Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 20. janúar 1978
borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar
Mengunarvanda verði mætt
með viðeigandi aðgerðum
Framsóknarmenn leggja fram
tillögur um vernd gegn mengun,
uppgræðslu lands og breytingar
á f j árhagsáætlun
Tómlæti varðandi
skólplagnir
Borgarstjórn leggur áherzlu
á, að þess verði gætt i hvivetna,
að skaðleg efni frá verksmiðj-
um, vinnslustöðvum eöa nær-
liggjandi byggð valdi ekki of-
mengun vatns, sjávar og and-
rúmslofts.
Þá áréttar borgarstjórnin
fyrri samþykktir sínar um
nauðsyn þess að koma frá-
rennslismálum borgarinnar i
betra horf en nú er, þar sem út-
rásir liggja viðast skemmstu
leið út fyrir sjávarkambinn og
sums staðar i misjafnlega góðar
rotþrær inni i byggðinni sjálfri.
Telur borgarstjórnin, að allt of
mikils tómlætis hafi gætt að
undanförnu varðandi úrbætur i
frárennslismálum og ekki verði
til langframa unað þvi ástandi,
sem nú er.
Borgarlandið verði
grætt
Um leið og borgarstjórnin lýs-
ir ánægju sinni með þær fram-
kvæmdir, sem I gangi hafa verið
undanfarin sumur að efla gróð-
ur á upplandi borgarinnarj
einkum Hólmsheiðinni, leggur
hún áherzlu á, að unnið verði
markvisst að þvi að stöðva
gróðureyðingu á Nesjavöllum
og græða upp það land þar, sem
beear er orðiö örfoka.
Breytingar á fjárhags-
áætlun
í frumvarpi aö fjárhagsáætl-
un Reykjavikurborgar árið 1978
eru tekjur áætlaðar röskar 14.7
milljarðar króna. Eru þá allir
tekjumöguleikar nýttir að fullu
nema fasteignagjöldin, sem
gætu gefið um 300 millj. króna
meira, og aðstöðugjöld, sem
nýta á meðsama hættiog s.l. ár,
en þar mætti láta verzlunina
greiða nokkuð meira, eöa um
200 millj. króna.
1 reynd er þó ráðstöfunarfé
Reykjavikurborgar all-miklu
meira en að framan greinir, þar
sem greiðslur frá nágranna-
sveitarfélögum vegna starf-
semi, sem Reykjavik annast
fyrir þau, svo og ýmsar greiðsl-
ur frá rlkinu, bæöi vegna rekst-
urs og fjárfestingar, eru færðar
til frádráttar á útgjaldaliðum og
koma ekki fram á heildaryfir-
liti.
Við gerum þvi að tillögu okk-
ar, að við gerö næstu fjárhags-
áætlunar fyrir Reykjavikurborg
veröi gerðar eftirfarandi
breytingar:
1. Allar ráöstöfunartekjur komi
fram á yfirliti.
2. Hætt verði að eignfæra fram-
lög til S.V.R.
3. Gerð verði timasett áætlun
um sjóðsstreymi.
GEHÐ VERÐI HEILDARÚTTEKT Á
HEKSTHI OG STARFSSKIPULAGI
BORGARINNAR
Tillaga frá borgarfulltrúum
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks:
Borgarstjórn samþykkir aö
láta gera heildarúttekt á öllum
rekstri og öllu skipulagi i starf-
semi borgarinnar.
Til að framkvæma þetta verði
ráðnir utanaðkomandi aðilar,
erlendir eða innlendir, sem
viðurkenndir eru sem sér-
fræðingar i stjórnunar- og
skipulagsmálum.
Stefnt veröi að þvi að ljúka
þessu verki á þessu ári, þannig
að niöurstöður og tillögur liggi
fyrir við gerð næstu fjárhags-
áætlunar.
Greinargerð:
Eitt hið mikilvægasta I stjórn-
un og rekstri fyrirtækja og
stofnana er að fylgjast vel með
tækninýjungum og sparnaði i
rekstrinum. Ekki hvað sizt ber
nauðsyn til að leggja áherzlu á
þessi atriði, þegar um er að
ræða opinbera aðila, sem eru að
ráðstafa fjármunum almenn-
ings.
„Nýir vendir sópa bezt” segir
máltækiö. Oft er það svo, að
breytingar og nýjungar koma
meö nýjum stjórnendum.
Stjórnendur Reykjavikurborgar
hafa i reynd verið hinir sömu
mjög lengi svo sem kunnugt er.
Stjórnkerfi borgarinnar hefur
þvi farið á mis viö nýju vendina.
Þeir, sem þar hafa ráöið, hafa
skilið, að öllum breytingum
fylgir umstang og fyrirhöfn og
þvi verið fastheldnir á forna
stjórnarhætti og litlar breyting-
ar.
