Tíminn - 15.01.1978, Side 21

Tíminn - 15.01.1978, Side 21
Sunnudagur 15. janúar 1978 21 1919-1929. Dansinn dunar Þýöandi Kristmann Eiðs- son. 17.00 Kristsmenn (L) Breskur fræðslumyndaflokkur. 4. þáttur. Trú og ótti Fyrr á öldum var meðalaldur fólks aðeins um þrjátfu ár. Því var ekki að undra, þótt dauðinn væri ofarlega í hug- um manna og ýmissa ráða neytt til að komast hjá vftis- kvölum. Hinir ríku söfnuðu beinum dýrlinga og fátækl- ingar gerðust pllagrímar. En miðaldir voru ekki að- eins tími hjátriiar. Kristin trú átti ekki síður ftök. Það sýna glæsilegar kirkjur, sem reistar voru víða í Evrópu og standa margar enn. Þýðandi Guðbjartur Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar (L að hl) Umsjónarmaður Asdís Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhann Kristin Jóns- dóttir Stjórn upptöku And- rés Indriðason. 19.00 Skákfræðsla (L) Leið- beinandi Friörik ólafsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Þriðjudagur fyrir þjóð- hátiö Mynd þessi er gerð i Lundúnum fyrir siöustu þjóðhátið og lýsir störfum þriggja Islendinga i einn dag. Þau eru Dóra Sigurðardóttir, hlaðfreyja hjá Flugleiöum á Heath- row-flugvelli, Siguröur Bjarnason sendiherra og Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður. I lok myndarinnar er brugðið upp svipmyndum af þjóð- hátíðarmóttöku hjá islenska sendiherranum. Umsjónar- maður Jón Björgvinsson. 21.00 Röskir sveinar (L) Nýr, sænskur sjónvarpsmynda- flokkur I átta þáttum, byggöur á skáldsögu eftir Vilhelm Moberg. Leikstjóri Per Sjöstrand. Aðalhlutverk Sven Wollter og Gurie Nord- wall. 1. þáttur. Sagan gerist I sænsku Smálöndunum á siðasta fjórðungi aldarinnar sem leiö. Sú óhæfa hendir vinnumann nokkurn, Gústaf að nafni, að leggja hendur á húsbónda sinn. Hann flýr úr sveitinni og gengur I herinn. Þýðandi Óskar Ingimarsson (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.00 Spegilmyndir (L) Nýlok- ið er sýningu danska sjón- varpsmyndaflokksins „Fiskimannanna” sem byggöur var á samnefndri skáldsögu Hans Kirks. 1 þessum þætti er fjallaö um tengsl sögunnar við raun- veruleikann. Meðal annars er rætt við fólk, sem varð höfundinum fyrirmyndir að sögupersónum. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.45 Að kvöldi dags (L) Séra Skirnir Garðarsson, prestur I Búðardal, flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok. Mánudagur 16. janúar 1978 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 tþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 21.00 Nýi sölumaðurinn (L) Bresk sjónvarpsmynd. Handrit David Nobbs. Leikstjóri Richard Martin. Aðalhlutverk Allan Dobie og Albert Welling. Ungur maður á aö taka viö starfi gamalreynds sölumanns, og þeir fara saman I kynnis- ferð til að undirbúa hann sem best. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 21.50 tslensk kvikmyndagerö (L) Umræöuþáttur I beinni útsendingu um stöðu kvik-. myndagerðar á tslandi. Stjórnandi Eiður Guðnason. 