Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 29.07.2006, Qupperneq 70
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. LÁRÉTT 2 óskar 6 hljóm 8 fugl 9 farfa 11 skóli 12 undireins 14 bölva 16 tveir eins 17 efni 18 knæpa 20 tveir eins 21 blóðormur. LÓÐRÉTT 1 íþrótt 3 gangþófi 4 klapp 5 tækifæri 7 miðbær 10 mál 13 upp- haf 15 bæta við 16 kúgun 19 málm- ur. LAUSN LÁRÉTT: 2 vill, 6 óm, 8 lóa, 9 lit, 11 fg, 12 óðara, 14 blóta, 16 oo, 17 tau, 18 krá, 20 kk, 21 igla. LÓÐRÉTT: 1 póló, 3 il, 4 lófatak, 5 lag, 7 miðborg, 10 tal, 13 rót, 15 auka, 16 oki, 19 ál. Ferðalag hjólagarpanna þriggja, þeirra Gísla Hvanndals Ólafssonar, Guðjóns Heiðars Valgarðssonar og Dagbjarts Ingvarssonar, sem hjóla nú hringinn í kringum landið til að kynna starfsemi Spes samtakanna, gengur vel. Strákarnir eru nú stadd- ir á Austurlandi en eru á norðurleið. Gísli hefur átt í vandræðum með hjólið sitt, margoft hefur sprungið á því og hefur hann þurft að bíða eftir varahlutum. Markmið ferðarinnar er eins og áður segir að kynna starf- semi Spes-samtakanna sem byggja og reka þorp fyrir munaðarlaus börn í Afríku. Strákarnir hafa vakið athygli á samtökunum með því að halda tónleika á þeim stöðum sem þeir hafa komið við á og spiluðu þeir á Kárahnjúkum í gær. Með í för er söfnunarbaukur og er fólk hvatt til þess að gefa fé í baukinn í stað þess að greiða þeim fyrir spila- mennskuna. „Við höfum aðallega verið að spila fyrir útlendinga því við höfum mikið verið að spila á hótelunum,“ segir Gísli Hvanndal. Óvæntur glaðningur var svo þegar félagarn- ir hittu söngvarann Herbert Guð- mundsson á Kirkjubæjarklaustri. Vel fór á með þeim þó Herbert hafi ekki fengist til að taka lagið með drengjunum. Ferðalagið hefur annars gengið ágætlega en félagarnir áætla að enda ferðina í Reykjavík um versl- unarmannahelgina. Einhver pirr- ingur hefur þó gert vart við sig og játar Gísli að andlega hliðin sé stundum erfið. „Ég er friðarstillir- inn í hópnum. Þetta eru ekki auð- veldustu mennirnir að eiga við, sér- staklega ekki á morgnana þegar þarf að koma þeim á lappir.“ - snæ Hittu Hebba á Klaustri MEÐ GOÐINU Gísli og félagar hittu sjálfan Herbert Guðmundsson á Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. HRÓSIÐ ... fær Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn sem nýverið tók þátt í einni erfiðustu vínþjóna- keppni heims. FRÉTTIR AF FÓLKI Tónleikar Belle & Sebastian og Emilí-önu Torrini tókust með eindæmum vel á fimmtudagskvöld- inu og skapaðist ansi skemmtileg stemning á Nasa enda ekki á hverjum degi sem jafn skemmtilegir listamenn halda saman tónleika. Borgarfulltrú- inn Dagur B. Eggerts- son lét sitt ekki eftir liggja og gaf sér smá tíma frá stjórnarandstöðuhlutverkinu til að hlýða á ljúfsára en fjöruga tóna. Skúli Helga- son, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, var ekki langt undan og systir Skúla, fjölmiðlakonan Helga Vala Helga- dóttir, naut þess að vera á tón- leikum í borginni enda stutt þang- að til að hún flytur til Bolungarvíkur þar sem eiginmaður hennar, Grímur Atlason, sest í bæjarstjórastólinn. Leik- stjórinn Silja Hauksdóttir lét sig ekki vanta og var mætt ásamt vinkonu sinni, Birnu Önnu Björnsdóttur rithöfundi og nema í New York. Þá var Gísli Marteinn Baldursson í góðu stuði auk þess sem útvarpsfólkið Haukur Ingvarsson, umsjónarmaður Víðsjár, og Heiða Eiríksdóttir af Rás 2 voru að sjálfsögðu á svæðinu. Undanfarnar vikur hafa gulir bílar vakið talsverða athygli á götum Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða bíla frá Foodtaxi.is sem sendast með mat til fólks eftir pöntunum. Sendlar fyrir- tækisins hafa ekki síður vakið athygli fyrir gula búningana og glaðlegt viðmót. Samkvæmt Helga Gunnars- syni, öðrum eiganda fyrirtækis- ins, gengur þjónustan út á að senda mat heim til fólks sem það pantar á netinu eða í gegnum síma. „FoodTaxi.is er með mjög breiðan og vandaðan matseðil, allt frá ferskum salötum yfir í dýrindis steikur. Heimsendingar- þjónustan er frí og við leggjum áherslu á að vera með 100% hrá- efni, frábæran mat, hreint og fágað útlit og góða þjónustu en fljótlega verður hægt að panta mat beint á netinu.