Tíminn - 15.01.1978, Page 19

Tíminn - 15.01.1978, Page 19
Sunnudagur 15. janúar 1978 19 HMsni ótrúlegt, þegar þess er gætt hve ungur ég var þá^ man ég éftir tveim manneskjum sem fórust I þessu slysi. Eins og gefur aö skilja höföu þær báöar veriö i eystri-Skógum þar sem ég átti þá heima hjá foreldrifm minum. Maöurinn hét Sigurjón Jónsson og var skósmiöur. Ég man eftir hon- um vegna þess aö hann var i Eystri-Skógum aö smiöa litla gula skó sem ég vissi aö ég átti aö fá, og ég stóö yfir honum, þegar hann var aö vinna verk sitt. Konan hét Rannveig Gislad. og var systir Valgerðar Gisladóttur prestfrúar á Mosfelli. Hún var hjá afa minum og ömmu i Eystri- Skógum og „snemma beygist krókurinn til þess sem veröa á.” Eg hef liklega snemma veriö hrif- næmur þegar kvenleg fegurö er annars vegar og ég man þaö enn hve hrifinn ég var af fallega hár- inu hennar Rannveigar. Annað tilefni bættist viö þetta: Rannveig gaf mér litinn upphleyptan pjáturdisk og þetta tvennt, diskurinn og útlit Rannveigar greypti sig svo fast i vitund mina að ég man hvort tveggja vel enn þann dag i dag. Erlendum skipbrotsmönn- um bjargað Báöar þessar manneskjur Sigurjón Jónsson og Rannveig Gisladóttir fórust i þessu hörmu- lega slysi viö Vestmannaeyjar voriö 1901. Og þau hafa þvi miður oröiö þar mörg fleiri. Fyrir kom þaö lflca aö skip strönduöu viö sandinn,þar á meöal togarar. — Þú manst auövitaö eftir sllk- um atburöum? — Já hvort ég man. Einu sinni strandaði þýzkur togari á Skóga- fjöru. Mennirnir fundust inn undir jökli, flestir meira og minna skemmdir af volkinu og einn fannst viö stein niöri á sandi en allir voru þeir lifandi þótt sumir væru orönir illa til reika. Þeir voru fluttir heim til foreldra minna og þar lá hann lengi sá sem fannst á sandinum þvi aö hann haföi kaliö heilmikiö. í raun og veru var þaö fyrir hreina tilviljun aðmennirnir fundust. Þetta var um vetur i hríö og dimmviöri og hiö strandaöa skip sást ekki heima frá bæjum. Þá vildi svo til aö einhver hlutur fannst niöri á Skógafjöru og þeg- arar skógabændur fóru aö athuga hlutinn daginn eftir uröu þeir varir viö strandiö. Þá var fariö aö leita aö og brátt fannst slóö skipbrotsmannanna. Hún var siðan rakin upp yfir sandinn vest- an viö Jökulsá alla leiö upp undir jökul, þar sem mennirnir fundust. Þetta varö þeim til lifs þvi aö annars hefðu þeir áreiöanlega boriö beinin þarna þeir voru komnir framhjá öllum bæjum. — Bárust ekki oft veruleg verö- mæti á land meö strönduöum skipum eins og vföa er i frásögur fært? — Jú vissulega fylgdu strönd- uöum skipum mikil verömæti en löggæzla var ströng og ég hygg að mjög hafi þaö veriö fágætt aö menn kæmust yfir eigulega hluti,, án þess aö kaupa þá á uppboöi þótt einstaka maöur hafi kannski stöku sinnum reynt ab ná sér i spýtukubb fyrir litiö. Afi minn var um langt skeið hreppstjóri og einhvern tima haföi hann ætlaö aö fara aö bjóöa upp af strandi. Sprek úr hinu strandaöa skipi höföu dreifzt viöa um fjöruna og verið tind saman og bundin i hæfileg „boð”. Þar á meðal fundust „boö” bundin saman I reipi skammt fyrir ofan fjörukambinn en þau voru tekin og látin meö þvi sem átti aö fara aö bjóöa upp. En þegar átti aö fara aö bjóða i þetta gaf sig fram maður sem sagði: „Ég á reipin!” — Manst þú ekki eftir „strand”- uppboöi eöa hefur kannski verið þar sjálfur? — Jú, jú ég man vel eftir slikum uppboöum og ég hef keypt þar timbur. Vildi alltaf verða bóndi — Varst þú strax ákveöinn f þvi að verða bóndi undir Eyjafjöll- um eða annars staöar? — Frá þvi að ég man fyrst. eftir mér beindist