Tíminn - 15.01.1978, Page 10

Tíminn - 15.01.1978, Page 10
10 Sunniidag«r 1S. Janúar 1S78 Vatnselgur i Almannagjá og kvlsl á milli skara. Þingvellir í vetrarbúningi Flestir,aö minnsta kosti mjög margir þekkja Þingvelli aö sumarlagi — i sólskini eða regni eftir atvikum. Þeir kannast við Þingvelli, þegar niður öxarár- foss bcrst um gjána og vellina, móajurtirnar vefa dúk sinn um gömlu tóftirnar, þar sem lit- klæðahöfðingjar fornaidar höfðu nokkurra daga vist með förueyti, og sýslumannanefnur, sem voru nógu heimarikar i héraði, bukkuðu sig og beygðu fyrirdönskum amtmönnum eða umboðsmönnum. Þeir kannast við Þingvelli þegar mosinn i hrauninu er mjúkur eins og dún- beður, silfrið i Peningagjánni sýnist ótrúlega nærri djúpt i blátæru vatni og köngullærnar eru i óðaönn að hyggja að vef sinum i gjám og kjarri. En það er lika vetur á Þing- völlum, og stundum er þar meira aðsegja harður vetur. En vetur á Þingvöllum á lika sina fegurð — hljóða og kyrrláta feg- urð: öxárfoss i klakaböndum, hvit snjóbreiðan um hraun og velli, isilagt vatnið og fjalla- hringurinn eins og umgerð um þögnina, sem talar seiðandi máli til þess, sem vanastur er skröltiog skarkala á strætum og verkstöðum. Hvað hugsuðu þeir á svona kyrrlátum vetrardöguin, gamli Pétur, sauðamaður Þingvalla- klerks, eða sonur hans, Simon — För eftir mink, sem litiö hefur á vökina til þess aö sjá hvort þar væri Þingvallakirkja er ekkineitt stórhýsi. En hún sómir sér samt á sfnum stað. veiöilegt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.