Tíminn - 20.01.1978, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 20. janúar 1978
U ggvænlegar
horfur í Mið-
austurlöndum
— Begin flytur reiðilestur,
Sadat virðist svartsýnn
Andreotti falið
að reyna myndun
nýrrar stjornar
Róm/Reuter. Giovanni Leone
forseti fór þess á leit i gærkvöldi
að fráfarandi forsætisráðherra,
Giulio Andreotti, reyndi að
mynda nýja ríkisstjórn, að þvi
er áreiðanlegaar heimildir
herma. Stjórn Andreottis afsal-
aði sér völdum á mánudag, en i
gær varð Andreotti að taka sér
ferð á hendur til forsetahallar-
innar til að þiggja heimboð for-
setans. Búizt er við að ýmis
vandkvæði verði á stjórnar-
myndun, þar sem kommúnistar
fara fram á sæti i bráðabirgða-
stjórninni, en flokkur Andreott-
is, Kristilegir demókratar eru
þvi ákaflega mótfallnir, Andre-
otti hefur þó fallist á að reyna
stjórnarmyndun.
N apalmsprengj um
beitt í bar dögunum
um Massawa
Skæruliöar Frelsishreyfingar Erftreu fagna velgengninni
Massawa, E rit rea / R euter.
Eþfóplumenn nota sovézkar MIG
þotur við að varpa napalm á
skæruliöana, sem hertekiö hafa
hafnarborgina Massawa, i
Eritreu. A hafi úti, átta kilómetra
fyrir utan borgina liggja sex her-
skíþ , sum keypt frá Bandarikjun-
um á sjötta aratugnum, en önnur
talin komin frá Sovétrikjunum.
Frá skipum þessum er sprengj-
um varpað á birgðaflutningaleiö-
ir eritriskra skæruliða.
1 Moskvu hefur opinbera frétta-
stofan Tass, neitað þvi að herskip
og flugvélar frá Sovétrikjunum
taki þátt i bardögum, en tilkynnti
jafnframt að Sovétmenn veiti
Eþiópiumönnum „hentugan
tækjabúnaö og tæknilega aöstoö”.
Sprengjum ervarpað á borgina
af landi og sjó allan liðlangan
daginn, en sprengingarnar, sem
eru dreifðar og tilviljunarkennd-
ar, eyöa borginni hægt og bitandi.
Bardagarnir um borgina hafa nú
staðið i þrjátiu og fimm daga, og
hafa skæruliðar Frelsishreyf-
ingar Eritreu 3/4 hluta borgar-
innar á sinu valdi. Fremstu skot-
grafir skæruliða eru i 50 metra
fjarlægð frá stöðvum Eþiópiu-
hers.
6.000 eþiópiskir hermenn,
sjómenn og vopnaðir bændur eru i
herstöðinni i Masowa. Lang-
flestir óbreyttir borgarar, sem
heimili áttu i Massawa, hafa flúið
til nágrannaþorpa og flótta-
mannabúöa i nágrenni hennar.
Aður en bardagar hófust bjuggu
50.000 manns i Massawa.
Eþiópiska setuliöið hefur þegar
tapað tveim orrustum við skæru-
liða Frelsishreyfingarinnar, og
virðist nú biða þess að þeim ber-
ist nýjar birgðir vopna frá Sovét-
rikjunum, i von um að takast
megi að snúa dæminu við.
Eritreumenn, sem nú berjast
sextánda árið i röð fyrir frelsi
lands sins undan stjórn Eþiópiu,
beita vopnum sem þeir hafa her-
tekiö af andstæðingunum i
bardögunum. „Við munum aldrei
gefastupp,” sagöieinn afforingj-
um skæruliða, ,,en við munum
ekki gera árás fyrr en við erum
vissir um að vinna fullan sigur”.
130 kilómetra inni i landinu, i
borginni Keren, sem skæruliöar
Frelsishreyfingar Eritreu náðu á
sitt vald fyrir ári, er sextán ára-
Kairó, Jerúsalem, Beirut/Reut-
er. t gær bundu Egyptar allar
vonir um frið í Miðausturlöndum
viö Bandarikjamenn, en mögu-
legt er að taka upp þráðinn I Jerú-
salem að nýju ef bandarískum
striðið enn I fullum gangi, þó að
borgin liggi nú langt aö baki
fremstu viglinu skæruliðanna.
