Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 15
Föstudagur 20. janúar 1978
15
síu fyrir pianó og hljómsveit
op. 111 eftir Fauré: Rafael
Fruhbeck de Burgos stj. /
Sinfóniuhljómsveit Lund-
vlna leikur Sinfóniu nr. 2 eft-
ir William Walton: André
Previn stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. .
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „A
skönsunum” eftir Pál Hall-
björnsson Höfundur les
(17) .
15.00 Miðdegistónleikar Sin-
fóniuhljómsveit Utvarpsins I
Baden-Baden leikur Sin-
fóniu I d-moll eftir Anton
Bruckner: Lucas Vis stjórn-
ar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 titvarpssaga barnanna:
„Hottabych” eftir Lazar
Lagin.Oddný Thorsteinsson
lýkur lestri þýöingar sinnar
(18) .
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Viðfangsefni þjóðfélags-
fræðaDr. Svanur Kristjáns-
son lektor flytur erindi um
rannsóknir á Islenzkum
st jórnmálaflokkum.
20.00 Beethoventónleikar
finnska Utvarpsins I
september s.l. a. „Promet-
heus”, forleikur op. 43. b.
Pianókonsert nr. 5 I Es-dUr
op. 73. Emil Gilels leikur
með Fllharmonlusveitinni I
Helsinki: Paavo Berglund
stjórnar.
20.50 Gestagluggi Hulda Val-
týsdóttir stjórnar þætti um
listir og menningarmál.
21.40 Kórsöngur.Hollenski Ut-
varpskórinn syngur lög eftir
» Brahms, Hauptmann, Gade
o.fl. Stjórnenaur: Anton
Krelage og Franz Muller.
22.05 Kvöldsagan: „Sagan af
Dibs litla” eftir Virginiu M.
Alexine bórir S. Guðbergs-
son les þýðingu slna (2).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Afangar Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guðni Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
20. janúar
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Vorfiugan og silungurinn
Bresk fræðslumynd um
llfrlki árinnar. Myndin er að
nokkru leyti tekin neðan
vatnsborðs og lýsir lifn-
aðarháttum silungsins, og
fleiri dýr koma við sögu.
Þýðandi og þulur Guðbjörn
Björgólfsson.
20.55 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar
maður Helgi E. Helgason.
21.55 Háski á hádegi (High
Noon) Einn frægasti „vestri
allra tlma, gerður árið 1952.
Leikstjóri Fred Zinnemann.
Aðalhlutverk Gary Cooper
og Grace Kelly. Myndin
gerist 1 smábænum Hedley-
ville árið 1870. Lögreglu-
stjórinn er nýkvæntur og
ætlar að halda á brott ásamt
brúði sinni. Þá berast hon-
um þau boð, að misindis-
maðurinn Frank Miller,
sem þykist eiga lögreglu-
stjóra grátt að gjalda, sé
laus úr fangelsi og væntan-
legur til bæjarins með
hádegislestinni. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
23.15 Dagskrárlok.
('bavid Graham PhiHips: )
119
SUSANNÁ LENOX
G
JónHelgason
rj&L
— Þú munt sanna það, að þetta er auðvelt starf. Og
það eru góðir húsbændur, sem við eigum, sér í lagi
Jeffries. Náttúrlega er ekki alltaf gott að gera þeim til
hæfis, en þeireru góðir húsbændur — af ríkum mönnum
að vera. Svafstu illa?
— Já, það þeld ég.
— Ég mátti ekki vera að þvi að líta inn til þín í gær-
kvöldi. Ég var með einum viðskiptavininum. Hvernig
leizt þér á húsmóðurina?
— Þetta er gæðakona — er ekki svo?
Hún nær sér aldrei á strik. Hún þrælar og þjarkar — en
ekki fyrir sjálfa sig. Maður verður alltaf að hugsa fyrst
og fremst um sjálfan sig í þessum heimi.
Þær komu nokkrum mínútum áður en vinnan skyldi
hefjast, og María notaði tímann til frekari samræðna,
meðan þær biðu þess, að herbergið, þar sem Súsanna átti
að búa, væri opnað.