hugur min eingöngu aö búskap. Strax og ég fór eitt- hvaö aö hugsa fram á veginn, snerist hugur minn um þaö aö veröa bóndi, — og þaö meira aö segja stórbóndi þótt sá draumur hafi nú reyndar ekki rætzt! Ég sé alltaf eftir þvi.aö ég skyldi ekki fara á búnaöarskóla heldur en aö stunda sjó á vertiöum eöa vera á togara eins og ég gerði. Hitt er annaö mál aö nú vildi ég ekki hafa farið á mis viö þá reynslu sem ég öölaöist á sjónum. En þótt ég stundaöi sjóinn.var hugur minn viö búskap og ég bjó mig undir hann þótt ég geröi þaö ekki meö þvi aö nema i búnaðar- skóla. Þegar ég byrjaöi bú- skapinn, átti ég sextiu kapla af reipum sem ég haföi útbúiö mér þegar landlegur voru i Vest- mannaeyjum. Og ég haföi lika komiö mér upp dálitlum bústofni. Þegar ég byrjaöi búskapinn átti ég sextiu ár, sem ég hafði átt á fóörum viös vegar um sveitina og þótt þaö væri ekki mikill fjár- hagslegur „uppsláttur” i svipinn þá undirbjó þó jarðveginn fyrir væntanlegan búskap minn. — Komst þú ekki lika fljótt upp nokkru kúabúi? — Þegar ég hóf búskap i Selkoti eftir eins árs búskap i Mýrdaln- um átti ég fjórar kýr. Þá voru engjarnar þar bæöi snöggar og blautar og sumt af engjunum var að spretta upp úr aur en við veitt um á engjarnar jökulvatni, sem geröi jaröfyllingu og nú er aurinn oröinn sibreiöu tún og blautu engjarnar hafa veriö þurrkaöar meö skurögrefti, svo þar er lika komiö tún sem áöur var engi. — Og nú eru kýrnar i Selkoti liklega drjúgum fleiri en fjórar? — Já að visu. Undan farin ár höfum viö veriö meö i kringum tuttugu kýr og þessa stundina eru þær vist tuttugu og ein mjólkandi. Sauöféö er um tvö hundruö kind- ur. Sonur minn sem búskapurinn hvilir aöallega á núoröiö á all- margt hrossa, sem hann hefur einkum sér til gamans en annars á stóð ekki heima undir Eyjaf jöll- um, landrýmiö er ekki nóg til þess. ,/Ég trúi því ekki..." — Þú nefndir sauöfé. Eigið þið ekki upprekstur I það hið fræga landsvæði Þórsmörk? — Nei, ekki lengur. Aö visu átt- um viö aldrei upprekstur I sjálfa Þórsmörk heldur Goöaland. Þaö land heyrir undir Breiðabólstað i Fljótshliö, og Austur-Eyfellingar voru lengi búnir aö hafa þetta land til upprekstrar En Þegar Skógræktin girti Þórsmörk breyttist þetta, enda haföi þessi upprekstur aðllega veriö notaöur af nokkrum bæjum aðallega verið notaður af nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum en ekki almennt. Upprekstrarlandið i Goðalandi bar ekki nema um það bil þrjú hundruð fjár svo hér var i raun- inni ekki mjög mikið misst. — Rákuð þið i Selkoti ekki fé ykkar inn á Goðaland? — Nei^aldrei. Þaö voru aöallega bæirnir undir Steinafjaili, og einnig úr Leirnahverfinu, sem er þarna niðri á sléttlendinu. — Hvar gengur þá fé ykkar á sumrin — 1 heiöinni fyrir ofan og svo I heimahögum. En þetta er ósköp takmarkaö og landþröngt. Þó efast ég um, aö nokkurs staöar á landinu sé framfleytt fleira fé á jafnlitlu landsvæöi og undir Eyja- fjöllum. Ég man þaö vel.aö þegar ég var aö alast upp var þeim viö brugöiö horlömbunum undan Eyjafjöllum, þegar veriö var aö reka sláturfé til vikur. En þegar Skógaskóli var byggöur áriö 1947 þá fluttist þangaö Arni Jónasson núverandi erindreki. Þaö var mikið happ að sá maður skyldi flytjast I sveitina til okkar þvi aö þaö var fyrst fyrir áhrif frá hon- um, sem Eyfellingar fóru aö leggja verulega stund á sauöfjár- rækt. Og nú þykir mönnum ekki gott ef meöal-fallþungi dilka er ekki fiórtán til fimmtán kiló, þótt algengt sé að fimmtiu til áttatiu af hundraði ánna sé tvilembt. Þaö er ekki neitt launungarmál að siðustu