“ Sérstakt tölvuforrit var hannað fyrir fyrirtækið til að flýta fyrir og auðvelda pöntunarferlið. „Þegar pantað verður af netinu birtast pantanirnar á risaskjám í eldhúsi veitingastaðarins og fólk fær matinn í hús aldrei síðar en 45 mínútum eftir pöntun.“ Hyggst fyrirtækið opna fleiri útibú í Reykjavík og Hafnarfirði til að þjóna viðskiptavinum sínum betur, segir Helgi. Ennfremur er verið að skoða samstarf við aðila í Evrópu með opnun á Foodtaxi.is. „Hugmyndin að baki Foodtaxi. is er alíslensk en bílarnir og bún- ingarnir hafa vakið mikla eftir- tekt hérlendis.“ - brb Gular og glaðar í heimsendingum GULAR OG GLAÐAR Stelpurnar á Foodtaxi hafa vakið mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN BÍLAFLOTINN Gulu bílarnir eru tilbúnir að fara hvert á land sem er. Hrannar Hafsteinsson og félagar hjá hljóðkerfisleigunni Exton hafa unnið baki brotnu síðustu daga við að koma upp heljarinnar sviði á Klambratúni. Sviðið verður notað undir tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar og strengjasveitar- innar Amiinu sem fram fara annað kvöld. Hrannar er enginn nýgræð- ingur í bransanum en hann hefur verið aðaltæknistjóri Hróars- kelduhátíðarinnar síðustu ár. „Við höfum verið að síðan á fimmtudag,“ sagði Hrannar þegar Fréttablaðið leit við á Miklatúni í gær en hann gat varla gefið sér tíma frá annasömum störfum enda að mörgu að huga þegar svo stórir tónleikar eru annars vegar. Festa þarf upp ljós, skrúfa saman ljósa- stangir, hengja upp hátalara, gera sviðsþakið klárt, grafa niður snúr- ur, ákveða hvar myndavélar eiga að standa og svo framvegis. Hrannar gat því ekki gefið sér tíma til að tala við Fréttablaðið. Á Miklatúni vann stór hópur manna eins og vel skipulagðir maurar undir stjórn Hrannars. Enda ekki nema von – Hrannar veit hvað hann syngur. Hefur unnið við tónleika- og uppákomuhald í ein tólf ár. Samt er hann aðeins 27 ára. Að sögn Hrannars hefur hann einnig unnið sem tæknistjóri á appelsínugula sviðinu, sem er stærsta tónleikatjald Hróarskeldu- hátíðarinnar. Hrannar hefur því marga fjöruna sopið í þessum bransa. Hann hefur líka hitt marg- ar af helstu tónlistarstjörnum heims, þar á meðal Red Hot Chilli Peppers og Rammstein. „Ramm- stein er skemmtilegri á sviði,“ segir Hrannar, sem kom einnig að skipulagningu lokakeppni Euro- vision þegar Danir héldu hana í Parken. Góð vinátta hefur tekist með Hrannari og Lars Nissen, eiganda Seelite-fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í búnaði tengdum tón- leikahaldi, og er eitt stærsta sinn- ar tegundar á Norðurlöndunum. „Þetta hefur verið töluvert flakk,“ segir Hrannar, sem bjó í Dan- mörku um skeið og flakkaði á milli landa vegna tónleikahalds. Búast má við að þúsundir manna muni leggja leið sína á tón- leika Sigur Rósar á morgun. Sveit- in mun leika á risasviði, 13x14 metrar á stærð og níu metra upp í loft. Tveir 48 tonna kranar munu halda uppi hátalarastæðunni sem vegur tvö tonn. Tónleikar Sigur Rósar hefjast korter í níu. kristjan@frettabladid.is HRANNAR HAFSTEINSSON: UNDIRBÝR TÓNLEIKA Á MIKLATÚNI Aðaltæknistjóri Hróars- keldu með Sigur Rós YS OG ÞYS Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Exton við að undirbúa tónleikana þegar Fréttablaðið bar að garði. HRANNAR HAFSTEINSSON Er tæknistjóri appelsínugula tjaldsins á Hróarskeldu. Hann vinnur nú við að setja saman svið og hljóðkerfi fyrir tónleika Sigur Rósar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN 1 Margrét Lára Viðarsdóttir 2 Norskt 3 Á Skriðuklaustri VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 B rynja Björk Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Séð & heyrt í stað Lofts Atla Eiríkssonar sem farinn er í leyfi samkvæmt hinni vinsælu bloggsíðu Orðið. Yfirritstjóri Fróða, Mikael Torfason, hefur því greinilega óbilandi trú á Brynju en hún starfaði undir hans stjórn á DV auk þess sem hún var lengi blaðamaður á Hér & nú. Brynja hefur verið mjög áberandi í íslenskum fjöl- miðlum eftir að hún birtist á umdeildri forsíðu tímarits- ins Sirkus fyrir rúmu ári síðan en stúlkan stjórnaði meðal annars sjónvarps- þættinum Partý 101 á Sirkus. - fgg 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.