Tíminn - 05.01.1978, Síða 13
Fimmtudagur 5. janúar 1978
13
llíiíiÍMÍí
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,
8; 15 (og forustugr. dagbl.),
9.00 og 10.00. Morgunbænkl.
7.50. Morgunstund
barnanna kl. 9.15. Geir
Christensen lýkur lestri
sögunnar um Grýlu, Leppa-
lúða og jólasveinana eftir
Guðrúnu Sveinsdóttur (3).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Tii umhugs-
unar kl. 10.25. Þáttur um
áfengismál i umsjá Karls
Helgasonar lögfræðings.
Tónleikar kl. 10.40. Morgun-
tónleikarkl. 11.00: Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna leikur
Forleik að óperunni
„Heilagri Jóhönnu” eftir
Verdi, Richard Bonynge stj.
Sviatoslav Rikhter og
Parisarhljómsveitin leika
Pianókonsert nr. 2 i B-dúr
op. 83 eftir Brahms, Lorin
Maazel stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.40 Verð ég alltaf i öskunni?
Þáttur um fulloröins-
fræðslu. Umsjón: Þorbjörn
Guðmundsson.
15.00 Miðdegistónleikar André
Watts leikur Sex Paganini-
etýður eftir Franz Liszt. Ye-
hudi Menuhin og hljómsveit
Filharmonia i Lundúnum
leika „Romance, réverie et
Caprice” op. 8 eftir Hector
Berlioz, John Pritchard
stjórnar. Heinz Holliger og
Nýja Filharmóniusveitin
leika óbókonsert i D-dúr
eftir Richard Strauss, Edo '
de Waart stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt Helga
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Gisli Jóns-
_ son flytur þáttinn.
19.40 íslenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.10 Leikrit: „Eiginkona
ofurstans” eftir Somerset
Maugham Þýðandi: Torfey
Steinsdóttir. Leikstjóri og
sögumaður: Rúrik Haralds-
son. Persónur og leikendur:
George Peregrine... Gisli
Halldórsson, Evie Per-
grine... Margrét Guð-
mundsdóttir, Henry Blake...
Jón Sigurbjörnsson,
Daphne... Sigríður Þor-
valdsdóttir, Bóksali... Helgi
Skúlason, Klúbbfélagar:
Ævar R. Kvaran og
Þorsteinn ö. Stephensen.
Aðrir leikendur: Kristbjörg
Kjeld, Gisli Alfreðsson,
Baldvin Halldórsson, Valde-
mar Helgason, Brynja
Benediktsdóttir og Klemenz
Jónsson.
21.10 Sinfóniuhljómsveit is-
lands leikur i útvarpssal.
Einsöngvarar: Sieglinde
Kahmann og Sigurður
Björnsson. Stjórnandi: Páll
P. Pálsson. a. „Orfeus i
undirheimum”, forleikur
eftir Offenbach b. „Still wie
die Nacht” eftir Böhm. c.
„Intermezzo úr „Cavalliera
Rusticana” eftir Mascagni.
d. „Niemand liebt dich so
wie ich” úr „Paganini” eftir
Lehar. e. „Sag ’ja, mein
Lieb, sag ’ja” úr „Maritzu
greifafrú” eftir Kalman.
21.40 Að Kleifarvegi 15 Ingi
Karl Höskuldsson ræðir við
Reginu Höskuldsdóttur og
Eirik Ragnarsson, en þau
veita forstöðu heimili fyrir
börn sem eiga við sálræn og
félagsleg vandamál að
striða.
David Graham Phillips:
j
106
SUSANNA LENOX
JánHélgason
manna í Sutherland að leiklist væri af vondum uppruna
— að vísu ekki eins óhagganleg og hún hafði verið áður
f yrr en þó nógu rótgróin til þess að blása Súsönnu í brjóst
þeirri þægilegu kennd þar sem hún sat í rúmgóðu og
iburðarmiklu sæti mitt á meðal f jölda áhorfenda að nú
væri hún lausaleikskrakkinn komin í umhverfi sem
hæfði henni. Venjulega verður fólk fyrir sárum von-
brigðum er það sér það sem það hef ur lengi þráð í f yrsta
skiptið. En Súsanna varð ekki f yrir vonbrigðum. Frá því
leikurinn hófst og þar til tjaldið féll var hún hugfangin
gersamlega heilluð að hún gleymdi alveg umhverf inu og
meira að segja Roderick líka. Og hún gat alls ekki talað
milli þáttanna aðeins hugsað. Roderick gramdist þessi
þegjandaháttur. Hann hafði lengi hlakkað til þess að sjá
gleði hennar er hún kæmi í leikhús i fyrsta sinn, og vænt
sér mikils þekkingarauka af því að gaumgæfa hvernig
það orkaði á ósnortinn huga hennar. Það var ekki f yrr en
þau voru komin á leið heim að hann fékk hugboð um
hvernig henni var innanbrjósts.
