Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 20. janúar 1978 URVALS ÞORRAMATUR meö og án IIh!I sviða Ílíi og hádegis lijjjj W á morgun! ijlljj Op'»dt?Lk^ 10 \ KVÖLD Grensáskjör Grensásvegi 46 * 3-67-40 •••••• •••••• ••••••••• ••••••♦♦r ••••••♦•< •••••••• Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 HINT-veggsamstæður Húsgögn og innréttingar Jörðin Gaularás i Austur Landeyjum er til sölu og ábúðar. Ræktunarskilyrði góð. Rekafjara fylgir jörðinni. Upplýsingar hjá Jóhanni Jónassyni, Brú, Vestur-Eyjafjöllum og i sima 2-34-92. Þriðjungur vangef- inna á Islandi þróar með sér geðsjúkan persónuleika Sem lokaverkefni til B.A. prófs i sálarfræði völdu fjórir háskólastUdentar sér að kanna geðheilsu vangefinna og var markmiðið með rannsókninni öðru fremur að benda á þann mikla fjölda vangefinna sem þróar með sér geðsjúkan per- sónuleika. Félagsvisindadeild Háskóla Islands hefur gefið verkefni þetta út i 167 blaðsiðna fjölrituðum bæklingi sem fæst á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Þroskahjálpar, Hátúni 4a, Skrifstofu Styrktarfélags van- gefinna. Laugavegi 11 og Bók- sölu stúdenta v/Hringbraut. Rannsóknin var únnin á tima bilinu mai 1976 til júli 1977 og náöi til 603einstaklinga á öllum stofnunum fyrir vangefna hér á landi. Könnunin er sniöin eftir danskri rannsókn sem gerð var af Demetri Haracopos og And- ers Kelstrup. Þörf á sérfræðilegri meðferð 1 fréttatilkynningu fjórmenn- inganna segir:„Verkefnið hefst á þvi að gerð er grein fyrir fyrirmyndinni aö rannsókninni þ.e. dönsku könnuninni. Þá er fjallað um geöveiki frá fræöi- legu sjónarmiöi. Loks er gerð grein fyrir íslenzku rannsókn- inni, aðferð og niðurstöðum, og gerður samanburður við dönsku rannsóknina. I ljós kemur að um 29% einstaklinganna i is- lenzku rannsókninni þarfnast sérstakrar meðferðar vegna geðrænnar truflunar, og er sú tala nokkuð hærri en i dönsku rannsókninni. Muninn má hugsanlega rekja til afleiðinga mismunandi menningar og upp- eldisaðferða, erfða, barnasjúk- dóma, tiðni heilaskaddana eða þeirra stofnana sem einstakl- ingarnir dveljast á.” Um leiðir til úrbóta segir i fr tatilkynn- ingu: „Þessir einstaklingar þarfhast sérfræðilegrar með- ferðar og kennslu. Þvi ber að stefna að stórvægilegum endur- bótum.sem hafa I för með sér viðhlítandimeðferð geðsjúkra.” Rannsóknin er I alla staði merkileg og aðgengileg og fyrir alla þá sem afskipti hafa af þessum málum tel ég að hún sé ómissandi lesning. Og fyrir hina, sem láta sig mannréttindi einhverju máli skipta, er það sorgleg staðreynd að tæpur þriðjungur vangefinna á Islandi er, auk þess að vera verr útbú- inn til jarðvistar en við flest, geðsjúkt fólk, eða er að þróa með sér geðveiki. Og sálfræði- leg meðferð þessu fólki til handa er i lágmarki. Mér er spurn: Hversu miklu lengur á þessu fólki að refsa fyrir að fæðast vangefið? Hve miklu lengur ætla yfirvöld að horfa yfir þenn- an þjóðfélagshóp og beita hann misrétti? Dapurleg framtið Timinn snéri sér til Ingunnar St. Svavarsdóttur, en hún stóð að rannsókninni ásamt Aðal- steini Sigfússyni, Margréti Arn- ljótsdóttur og Rósu Steinsdótt- ur. Viö spurðum hana fyrst að þvi hvers vegna þau hefðu valið sér þetta verkefni. Ingunn: Við höfðum áhuga á að fá að vita hvernig geðrænn „status” vangefinna er hér á íandi. Við vildum vita meira en hvernig liðan þeirra er. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það er uggvænlegt hversu lit- ið málum vangefinna er sinnt. Sp: Núkemurútúrrannsókn- inni, að þriðjungur vangefinna á Islandi er geöveikt fólk,eöa fólk sem er aö þróa með sér geö- veiki. Ingunn: Já, þetta er áöur ó- þekkt staðreynd óg vandamáliö er geigvænlegt hjá þessum hópi. Og framtið þessa fólks er dapurleg. Þetta fólk stendur höllum fæti frá upphafi og það er enn átakanlegra fyrir van- gefinn einstakling að veröa geð- veikur en þann, sem áður hefur verið heilbrigður. Það er hægt aðgera ráðfyrir meiri árangri i sálfræðilegri meðferð með ein- stakling sem hefur eðlilega greind heldur en einstakling sem skortir greindina. Þetta verkefni á að benda á það, að vangefnir þarfnast sérmeðferð- ar með tilliti til sálrænna trufl- ana ekki siður en kennslu. Sp: Nú held ég að fólki al- mennt sé ekki ljóst að vangefin börn geti haft ýmsa aöra and- lega kvilla en vangefni, allt flokkastundir þannhatt,sem við getum nefnt vangefni. Ingunn: Já. En geðveiki kemur alveg eins fram hjá van- gefnum og öðrum. Það eru til margar skilgreiningar á hvað geðveiki er og má hér nefna eina: Geöveiki er alvarlegur geðrænn sjúkdómur af likam- legum og/eða tilfinningalegum toga spunninn. Einkenni eru skortur á raunveruleikaskynj- un, persónuleikatruflnair og mikil frávik frá venjulegum hugsanagangi, tilfinningalegum og atferli. DIPAB-matskerfið, sem við byggðum okkar rann- sókn á, greinist i 18 mismunandi spurningar, sem miða að þvi að kanna hvort hegðun barnsins er á einhvern hátt geðveikisleg t.d. hvort það hafi staðlaðar hreyf- ingar, það sér maður ekki van- gefið barn gera, nema það sé geðveikt. Sp: Nú hlýtur þroski barnsins að hafa hér mikil áhrif. Getur þroskahömlunin ekki auðveld- lega leitt til geðveiki? Ingunn: Oft er það svo, að þetta helzt i hendur, en ekki er hægt að segja að vangefni or- saki geðveiki. Það eru ekkert meiri likur til þess aö vangefiö barn verði geðveikt heldur en barn með fulla greind. Hins vegar hefur það sýnt sig að barn sem verður geðveikt á unga aldri hefur mun minni mögu- leika til að þroska vitsmuná- hæfileika sína heldur en ef það væriheilbrigt. Geðveikín kemur i veg fyrir að þau þroski vits- munahæfileika sina til fulls. Flestir fræðimanna virðast sammála um að minnihluti van- gefinna barna sé geðveikur og að meirihluti geðveikra barna sé vangefinn. Það er þvi frekar að geðveiki orsaki vangefni heldur en öfugt. Sp: Hvernig tókuö þið úrtak- ið? Ingunn: Þetta er tilviljunar- kennt úrtak og tekiö þannig að fjórði hver einstaklingur á stofnun fyrir vangefna hér á landi var dreginn út. Sp: Hvaö eru margir van- gefnir á Islandi? Ingunn: A öllum stofnunum hér á landi dveljast um 603 ein- stakiingar. Viö tókum út fjórða hvern einstakling þannig að i rannsóknina komu 121 manns á aldrinum 4ra-40 ára. Sp: Hvernig var unniö að könnuninni? Ingunn: Þegar DIPAB-mats- kerfiðhafði verið þýtt úr dönsku og staöfært var þvi komið til stofnana þar sem hverjum og einum einstaklingi i úrtakinu var ætlað eitt matskerfi. Þaö var siðan fyllt út af þeim starfs- manni sem þekkti viðkomandi einstakling bezt og umgekkst hann daglega. Athuganatima- bilið var þrjár vikur að meðal- tali. Að þeim tfma liðnum héld- um við rannsóknarmennirnir fund, með hverjum og einum starfemanni, þar