslenskra tón- listarmanna var mjög í takt við viðtökurnar sem Tobias Hume fékk fyrir rúmum 400 árum. Mér var tjáð að tónlistargjörningurinn sem ég vænti að fremja á betri tón- listarstöðum borgarinnar, hentaði betur á krám og kaffihúsum en á hefðbundnum tónleikum,“ segir Dean og hlær. „Auðvitað varð ég dálítið móðgaður vegna þessa. Ég er barokksérfræðingur og leik í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hef ennfremur flutt þennan sama tón- listargjörning á virtum stöðum í London og París. Þá hef ég framið gjörninginn í ýmsum háskólum í Bandaríkjunum og haldið í leiðinni fyrirlestra um gamlar stillingar á kontrabassa og rannsakað hljóð- færi í 20 ár. Þetta skilur vel mennt- að tónlistarfólk þegar það hlýðir á gjörninginn minn og flestir munu upplifa hann sem lifandi og skemmtilegan í leiðinni.“ Dean seg- ist hafa orðið það fúll vegna þessar- ar móttöku úthlutunarnefndarinnar að hann afréð að gefa nefndinni langt nef og leyfa fremur lands- byggðinni að njóta verksins. Dean Ferrell fremur tónlistar- gjörning sinn í Menningarmiðstöð- inni Skaftfelli á Seyðisfirði kl. 20 í kvöld. bryndisbjarna@frettabladid.is Leyfir landsbyggðinni að njóta TÓNLISTARMAÐURINN DEAN FERRELL FLYT- UR FRUMLEGAN TÓNLISTARGJÖRNING „Mér var tjáð að tónlistargjörningurinn hentaði betur á krám og kaffihúsum.“ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 26 27 28 29 30 31 1 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Bine Bryndorf leikur bar- okktónlist á orgel Hallgrímskirkju í tilefni af Alþjóðlegu orgelsumri.  12.00 Friðrik Vignir Stefánsson organisti heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju.  13.30 Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson spila á sumar- tónleikum í Sólheimum. Aðgangur ókeypis  15.00 Tónlistarhátíð í Reykholti. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran- söngkona og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja íslensk og ítölsk lög ásamt óperu- aríum.  16.00 Björn Thoroddsen tríó ásamt Andreu Gylfadóttur leikur á Jómfrúnni.  20.00 Tónlistarhátíð í Reykholti. Trio Polskie flytur verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms.  Dúettinn Sessý og Sjonni spila á Paddy’s í Reykjanesbæ. ■ ■ LEIKLIST  16.00 Einleikurinn Úti bíður and- lit á glugga eftir Halldóru Malín Pétursdóttir er sýndur í gamla póst- húsinu á Borgarfirði eystri. Önnur sýning kl. 17.30.  Elvar Logi Hannesson flytur ein- leikinn Dimmalimm á Seyðisfirði. ■ ■ OPNANIR  15.00 Sigurður Örlygsson opnar myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5. Sýningunni lýkur 23. ágúst.  17.00 Marta María Jónsdóttir opnar málverkasýningu í Slúnkaríki á Ísafirði.  20.00 Skotgalleríið opnar aftur að Óðinsgötu 22a. Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur sýninguna Can’t Stop Drinking About You sem fjallar á persónulegan hátt um ástina.  Fyrsta samsýning Art-Iceland. com verður opnuð í Mublunni í Kópavogi. Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir sýna Orkuflæði. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 KK og blúsband leika í Lindinni á Laugarvatni.  Bela heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 29. júlí. Red Cup, ný sveit Konna í Tenderfoot, sér um upphitun. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knútsdóttir standa að sýningunni Out of Office í Hafnarborg. Í tengslum við sýning- una fara fram gjörningar alla laugar- daga og sunnudaga milli 15 og 17. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  13.00 Sýningum á verkum Snorra Ásmundssonar í gallerí Jónasar Viðars í Kaupvangsstræti á Akureyri lýkur um helgina. Sýningin er opin frá 13-18. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Fiðluleikarinn Kati Debretzeni leiðir Bachsveitina á Sumartón- leikum í Skálholti í dag þar sem flutt verða verk eftir Locatelli, Quantz og Mozart. Þetta er í annað sinn sem Debretzeni kemur hing- að til að leika í Skálholti en í vik- unni gerði hún stormandi lukku ásamt Bachsveitinni þegar þau fluttu Árstíðir Vivaldis. „Við flytjum flautukonsert eftir Locatelli þar sem Martial Nardeau leikur einleikshlutverkið en hann er einmitt eini barokkflautuleikar- inn sem búsettur er á Íslandi. Síðan flytjum við tvö stutt verk eftir Quantz og verk eftir Mozart en þar leikur Skálholtskvartettinn sóló- hlutann.