Fréttablaðið - 31.07.2006, Síða 47
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006 19
AF NETINU
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð.
Eingöngu er tekið á móti efni sem
sent er frá Skoðanasíðunni á visir.
is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit-
stjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild. Áskil-
inn er réttur til leiðréttinga og til að
stytta efni.
Nýlega var gengið frá yfirlýsingu
LEB og ríkisstjórnarinnar, sem
er áætlun til fjögurra ára um til-
lögur um úrbætur í lífeyris- og
þjónustumálum aldraðra. Gæta
skal þess að hér er því ekki um
samning að ræða, heldur viljayfir-
lýsingu um framkvæmdir. Jafn-
framt árétta aðilar vilja til
áframhaldandi samráðs um þau
viðfangsefni sem yfirlýsingin
tekur til og annað það sem upp
kann að verða tekið í samráðs-
nefnd aðila. Þetta þýðir í raun að
LEB getur óskað funda með ráða-
mönnum þegar þurfa þykir.
Í stuttu máli má segja að megin-
ástæða undirskriftar samninga-
manna LEB var að tryggja þjón-
ustuþátt yfirlýsingarinnar. Hann á
að tryggja yfir tveggja milljarða
kr. framlög á ári til aukinnar þjón-
ustu, eflingar heimahjúkrunar og
gerbreyttrar stefnu í bygginga-
málum, þ.e. þjónustu- og öryggis-
íbúða í stað einhliða steinkumb-
aldabygginga, ennfremur mun
Framkvæmdasjóður aldraðra ein-
ungis veita fé til bygginga – en
ekki rekstrar. Í stuttu máli er um
gerbreytta stefnu í þessum málum
að ræða.
Í öðru lagi töldu menn rétt að
tryggja þeim sem lægstar tekjur
hafa fullar vísitölubætur strax á
þessu ári. Í þeim hópi eru aðallega
húsmæður, bændur og öryrkjar.
15.000 kr. hækkun frá 1. júlí
2006 fá einungis þeir sem engar
aðrar tekjur hafa en frá TR. Aðrir
fá minni hækkun, t.d. einstakling-
ur sem ekki býr einn og hvort
hjóna sem hafa um 40.000 kr. í
aðrar tekjur á mánuði mun fá um
13.400 kr. hækkun, þeir sem hafa
50.000 kr. í aðrar tekjur á mánuði
munu fá um 8.000 kr. hækkun.
Þeir sem hærri tekjur hafa munu
fá minni hækkun. Reikna má með
að 1/3 af þessum upphæðum sé
hækkun á kaupmætti eftir
skatta.
Hins vegar munu þessar upp-
hæðir hækka frá 1. janúar 2007
vegna lækkunar skerðingarhlut-
falls. Á bilinu 1. jan. 2006 til 1.
jan. 2007 verður um að ræða mun
jafnari krónutöluhækkun til allra
sem hafa haft tekjutryggingu.
Ennfremur hefur náðst fram
einföldun bótakerfisins, smá-
vægilegur ÁFANGI Í LÆKKUN
skerðingarhlutfalls bóta, sveigjan-
leg starfslok ná fram að ganga
vegna þess að lífeyrisgreiðslur
hækka við frestun á töku lífeyris.
Nú fær einstaklingur sömu
hækkun bóta án tillits til hjú-
skaparstöðu.
Í fyrsta sinn hefur náðst fram
sú stefnubreyting að opnað er
fyrir að einstaklingar geti haft
nokkrar tekjur án þess að bætur
skerðist. Það olli okkur veruleg-
um vonbrigðum að ekki tókst að
binda þessa ákvörðun við 1. jan.
2007 OG AÐ UPPHÆÐ FRÍ-
TEKJUMARKSINS SKULI EKKI
VERA HÆRRI.
Ljóst er að hér er um fyrstu
skref að ræða á langri göngu.
LEB mun halda áfram að leggja
höfuðáherslu á eftirfarandi.
- að frítekjumark verði fest í
lög frá 1. janúar 2007.
- lög um sveigjanleg starfslok
taki gildi frá 1. jan. 2007.
- að unnið verði frekar að því
að draga úr skerðingum og ein-
falda flókna tryggingalöggjöf,
sem fáir skilja.
