Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2006, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 29.07.2006, Qupperneq 66
46 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is VISA-bikar kvenna: KR-VALUR 0-3 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (65), 0-2 Margrét Lára (81), 0-3 Dóra María Lárusdóttir (90) HK/VÍKINGUR-FJÖLNIR 0-2 BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 2-0 STJARNAN-ÍR 4-0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Valsstúlkur unnu öruggan sigur á KR, 0-3, í stórleik átta liða úrslita VISA-bikars kvenna. Lokatölur leiksins segja þó ekki alla söguna um þróun hans því jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálf- leik og bæði lið gátu tekið forystu. Valsstúlkur voru ákveðnari í seinni hálfleik og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði gott mark um hann miðjan. KR-stúlkur misstu Aliciu Wilson af velli á 77 mínútu þegar hún fékk sitt seinna gula spjald og Valsstúlkur gengu á lagið. Síðasta stundarfjórðung leiksins spiluðu þær vel og tryggðu góðan sigur. - shá VISA-bikar kvenna: Öruggt hjá Val gegn KR VALSSIGUR Valur reyndist sterkara liðið í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Öll sætin eru komin til landsins en þakið verður ekki komið fyrir leikinn, við vissum það alltaf. Við byrjum að setja sætin á eftir helgina og þau verða öll tilbúin fyrir leikinn gegn Spán- verjum. Þakið verður svo tilbúið fyrir Danaleikinn,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, við Fréttablaðið í gær. Framkvæmdir á Laugardals- velli eru í fullum gangi og verka- menn vinna hörðum höndum að því að gera allt klárt fyrir vígslu- leikinn á endurbættum þjóðar- leikvangnum. Sæti fyrir 10.500 manns munu komast fyrir á leik- vangnum og meðal annars verða settar nýjar sætaraðir fyrir neðan stúkuna sem ná alveg niður að hlaupabrautina. „Við erum með flott sæti, vand- aðri en þau sem voru á. Annars vil ég sem minnst gefa upp um þau en stúkan er á áætlun eins og við gerðum ráð fyrir í vor þegar við vorum að skipuleggja leikina,“ sagði Eggert, en auk þess sem stúkan mun rúma fleiri verður nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir KSÍ í viðbyggingunni. Miðar á leikinn gegn Spánverj- um fara í sölu fljótlega og býst Eggert við miklum áhuga. „Við getum selt mun meira en 10 þús- und miða fyrir leikinn gegn Spán- verjum. Við þurfum ekki að selja bara í stúkuna þar sem um vin- áttuleik er að ræða og því kemst fólk fyrir í stæðunum líka. Við bætum ekki aðsóknarmetið en það væri frábært að fá 12-15 þúsund manns. Spánverjar voru með flott lið á HM og ég býst við rífandi stemningu á vellinum,“ sagði Eggert Magnússon. - hþh Aðeins rúmar tvær vikur eru í stórleik Íslands og Spánar sem fer fram 15. ágúst: Laugardalsvöllur verður tilbúinn STÚKAN Í BYGGINGU Verkmenn fylgjast með leik Val og Bröndy á fimmtudaginn en aðeins eru rúmar tvær vikur í leikinn gegn Spánverjum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Landsliðið hefur verið að æfa saman í allt sumar en tekið sér frí þess á milli í eina til tvær vikur. „Við höfum æft þrjár vikur samfleytt núna og þannig verður það næstu tvo mánuðina. Æfing- arnar hafa gengið mjög vel,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið. Ekki hafa allir getað æft með liðinu í allt sumar og þrír leikmenn verða ekki með á Norðurlandamót- inu sem hefst 1. ágúst og stendur yfir í fimm daga. Jón Arnór Stef- ánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson verða ekki með á mótinu vegna þreytu og meiðsla en koma inn strax eftir það. „Ég vil meina að þetta sé eitt sterkasta lið sem við höfum haft og við ætlumst til að ná árangri núna, það er ekkert öðruvísi. Við erum með mikið af ungum mönnum sem eru að banka á landsliðsdyrnar þrátt fyrir að þeir séu kannski ekki í hópnum núna,“ sagði Sigurður, sem fylgdist að sjálfsögðu vel með yngri landsliðum Íslands sem hafa verið í eldlínunni síðustu vikur. „U18 ára liðið féll um deild sem var svekkjandi en þeir voru að spila við gríðarlega erfiðar þjóðir. Þeir unnu þó Frakka sem var algjörlega frábært hjá þeim en U20 ára liðið var upp