Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 70
29. júlí 2006 LAUGARDAGUR50
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
opið alla laugardaga 11-14
Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA,
VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA
Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður
saltfi skur, skötuselur og keila.
LÁRÉTT 2 óskar 6 hljóm 8 fugl 9
farfa 11 skóli 12 undireins 14 bölva
16 tveir eins 17 efni 18 knæpa 20
tveir eins 21 blóðormur.
LÓÐRÉTT 1 íþrótt 3 gangþófi 4 klapp
5 tækifæri 7 miðbær 10 mál 13 upp-
haf 15 bæta við 16 kúgun 19 málm-
ur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 vill, 6 óm, 8 lóa, 9 lit, 11 fg,
12 óðara, 14 blóta, 16 oo, 17 tau, 18
krá, 20 kk, 21 igla.
LÓÐRÉTT: 1 póló, 3 il, 4 lófatak, 5 lag,
7 miðborg, 10 tal, 13 rót, 15 auka, 16
oki, 19 ál.
Ferðalag hjólagarpanna þriggja,
þeirra Gísla Hvanndals Ólafssonar,
Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og
Dagbjarts Ingvarssonar, sem hjóla
nú hringinn í kringum landið til að
kynna starfsemi Spes samtakanna,
gengur vel. Strákarnir eru nú stadd-
ir á Austurlandi en eru á norðurleið.
Gísli hefur átt í vandræðum með
hjólið sitt, margoft hefur sprungið á
því og hefur hann þurft að bíða eftir
varahlutum. Markmið ferðarinnar
er eins og áður segir að kynna starf-
semi Spes-samtakanna sem byggja
og reka þorp fyrir munaðarlaus
börn í Afríku. Strákarnir hafa vakið
athygli á samtökunum með því að
halda tónleika á þeim stöðum sem
þeir hafa komið við á og spiluðu
þeir á Kárahnjúkum í gær. Með í
för er söfnunarbaukur og er fólk
hvatt til þess að gefa fé í baukinn í
stað þess að greiða þeim fyrir spila-
mennskuna.
„Við höfum aðallega verið að
spila fyrir útlendinga því við höfum
mikið verið að spila á hótelunum,“
segir Gísli Hvanndal. Óvæntur
glaðningur var svo þegar félagarn-
ir hittu söngvarann Herbert Guð-
mundsson á Kirkjubæjarklaustri.
Vel fór á með þeim þó Herbert hafi
ekki fengist til að taka lagið með
drengjunum.
Ferðalagið hefur annars gengið
ágætlega en félagarnir áætla að
enda ferðina í Reykjavík um versl-
unarmannahelgina. Einhver pirr-
ingur hefur þó gert vart við sig og
játar Gísli að andlega hliðin sé
stundum erfið. „Ég er friðarstillir-
inn í hópnum. Þetta eru ekki auð-
veldustu mennirnir að eiga við, sér-
staklega ekki á morgnana þegar
þarf að koma þeim á lappir.“ - snæ
Hittu Hebba á Klaustri
MEÐ GOÐINU Gísli og félagar hittu sjálfan
Herbert Guðmundsson á Systrakaffi á
Kirkjubæjarklaustri.
HRÓSIÐ
... fær Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn sem nýverið tók
þátt í einni erfiðustu vínþjóna-
keppni heims.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Tónleikar Belle & Sebastian og Emilí-önu Torrini tókust með eindæmum
vel á fimmtudagskvöld-
inu og skapaðist ansi
skemmtileg stemning
á Nasa enda ekki á
hverjum degi sem
jafn skemmtilegir
listamenn halda saman
tónleika. Borgarfulltrú-
inn Dagur B. Eggerts-
son lét sitt ekki
eftir liggja
og gaf
sér smá
tíma frá
stjórnarandstöðuhlutverkinu til að hlýða
á ljúfsára en fjöruga tóna. Skúli Helga-
son, framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar, var
ekki langt undan og systir
Skúla, fjölmiðlakonan
Helga Vala Helga-
dóttir, naut þess
að vera á tón-
leikum í borginni
enda stutt þang-
að til að hún flytur
til Bolungarvíkur
þar sem eiginmaður hennar, Grímur
Atlason, sest í bæjarstjórastólinn. Leik-
stjórinn Silja Hauksdóttir
lét sig ekki vanta og var
mætt ásamt vinkonu
sinni, Birnu Önnu
Björnsdóttur
rithöfundi
og nema í
New York.
Þá var Gísli
Marteinn
Baldursson
í góðu stuði
auk þess sem
útvarpsfólkið
Haukur Ingvarsson, umsjónarmaður
Víðsjár, og Heiða Eiríksdóttir af Rás 2
voru að sjálfsögðu á svæðinu.
Undanfarnar vikur hafa gulir
bílar vakið talsverða athygli á
götum Reykjavíkurborgar. Hér
er um að ræða bíla frá Foodtaxi.is
sem sendast með mat til fólks
eftir pöntunum. Sendlar fyrir-
tækisins hafa ekki síður vakið
athygli fyrir gula búningana og
glaðlegt viðmót.
