Tíminn - 10.01.1978, Side 11
Þriðjudagur 10. janúar 1978
11
Wimm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00:
86387. Verð I lausasölu lir. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500.á
mánuði. • ' Blaðaprent h.f. .,
Kenning- og siðferði
Orðin eru til alls fyrst. Fyrir um það bil hálfri öld
tók sú kenning að flæða yfir Þýzkaland, og siðar
raunar miklu fleiri lönd, að einn kynþáttur væri
öðrum æðri og til þess borinn að drottna yfir öðrum,
og honum bæri Lebensraum, lifsrými, á kostnað
annarra, sökum ættgöfgi sinnar og yfirburða. Þvi
verður raunar ekki á móti mælt, að þvilik kenning
hafði þegar verið framkvæmd öldum saman i
heiminum með miskunnarlitilli yfirdrottnun fárra
þjóða i nýlendum, sem þær kölluðu sina eign og
meðhöndluðu samkvæmt þvi, og enn er þess konar
eignarstefna og yfirráð iðkuð eftir öðrum leiðum i
löndum, sem ekki hafa megnað að rétta sig svo úr
kútnum, að þau geti boðið aflaklónum útlendu byrg-
inn.
Sá er þó munur á, að nazisminn færði kenningar
sinar i kerfi, boðaði opinskátt og ódulið kynþátta-
hatur og útrýmingu þjóða og þjóðarbrota og fylgdi
þvi eftir i verki á ofboðslegan hátt. Afleiðingarnar
urðu heimsstyrjöldin með öllum þeim hörmungum,
er hún bar i skauti sinu. Eftir standa gasklefar naz-
istanna sem minnismerki um ómennskt atferli
þeirra.
Mörg dæmi má benda á um geigvænlegar af-
leiðingar kenninga, sem haldið hefur verið að fólki,
en engar jafnofboðslegar i seinni tið. Á öllum timum
hafa vaðið uppi kenningar, sem til vafasams vel-
farnaðar hafa orðið, þegar áhrifa þeirra tók að
gæta, jafnvel þótt þær hafi aldrei orðið einráðar.
Svo er enn. Og svo er einnig i fámenninu i okkar litla
landi.
Að undanförnu hafa hlaðizt upp meðal okkar
vitnisburðir um það, að eitthvað meira en litið hefur
farið úrskeiðis, og varla getur neinn huggað sig við
það, að þar sé allt fram komið. Undirrót alls þessa
er tvimælalaust græðgi, sem sifellt heimtar meira
og meira, og hefur leitt ótrúlega marga til þess að
lita fram hjá þvi, hvernig þeir afla fjármuna, og
virðist þar engu skipta, þótt þeir búi þegar i húsi
nægtanna.
Svo virðist komið, að það sé ekki aðeins lagt að
jöfnu, hvort menn afla sér fjár með þjóðnýtu starfi
eða þvi, sem stuðlar að almennri sóun og beinni af-
siðun i landinu, heldur séu svik og prettir jafntiltæk
leið, ef hún gefur nógu mikla peninga. Orð eins og
„gróði” og „að græða” eru i eðli sinu jákvæðrar
náttúru, en fá meira en litinn afkeim, þegar út á
refilstigu er komið.
Mýs kvikna ekki af sjálfu i tunnu, eins og
miðaldamenn héldu. Siðgæðisvitund fer ekki heldur
forgörðum án orsakar. Það fer eftir ástæðum, hvort
hún heldur vöku sinni, dvinar eða jafnvel rýkur út i
veður og vind. Sumir vilja telja verðbólguna söku-
dólginn. Mjög er trúlegt, að hún eigi hlut að máli, en
auk þess er handhægt og þægilegt að kenna henni
um þennan ófarnað allan, þvi að þá eru allir sam-
sekir. En alhæfing á sjaldnast við rök að styðjast,
og varla fer milli mála, að auðgunarglæpirnir, sem
uppi vaða, eiga sér fleiri rætur.
Þar má meðal annars benda á, að sýknt og heilagt
er verið að ala á gróðafikn manna. Þeirri kenningu
er nú hvað ákafast haldið á loft, að það, sem skilar
eigandanum mestum hagnaði, eigi að sitja i fyrir-
rúmi um fjármunalega fyrirgreiðslu, án tillits til
þess, hversu þjóðnýtt það er. Þeirri kenningu er
stórum flaggað, að öllum gróðahnykkjum skuli gef-
inn sem lausastur taumur.
Þetta höfðar til græðginnar og gróðafiknarinnar.
Er það timabærast einmitt nú?
—JH
ERLENT YFIRLIT
Viðræður Mitterands
og Carters sögulegar
Þær geta haft mikil áhrif á kosningarnar
Carter og Giscard
ÞOTT dómar séu misjafnir
um ferðalag Carters forseta,
hefur þaö tvimælalaust vakiö
mikla athygli. Einkum hefur
þaö vakiö athygli I Bandarlkj-
unum, þar sem Carter hefur
fengiö hrós fyrir aö hafa yfir-
leitt veriö hreinskilinn, þegar
hann ræddi viö blaöamenn,
jafnvel stundum óþarflega
hreinskilinn. Það er hins veg-
ar I samræmi viö þaö
kosningaloforð hans aö fylgja
opinskárri stefnu I utanríkis-
málum.
Enn er of snemmt aö dæma
um árangur feröalagsins. Viö
fyrstu sýn viröist þaö hafa
styrkt Sadat forseta og eytt
misskilningi, sem var kominn
til sögunnar varöandi afstööu
Carters til réttinda Palestlnu-
manna. Carter hefur þannig
reynt aö beita Israelsmenn
auknum þrýstingi, en innan
hóflegra marka.
