Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 65

Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 65
FRÉTTIR AF FÓLKI Hin unga leikkona Scarlett Johansson missti af draumahlut- verki sínu vegna of hárra launakrafa. Hlutverkið var Maria Von Trapp í uppsetningu á söngleiknum Tóna- flóði undir stjórn Andrews Lloyds Webber í West End í Lundúnum. Framleiðendur söngleiksins buðu Scarlett hlutverkið en drógu tilboðið til baka um leið og þeir sáu kröfur hennar og sögðu þær fáránlegar. Talsmenn leikkonunnar ungu segja hins vegar að kröfurnar hæfi fullkomlega leikkonu af hennar kalíberi. Leikarinn Daniel Radcliffe, sem flestir þekkja sem hinn unga töframann Harry Potter, mun koma ungum aðdá- endum sínum á óvart í leikriti sem hann leikur í sem ber nafnið Equus. Þar leikur Radcliffe ungan geð- truflaðan dreng sem kemst að kynhvöt sinni til hesta og kemur meðal annars fram nakinn ríðandi á hesti í leikritinu. Leikritið hefur áður verið sett upp og þá með Anthony Hopkins í aðalhlutverki. Miklar sögusagnir hafa verið uppi þess efnis að stjörnuparið Tom Cruise og Katie Holmes muni ganga í það heilaga á næstunni og sumir segja að það muni verða strax um helgina. Tal- menn parsins hafa nú stigið fram og neitað öllum þessum sögusögnum en segja þó að Cruise og Holmes muni halda brúðkaup þegar haustar. Mun það fara fram í einu af húsunum hans Toms Cruise.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.