og ofan. Þeir voru allt í lagi og áttu nokkra góða leiki,“ sagði Sigurður en bæði lið áttu erfitt uppdráttar á Evrópu- mótunum sem þau hafa nú lokið keppni á. Sigurður er mjög ánægð- ur með hópinn sem hann er með í höndunum. „Þetta er mjög þéttur hópur. Það má segja að undirstaðan sé leik- menn sem eru á aldrinum 24-25 en hafa samt sem áður yfir mikilli reynslu á að skipa. Þessir strákar eiga að vera tilbúnir að axla þá ábyrgð að stíga skrefið áfram,“ sagði Sigurður, sem er með mark- miðin á hreinu. „Markmiðið er klárlega að kom- ast upp en þó svo að þetta heiti B- deild er þetta langt frá því að vera slakur hópur liða. Þarna eru átján lið þar sem aðeins tvö komast upp og mörg þeirra eru virkilega góð. A-deildin er svo rjóminn þar sem 24 bestu lið Evrópu eru, til dæmis Júgóslavía og Ítalía. Fyrirkomu- lagið er mjög strembið en það gerir þetta mjög spennandi og skemmti- legt um leið. Verkefnið er krefj- andi en þetta er keyrt á nokkrum dögum þar sem mikið er um ferða- lög og liðin verða að vera undirbú- in og í góðu líkamlegu formi. Þá skiptir einbeitingin miklu máli,“ sagði Sigurður. „Ég er bjartsýnn á að þetta tak- ist hjá okkur. Ég ætlast til þess að þetta gangi upp. Allur hópurinn er einbeittur að þessu verkefni og gerir sér grein fyrir mikilvægi þessa leikja,“ sagði þjálfarinn, sem hefur fengið körfuboltamógúlinn Friðrik Inga Rúnarsson með sér í lið. „Við Friðrik þekkjumst vel og höfum verið lengi í þessu saman, yfirleitt á móti hvor öðrum. Það er gott að fá hann inn í þetta. Að sumu leyti eru skoðanir okkar ekkert ólíkar en að öðru leyti erum við ólíkir og það sem hann kemur með inn í þetta verður áhugavert fyrir okkur sem og leikmennina. Hann kemur með ráðgjöf og aðstoð fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ingimund- arson, bjartsýnn þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum. hjalti@frettabladid.is Ætlast til þess að þetta gangi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stendur í ströngu þessa dagana en það býr sig nú undir Evrópkeppnina. Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, segir kröfuna vera að komast upp úr B-deildinni, ekkert annað komi til greina. FYLGST MEÐ Sigurður og Friðrik fylgjast með á æfingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA TEKIÐ Á ÞVÍ Páll Axel Vilbergsson er umkringdur af þremur andstæðingum sínum á æfingu landsliðsins á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓTBOLTI Sögunni endalausu um Ruud van Nistelrooy er loksins lokið en hollenski framherjinn skrifaði undir þriggja ára samn- ing við Real Madrid í gær eftir að hafa staðist læknisskoðun. Talið er að Real borgi Manchester Unit- ed um 11 milljónir punda fyrir þennan mikla markahrók, sem óskaði eftir því að vera seldur frá félaginu. „Ég gæti ekki verið ánægðari með að vera kominn til Real Madrid, þetta er eitt stærsta félag í heimi og ég hlakka til að skora mörk fyrir það. Ef Real Madrid vill fá þig þá geturðu ekki sagt nei,“ sagði van Nistelrooy, sem skilur eftir sig stórt skarð í sókn- arlínu United. „Ruud var einn af fyrstu val- kostunum okkar sem ég vildi kaupa þegar ég kom til félagsins. Hann hefur sannað hversu góður hann er og ég er mjög ánægður að hafa kló- fest hann,“ sagði Fabio Capello, stjóri Real Madrid, í gær. - hþh Van Nistelrooy kominn til Real: Ég gæti ekki verið ánægðari VAN NISTELROOY Var ánægður maður í gær eftir læknisskoðunina hjá Real Madrid. FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH fengu engan óskadrátt þegar dreg- ið var í þriðju umferð Meistara- deildarinnar í gær. FH á eftir að spila síðari leikinn gegn sterku liði Legia Varsjá og eftir 1-0 tap á heimavelli í vikunni er borin von að liðið komist áfram. Það lið sem vinnur viðureignina mætir Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Liverpool fékk skelfileg tíðindi en liðið mætir Maccabi Haifa. Líklegt er að sá leikur verði færð- ur vegna stríðsástands í Ísrael um þessar mundir. Arsenal mætir Ekranas frá Litháenen. Fyrri leik- irnir fara fram 8. og 9. ágúst og þeir síðari 22. og 23. sama mánað- ar. - hþh Meistaradeildin: Dregið í þriðju umferð í gær DRÁTTURINN