Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. janúar 1978 fiwfliw (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. ..Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftif ki. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. ÁskriftargjaI4 kr. 1.500_á mánuði. Blaðaprent h.f. Grænir eru dalir mínir Hér á árum áður var það mikil tizka, að stjórn- málamenn ljóstruðu upp óskaplegum hneykslis- málum um andstæðingana, þegar að kosningum dró. Þótti oftast einna hentastur timi til slikra upp- ljóstrana, er kjördagurinn var i nánd. Þetta var nokkurs konar hvati, likt og þegar herforingjar út- býttu striðsöli, er mikið lá við, mannskapnum til uppörvunar. Eftir kosningar var fátt um þessar uppljóstranir talað, enda sjaldnast annað en inngjöf til skyndiverkana. Timarnir breytast og mennirnir með. Nú um nokkuð langan aldur hefur það verið föst venja, að borgarstjórinn i Reykjavik hefjist upp i sæti sinu, þegar nokkrir mánuðir eru til stefnu, og snari á borðið stórbrotnum áætlunum um framkvæmdir, sem láðst hefur að sinna á þvi kjörtimabili, sem úti er, en hann ætlar heldur betur að glima við, ef um- boð hans verður framlengt. Einu sinni var það Eng- eyjarhöfn, i annað skipti splunkunýtt skipulag, sem átti aldeilis að verða andlitslyfting á höfuðborginni, þriðja kosningaárið sjálf græna byltingin. Þessi ráðabreytni hefur hingað til gefizt borgar- stjórum Sjálfstæðisflokksins það vel, að þeir hafa haldið velli. Aftur á móti hafa þessi kosningaplön þeirra veriðheldur snöggsoðin og minna orðið úr þvi höggi, er hátt var reitt, heldur en látið var i veðri vaka. Fjögur ár kunna að sýnast allnokkur timi, en hverfa fljótt i timans sjó, þegar móðurinn er runn- inn af áætlanagerðarmönnunum. Við erum til dæmis litlu nær grænu byltingunni fyrirheitnu en við vorum á útmánuðum 1974, nema hvað ein- staklingarnir hafa siðan gert á lóðum sinum, rétt eins og þeir höfðu áður gert. Græna byltingin borgarstjórans varð að ósköp hversdagslegri grá- mósku, þegar til kastanna kom. Liklega hefur hon- um orðið helzt til svefnsamt á sinu græna eyra. Annars hlýtur það að vera orðið dávænt safn af kosningateikningum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið upp á siðustu áratugum, og væri vel til fallið, að sýning yrði haldin á þvi dóti öllu, svo að Reykvikingar geti á ný leitt það augum, þar sem þeir geta ekki séð þetta i kring um sig. Nú eru kosningar i nánd, og vitaskuld var sjálf- gefið, að borgarstjórinn fitjaði upp á nýju plaggi. Að þessu sinni fer hann þó ekki nema að sumu leyti i gömlu slóðina. Hingað til hafa kosningaplön borgarstjórnarmeirihlutans að meira eða minna leyti verið eins konar litt gerjað heimabrugg. En að þessu sinni hefur það sýnzt helzt til ráða að hefja leit mikla að þvi, sem minnihlutaflokkarnir hafa reifað og borið fram i borgarstjórn og borgarráði á liðnum árum, en meirihlutinn þá annaðhvort hafn- að eða vikið til hliðar. Þessu hefur borgarstjórinn siðan raðað i greip sér og slengt á borðið sem hug- myndum sinum um viðreisn athafnalifs i Reykja- vik. Þetta gerði hann með talsverðum fyrirgangi eins og vera bar, nýrumskaður maður, em er að hita sig og aðra upp fyrir kosningar, og var drjúgur með sig vegna hugkvæmni sinnar og ráðsnilldar. Vitaskuld er það ekki álasvert, þótt maður, sem veitt hefur áttatiu þúsund manna borg forsjá og býðst til þess að halda þvi áfram, sé nokkuð góður með sig. Hitt er verra, að engu er likara en slegið hafi i bakseglin, þegar fulltrúar minnihlutaflokkanna létu i ljós ánægju sina yfir þvi, að það voru einmitt tillögurnar þeirra, sem hann hafði fengið skyndilegan áhuga á að koma i framkvæmd. Það hefur litið heyrzt af fyrirætlunum borgarstjórans siðustu dagana. Kannski er hann lagztur undir feld að hugsa sjálfur upp einhverja byltinguna með fallegum lit. — JH l 'l l 'l H {'l { n ERLENT YFIRLIT Sérkennileg kosninga- barátta í Frakklandi _ V Aðalbarátta kommúnista er gegn sósialistum Leiötogar vinstri flokkanna, Marchais, Mitterand og Fabre KOSNINGAR þær, sem fara fram til franska þingsins i næsta mánuði, verða með talsvert sérstökum hætti, sem stafar af þvi, að kosið er tvis- var. 1 fyrra skiptið nær enginn frambjóðandi kjöri, nema hann fói meiri hluta greiddra atkvæða. 