Fréttablaðið - 29.07.2006, Page 63
29. júlí 2005 LAUGARDAGUR 43
HÖNNUÐURINN Roksanda
var fyrirsæta áður en hún
gerðist fatahönnuður.
Söngkonan unga Christina Aguilera
hefur verið með mismunandi fata-
stíl síðan hún steig fram í sviðsljós-
ið fyrir nokkrum árum. Þá kom hún
oftast fram í mjög efnislitlum og
djörfum fötum. Nú virðist hún þó
loksins vera búin að finna sinn stíl
enda orðin eldri og vitrari. Sá stíll
er kvenlegur og fallegur. Oftast er
hún með belti í mitt-
inu og í hnésíðum
kjólum eða pilsum.
Aguilera hefur
verið líkt við kven-
fyrirmyndina
Marilyn Monroe
enda með ljóst
hár og oftast
nær með hárauð-
an varalit. Stutt-
ar buxur, háir
hælar, flegnir
bolir og þröngir
kjólar eru henn-
ar aðalsmerki.
Hin nýja
Monroe
FLOTT Hér er Christina eins og algjör díva
með hvít sólgleraugu og í háum hælum.
KVENLEG Í svörtum
Gucci-kjól sem er með
svokölluðu „smokka-
sniði“ en það er ef
kjóllinn er þröngur alveg
niður að hnjám.
GLITRANDI Fallegur kjóll úr glitrandi silfurlit-
uðu efni með mjóum hlýrum. Kvenlegur og
glæsilegur í senn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Hin serbneska Roksanda Ilincic
er búin að ná athygli í tískuheim-
inum fyrir framúrstefnulega
hönnun og vægast sagt glæsilega
kjóla. Hún byrjaði að læra arki-
tektúr í Belgrad en flutti svo til
London og útskrifaðist úr hinum
margrómaða Central Saint Mart-
ins listaháskóla árið 2000. Tveim-
ur árum seinna stofnaði hún sitt
eigið merki og hefur dregið að
sér fastakúnna á borð við Björk,
Roisin Murphy og Jamelia. Roks-
anda er þekkt fyrir framúr-
stefnulega og kvenlega hönnun.
Er hún mikið fyrir að hanna flík-
ur í fallegum efnum og miklar
drapperingar eru oftast í fötun-
um hennar. Innblásturinn segir
hún koma frá tískunni á þriðja
áratug síðustu
aldar.
Nú eru þess-
ir fallegu kjólar
fáanlegir á
Íslandi í búðinni
Kronkron á Lauga-
vegi. Kjólarnir
hanga uppi í loft-
inu í miðri búð-
inni og eru hálf-
gerðir
safngripir, þeir
eru svo fallegir.
Framúrstefnulegt
SUMARLEGUR
Fölbleikur kjóll með
rauðum rósum á
hlýrum.
GLÆSILEIKI
Fallegur kjóll í
svörtu með hvítu
munstri hér og þar
í efninu.
DJÚPUR LITUR Fallegur
fjólublár kjóll úr smiðju
Roksöndu sem samlit-
um rósum á kraganum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
RAUÐUR Sam-
kvæmiskjóll af
bestu gerð.