Tíminn - 15.01.1978, Page 16

Tíminn - 15.01.1978, Page 16
16 9 - Sunnudagur 15. janúar 1978 menn og málefni „Það skal fram sem fram er meðan rétt horfir” Forusta Suður- Pingeyinga Margt hefur verið ritað um for- ustu Suður-Þingeyinga i félags- málum á síöari hluta 19. aldar og þeir taldir helztu brautryöjendur á þvi sviði. Ýmsum kann þvi að þykja, að það sé að bera í bakka- fullan lækinn þegar ungur og efni- legur sagnfræöingur Gunnar Karlsson, sendir frá sér mikiö og vel unnið rit, Frelsisbarátta Þingeyinga og Jön á Gautlöndum. Samt er óhætt aö fullyröa aö mik- ill fengur er að því. Gunnar Karlsson nýtur þess að sjálfsögðu aö margir ágætir sagnfræðingar hafa fjallað um þetta efni áður, eins og Þingeyingarnir Þorkeli Jóhannesson og Arnór Sigurjóns- son. En Gunnar bætir mörgu við og varpar á margt nýju ljósi. Þá virðist honum sýnt um að draga rökréttar og óhlutdrægar álykt- anir, þótt vafalaust sé hann mis- hrifinn af mönnum og málefnum, en aöalgalli margra sagnfræð- inga er einmitt sá, að þeir stjórn- ast um of af slikum sjónarmiöum. Gunnar Karlsson leitast m.a. viö aö svara þeirri spurningu hvenær Suður-Þingeyingar tóku að skara fram úr öðrum í félags- málum. Svar hans er þaö, að þetta gerist ekki fyrr en á niunda tug aldarinnar, þegar kaupfélag- ið og Þjóöliðið setja mestan svip á framvinduna. Kaupfélagiö hefur oröiö langlift og þekkja flestir þá sögu, en Þjóðliðiö var skammlift, en haföi samt veruleg áhrif um skeið. A fyrri áratugum aldarinnar bar meira á ýmsum öðrum en Suður-Þingeyingum. Jón Sigurðs- son forseti átti i upphafi örugg- ustu stuöningsmenn sina á Vest- fjörðum og Fljótsdalshéraöi. Upp úr 1850 verða Vestfirðingar, Snæ- fellingar og Norömýlingar fram- arlega i flokki. A þeim tíma er hins vegar sitthvaö aö gerast hjá Suöur-Þingeyingum, sem veldur þvi, aö þeir taka forustuna á ni- unda áratugnum. Gunnar Karls- son þakkar þaö m.a. óvenjulega hæfum forustumönnum, eins og Einari Asmundssyni I Nesi og Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum. Spurning er, hvort ekki er rétt aö skipa séra Benedikt Kristjáns- syni i Múla viö hliö þeirra. Svar Benedikts á Auðnum 1 riti Gunnars Karlssonar er stofnun Kaupfélagr, Þingeyinga gerö góö skil. I lok kaflans um upphaf kaupfélagsskaparins, svarar Gunnar Karlsson þvi á at- hyglisveröan hátt, hvort kaupfé- lagsskapurinn eigi rætur aö rekja til vinstri róttækni eöa sósial- isma. Hann rifjar upp ýms um- mæli forustumannanna og segir siöan: „Þessar hugmyndir minna ó- neitanlega sumar talsvert á sósi- alisma, einkum jafnaöarboö- skapinn og hugmyndin um verzl- un sem félagslega þjónustu viö almenning. Voru hugmyndafræö- ingar kaupfélagsins þá sósialist- ar? Þeirri spurningu svaraöi Benedikt á Auönum í Ófeigi, þótt meö óbeinum oröum væri: „...kaupfélagsskapurinn er ekkert annaö en mannfélagsleg hugmynd sem veriö er aö gera fyrstu tilraun meö. Og þessar til- raunir eru byggöar á og i sam- ræmi viö þá stefnu þessara tima aö draga smám saman öll mál- efni er allan almenning varöa úr höndum hinna gömlu stétta og leggja þau undir atkvæöi og um- ráö almennings sjálfs. Þetta vak- ir vist óljóst fyrir þeim sem kom- ist hafa aö þeirri niöurstööu aö kaupfélagsmenn sé „sósialistar” og kaupfélagsskapurinn „sósial- ismus”. Þetta á nú vist aö vera sagt kaupfélagsskapnum til niör- unar af þeim mönnum sem ekki vita betur en aö „sósialismus” og allar hinar nýrri mannfélagshug myndir og hagfræöistefnur sé fyrirlitlegar vitleysur sem óhætt sé aö fyrirdæma án þess aö þekkja þær. Þá grunar