„Við skulum fá okkur eitthvað að borða", sagði hann.
„Ég vil heldur fara heim ef þér væri það ekki á móti
skapi. Ég er sárþreytt".
„Þú svafst þó fast í morgun. Þú hlýtur að hafa sofið
eins og selur í alla nótt", sagði hann háðslega.
„Það er leikurinn".
„Hvað? Hvað þótti þér að honum?" sagði hann önug-
lega.
Hún leit forviða á hann. „Að honum? Leiknum?" Hún
dróandann djúpt. „Mér var hér um bil ofraun að horfa á
hann".
Hann skildi þetta þegar þau voru komin heim. Hún var
ekki f yrr kominn úr fötunum en hún steinsofnaði sof naði
svo fast að hann var dálítið órólegur. Þetta minnti hann
á örþreytu barns eftir æsandi kvikmyndasýningu. Og
þegar það brást að hún væri ofsakát daginn eftir dró
hann enn af því rangar ályktanir. „Modjesta var góð í
gervi Mögdu", sagði hann hirðuleysislega eins og sá sem
sem talar án þess að gera ráð fyrir að aðrir skilji sig.
„En það kvað vera einhver ítölsk dís sem leikur þetta
hlutverk ennþá betur, alveg dásamlega".
Modjesta — ítölsk dís...Súsanna virtist alls ekki skilja
hann. „Faðir hennar var viðbjóðslegur", sagði hún.
„Hann átti ekki skilið að eiga svona yndislega dóttur".
Spenser var byrjaður að hlæja en þegar hún saqði
síðari setninguna hleypti hann i brúnirnar og sagði
gremjulega: „Ég hefði svo sem átt að vita það! Þú mis-
skilur það allt. Þú ert náttúrlega á bandi Mögdu".
,, Ég tigna hana", sagði Súsanna skjálfrödduð.
Roderick hló beisklega. „Náttúrlega", sagði hann.
„Þú ert skilningslaus".
Málið var auðskilið hugsaði hann. Hún var ein af þess-
um stúlkum sem skortir siðferðisvitund. Stöku menn eru
svo óhamingjusamir að fæðast fótalausir eða handvana
aðrir eru með þeim ósköpum fæddir að skorta siðferðis-
vitund. Fagur líkami,glæsilegur vöxtur en sálin aldeyða.
Allur hugur hans til hennar var breyttur eða réttara
sagt: tilf inningar hans urðu að lúta hinum járnharða aga
hleypidómanna. En eina breytingin sem varð á fram-
komu hans við hana var sú að nú varð ástleitni hans
skef jalausari en áður. Allar þær hömlur sem virðingin
fyrir konunni leggur á karlmanninn voru burt numdar.
Og Súsönnu sem þráði að elska og vera élskuð var hugf ró
að þessu. Hún vildi ekki gefa því gætur hvað duldist
undir yf irborðinu á samlífi þeirra — velti ekkert vöngum
yf ir því hvað hann kynni að hugsa um hana né hvað hún
hugsaði í rauninni um hann. Hún barðist gegn öllum efa,
vísaði á bug einstæðingskenndinnifgrun sínum um yfir-
vofandi hættu.