Í HEILD SINNI Tiraspol/Spartak Moskva - Liberec Shakhtar Donetsk - FH /Legia Varsjá FC Zurich/SV Red Bull Salzburg - Valencia Levski Sofia/Sioni Bolnisi - Chievo Hearts/Siroki Brijeg - AEK Athens CSKA Moskva - Djurgården IF/Ruzomberok AC Milan - Cork/Crvena Zvezda Galatasaray - Mlada Boleslav/Vålerenga Standard Liege - Gorica/Steaua Búkarest Austria Magna - Benfica FK Ekranas/Dinamo Zagreb - Arsenal FC Köbenhavn/MyPa - Ajax Hamburg - Osasuna Metalurgs/Dynamo Kiev - Fenerbahce/B36 Liverpool - Maccabi Haifa Lille - Debrecen/Rabotnicki Kometal FÓTBOLTI Leit Manchester United að miðjumanni virðist loksins hafa borið árangur en Michael Carrick er á leiðinni til félagsins. Sir Alex Ferguson hefur lengi leitað að arf- taka Roy Keane á miðju United en kaupverðið á Carrick er um átján milljónir punda. Tottenham keypti Didier Zok- ora fyrr í sumar og því verður áfallið við að missa þennan snjalla enska landsliðsmann ekki jafn mikið, en Carrick verður fimmti dýrasti leikmaður United frá upp- hafi á eftir Rio Ferdinand, Juan Sebastian Veron, Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy. - hþh Manchester United: Festir kaup á Michael Carrick CARRICK Þótti leika mjög vel með Totten- ham á síðasta tímabili. NORDICPHOTOS/AFP > Evrópudráttur í dag Í dag verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta en meðal liða í hattinum verða Íslands- meistarar Fram. Safamýrarliðið er í 24. sæti í styrkleikaröðinni og hefur leik í riðlakeppninni sem hefst 30. október. Fram er í þriðja styrk- leikaflokki en dregið verður í höfuðstöðv- um Ciudad Real sem varð Evrópu- meistari í fyrra. Sannkallaður draumadráttur væri líklega að fá Evrópumeistar- ana sjálfa með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, Gummers- bach úr öðrum styrkleikaflokki og Dag Sigurðsson og félaga hans úr Bregenz í fjórða styrkleikaflokki. Dennis Siim hélt til viðræðna við FH í gær eftir að Íslandsmeistararnir höfðu samband við danska liðið Randers um að kaupa Siim til liðsins á nýjan leik. Siim er samningsbundinn Randers til 2008 og sagði við Fréttablaðið í gær að hann vonaðist eftir því að fá jafn langan samning hjá FH, ef ekki lengri. „Ég var mjög hrifinn af því að spila hér. FH er mjög gott félag og mér leið vel hérna,“ sagði Siim í gær en hann var þá nýlentur á Íslandi og var ekki par sáttur við kuldann hér en um 30 gráður voru í Kaupmannahöfn í gær. „Ég hefði kannski átt að klæða mig í eitthvað meira en stuttermabolinn,“ gantaðist Siim, sem þótti ekki leika jafn vel í fyrra og hann á að geta. „Ég var mikið meiddur og tognaði fjórum sinnum á vinstri fæti, það eyðilagði fyrir mér enda var ég alls ekki í góðu formi. Ég vona að ef við náum samningum nái ég að sýna mitt rétta andlit í þetta skiptið, ég skulda FH það,“ sagði Siim, sem gekk í raðir Randers sem sló FH út úr Evrópukeppni félagsliða í vikunni. „Við unnum 1. deildina í Danmörku og komumst upp í efstu deild þar sem tímabilið er nýbyrjað. Stuttu eftir að ég kom til Danmerkur frá Íslandi lenti ég í nokkuð erfiðum meiðslum og eftir þau þurfti ég að fara í aðgerð. Ég er þó búinn að ná mér en ég var ekki alveg nógu sáttur með það hversu fá tækifæri ég fékk hjá liðinu, ég vildi vera stærri hluti af Randers en ég var,“ sagði Siim. „FH hafði samband við Randers og ég held að forráðamenn lið- anna hafi hist núna í vikunni. Ég heyrði af því að Davíð Þór meiddist illa og það var mjög leiðinlegt og því vant- aði þá kannski miðjumann. Ég vona að ég fái að spila aftur fyrir FH og ég vona að ég fái samning sem er jafn langur og samning- urinn minn hjá Randers, til 2008 ef ekki lengur. Ég hlakka mikið til,“ sagði Dennis Siim. DANSKI MIÐJUMAÐURINN DENNIS SIIM: ER Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDSMEISTARA FH Á NÝJAN LEIK Ég skulda FH að sanna mig á Íslandi Sigmundur með forystu Sigmundur Einar Másson úr GKG er með örugga forystu eftir annan keppnisdag þegar í Íslandsmótinu í holukeppni. Hann lék annan hringinn á 75 höggum og hefur sex högga forystu á Tryggva Traustason. Í dag verður bein útsending frá mótinu á Sýn sem líkur á morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.