þvi ekki aö þessi ummæli sé fremur hrós, en last, þó þau sé ekki byggö á þekk- ingu, hvorki á kaupfélagsskap né „sóslalismus”.” Þessi orö Benedikts sýna aö hann leit ekki á stefnu kaupfé- lagsins sem sósialisma þótt hann geri honum sýnu hærra undir höföi en þeirri Ihaldsstefnu sem barðist gegn öllum breytingum á þjóðfélaginu. Viö hljótum að fall- ast á mat Benedikts á stefnu sinni. Hún var ekki sóslalismi, heldur róttæk vinstrisinnuö frjálshyggja I verzlunarefnum, nákvæm hliðstæöa „frelsisstefnu framsóknarmanna’ sem ríkti I stjórnmálalifi Suöur-Þingeyinga á þessum árum (sbr. IV.5). Meg- ininntakið I samvinnuhugmynd- um Þingeyinga var trú á gildi al- þýblegra samtaka trú á lýöræöi I verzlunarefnum og áhugi á jöfn- uöi á efnahag manna. Þeir sættu sig ekki viö þaö eitt aö verzlunin kæmist I hendur talsmanna, á sama hátt og þeim var ekki nóg að fá stjórn þjóöfélagsins inn I landiö. Þannig greindist stefna þeirra frá þjóðernisstefnu næstu áratuga á undan. Jafnaöarboö- skapur þeirra greindi þá einnig frá þeirri frjálshyggju sem varö undirstaöa kapitalisma. A hinn bóginn kusu þeir aö beita almenn- um samtökum fremur en þjóö- nýtingu til þess aö stuðla aö efna- hagsjöfnuöi og hindra auðsöfnun einstaklinga. Ab því leyti greindi þá á viö sósíalista.” Undir merkjum frjálshyggju Gunnar Karlsson lýkur svo þessum hugleiöingum sinum þannig: „Eins og áöur segir var brezk samvinnuhreyfing aö jafnaöi tengd mjög róttækum sósíalisma á fyrri hluta aldarinnar (V.4.) Eftir aö Rochdale-félagiö var helzta fyrirmynd brezkra sam- vinnufélaga á siöari hluta aldar- innar lagöist bein pólitlsk starf- semi og umræöa aö mestu niöur I þeim, en margir forystumenn fé- laganna voru ötulir frjálshyggju- menn. Dönsk samvinnufélög voru langöflugust I sveitum og þau efldust mjög þar á nlunda tug aldarinnar þegar rikisstjórn var I höndum íhaldsmanna aö miklu leyti úr hópi stórjaröareigenda en ‘venjulegir bændur voru flestir vinstrimenn I biturri stjórnar- andstööu. Samvinnuhreyfing var þar eitt af vopnum vinstrihreyf- ingarinnar þótt hún væri form- lega afskiptalaus um stjórnmál. Þingeyskir samvinnumenn skip- uöu sér þvi á svipaöar slóöir I stjórnmálum og samvinnumenn I nágrannalöndunum. Ekki er á- stæöa til aö ætla aö þvl hafi valdið bein áhrif heldur öllu fremur eöl-' isskyldleiki. Samvinnuhreyfingin var I eöli slnu uppreisn gegn rlkj- andi auöstéttum, en gagnstætt uppreisn sóslalista af skóla Karls Marx snerust samvinnumenn ekki gegn frjálshyggjunni heldur geröu uppreisn slna undir merkj- um hennar.” „Miðlunar maður að stöðu og eðli” Síöari hluti rits Gunnars Karls- sonar fjallar um Jón Sigurösson á Gautlöndum mestan bændahöfö- ingja á íslandi á sínum tíma. Lýs- ing Gunnars Karlssonar á Jóni á Gautlöndum sem hinum hyggna Jón Sigurðsson á Gautlöndum og forsjála foringja er vafalaust rétt. Jón á Gautlöndum var yfir- leitt ekki upphafsmaður róttækra skoöana, þótt hann sveigöist I þá átt á efri árum, en hann fylgdist vel meb þróuninni'og hann þótti sjálfsagður leiötogi, þar sem hann skipaði sér I sveit. Hann var samt „miðlunarmaöur aö stööu og eöli”, eins og Gunnar Karlsson kemst áreiöanlega réttilega aö orði. Um þetta vitnar vel eftirfar- andi frásögn *Gunnars Karlsson- ar: „A Þingvallafundi 1873, þar sem Jón var málsvari þeirra sem vildu gera mestar kröfur, kom einnig fram hjá honum hagsýnt málamiölunarsjónarmiö. Þar er haft eftir honum I fundargerö: „Slaki menn meir til á þessum fundi en Alþingi hefur gjört, þá heföi fundurinn veriö til mikilla ó- heilla. Þaö