þrjátiu árin eða svo hefur þaö veriö stööiigt brýnt fyrir bændum aö stækka búin og fóöra til afuröa. Og þessu kalli höfum viö bændur hlýtt. Þegar erfiöleikar veröa meö sölu af- urðanna hlýtur auövitaö aö slá i baksegl i svipinn,en ég trúi þvi ekki aö islenzkir bændur taki upp þann hátt aö fóöra gripi sina aö- eins til lifs. Og ég trúi þvi ekki heldur aö fólk muni til langframa leggja þaö niöur aö boröa feitt kjöt og drekka nýmjólk. Þú sérö mig. Ég hef alla mina ævi étiö feitt ket og drukkið manna mest af mjólk og ég veit ekki betur en aö ég sé sæmilega sprækur enn til flestra verka. Og þó er ég oröinn sjötiu og átta ára — og meira aö segja bráöum sjötiu og niu. Auövitaö á landbúnaöurinn viö vandamál aö stlða, enginn mót- mælir þvi. En ég hef látið skoöan- ir minar á þeim málum I ljós opinberlega, og ætla ekki aö endurtaka þær hér i þessu sam- tali. Ræktunin á Skógasandi er ævintýri — Hvað eru margir bæir i Aust- ur-Eyjafjallahreppi núna? — Þar eru núna þrjátiu og tvö lögbýli. Siðan um aldamót hafa liklega falliö úr ábúö upp undir tuttugu býli, en sannleikurinn er sá, aö byggöin mátti grisjast. Margar jaröanna voru svo litlar, aö þaö var alls ekki lifandi á þeim. — Hefur fóikinu ekki lika fækk- að, eins og lögbýlunum? — Jú, þaö er oröiö svo miklu færra fólk á hverjum bæ en áöur. Viöa eru ekki nema hjón, og svo kannski einn eöa tveir menn aö auki, — nema þar sem veriö er aö fjölga mannkyninu. Annars sýn- ist mér að unga fólkið núna sé að takmarka þá hluti mjög, þaö hef- ur meira vald á þessu en viö, hin eldri. — Já, vel á minnzt: Hvað eignuðust þið hjónin mörg börn, á meðan þið tókuð þátt i þvi að fjölga mannkyninu? — Viö eignuöumst sex börn, sem liföu, og eitt, sem fæddist andvana. Dæturnar eru allar gift- ar, og búa fjórar þeirra i Reykja- vik og Kópavogi, og ein i Vest- mannaeyjum. Og svo er sonurinn, sem ég minntist á áöan. Hann er heima I Selkoti, og á honum bygg- ist búskapurinn, eins og ég sagöi fyrr I þessu spjalli okkar. — Þú sagðir áðan, að áður fyrr hefðu jarðir undir Eyjafjölium verið svo iitlar, að þær hefðu naumast getað framfieytt fjöl- skyldu. En hvernig hafa þá jarðirnar breytzt? Eru þar núna annars vegar stórjarðir og smá- býli, eða hefur byggðin jafnazt? — Þaö hefur mikiö jafnazt út. En lengi vel var þaö svo, aö ef kot losnaöi úr ábúö, þá fór þaö undir aöra jörö, stærri. Þetta geröist langoftast þannig, aö sá sem haföi efni á þvi aö kaupa smábýli, keypti þaö og lagöi undir jörö siria, en hreppsnefnd skipti sér ekki af þeim málum. Meö tilkomu ræktunarsam- bandsins, sem Eyfellingar stofn- uðu áriö 1947 meö Mýrdælingum, voru mýrarnar grafnar og lönd þurrkuö, svo aö nú er þar Gósen- land, sem áöur voru fúamýrar. Og svo er það nýræktunin á Skógasandi. Þar hefur gerzt sannkallað ævintýri Mig langar aö segja þér, hver voru fyrstu til- drög þess, að hafizt var handa um þá framkvæmd. Þegar Eyfellingar gátu ekki lengur rekiö fé sitt inn á Goöaland á sumrin, var fyrst sendur maöur á fund skógræktarstjóra til þess aö reyna aö fá þessu breytt, og aö þeir fengju aö halda þessum upp- rekstri áfram, en þeirri beiöni var synjaö. En þótt, eins og ég Framhald á bls. 23 Selkot undir Eyjafjöllum. Gissur bóndi Gissurarson er aö reka kýr I haga meðhjáip ungs afkomanda síns. Fátt er ánægjulegra en að vinna sveitastörf og njóta til þess aðstoðar fólks á þessum aldri, og þá er ekki heldur amalegt að eiga góðan langafa, sem fræðir og leiöbeinir og út- skýrir það sem fyrir augu og eyru ber. Timamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.