Tíminn - 10.01.1978, Page 5
Þriðjudagur 10. janúar 1978
5
á viðavangi
Þeir syndlausu
Þjóðviljinn hefur aö undan-
förnu nokkrum sinnum fallið í
þá freistni að reyna að gera
svikamálin sem hæst ber I
þjóðfélaginu um þessar mund-
ir að pólitfsku áróðursefni.
Ritstjórar Þjööviljans hafa
þannig reynt að veifa þvl, að
fjármálaóreiða og misferli
einstakra ógæfumanna eigi að
einhverju leyti rót sína að
rekja til tveggja stærstu
stjórnmálaflokka þjóöarinn-
ar.
Fáránlegar öfgar af þessu
tagi hitta auövitað enga fyrir
fremur en sjálfa ritstjóra
Þjóðviljans. Sérstaklega var
það átakanlegt að hlusta á
annan ritstjóra blaðsins fara
þessum staðleysum fram I
sjónvarpi nú fyrir skemmstu.
Það liggur auövitaö alveg fyr-
ir aö misferli fer ekki eftir
flokkslit og veröur ekki dregið
I flokkspólltlska dilka, fremur
en t.d. óöaveröbólgan sem að
slnu leyti er vafalaust með-
verkandi ástæða fjármála-
legrar upplausnar I landinu.
Þar eiga allir stjórnmála-
flokkar þjóöarinnar sameigin-
lega sök, og er aðeins hjákát-
legt þegar einhver einn þeirra
hyggst munu geta hvltþvegiö
sig með öllu.
Þegar upp kom hið mikla
fjársvikamál I Landsbanka ts-
lands og trúnaðarmaöur i
Sjálfstæðisflokknum reyndist
tengdur þvl vegna viöskipta
sinna við bankann.þóttist Þjðð
viljinn heldur en ekki hafa
komizt i feitt séð frá pólitisku
sjónarmiöi. Við þessu brugð-
ust málgögn Sjálfstæöis-
flokksins af sams konar heift
og einkenndi skrif Þjóðviljans.
Hvor tveggja skrifin báru
nokkurri hræsni vitni, þar sem
hvor um sig ásakaði hinn um
sömu afglöpin I skrifum.
Minnt á
moldviðrið
Þjóðviljinn svaraði fyrir sig
I ritstjórnardálki sl. laugar-
dag og vék I leiðinni að hinum
alræmdu skrifum slðdegis-
blaöanna I Reykjavlk um
glæpamálin sem hæst bar i
landinu fyrir ári. Þjóöviljinn
segir um það efni m.a.:
„Sérstaklega eru skrifin I
VIsi hámark hræsninnar. Voru
það ekki slðdegisblöðin, tvl-
burarnir sem um tveggja
ára skeið reyndu að kllna á
forystu Framsóknarflokksins
ábyrgð á Geirfinnsmálinu og
fleiri málum þvl tengdu? Það
var ekki taliö dæmi um pólit-
Iskar ofsóknir þótt ekkert lægi
fyrir sannað I málinu.”
Hvað sem öðru llður er það
tlmabært að slðdegisblöð
Sjálfstæðismanna séu minnt á
þær óheyrilegu sakargiftir og
dylgjur sem þau fóru með á
hendur Framsóknarmönnum
á sinum tlma, nú þegar þau
þykjast verða ókvæða við
svipuð skrif annarra um trún-
aðarmenn I Sjálfstæðisflokkn-
um. Reyndar hefur það vakið
furðu margra hve lítið Fram-
sóknarmenn hafa gert að þvl
að benda á ofstækiö og skyn-
semisskortinn sem einkenndi
árásarskrifin á hendur flokkn-
um og forystumönnum hans.
Ástæöan er fyrst og fremst
sú, aö hver heilvita maöur,
sem reyndi aö gera sér ein-
hverja grein fyrir eðli mál-
anna, sá aö hér var veriö að
þyrla upp svlviröilegu pólit-
Isku moldviðri I þvl skyni einu
að torvelda lögreglurannsókn
og vinna meö þvl væntanlegan
pólitlskan ávinning. Það fór
heldur ekki á milli mála, að
rannsóknin var tafin og leidd
inn á rangar brautir um hríö,
og m.a. veröur að telja koma
til greina að blaðaskrif þessi
hafi átt einhvern þátt I þvl að
draga athygli rannsóknar-
manna að saklausum mönn-
um, sem slðan uröu fyrir
þeirri óbærilegu reynslu aö
þurfa að sæta frelsissviptingu
vikum saman.
