Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 57
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006 FRJÁLSAR Hlaupakonan öfluga úr FH, Silja Úlfarsdóttir, fékk flest gullverðlaun í einstaklingsgreinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var í 80. sinn á Laugardalsvellinum um helgina. Silja varð fyrst í 100, 200 og 400 metra hlaupum kvenna sem og 400 metra grindahlaupi kvenna. Stjarna mótsins í karlaflokki var þó án efa Sveinn Elías Elíasson sem vann til þrennra gullverðlauna á mótinu. Sveinn setti tvö drengja- met á mótinu, annað þeirra í gær er hann hljóp á 21,99 sekúndum í 200 metra hlaupi karla. Hann er þrátt fyrir þetta á yngra ári í drengja- flokknum og á sannarlega framtíð- ina fyrir sér. Ekkert Íslandsmet var þó sett á mótinu en í karlaflokki hefur nýtt Íslandsmet ekki litið dagsins ljós í átta ár. Sú sem komst næst því að bæta Íslandsmetið í sinni grein var Aðalheiður María Vigfúsdóttir úr Breiðabliki í sleggjukasti en hún kastaði 47,66 metra og var 0,6 metr- um frá metinu. Eitt met var þó slegið í kvennaflokki er sveit Breiðabliks setti met í flokki 19-20 ára stúlkna er hún hljóp 4 x 400 metra boðhlaup á 3:58,68 mínútum. Egill Eiðsson framkvæmdastjóri var hæstánægður með framkvæmd mótsins. „Við fengum frábært veður báða keppnisdaga og það náðist góður árangur í mörgum greinum. Það var mikið um að bæta besta árangur árs- ins og þá voru nokkur mótsmet sett.“ FH-ingar voru með mikla yfir- burði í stigakeppni karla á mótinu en það kom nokkuð á óvart að ÍR vann í kvennaflokki. FH vann þó í saman- lagðri keppni. „Árangur FH kom ekk- ert á óvart en ÍR-ingar hafa verið að vinna vel í sínu unglingastarfi og við erum komin með breiðan flokk góðra keppenda.“ Nú á sunnudag hefst keppni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum en í þetta sinn verður keppt í München í Þýskalandi. Metþátttaka er á mótinu en alls eru 1.370 kepp- endur frá 48 löndum skráðir til leiks. Íslendingar munu eiga þrjá keppend- ur á mótinu. - esá FORMÚLA 1 Michael Schumacher gerði sér lítið fyrir í gær og vann sinn þriðja sigur í röð í Formúlu 1. Hann vann öruggan sigur á heimavelli á Hockenheim-braut- inni í Þýskalandi og var með for- ystuna frá upphafi til enda keppn- innar. Felipe Massa, liðsfélagi hans hjá Ferrari, varð annar, en auk þeirra var Kimi Raikkönen á verðlaunapalli en hann hafnaði í þriðja sæti á McLaren-bíl sínum. Með þessum sigri náði Schu- macher heldur betur að saxa á forskot heimsmeistarans Fern- andos Alonso sem varð fimmti í keppninni í gær. Schumacher er núna aðeins ellefu stigum á eftir Alonso í heildarstigakeppni öku- manna en sex mót eru eftir. Næsta keppni verður eftir viku en þá verður keyrt í Ungverja- landi. Raikkönen var á ráspól í gær en lenti snemma í basli og missti Schumacher langt á undan sér. Keppnin í gær var því ekki ýkja spennandi en Alonso hefur nú hundrað stig í heildarkeppni öku- manna, Schumacher er með 89 og svo kemur Massa með fimmtíu. Staðan í heildarkeppni bílasmiða er þannig að Renault hefur 149 stig, Ferrari 139 og svo er McLaren í því þriðja með 77 stig en langur vegur er niður í Honda sem er í fjórða sætinu. „Í síðustu þremur keppnum erum við bara einfaldlega búnir að vera skrefi á undan öllum öðrum og vonandi náum við að halda því þannig eins lengi og hægt er. Tölur eru alltaf mikil- vægar en í mínum huga er talan ellefu sú mikilvægasta í dag. Það er forskot Alonso sem ég þarf að ná að vinna upp,“ sagði Schu- macher sem er greinilega harð- ákveðinn í að gera allt sem hann getur til að endurheimta heims- meistaratitil sinn. - egm Óspennandi keppni í Þýskalandi gær en í heildarkeppninni eykst spennan: Schumacher saxar á Alonso GLEÐI Michael Schumacher og Felippe Massa voru kampakátir með árangur gærdagsins. NORDICPHOTOS/AFP SIGURVEGARAR Á MEISTARAMÓTI ÍSLANDS Í GÆR 200 METRA HLAUP KARLA: SVEINN ELÍAS ELÍASSON, FJÖLNI 21,99 SEK 800 METRA HLAUP KARLA: BJÖRN MARGEIRSSON, FH1: 56,16 MÍN 5000 METRA HLAUP KARLA: KÁRI ST. KARLSSON, BRBLK.14: 55,82 M 400 METRA GRINDAHLAUP KARLA: BJÖRN VÍKINGSSON, FH 52,87 SEK ÞRÍSTÖKK KARLA: JÓNAS H. HALLGRÍMSSON, FH 13,98 M STANGARSTÖKK KARLA: JÓN ARNAR MAGNÚSSON, FH 4,00 M KÚLUVARP KARLA: ÓÐINN ÞORSTEINSSON, FH 16,98 M KRINGLUKAST KARLA: ÓÐINN ÞORSTEINSSON, FH 50,16 M 4 X 400 METRA BOÐHLAUP KARLA: SVEIT FH3: 26,12 M 200 METRA HLAUP KVENNA: SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 25,33 SEK 800 METRA HLAUP KVENNA: STEFANÍA HÁKONARD., FJÖLNI2: 18,35 M 3000 METRA HLAUP KVENNA: ÍRIS ANNA SKÚLAD., FJÖLNI10: 25,16 M 400 METRA GRINDAHLAUP KVENNA: SILJA ÚLFARSDÓTTIR, FH 64,41 SEK HÁSTÖKK KVENNA: DAGRÚN ÞORSTEINSD., ÁRMANNI 1,65 M ÞRÍSTÖKK KVENNA: JÓHANNA INGADÓTTIR, ÍR 11,55 M KRINGLUKAST KVENNA: ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR, ÁRMANNI 46,83 M KÚLUVARP KVENNA: ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR, ÁRMANNI 13,10 M STIGAHÆSTU LIÐIN Á MEISTARA- MÓTI ÍSLANDS KARLAFLOKKUR: 1. FH 161 STIG 2. BREIÐABLIK 69 STIG 3. ÍR 51 STIG 4. HSÞ 48 STIG 5. FJÖLNIR 28 STIG KVENNAFLOKKUR: 1. ÍR 84 STIG 2. FH 73 STIG 3. BREIÐABLIK 64 STIG 4. FJÖLNIR 40 STIG 5. UMF SELFOSS 32 STIG SAMTALS: 1. FH 234 STIG 2. ÍR 135 STIG 3. BREIÐABLIK 133 STIG Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum lauk á Laugardalsvelli í gær: Silja fékk fern gullverðlaun RÉTT MISSTU AF GULLINU Ólafur Margeirsson (lengst til hægri) og félagar hans í A-sveit Breiðabliks máttu þola afar naumt tap fyrir sveit FH í 4 x 400 metra boðhlaupi karla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.