væri betra aö þessi fundur færi lengra en Alþingi, AI- þingi ætti hægara meö aö slá und- an.” Þegar á þing kom 1873 slak- aöi alit þingið siöan skyndilega til og opnaöi leiö til aö þiggja aö gjöf frá konungi þá stjórnarskrá sem stjórnin var fús til aö veita Is- lendingum. Ekkert liggur fyrir um hvern hlut Jón átti aö því ráöi, en hann fylgdi þvl og lýsti ánægju sinni meö sátt og samlyndi þing- manna. Má ætla aö þar hafi verib farin leiö, sem var Jóni aö skapi.” Jón hreifst með I framhaldi af þessu, segir Gunnar Karlsson svo frá: „1 stjórnarskrárbaráttunni síö- ari, sem hófst á nlunda áratug aldarinnar, var ein af framvarö- arsveitum róttækra afla I Suö- ur-Þingeyjarsýslu. Þar rótfestust fyrst I islenzkum sveitum stjórn- málasjónarmiö I ætt viö stefnu vinstrimanna I Danmörku. Aöur hefur verið drepið á að Jón á Gautlöndum var ekki upphafs- maöur þessarar stefnu meöal Suöur-Þingeyinga. Hann hreifst þar meö og kom fram sem mál- svari yngri og róttækari kynslóð- ar (IV 5.) Þannig munu hug- myndir hans um frestandi neitun- arvald og þingræöi til komnar. Rétt áöur en hann tók aö hreyfa þeim, á fyrstu árunum eftir gild- istöku stjórnarskrárinnar 1874, viröist Jón siður en svo hafa tekiö sér stööu meö róttækustu öflum þjóöfélagsins. Eftir alþingiskosn- ingarnar 1880 skrifaði hann Tryggva Gunnarssyni og var óá- nægöur yfir úrslitunum: „Það hefur verið hrundið eða hafnað nýtum þingmönnum og þingmannaefnum sem reyndir eru aö drengskap ráöfestu og fleirum kostum sem hverjum þingmanni eru ómissandi. En teknir I þeirra staö allra handa menn, proletarar og projektmag- arar. Þetta sýnir aö þjóöin I heild sinni er ekki vaxin þvl stjórnfrelsi sem hún þegar hefur fengiö, enn siður meira. Þaö veröur þvl aöal- köllun vor og ætlunarverk, hinna reyndari og gætnari þingmanna, aö hamla á móti offrekju og gauragangi þein^ sem búast má viö að fram komi frá hálfu sumra hinna nýju þingmanna.” A þessum árum má finna merki þessaöungum Þingeyingum þótti Jón kominn yfir I hóp Ihalds- samra höfðingja. Jón Halldórsson frá Birningsstööum var þá kom- inn til Amerlku en hann hefur fengiö fréttir aö heiman frá göml- um félögum. Ariö 1879 skrifaði hann Benedikt á Auönum og ræddi um hvernig menntamenn heföu tekiö upp Ihaldssemi eftir Dönum: „...svo þeir eitra út frá sér og jafnvel sýkja beztu al- múgamenn svo þeir veröa óhæfil- (egir) til aö vinna fööurl(andi) og þjóö sinniverul(egt) gagn, eins og t.a.m. Jón Gauta. Hvaö var hann? Og hvaö er hann oröinn? „Það skal fram...” Gunnar Karlsson heldur á- fram: „Þaö var yngri kynslóð Þingey- inga sem hreif Jón meö sér inn I baráttu um meginatriöi stjórn- skipunarmálsins á árinu 1884 þegar Þjóölibiö var stofnaö. Hann tók aöra sveiflu til róttækni 56 ára gamall og hélt henni aö segja má til æviloka. Pólitlskur sveigjan- leiki hans geröi hann aö aðgengi- legum fulltrúa þjóöliösmanna á landsmálavettvangi og aö öllum llkindum fremur vinsælum. For- setastörf I neöri deild komu I veg fyrir aö hann gæti oröib málsvari sjónarmiöa þeirra á þingi nema áriö 1885. Þá tók hann hins vegar talsveröan þátt I umræöum. Þingræöur hans þetta ár bera þó vitni um aö hann hafi enn varö- veitt mikið af gamla jarðbundna sveitamanninum I sér. Hann hélt afar stutta framsöguræöu fyrir stjórnarskrárfrumvarpinu og lausa viö allan hátföleika. 