22.50 Dagskrárlok. SÚSANNA LENOX 9 skyldmenna. Það virtist, þegar allt kom til alls, mjög sjaldgæft, að kvenfólk sæi sér farborða án einhvers styrks eða stuðnings frá öðrum. Hún fann nú, að hennar eina bjargarvon var sú, að henni tækist að komast í eitthvert starf, þar sem henni veittist aðstaða til þess að lifa heilbrigðu lífi, andlega, likamlega og siðferðilega. Hún varð að komast í eitt- hvert starf, þar sem hún gæti á sem heiðarlegastan hátt látið sér verða fé úr því, hve glæsileg stúlka hún var. Leiklistin virtist kjörnust til þess — en þó gat hún ekki komið til greina eins og sakir stóðu. Hún ætlaði að spreyta sig á henni seinna. Fyrst um sinn myndi Spenser óðar hafa spurnir af henni, ef hún legði út á þá braut. Hún varð að flýja í einhvern annan borgarhluta og leita sér þar atvinnu við eitthvað, sem ekki var of nátengt starfssviði og hugðarefnum hans. Það hafði oft verið haft orð á því við hana, að vaxtar- lag hennar myndi ekki hvað sízt njóta sín vel á leiksviði. Og tilbúin föt fóru henni undarlega vel. Hún hlaut því að henta vel til þess að vera sýningarstúlka. Á einni blaða- úrklippunni, sem hún geymdi var verið að auglýsa eftir sýningarstúlkum. KlUkkustund eftir að hún fór að heim- an var hún komin í verzlunarhús Jeffries & Jones við Breiðstræti. Það var ekki enn búið að ráða stúlku til eins starfsins, enda þótt f jöldi fólks sæti jafnan um hvert starf, sem losnaði og biði í stórhópum við búðardyrnar, þegar opnað var, ef um eitthvað slíkt var að ræða. — Komið þér upp á skrifstof una mína, sagði Jeffries, sem af tilviljun var nærstaddur, er Súsanna gaf sig fram. — Við verðum að sjá, hvernig þér eruð vaxin. Okkur vantar sérstaklega góða stúlku — stúlku, sem er alveg frábær og getur hrifið hvers manns hug. Hann var lágvaxinn og þrekinn, stórfættur, sviplaus og hér um bil sköllóttur. Nasaholurnar, stór, útstæð eyrun og eyrnasneplarnir — allt var alsett grófgerðum og stinnum hárum. Augnabrúnirnar voru úfnar. Úr litlum, slægðarlegum brúnum augum hans skein undarleg Ijúf- mennska og nærgætni. Af fölum hörundslitnum mátti ráða, að hann væri nýrnaveikur. Það var eins og þykkar varirnar smjöttuðu á hverri setninu, sem hann sagði — og bragðið væri gott. Hann fór með Súsönnu inn á einka- skrifstofu sína, lokaði hurðinni á eftir sér og tók mál- band upp úr skrif borðsskúff u sinni. — Jæja, góðin, sagði hann, — nú ætla ég að mæla yður — yður er það væntan- lega ekki á móti skapi? Mér lízt vel á yður. Síðan mældi hann hana, sneri sér síðan henni og mælti: — Þér skuluð fá stöðuna. — Hvað borgið þér hátt kaup? — Tíu dali til að byrja með. Ágætt kaup. Ég byrjaði með tvodali og f immtiu sent— Ég gleymdi þvi — þér er- uð auðvitað óvön þessu starfi? — Já — algerlega svaraði hún hreinskilnislega. — Nú — já — jæja. Níu dali þá. Súsanna dró við sig svarið. — Jæja — tiu dali þá. Súsanna gekk að þessu. Þetta var hærra kaup heldur en hún hafði gert sér vonir um að fá, en þó var þetta minna heldur en hún gat látið sér detta í hug að þyrfti til þess að lifa sómasamlegu lifi í New York. Hún varð að taka upp svipaða lif naðarhætti og þegar hún bjó í leigu- hjöllunum í Cincinnati. Samt var það satt, sem Jeffries hafði sagt — þetta var ágætt kaup, sem hún fékk. Hvaða kona sem var, gat verið f ullsæmd af því, hveð þá heldur byrjandi. Með örfáum undantekningum var kaup kvenna lægra en sómasamlegt gat talizt, því að flestar konur leituðu sér vinnu til þess aðeins að