“ Debretzeni mun flytja aðfararorð að dagskránni kl. 15 í dag enda er forvitnilegt fyrir tón- leikagesti að kynna sér samhengi og hljóðheim verkanna áður en á þau er hlýtt. „Margir af tónlistar- mönnunum hafa rannsakað upp- runaleg barokkhljóðfæri og leika á þau,“ útskýrir Debretzeni hluti sérstöðu Skálholtshátíðarinnar felst í því að þar er leitast við að flytja tónverk í sinni upprunalegu mynd. Debretzeni segir að hljóm- ur barokkhljóðfæra sé mjög frá- brugðinn hljóðfærum nútímans, til dæmis heyrist milliraddir skýrar og heildarmyndin sjálf vísi sterk- ar til mannsraddarinnar. „Tón- skáld þessa tíma voru undir áhrif- um frá mælskulistinni þegar þeir sömdu verk sín,“ segir hún og áréttar að bogar strengjahljóð- færa frá þessum tíma séu einkar sérstakir. Debretzeni ferðast mikið vegna vinnu sinnar og hefur aðeins stutta viðdvöl hérlendis í þetta skipti. Hún lætur þess getið að henni finn- ist stemningin í Skálholti einstök. „Þessi hátíð er mjög frábrugðin öðrum tónlistarhátíðum því nánd- in og samveran er svo mikil. Hér búum við saman og fylgjumst að allan tímann og það er frábært tækifæri og tilbreyting fyrir mig.“ Tvennir tónleikar fara fram í Skálholti í dag en kl. 17 leikur Skál- holtskvartettinn strengjakvartetta Mozarts en þeir verða síðan endur- teknir á morgun kl. 15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.sumartonleik- ar.is. - khh Hljóðheimur fortíðar KATI DEBRETZENI Leikur með Bach- sveitinni í Skálholti í dag. MYND/BERGLIND MARÍA TÓMASDÓTTIR Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte opnaði sýningu í gærdag í 101 gallerí. Þar kenndi ýmissa grasa en meginverk sýn- ingarinnar eru flutningabretti sem skreytt hafa verið með glimm- eri í ýmsum litum. „Ég fékk hug- myndina þegar ég var á göngu að vetri til við höfnina í Reykjavík og rak augun í bretti sem glitraði svo fallega vegna frostrósa sem mynd- ast höfðu á því. Síðar tók ég að safna flutningabrettum í hverfinu mínu af mismunandi stærðum.“ Serge segist áður hafa haldið sýn- ingu á brettum í Frakklandi en þá var hugmyndin að baki verkunum önnur. „Nú ákvað ég að persónu- gera þau eins og manneskjur sem eru að bíða eftir einhverju, en vita ekki hverju. Þau eru dálítið ein- manaleg í bið sinni og því ákvað ég að gefa þeim andlitslyftingu og lyfta þeim þannig upp.“ Verkið kallast „Sjö systur“ með vísun í stjörnunar sjö á himnafest- ingunni og goðsögnina sem þeim fylgir. Hitt verkið á sýning- unni byggir á 20 stykkjum af A4 stærð af sand- pappír, sem Serge hefur prentað á andlitsmyndir, af konum sem eru munnlausar. „Verkið heitir „Hinar hljóðu,“ en ég tók myndir af erótískum vefsíð- um sem sýna konur og setti á sand- pappírinn. Hug- myndin að baki bæði þessu verki og brettaverkinu snýr að því sem er yfirgefið á ein- hvern hátt, skilið eftir og ekki hefur verið hugsað um. Þegar ég var til dæmis að setja andlits- myndirnar af munnlausu konun- um á sandpappírinn, þá var eins og ég væri að setja þær í jihad- búning, með hulu fyrir munninn. Þannig fór ég að hugsa um þær öfgar sem eru ráðandi annars vegar á Vesturlöndum og hins vegar Austurlöndum. Konan er berstrípuð án blygðunar í okkar heimi en fullkomlega hulin í Aust- urlöndum. Þá eru brettin eins og konurnar á erótísku vefsíðunum nafnlaus.“ Að sögn Serge eru þetta helstu viðfangsefni sýning- arinnar sem var opnuð í gær. Sýningin í 101 galleríi stendur til 2. september og er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá 14- 18. - brb SYSTURNAR SJÖ OG GLITR- ANDI VÖRUBRETTI Franski listamaðurinn Serge Comte sýnir í 101 galleríi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Systur og sandpappír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.