sem allar spurningar matskerfisins voru athugaðar i sameiningu og vafaatriði rædd. A þessum fundum var líka afl- að upplýsinga úr sjúkraskrám einstaklinganna svo sem um sjúkdómsgreiningu, fæöingar- dag og ár, stétt foreldra og greindarvisitölu. Þegar öllum matskerfum hafði verið safnað saman, hófst úrvinnsla gagn- anna I tölvureiknistofu Háskól- ans. Sp: Koma fram i rannsókn- inni hver jar séu orsakir þessar- ar háu prósentutölu geðveiki meðal vangefinna á Islandi, samanborið við, að i Danmörku kom út úr sambærilegri rann- sókn að 25% vangefinna þar i landi eru geðveikir eða þróa meö sér geðveiki? Ingunn: Við leitum okki að or- sökum geöveikinnar i þessari rannsókn. DIPAB-matskerfið segir einungis til um hvort við- komandi einstaklingur hefur geðveikislega hegðun eða ekki. Hins vegar segjum við frá þeim kenningum, sem uppi eru um orsakir geöveiki, i fræðilega kaflanum i verkefninu. En við fengum upplýsingar um orsakir vangefninnar hjá rannsóknar- viðföngunum. 38 eða langflestir i þessum hópi fá orsaka sjúk- dómsgreininguna: vangefni, en ekki vitað hvers vegna, heila- sköddun er greind hjá 26 og 25 fá orsakasjúkdómsgreining- una: Downs syndrome eöa mongólisma. Eitt má benda á i sambandi við greindarmat eða sjúkdómsgreiningu. Hjá hópn- um voru aðeins til upplýsingar um áætlað greindarmat hjá 82, hinir 39 höfðu ekki verið greind- armældir en voru samt á stofn- un fyrir vangefna. Sp: Kemur þaö fram i rann- sókninni að fleiri séu vangefnir úr einni stétt frekar en annarri? Ingunn: Það kemur I ljós hjá okkur, að úr stétt 5, sem eru verkamenn sjómenn og hús- mæður eru 114 foreldri vangef- inna barna. Or stétt 1, sem eru embættismenn, langskóla- menntaðir menn og sérfræðing- ar með háskólapróf eru aðeins 9 foreldri. Þetta er það sem kem- ur fram hjá okkur en þaö þarf viðtækari könnun til að hægt sé að draga einhverja ályktun hvað þetta varðar. Sp: Ég veit til þess að i Svi- þjóð var i gamla daga litið á fæðingu vangefins barns sem refsingu guðs og það eimir vist ennþá eftir af þessari hjátrú þar. Komuð þið auga á eitthvað sambærilegt? Ingunn: Við komum ekki auga á að svo sé. Hins vegar virðist það svo.sem þjóðfélagið hafi skömm á þessum einstakl- ingum, þar eð stofnanir fyrir vangefna eru yfirleitt hafðar utan við almennt skipulag úr al- faraleið. Sp: Hve margir þurfa á sér- meðferð að halda með tilliti til geðrænna vandamála og hafa stofnanir hér á að skipa nægi- lega fjölmennu starfsliði? Ingunn: Þriðjungur einstakl- inganna I rannsókninni þarfnast sérmeðferöar, með tilliti til geð- rænna vandamála. Flestar stofnanir hér fyrir vangefna hafa hvorki á að skipa nægilega fjölmennu né nægilega mennt- uðu starfsliði fyrir þessa ein- staklinga sem gerir það að verkum aö þeir fá hvorki nægi- lega góöa meðhöndlun né nægi- lega mikla umönnun, þvi of margir vistmenn eru á hvern starfsmann. Sp: Hvað er tíl úrbóta? Ingunn: Það væri æskilegt að allar stofnanir fyrir vangefna hefðu starfandi sálfræðing inn- an sinna veggja. Þannig er það viðast hvar erlendis. Sálfræð- ingurinn ætti ekki eingöngu að sinna sjúklingnum, heldur einnig f jölskyldunni sem stend- ur aö hinum sjúka, þvi þaö hlýt- ur alltaf að hafa i för með sér vandamál að eiga vangefið barn og auk þess geðveikt. Frh. á bls.S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.