1 siðara skiptið er svo kosið milli þeirra tveggja, sem fengið hafa flest atkvæði i fyrra skiptið. Þetta fyrir- t komulag eitt veldur þó ekki þvi, að kosningarnar verða með sérstökum hætti, heldur hitt, að i fyrri umferðinni verður höfuðbaráttan milli þeirra flokka, sem liklegt er að verði svo i bandalagi i sið- ari umferðinni. Þannig hafa kommúnistar boðað, að þeir muni heyja höfuðbaráttuna gegn sósialist- um i fyrri umferðinni, enda þótt búizt sé við að þeir standi saman i siðari umferöinni. Kommúnistar hafa undirbúiö þessa baráttu um nokkurt skeið, eða siðan snemma á fyrra ári, þegar þeir báru fram kröfur um róttækar breytingar á stefnuskrá þeirri, sem bandalag þessara flokka varð sammála um 1972. Hvorki sósialistar né róttæki vinstri flokkurinn, sem var þriðji aðilinn að bandalaginu, vildu fallast á þetta, og slitn- aði að lokum alveg upp úr samningaviðræðum. Siðan er allt á huldu um samvinnu þessara þriggja flokka, en lik- legt þykir þó enn, að þrátt fyr- ir allt, muni þeir standa sam- an i siðari umferð kosning- anna. Skoðanakannanir benda til, að þessir flokkar muni bera sigur úr býtum, ef þeir standa saman i siðari umferð- inni. Astæðan til þess, að kommúnistar heyja nú höfuð- baráttu gegn sósialistum og ásaka þá og Mitterand for- ingja þeirra, um svik við sósialiska stefnu, er næsta augljós. Sósialistar hafa verið að vinna á að undanförnu á kostnað kommúnista. Kommúnistar hyggist jafna þetta i fyrri umferð kosning- anna. Jafnframt stefna þeir að þvi, að frambjóðandi þeirra verði atkvæðahærri en fram- bjóðandi sósialista i þeim kjördæmum, þar sem kjósa verður aftur. Það yröi þá frambjóðandi þeirra, en ekki frambjóðandi sósialista, sem keppti fyrir bandalagið i siðari umferðinni. Sósialistar gera sér þessa hættu vel ljósa og svara þvi ádeilum kommún- ista fullum hálsi. Chirac, leiötogi Gaullista EN ÞAÐ er ekki aðeins hjá vinstri flokkunum, sem slik barátta mun eiga sér stað i fyrri umferð kosninganna. Stjórnarflokkarnir, þ.e. Gaull- istar, Lýðveldisflokkur Gis- cards forseta og hægrisinnuðu miðflokkarnir, reyndu að ná samkomulagi um sameiginleg framboð strax i fyrri umferð- inni. Um skeið virtust horfur á, að slikt samkomulag myndi nást. Fyrir skömmu lýstu Gaullistar svo yfir þvi, að þessar viðræður hefðu farið út um þúfur. Gaullistar eru sá stjórnarflokkurinn, sem hefur nú langflesta þingmenn. Þeir þóttust sjá fram á, að þing- mannatala þeirra myndi verulega lækka, ef samkomu- lag ætti að nást milli stjórnar- flokkanna um sameiginlega frambjóðendur i fyrri umferð- inni. Þeir brugðu þvi á sama ráð og kommúnistar. Þeir höfnuðu allri samvinnu i fyrri umferðinni. Þvi er búizt viö harðri samkeppni i fyrri um- ferðinni milli þeirra annars vegar og flokks Giscards og miðflokkanna, sem hafa sam- vinnu við hann, annars vegar. Liklegt þykir hins vegar, að allir þessir flokkar vinni sam- an i síðari umferðinni. Margt bendir til þess, að kosningarbaráttan verði mjög hörð. Mikil deila er risin i til- efni af þvi, að Giscard forseti hefur leyft frönskum þegnum, sem áður höfðu kosningarétt i nýlendunum, aö velja sér kjördæmi, þar sem þeir vildu helzt neyta atkvæðisréttar sins. Þessir kjósendur eru nær 600 þús. og eru flestir taldir hliðhollir rikisstjórninni. Vinstri flokkurinn óttast, að þessir kjósendur muni helzt láta setja sig á kjörskrá i þeim kjördæmum, þar sem minnsti munur er á fylgi þeirra og stjórnarflokkanna. Verði það niðurstaðan, getur þetta orðiö mikið hitamál. EINS OG áður segir, er enn spáð sigri vinstri flokkanna, ef þeir standa saman i siðari um- ferðinni. Það er hins vegar óvist, hvort þeir mynda þá rikisstjórn saman. Sitthvað bendir til að kommúnistar séu ekki fúsir til þátttöku i vinstri stjórn, nema hún beri þess merki, að þeir ráði miklu um stefnu hennar. Að öðrum kosti óttast þeir fylgistap. Afstaða þeirra virðist talsvert önnur en italskra kommúnista. Þeir virðast miklu meiri ,,harð- linumenn”, ef svo mætti segja. Sumir fréttaskýrendur gizka á, að sósialistar og stuðningsflokkar Giscard myndi stjórn, ef tilraun til myndunar vinstri stjórnar misheppnast. Slik stjórn yrði hins vegar ekki sterk, þar sem Gaullistar og kommúnistar yrðu þá i stjórnarandstöðu. Vel getur þvi farið svo, að mikil stjórnarkreppa verði i Frakklandi, ef stjórnar- flokkarnir missa meirihlut- ann. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.