1 um- ræðunum lagöi hann sig fram aö sýna aö stjórnkerfi þaty sem þeir endurskoöunarmenn kröfðust væri hagkvæmt og mundi ekki baka landinu óhæfilegan kostnaö. I þessum umræöum túlkaöi Jón stefnu Jóns Sigurðssonar forseta: Þaö hefir verið haft eftir Jóni heitnum Sigurössyni aö hann hafi haft fyrir orötak „aldrei aö víkja”. Þetta er ekki réttur skiln- ingur á stefnu Jóns heitins Sig- urðssonar I stjórnmálum og þeir sem hafa lagt honum þessi orö I munn hafa annað hvort ekki skiliö hann rétt eða sagt á móti betri vitund. Stefna Jóns Sigurðssonar mundi vera réttilega einkennd meö þessum orðum: „Þaö skal fram sem fram er meöan rétt horfir.” Sennilega er þetta skynsamleg túlkun á stefnu Jóns forseta, en nafni hans heföi ekki túlkaö hana svo fyrir þingmönnum ef honum heföi ekki veriö hún aö skapi. Mun þetta þvl ekki slöur góö lýs- ing á viðhorfum Jóns sjálfs. Hon- um var fyrir mestu aö stefndi fram, hitt gat verið undir atvik- um komiö hvort reynt var aö fara leiöina I lengri eöa skemmri á- föngum eöa hvort farið var lesta- gang bóndans eöa glæsireiö höfö- ingjans.” Réttur maður á réttum stað Niðurlagsorö Gunnars Karls- sonar um Jón á Gautlöndum sem stjórnmálamann eru þessi: „Aö öllu samanlögöu verður ekki sagt aö Jón hafi veriö sér- staklega stefnufastur stjórn- málamaöur. Athugun Odds Didr- iksen á sögu þingræðiskröfunnar er vafalaust rétt I öllum megin- atriöum en hún gefur ekki rétta mynd af stjórnmálaviðhorfum Jóns á Gautlöndum I heild. Hon- um var eiginlegt aö velja hag- kvæmar lausnir á viðfangsefnum, þræða millileiðir og sætta sig við aö ná áfanga á miðri leiö. Eins og aörir þingfulltrúar fyrir daga þingræðis átti Jón viö tvo aðila aö semja annars vegar dönsku stjórnina, hins vegar kjósendur sina. Viö bæöi samningaboröin haföi hann ákveðin leiöarljós I huga, en var jafnan tilbúinn aö slaka til meöan honum þótti horfa rétt. Víösýni hans og fordóma- leysi sem olli þvl aö hann skildi svo Vlöa eftir sig spor I menn- ingarmálum og félagsstarfi (VII 2-3) geröu hann aö hagsýnum fremur en stefnuföstum stjórn- málamanni. A hinn bóginn veröur Jón ekki kallaöur tækifærissinni I þeim skilningi aö hann hafi gengiö I berhögg viö meginhugmyndir slnar til þess aö ná völdum eða metoröum. Hann var of áhuga- samur um aö koma fram áhuga- málum slnum til aö kúvenda nokkru sinni gegn þeim, of skap- rikur til aö láta nokkurn svln- beygja sig. I stjórnskipunarbar- áttunni hefur hann sennilega látiö kjósendur sína sveigja sig til rót- tækari afstööu en honum var eig- inleg. Ekkert bendir til þess aö þeir hafi nokkru sinni fengið hann til aö krefjast neins sem hann var andvlgur. En vafalaust hefur hann vitaö undir niöri aö þaö geröi ekki ýkja mikið til eöa frá hve hátt boginn var spenntur, niö- urstaðan yröi málamiölun hvort sem væri. A hinn bóginn hefur hann sennilega leitazt viö aö fara eins langt I aö krefjast eyöslu á almannafé og frjálslyndis I fé- lagsmálum og hann vissi framast von til aö kjósendur fyrirgæfu honum. Þannig var hann góöur tengiliöur milli Ihaldssams bændasamfélags og útlendrar frjálshyggju. Gizka má á aö Ein- ar I Nesi hafi seinkaö þing- mennsku sinni um fáein ár meö ögrandi afstööu sinni til trúmála. Jón á Gautlöndum sagöi einmitt um hann aö hann nyti ekki þess á- lits sem hann veröskuldaöi vegna sérvizku og öfga. (III.6) Það var fjarri Jóni aö fara þannig aö. Hann hefur vafalaust stundum gengiö gegn vilja meirihluta kjós- enda sinna en hann sleit aldrei tengslin viö þá. Þannig var hann réttur maöur á réttum stað þegar þoka þurfti Islenzka bændasam- félaginu út úr hugmyndaheimi einvaldsþjóöfélagsins og gera bændastéttina aö undirstööu frjálslyndrar stjórnmálahreyf- ingar.” Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.