Eiga að
geta lært
eitthvað
Abyrgð þeirra manna er
mikil, sem þannig hafa fariö
með ritfrelsi sitt og áhrif
blaðaskrifa sinna. Nú er að
vlsu svo komið, að þeir hafa
þagnað allflestir. Enn heyrast
þó við og við undarleg andvörp
tveggja manna sunnan úr
Keflavlk. Hefur þar annar
eitthvað lltillega veriö kennd-
ur við menningarmál, en hinn
aldreigi. Og I Reykjavlk ber
þaö við enn, þótt sjaidnar sé
en áður að nafntogaöur vin-
sæidarmaðurog frambjóðandi
æsir sig upp I það að sýna al-
menningi að hann kann ekki
að skammast sfn.
Hin flokkspólitlsku skrif um
' Geirfinns- og Guömundarmál-
in munu að vlsu lengi I minn-
um höfð sem vlti til varnaöar.
Hins vegar ætti mönnum aö
geta auðnazt að læra eitthvað
af þeim hræðilegu mistökum
sem ýmsum þeim sem I dag-
blöð skrifa urðu á í þvi mikla
róti sem þá varð. Það er bein-
linis hlægilegt þegar Sjálf-
stæðismenn þykjast hafa efni
á hneykslun, þegar haft er I
huga hverjum orðum þeir aft-
ur og aftur hafa farið um pólit-
iska andstæðinga I málum af
þessu tagi, ekki slzt ef haft er I
huga hvflíkt ofurveldi þeirra
er i fjármálastofninum og at-
vinnullfi landsins. A hinn bóg-
inn er það jafnbroslegt ef
skriffinnar Alþýðubandalags-
ins þykjast geta gefið sjálfum
sér eitthvert algilt hreinlynd-
is- og siðferðisvottorð á kostn-
að annarra.
JS
VETRARÖNN hefst mánudaginn 16. jan.
Kennslugreinar:
TUNGUMAL: islenska 1. og 2. flokkur
islenska fyrir útlendinga,
enska 1., 2., 3., 4., 5., 6., 7. flokkur
enska málfræði og stflagerö, verslunarenska,
þýzka 1., 2., 3. og byrjendaflokkur,
franska 1., 2. og byrjendaflokkur.
italska 1., 2., 3., 4. og byrjendaflokkur
spænska 1., 2., 3. 4. og byrjendaflokkur
latina, rússneska, færeyska,
danska 1., 2., 3. og 4, flokkur
sænska 1. og 2. flokkur.
norska 1. og 2. flokkur.
VERKLEGAR barnafatasaumur,
GREINAR kjólasaumur (sniðar og saumar)
postulinsmálning,
myndvefnaður,
hnýtingar,
batik.
ANNAÐ vélritun.
bókfærsla
ættfræði,
stærðfræði.
TóNLIST guitarkennsla, pianókennsla og harmoniku-
kennsla.
INNRITUN MILLI KL. 19. TIL 21. I
MIÐBÆJARSKÓLA
1 lfter af kem. hreinsuðu
rafg. vatni. fylgir til
.áfyllingar hverjum
rafgeymi sem keyptur
er hjá okkur.
RAFGEYMAR
Þekkt merki
Fjölbreytt úrval 6 og 12!
volta fyrir bíla, bæði gamla
og nýja, dráttarvélar og
vinnuvélar, báta, skip o.fl.
Ennfremur:
Rafgeymasam'b'ónd — Startkaplar'
og pólskór. Einnig: Kemiskt
lu-einsaö rafgeymavatn til áfylling-
or á rafdpvma
Auglýsingadeild Tímans
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
STÓRKOSTLEGT URVAL
Velúrbútar, jóladúkar
dagatöl og fl.
mildll afslá
Gauggatjaldadeild
KJORGARÐIÍT2-22-06 «
gl