Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 64

Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 64
ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA! HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! Milla Jovovich í mögnuðum Sci-Fi spennutrylli! FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þinu? ADAM SANDLER, KATE BECKINSALE OG CHRISTOPHER WALKEN Í GAMANMYND ÁRSINS Sprenghlægileg grínmynd með Íslandsvininum Rob Scheider úr Deuce Bigalow og John Heder úr Napoleon Dynamite! SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 8 og 10.40 ULTRAVIOLET kl. 4.50 og 8 B.I. 12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 1, 3 og 5 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 1, 3, 5, 7 og 9 SÝND Í LÚXUS ENSKT TAL kl. 1, 3 og 5 STICK IT kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 CLICK kl. 10.10 B.I. 10 ÁRA RAUÐHETTA ÍSL. TAL kl. 3 ÍSÖLD 2 ÍSL. TAL kl. 1 SILENT HILL kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA STORMBREAKER kl. 3, 6 og 8 THE BENCHWARMERS kl. 3, 8 og 10 B.I. 10 ÁRA CLICK kl. 3, 5.30, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA ÍSÖLD 2 ÍSL. TAL kl. 3 SILENT HILL kl. 5.45, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA STORMBREAKER kl. 4, 6, 8 og 10 STICK IT kl. 4 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ATH : sí ðus tu sýn ing ar Fullt var út úr dyrum á tónleikum skosku hljómsveitarinnar Belle & Sebastian á Nasa á fimmtudags- kvöldið. Emilíana Torrini hitaði upp og var henni vel tekið af áhorf- endum. Sérstaka athygli vöktu tvö ný lög söngkonunnar sem voru kraftmeiri en flest sem hún hefur áður gert. Belle & Sebastian steig svo á svið við mikinn fögnuð við- staddra. Sveitin lék í tæpa tvo klukkutíma og tók mörg af sínum þekktustu lögum en lög af nýju plötunni, The Life Pursuit, voru áberandi. Tónleikarnir voru nokk- uð vel heppnaðir í heildina og þeir sem eiga miða á tónleikana á Borg- arfirði eystri í kvöld geta átt von á góðu. Sveitt stemning á Nasa VEL TEKIÐ Stuart Murdoch fór fyrir Belle & Sebastian á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FRÁBÆR POPPSVEIT Þegar Belle & Sebastian tók hressu popplögin sín voru áhorfendur heldur betur vel með á nótunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FULLT HÚS Aðdáendur Belle & Sebastian og Emilíönu slógust um miða á tónleikana og komust færri að en vildu. GLÆSILEG Emilíana var einbeitt á sviðinu. Hún tók meðal annars tvö ný lög sem lögðust vel í gesti. MINNINGAR TIL SÖLU Tónleikagestir gátu keypt sér boli merkta Belle & Sebastian og Emilíönu. KVIKMYNDIR [ UMFJÖLLUN ] RJ er tækifærissinnaður og eigin- gjarn þvottabjörn sem kemst í hann krappann eftir að hann klúðrar ráni á matarbirgðum geðstirðs bjarn- dýrs. Góssið skemmist þegar bangsi grípur meistaraþjófinn glóðvolgan og RJ er gefin vika til þess að hamstra saman nýjum lager eða gjalda annars með lífi sínu. RJ getur þetta ekki einn og vélar því hóp af nývöknuðum skógardýr- um til þess að herja með sér á mann- heima, handan við stóra limgerðið sem skilur nú að villta náttúruna og malbikaðan undraheim mannfólks- ins þar sem nægan mat er að finna. Dýrin ganga vasklega fram í söfnuninni og koma því illilega við kauninn á mannskepnunum sem bregða á það ráð að leysa þessa milliríkjadeilu með því að kalla til skæðan meindýraeyði til þess að útrýma innrásarliðinu. Allir þessir árekstrar; uppgjör bjarndýrs og þvottabjarnar, koma einfarans og ævintýradýrsins inn í einfalt og samheldið samfélag skógardýranna og svo auðvitað átök dýraríkis og mannheima bjóða upp á mikið fjör og spennu þannig að það er ekki dauður punktur í Over The Hedge. Þar fyrir utan er mynd- in listavel gerð og tölvutæknin gæðir skrautlegar persónurnar lífi sem sækja svo enn meiri kraft til fínna leikara sem margir hverjir fara á kostum. Bruce Willis fer létt með að túlka hinn upplitsdjarfa RJ og rám viskírödd veðruðu fyllibytt- unnar Nick Nolte fer birninum grimma ákaflega vel. Over the Hedge sver sig í ætt við aðrar fyrsta flokks tölvuteikni- myndir. Hún er áferðarfögur, litrík og lifandi. Sagan er einföld og ristir ekki djúpt frekar en fyrri daginn enda kveða við sömu stef og venju- lega í myndum af þessu tagi og gildi samvinnu og vináttu eru áréttuð með stöðluðum aðferðum. Fjörið og fíflagangurinn yfirgnæfir þetta svo allt saman en hasarinn og skemmt- unin er vitaskuld það sem markhóp- urinn sækist eftir og þar skilar Over the Hedge sínu með sóma. Þórarinn Þórarinsson Öll dýrin í skóginum OVER THE HEDGE LEIKSTJÓRAR: TIM JOHNSON, KAREY KIRKPATRICK AÐALHLUTVERK: BRUCE WILLIS, NICK NOLTE, GARRY SHANDLING, STEVE CAREL Niðurstaða: Vönduð og vel gerð teiknimynd þar sem skemmtileg skógardýr halda fjörinu gangandi. Skemmtilegir leikarar hafa sitt að segja og eiga drjúgan þátt í að gera Over the Hedge að fyrirtaks fjölskylduskemmtun. Uma Thurman og hótelmógúllinn Andre Balazs hafa verið sundur og saman lengi en Uma sást á dögun- um með leikstjóranum Quentin Tarantino. Orðrómur um ástarþrí- hyrning fékk byr undir báða bængi þegar Uma og Quentin eyddu góðum tíma saman í New York í eftirpartíi eftir nýjustu mynd Umu, My super ex-girlfriend. „Uma sat í fangi Quentin í dágóðan tíma,“ sagði heimildamaður OK!- tímaritsins. Þegar þrumuveður skall á þaki klúbbsins þar sem partíið var haldið hlupu allir í skjól og Quentin tók sig til og greip í Umu og hélt á henni inn. „Það var mjög sætt,“ sagði heimildamaðurinn. Quentin hefur oft lýst því yfir að Uma sé skálda- gyðja hans, en hún lék sem kunn- ugt er í Pulp Fiction og Kill Bill- myndum leikstjórans fræga. Ástarþríhyrningur Umu UMA THURMAN Orðuð við tvo karlmenn um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.