— Ég kallaði þig ungfrú Sackville, sagði hún. En þú
ert gift kona — eða hvað?
— Jú.
— Þetta sé ég alltaf — að minnsta kosti sé ég alltaf
strax, hvort stúlkur hafa lent í ástaklandri eða ekki. Ég •
hef nú eiginlega aldrei verið gift, og ég hef ekki heldur
hugsað mér að giftast, nema eitthvað sérstakt bjóðist
mér. Heldurðu kannski, að ég fari að giftast einhverjum
af þessum skrifstof uþrælum? María svaraði spurningu
sinni sjálf með því að hnussa fyrirlitlega. — Þeir vinna
varla f yrir sjálf um sér. Og menn, sem eitthvað er við —
þeir vilja fá f ínar konur, sem geta hjálpað þeim til þess
að koma ár sinni fyrir borð — ekki stúlkur, sem hafa
orðiðað vinna. Auðvitað eru undantekningar á þessu. En
venjulega verða stúlkur af okkar tagi annað hvort að
sætta sig við að vera ógiftar eða taka niður fyrir sig —
giftast iðnaðarmanni eða einhverjum slíkum, ó-já. En ég
er hvorki svo löt né gráðug í að láta aðra vinna f yrir mér,
aðég vilji vinna það til að verða þvottakerling eða elda-
buska — eða eitthvað ennþá verra — hjá trésmið eða
múrara. Mig langar ekki til þess — eftir að hafa verið
boðskona fínustu viðskiptavinanna hérna. Ég get ekki
umborið ruddalega menn — menn í ruddalegum fötum,
með ruddalegar hendur og ruddalega framkomu. Gætir
þú það?
Súsanna sneri snögglega undan, svo að María sá ekki
framan í hana.
— Ég skal ábyrgjast, að það hefir ekki verið fátækur
maður, sem þú varst gift.
— Ég vil helztekki tala um sjálfa mig, sagði Súsanna
með erf iðismunum. — Mér er það ekki að skapi.
Hún vísaði vingjarnlegri spurningu Maríu þannig á
bug, að hún þykktist ekkert við. Það vakti aðeins
meðaumkun hinnar lifsreyndu konu. Hún hélt áfram.
— Ojá. Ég vorkenni hverri einustu stúlku, sem neyðist
til þess að vinna. Það er svo sem hlutskipti f lestra — og
það, sem verra er heldur en vinna í búðum og verk-
smiðjum. En ef milli þess er að velja að þræla fyrir
venjulegan, skítugan verkamann eða vinna í verksmiðju
— ja, þá kýs ég heldur verksmiðjuna. Já, ég vil heldur
einhverja sjálfstæða vinnu, hvað lítilfjör
leg sem hún er. Ó, ég hata verkafólk! Ég elska allt, sem
er fínt. í gærkvöldi borðaði ég humar og drakk vín og
þóttist vera f ín stúlka — og, ó hvað ég vár hamingjusöm.
Nú voru vörugeymslurnar opnaðar. Súsanna var látin
fara i aðskorinn, gljáandi slopp, sem var sérstaklega til
þess fallinn að leiða í Ijós hverja línu vaxtarlagsins.
María og konan, sem hafði yfirumsjón með birgðunum,
aðstoðuðu hana. En það skein ekki sama aðdáun úr svip
hennar eins og hinna tveggja, þegar hún leit í einn langa
spegilinn í næsta sýningarherbergi. Þessi gljáandi
sloppur var andstyggilegur. Henni fannst hún standa
þarna nakin — nei, henni fannst hún standa þarna nakin
og einhver glápti á hana gegnum rif u eða skráargat.
