Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 62
29. júlí 2006 LAUGARDAGUR42
utlit@frettabladid.is
MÓÐUR VIKUNNAR
> Álfrún Pálsdóttir
Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég
fer voða sjaldan eitthvað án þess
að hugsa um það hvernig ég er til
fara, en þó ekki um of. Mér finnst
mikilvægt að sýna minn persónu-
leika í klæðnaði, því það er eitt af
því fyrsta sem fólk tekur eftir í fari
annarra.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum
þínum? Ég myndi segja hann vera
frekar „street”, svartan og litríkan,
þó ekki trúðslegan.
Uppáhaldshönnuðir eða fata-
merki? Ég dýrka Comme des
Carcons, Hedi Slimane, Henrik
Vibskov, Mr. Acne, Cheap Monday
eða April 77 fyrir gallabuxur.
Flottustu litirnir? Svartur, rauður
og cyan.
Hverju ertu veikastur fyrir?
Tíglum.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Svarta/hlébarða „creepers” skó í
Elvis og svört, mjó axlabönd.
Hvað finnst þér flottast í tísk-
unni núna? Rockabilly, nineties-
elementin sem eru að ryðja sér
til rúms á ný, há mitti og stuttar
skálmar, symmetrísk mynstur, gull
og tíglar.
Hvað ætlaru að kaupa þér á
næstunni? Mig langar mjög í April
77 jakka sem fæst í Nonnabúð og
læt e.t.v. verða af því á næstunni,
svo er ég svolítið heitur fyrir
Soderstam dótinu í Belleville.
Uppáhaldsverslun? Guerilla
Store, Spúútnik eða Kron Kron
– en ég býst við að nýja búðin
þeirra Hrafnhildar Hólmgeirs og
Nonna eigi eftir að verða langmest
í uppáhaldi hjá mér þegar að því
kemur.
Hvað eyðir þú miklum pening-
um í föt á mánuði? Ég skrifa á
mig þar sem ég vinn um 20.000 á
mánuði og ætli ég eyði ekki álíka
miklu í viðbót annars staðar.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið
án? Ég gæti í raun alveg verið
án allra flíka, líður reyndar best
þannig, en það hlyti að vera aðrar
hvorar svörtu niðurmjóu buxurnar
mínar, Mr. Acne eða Ms. Cheap
Monday.
Uppáhaldsflík? Two People tígla-
bolurinn minn eða Aftur peysan.
Ég er frekar óákveðin týpa.
Hvert myndir þú fara í
verslunarferð? Berlín,
held ég bara.
Ljótasta flík sem þú
hefur keypt þér? Mega
oversized kóngablár
secondhand stuttermabol-
ur sem ég fékk í
Elvis. Á honum
stendur í stór-
um svörtum
stöfum á
ská: RELAX.
Hann er
svo ljótur
að hann
er falleg-
ur.
SMEKKURINN SIGURÐUR ALEXANDER ODDSSON, NEMI Í LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS
Mr. Acne og Miss Cheap Monday í uppáhaldi
Gulllitaður klæðnaður byrj-aði að ryðja sér til rúms innan tískunnar í kringum
diskótímabilið. Þá var glamúr alls-
ráðandi og allt sem glitraði var í
tísku. Hipphopparar hafa síðan
tekið yfir gullið og færðu það yfir
á okkar tíma með risastórum gull-
hálsmenum sem þeir kalla svo
skemmtilega „bling bling“.
Nú er gull ákveðinn staðall
fyrir kvenleika og glamúr. Það
kom aftur upp á yfirborðið fyrir
um það bil tveimur árum og hefur
ekkert dottið niður síðan. Ef
marka má tískupalla fyrir kom-
andi vetur mun gulllitað vera
mikið í bland við svart, ljósgrátt
og silfurlitað. Það er nefnilega
ákveðinn fílingur fyrir andstæð-
um þennan veturinn. Gull og silf-
ur saman hefur verið óskrátt lög-
brot í regluskrám tískuheimsins
en nú er sú samsetning leyfileg.
Kosturinn við gulllitaðan er sá
að hann passar við alla liti og
setur glamúrsvip á hvaða flík
sem er. Enda er hann litur
toppsætisins.
alfrun@frettabladid.is
Allt er gull sem glóir
ELIE SAAB
Svakalega
fallegur kjóll
frá snilldar-
hönnuði í
gulllituðu.
VESTI ERU
VINSÆL
Æðislegt
vesti frá
Spúútnik.
