Tíminn - 05.01.1978, Síða 9
Fimmtudagur 5. janúar 1978
9
Wimmm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00:
86387. Verð I lausasölu kr. 80.00. Askriftargjal*} kr. 1.500.á
mánuði. • 1 - Blaðaprent h.f. ,,
Landbúnaðarmálin
Ólafur Jóhannesson. formaður Framsóknar-
flokksins, vék sérstaklega að málefnum land-
búnaðarins i áramótagreininni, sem birtist hér i
blaðinu 31. f.m. Hann sagði.að útreikningar sýndu,
að langt væri frá þvi að bændur næðu tekjum svo-
kallaðra viðmiðunarstétta. Þetta stafaði af ýms-
um ástæðum, sölutregðu innanlands, sem m.a.
ætti rætur i breyttum neyzluvenjum .meiri útflutn-
ingi en rikisframlagið hrykki til að verðbæta,van-
metnum kostnaðarliðum o.s.frv. Bændum þætti að
sjálfsögðu hart að búa við þetta. Mál þessi væru nú
til athugunar hjá rikisstjórninni. ,,Ég vona fast-
lega”, sagðiólafur Jóhannesson, ,,að sanngjarnar
kröfur bænda fái hljómgrunn á réttum stöðum.”
Þá vék hann að árásum þeim, sem land-
búnaðurinn hefði sætt að undanförnu. Vitaskuld
ætti málefnaleg gagnrýni rétt á sér og henni mætti
svara með rökum. Þannig mætti rökræða um
stefnuna i landbúnaðinum. Hún þyrfti að taka
breytingum eins og annað i timans rás og menn
þyrftu að vera opnir fyrir öllum nýjungum, jafnt i
framleiðslu og markaðsmálum. En margt i um-
ræddum ádeilum væru hreinar öfgar. Ólafur Jó-
hannesson sagði siðan:
,,Uppistaðan i málflutningi öfgamanna er sú að
framleiðsla á innlendum landbúnaðarafurðum sé
of mikil.Það þurfi þvi að draga verulega úr henni
og jafnvel hef ja innflutning i stórum stil áafurðum
sem framleiddar hafa verið hér innanlands fram
til þessa. Það er að minum dómi regin firra að
snúa með þessum hætti baki við elztu atvinnugrein
okkar íslendinga. I fyrsta lagi er i þvi fólginn mik-
ill gjaldeyrissparnaður að þurfa ekki að flytja inn
landbúnaðarafurðir. Við Islendingar erum mjög
háðir öðrum þjóðum um aðdrætti og þvi væri var-
hugavert að verða með þeim hætti enn háðari er-
lendum viðskiptum. Það er heldur ekki eins auð-
velt og margir vilja vera láta að setja hér á stofn
atvinnufyrirtæki.til dæmis á sviði iðnaðar, er skili
umtalsverðum gjaldeyri i þjóðarbúið. Slik upp-
bygging tekur langan tima. í öðru lagi er það
skoðun min,að við Islendingar eigum að nýta land
okkar sem bezt án þess þó að ofnýta það. Með þvi
móti sýnum við bezt i verki,hvers við metum
landið og jafnframt leggjum við fram okkar skerf
til matvælaframleiðslu i heiminum. Ég teldi það
nánast ögrun við umheiminn, ef við íslendingar
færum að dragasaman matvælaframleiðslu okkar
nú,meðan Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóða-
stofnanir leggja allt kapp á það að auka fram-
leiðslu á matvælum til þess að seðja einhvern
hluta þeirra milljóna.sem þjást af hungri i löndum
þriðja heimsins, svonefnda. I þriðja lagi álit ég.að
islenzkar landbúnaðarafurðir standist hvað gæði
varðar fyllilega samkeppni við hliðstæðar vöru-
tegundir erlendis. Ræktunarframkvæmdir og
framfarir i landbúnaði eru likastar ævintýri.
Hvaða starfsemi skyldi vera þroskavænlegri en sú,
að framleiða hollar fæðutegundir?