— Þú venst þessu strax, sagði María Hinkle. — Og þú
kemst f Ijótt upp á lag með að sýna eins og bezt verður á
kosið". Hún rak upp stuttan hlátur. — Þú veizt auðvitað,
að viðskiptavinir okkar eru karlmenn. Drottinn minn
dýri! Hvílíkt fjandans rusl, sem við prökkum stundum
út! Þeir sjá ekki kjólana, heldur stúlkuna, sem í honum
er. Og þú ert svo Ijómandi fallega vaxin, Lorna — ein af
þeim, sem ég yrði vitlaus eftir, ef ég væri karlmaður. En
þó held ég — og nú virti hún sjálfa sig fyrir sér í
speglinum — að f lestir karlmenn vilji heldur stúlkur með
mínu vaxtarlagi. Er það ekki Simonía?
Konan, sem hafði yfirumsjón með vörubirgðunum
ók feitum herðunum hirðuleysislega. — Þeir taka það,
sem er hendi hæst, — það er mín reynsla.
Fyrsti viðskiptavinurinn kom, þegar klukkan var orðin
hálf-níu — og það var einmitt Gideon. Hann gekk á milli
vöruhúsannattil þess að kaupa varning handa geysilega
miklu verzlunarfyrirtæki í Chicago, sem greiddi honum
fimmtán þúsund dali á ári, auk ferðapeninga. Hann
hafði látið sér fátt um það f innast, sem Jeff ries & Jones
höfðu á boðstólum um veturinn, og hrósað hástöfum
varningi aðalkeppinauta þeirra. Þeir voru ekki vissir
um, hvort hann myndi heldur ætla að hætta alveg að
skipta við þá, eða hvort hann var að þreifa fyrir sér um
lægra v§rð. Jef f ries kom æðandi inn í herbergið, þar sem
Súsanna beið. Flatt andlitið á honum skalf af geðs-
hræringu. — Gideon er kominn! hvíslaði hann hásum
rómi. — Flýtið ykkur, f lýtið ykkur. Við skulum láta ung-
frú Sackville reyna við hann.
Og hann snerist sjálf ur eins og snælda meðan Súsanna
var færð í Ijósgráan kjól og látin setja upp stóran Ijós-
gráan hatt með f jaðraskrauti. Það var búið að segja
Súsönnu, hvað hún ætti að gera, svo að hún gat farið
beint á fund Gideons, þegar búið var að færa hana i
skartið. Jeffries Ijómaði allur, þegar hann sá, hve tígu-
leg hún var i fasi. — Hún er alveg eins og drottning,
hrópaði hann. — Ég vildi, að ég gæti kennt dætrum
mínum svona limaburð.
Gideon sat makindalega í hægindastól og reykti vindil.
Hann var um fertugt, grannur vexti. Föt hans voru
splunkuný. En hann hafði auðsjáanlega látið gamminn
geisa síðustu dagana. Magurt, tekið og fýlulegt andlitið
minnti á úfinn jagúar, sem búið hefir við nauman kost í
heila viku.
— Hvað er að? rumdi hann, þegar hann sá að hurðin
hreyfðist. — Ég kæri mig ekki um að bíða hér lengi.
Frekjulegt og önuglegt augnaráð Gideons blíðkaðist
strax og hann sá Súsönnu. „U-hu!" rumdi hann. Hann
sat kyrr og hélt vindlinum á lofti milli langra, hvitra
fingranna, en Súsanna spígsporaði fram og aftur fyrir
f raman hann og sýndi honum kjólinn að f raman og aftan
og frá báðum hliðum, og Jeffries hrósaði honurh
hástöf um.
— Hættið þessu málæði, Jeff ries, sagði hann af þeirri
óskammfeilni, sem sá einn gat leyft sér, er mikið átti
undir sér. — Ég er dómbær um þetta sjálf ur.
— Já, það efar víst enginn, sagði Jef f ries og hló, — en
ég get bara ekki á mér setið að tala um þennan kjól,
Gideon. Hann er svo bráðsnotur.
Kænleg augun í Jeffries Ijómuðu af ánægju, þegar
Gideon reis á fætur og fór að þukla á Súsönnu undir því
yfirskyni, að hann væri að skoða efnið í kjólnum.------
„Hvers vegna biöur þú hann ekki
bara afsökunar, kona góö? Þaö
væri miklu ódýrara en aö láta
okkur brjóta upp dyrnar.”
DENNI
DÆMALAUSI