Ofan á annað bættust áhyggjur út af f járhagsafkomu
þeirra. í viðleitni sinni að koma leikritinu á framfæri
eyddi Roderick oft talsverðu fé, bauð hinum og þessum
að snæða með sér og ef ndi til smásamkvæma í veitinga-
stöðum við Breiðstræti. Hún taldi víst, að þetta væri
óumf lýjanlegt. Svo sagði hann að minnsta kosti, og hann
hlaut að vita það manna bezt. Hann vár líka ósínkur, þótt
þau væru tvö ein, vildi alltaf fá dýrustu réttina og auk
þess vín, sem henni hefði verið eins hollt að vera án — og
honum sennilega líka. Hún vissi, að hann var nú svona
gerður — honum var ekki sýnt um að f ara með peninga. I
sjálfu sér geðjaðist henni vel að þessu skapferli, því að
hún leit þannig á, eins og flestir unglingar, sem ekki
kryf ja málin til mergjar, að skeytingarleysi i meðferð
f jármuna væri óbrigðull vottur um gjafmildi — þótt það
séu i rauninni f jarskildir eiginleikar. En þrátt fyrir það
sá hún hættuna — mikla hættu, sem vofði yfir þeim i
iskyggilegri nálægð. Hann lýsti fyrir henni þeim vand-
kvæðum, sem það var bundið að ná fundi leikstjóranna
og fá leikrit sitt lesið af ábyrgum mönnum, og öllum
þeim viðbárum, sem fólk fann upp á til þess að vísa hon-
um á bug. En þetta fékk ekki svo mikið á hann sjálfan.
Sá næsti gatgripið leikritið hans fegins hendi, greitt hon-
um stóra f járhæð fyrirfram, látið leika það eftir stuttan
tíma — og þá — þá myndi allt ganga af sjálf u sér úr því.
En reynslan hafði sálgað þeim votti af bjartsýni, sem
hún hafði átt í fari sinu. Hún hafði ekki gleymt f rásögn-
um Burlinghams um skipbrot hans. Nú skildi hún stríð
hans betur en áður. Hún sárbændi Spenser að leyfa sér
að leita sér vinnu. Hann brást reiður við og skipaði henni
að hætta að hugsa um aðra eins vitleysu. Eftir nokkurn
tíma herti hún þó upp hugann og hóf aftur máls á þessu.
Þá játaði hann hreinskilnislega, hvers vegna hann vildi
ekki fallast á þetta.
„Nei", sagði hann umsvifalaust. „Ég þyrði ekki að
treysta þér þar, sem svo miklar f reistingar væru annars
vegar. Þú verður að vera þar, sem ég get haldið hlífi-
skildi yfir þér".
Og þótt hún héldi áfram að hugsa um þetta og leitaði
jafnvel hófanna i kyrrþey, ympraði hún aldrei oftar á
því við hann. Hún eyddi aldrei grænum eyri í óþarfa, og
hún áminnti hann um að sóa ekki peningum sínum.
Þannig beið hún þess, sém koma vildi. Hún lagðist samt
ekki í þunglyndi eða gekk um með tárin í augunum. Það
væri f jarri réttu lagi að hugsa sér Súsönnu niðurbeygða
og lamaða af þunga áhyggnanna. Hún var gædd þrótti,
sem var öllu slíku yfirsterkari. Hún var stálhraust, og
hún f ann velliðanina streyma um hverja taug hins f agra
og þróttmikla likama sína. Hún gat ekki annað en verið
kát, hvort sem hún vildi það eða ekki. Hún elskaði sólina,
og í þessari borg, þar sem var sólskin svo til hvern ein-
asta dag og ferskt sjávarloftið utan frá flóanum fyllti
vitin — i þessari sólskinsborg gat hún ekki annað en verið
kát, jafnvel þótt henni væri þungt um hjartaræturnar.
Því fór þess vegna f jarri, að hún væri Roderick leiðin-
legur og keipóttur félagi þessa daga, er hún beið hruns-
ins.
Það bar að höndum í þriðju vikunni. Hann hafði verið
úti allan daginn. Rétt f yrir miðnættið kom hann heim vel
drukkinn. Hún var háttuð. „Á fætur með þig og í fötin",
sagði hann argur. „Ég er sársoltinn — og þyrstur. Við
skulum út og fá okkur eitthvað að borða".
„Komdu hingað fyrst og kysstu mig", sagði hún og
breiddi útfaðminn. Með þessu kænskubragði hafði henni
oftlega tekizt að fá hann ofan af fyrirætlunum sínum,
„Hann er sætur litia greyiö... en
fyrirmina parta vilég meiri hund
fyrir mig.”
DENNI
DÆAAALAUSI