Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1978, Blaðsíða 2
2 mmm Sunnudagur 15. janúar 1978 „...Koma bændum öllum á mölina en hefja um leið stór- felldan innflutning landbúnaðarafurða í þjóðmálaumræðu hér á landi hefuroft verið hart vegið að bændum.en þó sjaldan eins og nú. Þeir, sem lengst ganga í árásum þessum telja bændur landsins og allt þeirra hyski óalandi og óferjandi og sé nú brýnust framkvæmd í okkar litla þjóðfélagi að koma bænd- um öllum á mölina, en hefja um leið stórfelldan innf lutning landbúnaðarafurða. Þeir, sem skemur ganga í áróðrinum hliðra sér hjá beinum árásum á bændur sjálfa,en eru þeim mun hatramari í skrifum sin- um um stofnanir og félög,sem tengd eru bændum, þar með talin samvinnufélögin. Eru félög þessi stimpluð sem gróðafélög og auðhringir og ekkert til sparað að gera starfsmenn þeirra og stjórn- endur tortryggilega í augum almennings. Allur hnígur áróður þessi í þá átt að telja almenningi trú um, að bændur séu í rauninni hin óþarfa stétt. Þarna striti þeir allt árið við að framleiða of lítið af of dýrum afurðum sem hægt sé hvenær sem er að kaupa fyrir spott-prís í útland- inu: svo sé vitleysan kórónuð með því að halda uppi viða- miklu og dýru söluapparati. því að dreifingar- og sölu- kostnaður landbúnaðarafurða sé hér með því lægsta sem þekkist í vestrænum löndum. Enda þótt rök þessi séu illa hrekjanleg er haldið áfram að fullyrða hið gagnstæða senni- lega í þeirri trú að enn eigi við það sem dr. Göbbels hafði fyrir satt: sé lygin endurtekin nógu oft verði hún um siðir að sannleika. Dagslátta Drottins Víkjum nú aftur að kenningu óvina landbúnaðarins um hina óþörf u stétt. Það vekur athygli að hvössustu skeytin koma úr þeim hópi er stendur að tveim- ur siðdegisblöðum í Reykja- vík. Þessi tvö blöð eru aftur nátengd annarri stétt, nefni- lega stétt innflytjenda og heildsala. Meðan bændur landsins erja lönd sín hörðum höndum, þá annast heildsala- stéttin líka sína dagsláttu: sú dagslátta er helguð þeim drottni, sem ræður f yrir valútu og erlendum bankareikning- um. Inntakið í kenningu Jónasar Kristjánssonar og hans nóta er i rauninni það, að islenzkir bændur og allt þeirra athæf i sé efnahagslegtog þjóðfélagslegt fyrirbæri þess eðlis að þar þurf i hið allra f yrsta enda á að binda. Sú hugsun hlýtur að læðast að manni, að þessari kenningu sé f ram haldið i þeim tilgangi að leiða athygli lands- manna frá þeirri einni stétt í landinu sem telja verður al- gjört sérf yrirbæri í vestrænum þjóðfélögum samtímans. Hér er átt við hina afar f jölmennu stétt innf lytjenda og heildsala. Hinn hraöskrifandi leigupenni heildsalanna Jónas Kristjánsson vill láta flytja íslenzka bændur á möl- ina og láta í staðinn koma stór- felldan innflutning land- búnaðarafurða. Jónasi Kristjánssyni hefur fram að þessu sést yf ir þá staðreynd að hægt er að leggja niður 75 til 90% af íslenzkri heildsalastétt, án þess nokkuð komi í staðinn. Þau 10 til 25% fyrirtækjanna sem þá yrðu eftir myndu anna verkefninu þægilega og til- kostnaður landsmanna af starfsemi þessari myndi án efa lækka stórlega við svo verulega fækkun þeirra fjöl- skyldna, sem íslenzkir neyt- endur hafa nú á framfæri sinu. Svarthöfði Vísis hinn hrað- skrifandi leigupenni heildsal- anna segir, að íslenzkir bændur standi undir f lota af forstjóra- bílum hjá Sambandinu. Sá sem hér heldur á penna, veit ekki hvort hér undir kynni að f lokk- ast hálf ur bíll,einn eða í hæsta lagi tveir. Hitt veit hann, að bílafloti innf lytjendaliðsins mundi vera hin þokkalegasta áhöfn fyrir allar bifreiða- stöðvar í Reykjavík. Og það er litill vandi að leiða rök að því að sá hluti rekstrarkostnaðar þessara bifreiða sem ekki er greiddur af íslenzkum neyt- endum í formi óþarflega mik- ils tilkostnaðar við innflutta vöru,er lagður á mjóar herðar hins almenna íslenzka skatt- borgara. Um hlutverk og framlag allra stétta íslenzkir bændur eru ekki líklegir til þess að standa fyrir órökstuddum árásum á aðrar stéttir og er það vel. En vel mættu þeir svara grófum ár- ásum á stétt sína með því að efna til umræðu um hlutverk og framlag allra stétta þjóð- félagsins. Sú umræða yrði ekki til einskis ef hún mætti opna augu manna fyrir annarlegum ofvexti i stétt innflytjenda og heildsala — ofvexti.sem naum- ast verður dregið úr nema til komi róttækar breytingar á framkvæmd gjaldeyris- og skattamála. Ef til vill kemur það í hlut íslenzkra bænda að veita stjórnvöldum nauðsyn- legt aðhald í því efni. c. . HIN ÓÞARFA STÉTT Það hafði dr. Göbbels fyrir satt Að jafnaði er umræða þessi á hærra plani en svo, að verið sé að elta ólar við nokkuð sem heitir tölulegar rökstuðningur. Á þetta t.d. við um staðhæf ing- ar sem lúta að dreifingar- og sölukostnaði. Fulltrúar bænda og samvinnufélaganna hafa hvað eftir annað leitt rök að Ný námskeið hefjast mánudaginn 6. febrúar og standa til 12. mai 1978. I. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga II. Teiknun og málun fyrir fullorðna III. Bókband IV. Almennur vefnaður Innritun fer fram daglega kl. 10-12 og 14-17 á skrifstofu skólans Skipholti 1. Námskeiðsgjöld greiðist við innritun áður en kennsla hefst. Skólastjóri Skipholti 1 Reykjavik sími: 19821 GAL-ofninn Panelofn í sérflokki hvað GÆÐI — VERÐ OG ÚTLIT snertir Stuttur afgreiðslufrestur Gerum tilboð "S. HF. OFNASMIPJAN Háteigsveg 7 — Sími 2-12-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.