Bændur hafa að minum dómi tekið vel vinsam-
l^um ábendingum um fjölbreyttari framleiðslu
og gera það eflaust i framtiðinni. Ráðleggingar
sérfræðinga á sviði matvælafræða eru lika góðra
gjalda verðar og er sjálfsagt að færa þær sér i nyt,
séu þær byggðar á visindalegum grunni. Að sjálf-
sögðu getur þurft að hafa stjórn og skipulag á
framleiðslunni og sniða framleiðslu i einstökum
greinum stakk eftir vexti, þ.e. þörfum. Allir skilja
að útflutningsbótum verður að setja skynsamleg
takmörk. En markmiðið verður alltaf að vera það
að við Islendingar séum sjálfum okkur nógir með
landbúnaðarvörur. Ég hef alltaf litið svo á.að land-
búnaður væri liftrygging islenzku þjóðarinnar.” Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Nýi borgarstjórinn
kom í strætisvagni
Koch er orðinn borgarstjóri 1 New York
Nýi borgarstjórinn hitar sér morgunkaffi
A NÝÁRSDAG tók nýr maö-
ur viö þvi embætti, sem oft er
taliö vandasamasta embættiö
1 Bandarlkjunum og þótt
miklu viöar sé leitaö. Þetta er
borgarstjóraembættiö I New
York. Hinn nýi borgarstjóri
New York, Edward Irving
Koch, segist lika gera sér fulla
grein fyrir þvi, hvaö hann sé
aö takast á hendur. Hiö fyrsta
sem hann hafi ásett sér, sé aö
lifa áfram eins og óbreyttur
borgari og búa viö sömu kjör
og gengur og gerist hjá al-
menningi. Þetta áréttaöi hann
meö þvl aö fara I vinnuna á
nýársdag I strætisvagni eins
og hann var vanur áöur. Aöur
haföi hann aö venju hitaö
sjálfur morgunkaffiö sitt og
tilreitt morgunveröinn, en
hann er piparsveinn. Eina
breytingin var sú, aö nú fengu
ljósmyndarar aö vera viö-
staddir þessa athöfn. Hann bjó
svo um rúmiö sitt og gekk frá
ýmsu smádóti, sem hann haföi
meö sér. Slöan tvílæsti hann
þriggja herbergja leigulbúö-
inni, sem hann haföi búiö I og
hann ætlar sér aö leigja áfram
og nota ööru hverju, þótt hann
flytji I hinn viröulega borgar-
stjórabústaö, 'sem stendur á
fögrum staö niöur viö
Austurá. Koch fór síöan á hina
næstu biöstöö fyrir strætis-
vagna.sem aka til ráöhússins,
og fór meö næsta vagni á
vinnustaöinn. Biöstööin var
næstum mannlaus og strætis-
vagninn einnig, þvl aö ekki
haföi veriö búizt viö aö
borgarstjórinn kæmi I þessu
farartæki til ráöhússins, þar
sem talsveröur mannfjöldi
beiö eftir honum. Koch hefur
ekki átt sjálfur bíl slöan 1965,
heldur notaö almennings-
vagna og leigubíla. Hann hef-
ur lengi veriö mikill talsmaö-
ur þess, aö þjónusta almenn-
ingsvagna og neöanjaröar-
lesta yröi bætt og dregiö úr
bílanotkun á þann hátt. Hann
hyggst sem borgarstjóri
láta sérstaklega taka til sln á
þessu sviöi.
ÞEGAR Koch hóf baráttu
slna fyrir þvl aö veröa borgar-
stjóri I New York, þótti hann
ekki sigurvænlegur. Hann átti
aöalfylgi sitt I Greenwich Vill-
age, á Manhattan, þar sem
hann var búsettur, og fylgi
hans var taliö nær eingöngu
bundið viö Manhattan. Svo fór
þó, aö hann hlaut flest atkvæöi
I fyrra prófkjörinu hjá demó-
krötum og vann svo endanlega
I siöara prófkjörinu, þegar
valiö var milli tveggja þeirra
efstu. Hann vann svo sjálfa
borgarstjórakosninguna auð-
veldlega.
Koch er 52 ára gamall, kom-
inn af Gyðingaættum I New
York. Hann var I hernum á
árunum 1943-1947, aöallega I
Vestur-Þýzkalandi. Eftir
heimkomuna hóf hann laga-
nám við New York-háskóla og
gerðist málaflutningsmaöur
aö þvl loknu. Hann haföi fyrst
1952veruleg afskipti af stjórn-
málum, þegar hann vann eftir
megni fyrir Adlai Stevenson I
forsetakosningunum. Hann
byrjaöi þá aö reka áróöur á
götuhornum I Greenwich Vill-
age og hefur síðan átt heima
þar. Eftir þessa þátttöku I
kosningabaráttu Stevenson,
fór Koch að starfa I félagi
demókrata I Greenwich Will-
age og var kosinn formaöur
þess 1963. Þá keppti hann viö
þekktan leiötoga demókrata,
Carmine de SapioK sem var
leiötogi Tammany Hall-kllk-
unnar alþekktu, en hún var þá
mikilsráöandi hjá demókröt-
um. Ariö 1968 bauö Koch sig
fram til Bandarikjaþings I
kjördæmi á Manhattan, þar
sem demókrati hafði ekki náö
kosningu I 30 ár. Koch vann og
hefur veriö endurkjörinn slö-
an. A Bandarlkjaþingi skipaöi
hann sér strax I frjálslyndari
arm demókrata og var strax
mikill andstæöingur Víet-
nam-strlösins. Annars er
stefna Kochs talin nokkuö
tækifærissinnuö. í kosninga-
baráttunni sagöi hann, aö New
York þarfnaöist sterkrar for-
ustu og aukinna afskipta á
ýmsum sviöum, en reglan yröi
samt að vera sú, aö þessi af-
skipti yröu ekki meiri en
ýtrasta þörf útheimti, þvl aö
annars myndi kerfiö vaxa
skattþegnunum yfir höfuö. Þá
lagöi hann áherzlu á aö lögum
og reglum yröi stranglega
framfylgt.
ÞESSI stefnumótun Kochs
er á þá leiö, aö erfitt getur orö-
iö að framfylgja henni. Mörg
málefni borgarinnar eru I
niöurnlðslu sökum fjárskorts.
Efnaðri borgarar hafa flutt úr
borginni, þótt þeir vinni þar,
en fátæklingar hafa flutzt
þangað úr öllum áttum. Þann-
ig hefur fátækraframfærsla
stóraukizt á sama tíma og
skattamöguleikarnir hafa
rýrnað. Koch veröur aö reyn-
ast meira en meöalmaöur, ef
hann á að geta kippt þessu I
lag.
Þ.Þ.
Borgarstjórinn á leiö I vinnu I strætisvagni