Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 57

Fréttablaðið - 31.07.2006, Side 57
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006 FRJÁLSAR Hlaupakonan öfluga úr FH, Silja Úlfarsdóttir, fékk flest gullverðlaun í einstaklingsgreinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var í 80. sinn á Laugardalsvellinum um helgina. Silja varð fyrst í 100, 200 og 400 metra hlaupum kvenna sem og 400 metra grindahlaupi kvenna. Stjarna mótsins í karlaflokki var þó án efa Sveinn Elías Elíasson sem vann til þrennra gullverðlauna á mótinu. Sveinn setti tvö drengja- met á mótinu, annað þeirra í gær er hann hljóp á 21,99 sekúndum í 200 metra hlaupi karla. Hann er þrátt fyrir þetta á yngra ári í drengja- flokknum og á sannarlega framtíð- ina fyrir sér. Ekkert Íslandsmet var þó sett á mótinu en í karlaflokki hefur nýtt Íslandsmet ekki litið dagsins ljós í átta ár. Sú sem komst næst því að bæta Íslandsmetið í sinni grein var Aðalheiður María Vigfúsdóttir úr Breiðabliki í sleggjukasti en hún kastaði 47,66 metra og var 0,6 metr- um frá metinu. Eitt met var þó slegið í kvennaflokki er sveit Breiðabliks setti met í flokki 19-20 ára stúlkna er hún hljóp 4 x 400 metra boðhlaup á 3:58,68 mínútum. Egill Eiðsson framkvæmdastjóri var hæstánægður með framkvæmd mótsins. „Við fengum frábært veður báða keppnisdaga og það náðist góður árangur í mörgum greinum. Það var mikið um að bæta besta árangur árs- ins og þá voru nokkur mótsmet sett.“ FH-ingar voru með mikla yfir- burði í stigakeppni karla á mótinu en það kom nokkuð á óvart að ÍR vann í kvennaflokki. FH vann þó í saman- lagðri keppni. „Árangur FH kom ekk- ert á óvart en ÍR-ingar hafa verið að vinna vel í sínu unglingastarfi og við erum komin með breiðan flokk góðra keppenda.“ Nú á sunnudag hefst keppni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en í þetta sinn verður keppt í München í Þýskalandi. Metþátttaka er á mótinu en alls eru 1.370 kepp- endur frá 48 löndum skráðir til leiks. Íslendingar munu eiga þrjá keppend- ur á mótinu. - esá FORMÚLA 1 Michael Schumacher gerði sér lítið fyrir í gær og vann sinn þriðja sigur í röð í Formúlu 1. Hann vann öruggan sigur á heimavelli á Hockenheim-braut- inni í Þýskalandi og var með for- ystuna frá upphafi til enda keppn- innar. Felipe Massa, liðsfélagi hans hjá Ferrari, varð annar, en auk þeirra var Kimi Raikkönen á verðlaunapalli en hann hafnaði í þriðja sæti á McLaren-bíl sínum. Með þessum sigri náði Schu- macher heldur betur að saxa á forskot heimsmeistarans Fern- andos Alonso sem varð fimmti í keppninni í gær. Schumacher er núna aðeins ellefu stigum á eftir Alonso í heildarstigakeppni öku- manna en sex mót eru eftir. Næsta keppni verður eftir viku en þá verður keyrt í Ungverja- landi. Raikkönen var á ráspól í gær en lenti snemma í basli og missti Schumacher langt á undan sér. Keppnin í gær var því ekki ýkja spennandi en Alonso hefur nú hundrað stig í heildarkeppni öku- manna, Schumacher er með 89 og svo kemur Massa með fimmtíu. Staðan í heildarkeppni bílasmiða er þannig að Renault hefur 149 stig, Ferrari 139 og svo er McLaren í því þriðja með 77 stig en langur vegur er niður í Honda sem er í fjórða sætinu. „Í síðustu þremur keppnum erum við bara einfaldlega búnir að vera skrefi á undan öllum öðrum og vonandi náum við að halda því þannig eins lengi og hægt er. Tölur eru alltaf mikil- vægar en í mínum huga er talan ellefu sú mikilvægasta í dag. Það er forskot Alonso sem ég þarf að ná að vinna upp,“ sagði Schu- macher sem er greinilega harð- ákveðinn í að gera allt sem hann getur til að endurheimta heims- meistaratitil sinn. - egm Óspennandi keppni í Þýskalandi gær en í heildarkeppninni eykst spennan: Schumacher saxar á Alonso GLEÐI Michael Schumacher og Felippe Massa voru kampakátir með árangur gærdagsins. NORDICPHOTOS/AFP SIGURVEGARAR Á MEISTARAMÓTI ÍSLANDS Í GÆR 200 METRA HLAUP KARLA: SVEINN ELÍAS ELÍASSON, FJÖLNI 21,99 SEK 800 METRA HLAUP KARLA: BJÖRN MARGEIRSSON, FH1: 56,16 MÍN 5000 METRA HLAUP KARLA: KÁRI ST. KARLSSON, BRBLK.14: 55,82 M 400 METRA GRINDAHLAUP KARLA: BJÖRN VÍKINGSSON, FH 52,87 SEK ÞRÍSTÖKK KARLA: JÓNAS H. HALLGRÍMSSON, FH 13,98 M STANGARSTÖKK KARLA: JÓN ARNAR MAGNÚSSON, FH 4,00 M KÚLUVARP KARLA: ÓÐINN ÞORSTEINSSON, FH 16,98 M KRINGLUKAST KARLA: ÓÐINN ÞORSTEINSSON, FH 50,16 M 4 X 400 METRA BOÐHLAUP KARLA: SVEIT FH3: 26,12 M 200 METRA HLAUP KVENNA: SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 25,33 SEK 800 METRA HLAUP KVENNA: STEFANÍA HÁKONARD., FJÖLNI2: 18,35 M 3000 METRA HLAUP KVENNA: ÍRIS ANNA SKÚLAD., FJÖLNI10: 25,16 M 400 METRA GRINDAHLAUP KVENNA: SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 64,41 SEK HÁSTÖKK KVENNA: DAGRÚN ÞORSTEINSD., ÁRMANNI 1,65 M ÞRÍSTÖKK KVENNA: JÓHANNA INGADÓTTIR, ÍR 11,55 M KRINGLUKAST KVENNA: ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR, ÁRMANNI 46,83 M KÚLUVARP KVENNA: ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR, ÁRMANNI 13,10 M STIGAHÆSTU LIÐIN Á MEISTARA- MÓTI ÍSLANDS KARLAFLOKKUR: 1. FH 161 STIG 2. BREIÐABLIK 69 STIG 3. ÍR 51 STIG 4. HSÞ 48 STIG 5. FJÖLNIR 28 STIG KVENNAFLOKKUR: 1. ÍR 84 STIG 2. FH 73 STIG 3. BREIÐABLIK 64 STIG 4. FJÖLNIR 40 STIG 5. UMF SELFOSS 32 STIG SAMTALS: 1. FH 234 STIG 2. ÍR 135 STIG 3. BREIÐABLIK 133 STIG Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk á Laugardalsvelli í gær: Silja fékk fern gullverðlaun RÉTT MISSTU AF GULLINU Ólafur Margeirsson (lengst til hægri) og félagar hans í A-sveit Breiðabliks máttu þola afar naumt tap fyrir sveit FH í 4 x 400 metra boðhlaupi karla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.