MUNSTRAÐ
Fallegur kjóll
með gull-
þráðum frá
Kronkron.
STAERK Gul-
lituð prjóna-
peysa sem
skemmti-
legu sniði
frá Kron-
kron.
SKÓR Frábærir
heklaðir gull-
skór frá Rokki
og Rósum.
GULL OG
SILFUR Flott
peysa með
skemmti-
legu munstri
frá Rokki og
rósum.
GULL GULL GULL Þetta er
afbragðsgóð eftirlíking af
„spybag“ töskunum frá Fendi
frá Friis&CO. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HERKÚLES Flottir
sumarsandalar í gull-
lituðu frá GS Skóm.
GULL FRÁ TOPPI TIL TÁAR
Matthew Williamson er
ávallt með allt á hreinu og
hér er glæsilegur gulllitaður
kjóll úr smiðju hans.
PÚFFERMAR
Svakalegur
jakki úr
Spúútnik með
gulllituðum
púffermum.
„CLUTCH BAG“ Slönguskinns-
taska frá Rokki og rósum
með gulllitaðri sylgju.
GRÍMA Þessi
er í gulli
frá toppi til
táar, með
gullgrímu og í
gull fatnaði.
PALLÍETTUR Marc Jacobs klikkar aldrei
og hér er hann með algjöran partíkjól
fyrir veturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
> Við mælum með
... lituðum
gallabuxum.
Ekkert er
heitara þessa
stundina en
buxur í öllum
regnbogans
litum, svo lífgar
það líka upp á
tilveruna.
Allar konur hafa gaman af því að klæðast fallegum fötum. Að kaupa
ný föt, taka þau upp úr pokanum og leggja þau fallega inn í fataskáp
er ákveðin helgiathöfn hjá flestum konum. Við marinerum oft heilann
fyrir partí, brúðkaup, boð eða bara venjulegt laugardagskvöld á barn-
um til að geta ákveðið í hverju við eigum að vera. Maður getur nefni-
lega búið sér til ákveðna týpu útfrá fatnaði. Viltu vera fína týpan í
Karen Millen-kjólnum og húðlitum sokkabuxum eða afslappaða týpan
í víðum kjól með ruglingslegt hár og í lágbotna skóm?
Ég hrósa alltaf happi yfir því að vera ekki karlmaður því ég elska
allar þessar skemmtilegu pælingar og heilögu athafnir sem tengjast
fötum og tísku. Auðvitað geta karlmenn spáð og spekúlerað jafn
mikið og við í tísku en það er eiginlega bara gott að þeir gera það ekki
því heimilislífið færi úr skorðum á mörgum stöðum ef húsbóndinn
þyrfti allt í einu jafnmikið pláss í fataskápum og konan. Hvað þá ef
hann færi allt í einu að taka sér jafn langan tíma og við í búðarráp og
pælingar í mátunarklefunum?
Einu sinni heyrði ég því fleygt að konur klæði sig fyrir konur.
Reyndar var það karlmaður sem benti mér á þetta og bætti hann við
að karlpeningurinn tæki ekki eftir dýrum kjólum eða flottri peysu við
geggjaðar gallabuxur. Þeir taki meira eftir góðri lykt og fallegri
heildarmynd að ógleymdum efnislitlum fötum og beru holdi sem þeir
láta sjáldan framhjá sér fara... þessar elskur.
Konur taka hins vegar eftir öllum smáatriðum, sérstaklega hvað
varðar fatnað og útlit annarra kvenna. Við dæmum, horfum og tökum
mið af fatnaði annarra kvenna. Ég tek allavega meira mark á hrósi
frá vinkonum mínum varðandi klæðnað en frá karlkyns samstarfs-
mönnum mínum sem vita lítið sem ekkert um tísku. Er þá ekki mikið
til í þeirri staðreynd að þegar við konur klæðumst okkar fínasta pússi
erum við meira að leitast eftir aðdáun og samþykki kvenna á fötunum
sem við klæðumst heldur en athygli karlpeningsins?
Eru það fötin sem þeir vilja?
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ
Í ÁSKRIFT MEÐ
30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU
VEGLEGA GJÖF
Í KAUPBÆTI
GLÆNÝTT
VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
• Draumahús íslenskra hjóna í Hollandi
• Fjörupikknikk Áslaugar Snorradóttur
• Rómantískt heimili Fjölnis Elvarssonar
og Rósu Svövudóttur
• Dagar Magnúsar Scheving fullir af tækifærum