Það er þvi meira en timabært,
að gerð verði rækileg úttekt
hlutlausra aðila á rekstri
borgarinnar i heild. Slik úttekt
verður hins vegar kák eitt, ef
núverandi stjórnendur eiga að
annast hana svo sem allir hljóta
að sjá og skilja.
Þeir borgarfulltrúar, sem
skipað hafa minni hlutann i
borgarstjórn á undanförnum
árum og áratugum, hafa vissu-
lega gert sitt til aö benda á það,
sem betur mætti fara i rekstrin-
um. Um það bera tillögur þeirra
órækt vitni. Þær tillögur hafa
hins vegar flestar verið svæfðar
svefninum langa.
Aætlaðar tekjur borgarsjóðs á
þessu ári eru um 14.7 milljarö-
ar. Það gefur auga leið, að
miklu skiptir fyrir alla Reyk-
vikinga, að vel sé farið með
þetta fé og stór hluti þess fari
ekki I að halda gangandi úreltu
og stöðnuðu stjórnkerfi.
„Þorradægur þykja löng
þegar hann blæs að norðan“
GV- Þegar vantar varmaföng
vist og heyjaforðann,
þorradægur þykja löng
þegar hann blæs aö norOan,
segir I gamalli húsgangsvisu, og
lýsir hún vel þeirri merkingu
sem þorrinnhafði fyrir Islenzkt
alþýðufólk fyrr á öldum á löng-
um, hörðum vetri. En fýrir nú-
tima Islending merkir þorra-
byrjun þaö helztað nú muni timi
þorrablótanna vera runninn
upp. Þorrabyrjun, bóndadag,
ber nú upp á 20. janúar, en að
fornislenzku timatali er þorrinn
fjórði mánuöur vetrar og hefst á
föstudegi I 13. viku vetrar,
þe.a.s. á timabilinu 19.-25. janú-
ar.
1 bók Arna Björnssonar þjóð-
háttafræöings, Saga daganna,
segir um þorra og þorrablót:
„JónArnason (þjóðsagnaritari)
nefnir að mannfagnaður á
fyrsta degi þorra væri enn kall-
aður þorrablót. Það orð kemur
að fornu aðeins fyrir I Flateyj-
arbók, seint á 14. öld, þar sem
segirfráfornkonungnum Þorra,
sem var blótmaður mikill og
haföi hvert ár blót á miöjum
vetri. Það kölluöu þeir þorra-
blót. Dóttir Þorra hét Góa, en
Þorramatur I trogi. Þaö er tiltölulega nýr siöur aö boröa þorramat á þorrablótum. Til forna voru
þorrablótin haldin til aö bliöka veöurguöina, en þaö er þvi fjarri aö fólki séu guöir í hug þegar þaö
kýlir vömbina á góöum súrmat á þorrablótum.
annað konungafólk, sem fyrir
kemur i þessari frásögn, heitir
t.d. Ægir, Logi, Kári, Frosti og
Snær. Ljóst má þvi vera að hér
eru höfuðskepnurnar og önnur
náttúrufyrirbrigöi persónugerð.
1 þvi samfloti sýnist eðlilegast
aölltaá Þorra sem e.k. vetrar-
vætti eöa veðurguð.” Siöan
greinir Arni frá þvi aö þorra-
blótin muni upphaflega hafa
veriö haldin til að bliðka veöur-
guðina.
í bókinni Saga daganna segir
frá þvi aö Hafnarstúdentar hafi
endurvakiö þann sið að halda
þorrablót á fyrsta degi þorra,
bóndadegi og haldið fyrsta
þorrablótið i nýjum sið, sem vit-
að er um I Kaupmannahöfn 24.
janúar 1873. Akureyringar tóku
þennan sið upp árið eftir, og
þar hefur siðurinn haldizt óslitið
siðan. í Reykjavik er ekki getið
um þorrablót fyrr en árið 1880
og það á vegum Fornleifafé-
lagsins sem þá var nýstofnað. 1
blaðinu Norðanfara 1881 birtist
frásögn af þorrablóti Fornleifa-
félagsins og var salur i stærsta
veitingahúsi bæjarins búinn að
fornum sið og drukkin full
hinna fornu guða og margt
fleira haft til skemmtunar.
Oti i sveitum er fyrst haldið
þorrablót á Fljótsdalshéraöi á
árunum 1896-97 og síðan i Eyja-
firði laust eftir aldamót og
breiðist siðurinn siðan smám-
saman út.
Nú á dögum eru haldin þorra-
blót I hverri sveit og kaupstað,
og er þá hafður á boröum is-
lenzkursúrmatur, ogvar byrjaö
á þessu á árunum i kringum
1960. Þá kemur til sögunnar orð-
ið þorramat.ur yfir þann mat
sem framreiddur er á sllkum
samkomum, entalið er að oröið
hafi ekki sézt á prenti fyrr en
árið 1958.