Þá er enn of snemmt aö
dæma um árangurinn af
heimsókn Carters til Frakk-
lands, en þar mun þaö koma
einna fyrst I ljós, hver áhrifin
veröa. Carter haföi þann til-
gang meö heimsókninni til
Frakklands og viðræðunum
við Giscard forseta að styrkja
hann og stuöningsmenn hans I
þingkosningunum, sem eiga
aö fara fram eftir rvlma tvo
mánuöi. Þaö er taliö, aö mikill
hluti frönsku þjóöarinnar sé
fylgjandi náinni sambúö viö
Bandaríkin, og geti þaö þvl
haft veruleg áhrif I þingkosn-
ingunum, að þessi stóri hluti
kjósenda treysti þvl, aö úrslit-
in breyti ekki neinu I þessu
sambandi. En jafnframt
krefst einnig stór hluti kjós-
enda þess, aö Frakkar séu
ekki neinar undirlægjur
Bandarlkjanna og þvl féll hin
óháöa stefna de Gaulle mörg-
um þeirra vel I geö. Giscard
forseti hefur hér reynt aö
þræöa bil beggja. Hann lét á
slnum tíma falla viövörunar-
orö um mannréttindabaráttu
Carters. Þaö féll I góöan jarö-
veg hjá ýmsum, en mæltist
miöur fyrir hjá þeim, sem
leggja áherzlu á góöa sambúö
Bandarlkjanna og Frakk-
lands. Heimsókn Carters var
ætlaö aö árétta, aö sambúö
landanna væri I góöu lagi,
þrátt fyrir þaö, þótt Giscard
væri ekki aö öllu leyti sam-
mála Carter.
Mitterands, leiötoga sósíal-
ista. Mitterand hefur veriö
þess fýsandi aö fara til Wash-
ington og ræöa viö Carter.
Astæöan hefur veriö sú, aö
hann hefur viljaö árétta meö
þvl, aö þaö myndi ekki breyta
miklu um sambúö Frakklands
og Bandaríkjanna, þótt hann
myndaöi vinstri stjórn meö
þátttöku kommúnista. Carter
hefur vikizt undan þvi að ræða
viö Mitterand I Washington og
mun tillitsemi viö Giscard
hafa átt sinn þátt I því. Nú
geröist þaö hins vegar, aö
Carter bauð Mitterand til viö-
ræöna viö sig og ræddust þeir
viö I hálfa klukkustund. Einn-
ig ræddi Carter stuttlega viö
Robert Fabre, leiötoga rót-
tæka flokksins, sem hefur
veriö þriöji aöilinn aö kosn-
ingabandalagi vinstri flokk-
anna, sem komst á fyrir
nokkrum misserum en rofnaði
slöastliöiö haust.vegna þess aö
kómmúnistar kröföust breyt-
inga á stefnuskrá þess. Sfðan
er meö öllu óvlst, aö þessir
flokkar hafi samvinnu meö sér
I kosningunum.eöa hvort þeir
mynda stjórn saman, ef þeir
fá þingmeirihluta I kosningun-
um. Skoðanakannanir benda
enn til þess, aö þeir myndu fá
meirihluta, ef þeir stæöu sam-
an.
FUNDUR þeirra Carters og
Mitterands virtist vekja óhug
hjá fjármálamönnum, þvl aö
vinsamleg orö, sem Carter lét
falla fyrir fundinn um Mitt-
erand, uröu til þess aö
verðbréf féllu i veröi
Þetta breyttist þó strax eftir
blaðamannafund, sem Carter
hélt að fundi þeirra Mitter-
ands loknum. Þar lýsti Cart-
er yfir þvi, að hann heföi lát-
ið i ljós við þá Mitterand og
Fabre, að stjórnarþátttaka
kommúnista gæti haft slæm
áhrif á sambúö landanna. Af
hálfu Carters og samstarfs-
manna hans hefur þetta ekki
verið sagt áöur, heldur frekar
gefið til kynna, að Banda-
rlkjastjórn myndi bíöa átekta
og sjá hvernig þaö þróaöist, ef
kommúnistar kæmust I stjórn
I þátttökuríkjum Atlantshafs-
bandalagsins. Kissinger
fyrrv. utanríkisráöherra hefur
hins vegar gerzt talsmaður
þeirrar stefnu, aö Bandarlkin
lýstu hiklaust yfir, aö þau
teldu stjórnarþátttöku komm-
únista óheppilega og afleiö-
ingarnar gætu hæglega oröiö
upplausn Atlantshafsbanda-
lagsins. Carter hefur nú farið
inn ásömu braut, en sýnt jafn-
framt aö Bandarikjamenn
vilja hafa góöa sambúö viö
vinstri sinnaöa lýöræöis-
flokka, eins og flokka þeirra
Mitterands og Fabres.
Talsvert er nú rætt um,
hvaða afleiöingar framan-
greind yfirlýsing Carters
muni hafa. Styrkir hún stjórn-
arflokkana, eöa veröur hún
vatn á myllu kommúnista?
Viö þessu fæst ekki endanlegt
svar fyrr en I kosningunum
sjálfum. Þ.Þ.
SA atburöur I sambandi viö
heimsókn Carters til Frakk-
lands, sem mesta athygli
vakti, voru þó ekki viöræöur
þeirra Carters og Giscards,
heldur viöræöur Carters og
Carter og Mitterand.