Samkvæmt Helga Gunnars-
syni, öðrum eiganda fyrirtækis-
ins, gengur þjónustan út á að
senda mat heim til fólks sem það
pantar á netinu eða í gegnum
síma. „FoodTaxi.is er með mjög
breiðan og vandaðan matseðil,
allt frá ferskum salötum yfir í
dýrindis steikur. Heimsendingar-
þjónustan er frí og við leggjum
áherslu á að vera með 100% hrá-
efni, frábæran mat, hreint og
fágað útlit og góða þjónustu en
fljótlega verður hægt að panta
mat beint á netinu.“ Sérstakt
tölvuforrit var hannað fyrir
fyrirtækið til að flýta fyrir og
auðvelda pöntunarferlið. „Þegar
pantað verður af netinu birtast
pantanirnar á risaskjám í eldhúsi
veitingastaðarins og fólk fær
matinn í hús aldrei síðar en 45
mínútum eftir pöntun.“
Hyggst fyrirtækið opna fleiri
útibú í Reykjavík og Hafnarfirði
til að þjóna viðskiptavinum sínum
betur, segir Helgi. Ennfremur er
verið að skoða samstarf við aðila í
Evrópu með opnun á Foodtaxi.is.
„Hugmyndin að baki Foodtaxi.
is er alíslensk en bílarnir og bún-
ingarnir hafa vakið mikla eftir-
tekt hérlendis.“ - brb
Gular og glaðar í heimsendingum
GULAR OG GLAÐAR Stelpurnar á Foodtaxi
hafa vakið mikla athygli.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
BÍLAFLOTINN Gulu bílarnir eru tilbúnir að
fara hvert á land sem er.
Hrannar Hafsteinsson og félagar
hjá hljóðkerfisleigunni Exton hafa
unnið baki brotnu síðustu daga við
að koma upp heljarinnar sviði á
Klambratúni. Sviðið verður notað
undir tónleika hljómsveitarinnar
Sigur Rósar og strengjasveitar-
innar Amiinu sem fram fara annað
kvöld. Hrannar er enginn nýgræð-
ingur í bransanum en hann hefur
verið aðaltæknistjóri Hróars-
kelduhátíðarinnar síðustu ár.
„Við höfum verið að síðan á
fimmtudag,“ sagði Hrannar þegar
Fréttablaðið leit við á Miklatúni í
gær en hann gat varla gefið sér
tíma frá annasömum störfum enda
að mörgu að huga þegar svo stórir
tónleikar eru annars vegar. Festa
þarf upp ljós, skrúfa saman ljósa-
stangir, hengja upp hátalara, gera
sviðsþakið klárt, grafa niður snúr-
ur, ákveða hvar myndavélar eiga
að standa og svo framvegis.
Hrannar gat því ekki gefið sér
tíma til að tala við Fréttablaðið.
Á Miklatúni vann stór hópur
manna eins og vel skipulagðir
maurar undir stjórn Hrannars.
Enda ekki nema von – Hrannar veit
hvað hann syngur. Hefur unnið við
tónleika- og uppákomuhald í ein
tólf ár. Samt er hann aðeins 27 ára.
Að sögn Hrannars hefur hann
einnig unnið sem tæknistjóri á
appelsínugula sviðinu, sem er
stærsta tónleikatjald Hróarskeldu-
hátíðarinnar. Hrannar hefur því
marga fjöruna sopið í þessum
bransa. Hann hefur líka hitt marg-
ar af helstu tónlistarstjörnum
heims, þar á meðal Red Hot Chilli
Peppers og Rammstein. „Ramm-
stein er skemmtilegri á sviði,“
segir Hrannar, sem kom einnig að
skipulagningu lokakeppni Euro-
vision þegar Danir héldu hana í
Parken. Góð vinátta hefur tekist
með Hrannari og Lars Nissen,
eiganda Seelite-fyrirtækisins, sem
sérhæfir sig í búnaði tengdum tón-
leikahaldi, og er eitt stærsta sinn-
ar tegundar á Norðurlöndunum.
„Þetta hefur verið töluvert flakk,“
segir Hrannar, sem bjó í Dan-
mörku um skeið og flakkaði á milli
landa vegna tónleikahalds.
Búast má við að þúsundir
manna muni leggja leið sína á tón-
leika Sigur Rósar á morgun. Sveit-
in mun leika á risasviði, 13x14
metrar á stærð og níu metra upp í
loft. Tveir 48 tonna kranar munu
halda uppi hátalarastæðunni sem
vegur tvö tonn. Tónleikar Sigur
Rósar hefjast korter í níu.
kristjan@frettabladid.is
HRANNAR HAFSTEINSSON: UNDIRBÝR TÓNLEIKA Á MIKLATÚNI
Aðaltæknistjóri Hróars-
keldu með Sigur Rós
YS OG ÞYS Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Exton við að undirbúa tónleikana
þegar Fréttablaðið bar að garði.
HRANNAR HAFSTEINSSON Er tæknistjóri
appelsínugula tjaldsins á Hróarskeldu.
Hann vinnur nú við að setja saman svið
og hljóðkerfi fyrir tónleika Sigur Rósar á
morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
1 Margrét Lára Viðarsdóttir
2 Norskt
3 Á Skriðuklaustri
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
B rynja Björk Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Séð &
heyrt í stað Lofts Atla Eiríkssonar sem
farinn er í leyfi samkvæmt hinni vinsælu
bloggsíðu Orðið. Yfirritstjóri Fróða, Mikael
Torfason, hefur því greinilega óbilandi
trú á Brynju en hún starfaði undir hans
stjórn á DV auk þess sem hún var lengi
blaðamaður á Hér & nú. Brynja hefur
verið mjög áberandi í íslenskum fjöl-
miðlum eftir að hún birtist
á umdeildri
forsíðu
tímarits-
ins Sirkus
fyrir rúmu ári
síðan en stúlkan
stjórnaði meðal
annars sjónvarps-
þættinum Partý
101 á Sirkus. - fgg
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3