- krafist verður skattalækkun-
ar á þeim sem lægst ellilaun hafa
(um þetta hefur verið deilt, en í
ráðherranefndinni (Ásmundar-
nefndinni) var samþykkt sam-
hljóða bókun þess efnis að skatt-
byrði hefði aukist á lægstu laun
og skattleysismörk lækkað á síð-
ustu árum).
- komið verði á skattfrjálsum
grunnlífeyri
- áfram verður unnið að því að
minnka það bil hraðar sem mynd-
ast hefur á síðasta áratug á milli
launahækkana og lífeyrishækk-
ana.
Skattar fengust með engu móti
ræddir, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir og tilvitnanir í bókaða
samþykkt forsætisráðherra þess
efnis í ráðherrabústaðnum 21.
des. 2005.
Vakin skal athygli á að á árinu
2007 ver ríkissjóður tæpum 5
milljörðum til lífeyris- og þjón-
ustuhluta aldraðra og á næstu 3
árum 6 til 7,5 milljörðum á ári til
þessara mála.
Ólafur er formaður LEB, Pétur
er verkfræðingur, Borgþór S.
Kjærnested er framkvæmdastjóri
LEB og Einar er hagfræðingur
LEB.
Hvað hefur áunnist?
Með eða á móti
Morgunblaðinu hefur enn ekki tekist að
losna úr hlutverki áróðursvélar í kalda
stríðinu – jafnvel þó að allir séu sam-
mála um að stríðið sé fyrir löngu yfir-
staðið. En vegna þess að Múrinn var
aldrei áróðurstæki í neinu stríði þarf rit-
stjórn þess ekki að réttlæta allar gjörð-
ir þeirra stjórnvalda sem að öðru leyti
er fagnaðarefni að hafi náð kosningu.
Þess vegna felst engin mótsögn í því
að fagna því hvað Hugo Chavez hefur
gert fyrir fátækustu íbúa Venesúela og
að harma um leið nýlega vígvæðingu.
Mótsögnin er aðeins til staðar í augum
hins nafnlausa staksteinahöfundar sem
þarf að einfalda stjórnmálin í með-eða-
á-móti.
Finnur Dellsén á murinn.is
Gulli kvaddur
Fór til Guðlaugs Jónssonar í hársnyrti-
stofunni Nikk við Kirkjutorg kl. 14.00
í síðasta sinn á þessum stað, en hús-
næði stofunnar hefur verið selt og lokar
Guðlaugur henni 1. ágúst og lýkur þar
með 105 ára starfrækslu rakarastofu
við Kirkjutorg. Ég hef verið meðal við-
skiptavina stofunnar frá barnæsku með
stuttu hléi og hjá Guðlaugi í um fjóra
áratugi.
Björn Bjarnason á bjorn.is
Endurgreiðsla
Næstu daga mun svo hópur fólks
fá tékka frá skattheimtumönnum
og gengur séu greiðsla jafnan undir
heitinu „endurgreiðsla frá skattinum“.
Í fæstum tilvikum er þó um raunveru-
lega endurgreiðslu að ræða heldur
ýmsar bætur sem hrært hefur verið
saman við skattkerfið. Má þar nefna
vaxtabætur en því minni skatta sem
menn hafa greitt þeim mun hærri
geta vaxtabæturnar orðið. Annað skil-
yrði fyrir vaxtabótum, en að hafa litl-
ar tekjur og greiða lága skatta, er að
hafa safnað verulegum veðskuldum
á járnbenta steinsteypu. Annað dæmi
eru tekjutengdar barnabætur. Þessar
bætur eru bara alls ekki „endurgreiðsla
frá skattinum“ heldur styrkur frá öðrum
skattgreiðendum. Sem sést best á því
að til þess að hámarka þessar bætur er
best að hafa engar tekjur og greiða þar
með engan tekjuskatt.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
UMRÆÐAN
YFIRLÝSING
LANDSSAMBANDS
ELDRI BORGARA OG
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS
ÓLAFUR ÓLAFSSON, PÉTUR GUÐMUNDSSON, BORGÞÓR S. KJÆRNESTED OG EINAR
ÁRNASON
������������������������������
�������������������
�������
������������������������������
��������������
�������
����������
����