létta undir með f jölskyldunni, auk þess sem þær gátu allar drýgt tekjur sínar á laun og gerðu það líka margar. Hvaða vinna var það, þar sem ungum stúlkum stóðu til boða tiu dalir á viku i byrjunarlaun? Jafnvel þótt stúlka kynni einhver sérstök störf, vélritun eða fjölritun, varð hún að vera þaulvö.n og sérlega dugleg, ef hún átti að fá svona hátt kaup. Nú átti hún það að þakka vaxtarlagi sínu, sem af tilviljun hafði fallið Jef f ries gamla i geð, að hún var bet- ur sett heldur en þorri kvenna og margir karlmanna sem urðu að vinna fyrir sér í þjónustu annarra. Hún skipaði sæti meðál háaðalsins innan verkalýðsstéttarinnar og ef hún hefði verið dóttir einhvers verkamanns, myndi hún hafa verið öfunduð af öllum stallstysrum sínum. — í fyrramálið klukkan sjö sagði Jeff ries. — Eruð þér gift? — Já. — Og maðurinn yðar dáinn? — Já. — Ég sá strax, að þér höfðuð orðið f yrir einhverri sorg. Og ótryggður sennilega? Jæja — þér verðið f Ijót að f inna annan — og hann ríkan? Og hann klappaði á öxlina á henni. Henni tókst að brosa í þakklætisskyni, þvi að hún fann, að bak við þennan kumpánskap, sem ungar og fallegar stúlkur, er reyna að spjara sig sjálfar, eiga svo mjög að venjast, bjóóvanaleg hluttekning. Auk þess vissi hún af gamalli reynslu, að framkoma hans gagnvart henni, stúlku af lágum stigum, var bæði kurteisleg og nærgætin jafnvel riddaraleg. Á leiðinni að lyftunni gekk hún eftir breiðum göngum, þar sem kápur, treyjur, kjólar og kjólaefni lá á löngum borðum í stórum haugum. Af þeim lagði einkennilega lykt — daufa, áleitna lykt, sem minnti hana á stóra og loftlausa sali, þar sem konur unnu tilbreytingarlaus störf frá morgni til kvölds — og urðu að fórna hálfum deginum til þess að fá að borða lélegan mat og sofa i óhollum hreysum. Lyktin — og þó öllu heldur þær sýnir, sem liðu henni fyrir hugarsjónir — gerði henni gramt i geði. Snöggvast var eins og hún hefði misst vald á sjálf ri sér, gæti ekki lengur gert það, sem þó var óhjákvæmlegt. Hún staðnæmdist of urlitla stund til að jaf na sig og studdi sig við háan hlaða af vetrarkápum. Allt í einu koma á vettvang stúlka, sem við fyrstu sýn virtist mjög ung. Hárið á henni glitraði eins og fægt látún og hörundið var glært og fölt, svo að helzt minnti á arfgengan sjúkdóm. Andlitsdrættirnir voru f ingerðir og reglulegir, og augun, sem strax vitnuðu um léttúð, voru i senn góðmannleg og sérgæzkuleg. Hún var í þröngum, gljáandi kjól, og líkami hennar var þrýstinn þrif legur og dásamlega fagurskap- aður. — Eruð þér veik? spurði hún af falslausri vinsemd. — Nei — mig bara sundlaði snöggvast. — Dagurinn hefur kannski verið yður erfiður. — Hann hefði getað verið léttari, sagði Súsanna og reyndi að brosa. — Það er enginn gamanleikur að leita sér atvinnu. En þér hafið haft heppnina meðyður? — Já. Hann réði mig. — Þessu spáði ég, þegar ég sá yður fara inn með hon- um. Stúlkan hló kumpánlega. Hann hefur valið yður handa Gideon. — Hver er það? Stúlkan hló aftur og deplaði augunum íbyggin. — O-o Gideon er stærsti viðskiptavinur onnar. Hann kaupir m „Ég segi öllum aö þú búir til bezta mat I heimi..,. og hvaö er svo þetta?” DENNI '"DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.