Eþi'ópiskar þotur gera enn árásir
á Keren, og að sögn skæruliða,
einkum á húsnæði óbreyttra
borgara, t.d. sjúkrahús. Einn af
leiðtogum frelsishreyfingarinnar
sagði: „Þetta er sama aðferð og
Bandarikjamenn beittu undir lok
Víetnamstriðsins”.
ráðamönnum tekst að fá tsraels-
menn til að gefa enn frekar eftir i
friðartillögunum. t Kairó var sagt
að Sadat kynni að boða Begin og
Carter til fundar. A þeim fundi
yrði reynt að leysa deiluna sem
sprottin er af þvi, að Sadat krefst
þess að tsraelsmenn skili öllu
landi er hertekið var 1967.
Sadat ræddi við Kamel ut-
anrikisráðherra I gær. Ekki er
talið útilokað að Sadat muni lýsa
þvi yfir að friðarviðræðurnar við
ísraelsmenn hafi farið út um þúf-
ur. Hann hefur virzt svartsýnni
með hverjum deginum sem liðið
hefur, og i gær sagði hann i sim-
tali við Carter, að israelsmenn
sæktust eftir landi, en ekki friði.
Menachem Begin réðst harka-
lega á viðhorf Egypta til friðar i
ræðu i gær, á meðan israelskir
leiðtogar reyna að finna lausn á
Framhald á bls. 23
erlendar f réttir
Spánn:
Þingið hlynnt
auknu frjáls-
lyndi í kyn-
ferðismálum
Madrid/Reuter. Hórdómur og
frillulifnaöur verða brátt ekki
taldir glæpir á Spáni samkvæmt
frumvarpi, sem samþykkt var I
dómsmálanefnd þingsins I gær.
Frumvarpiö, sem fer nú til um-
ræðu I þinginu. verður aö hljóta
samþykki meirihluta þingmanna,
áður en það gengur í gildi sem
lög. Samkvæmt núgildandi lögum
á Spáni er hægt að dæma menn I
allt að sex ára fángelsi fyrir
hórdómsbrot.
Isiöasta mánuði ákvað stjórnin
að innleiða lög, sem leyfa notkun
og sölu getnaðarvarna I hinu
rammkaþólska landi. Þessar að-
geröir eru liður i þeirri viðleitni
stjórnarinnar að afnema mestu
afturhaldslögin, er giltu i
stjórnartiö Francos.
Kínverjar
hyggjast
semja við
Efnahags-
bandalagið
BrUssel, Peking/Reuter. Fulltrú-
ar Efnahagsbandalags Evrópu og
sendimenn Kfnverja munu hefja
sam ningaviðræöur varöandi
fyrsta viðskiptasamninginn milli
þessara aðila i lok janúar. Samn-
ingurinn mun koma I stað samn-
inga Kinverja við einstakar
aðildarþjóðir EBE. Aöildarþjóöir
EBE eru næststærsti viðskipta-
aöili Kfnverja, næstir á eftir
Japönum I röðinni. Af
kom múnistaþjóöum eru það
aðeins Kfnverjar og Júgóslavar
sem viöurkenna Efnahagsbanda-
lagið.
Franski forsætisráöherrann,
Raymond Barre, er nú í opinberri
fimm daga heimsókn i Klna. t
ræöu I gærkvöldi sagði Teng
Hsiao-Ping formaöur, aö Kin-
verjar vonuðust til að hagur
Ef nahagsbandalagsins héldi
áfram að vaxa. Teng sagöi aö
með tilliti til ágengni heims-
valdasinna væri sameinaður
styrkur Evrópu til hagsbóta fyrir
þjóðir álfunnar.
Indira lögsótt
á næstu dögum?
mánaða fangelsi. 1 fyrsta lagi
verður Indira kærð fyrir að
neita að sverja eið að framburði
sinum og I öðru lagi fyrir að
neita að gefa eiðsvarnar yfirlýs-
ingar.
Gandhi mætti við yfirheyrslur
nefndarinnar, en neitaði að taka
sér sæti i vitnastúkunni. Hún
svaraði þrábeiðni yfirmanns
rannsóknarnefndarinnar og
sagðist ekki svara frekari
spurningum. Hún hefur einnig
neitað að sverja eið og segist
ekki lögskyld til þess. Gandhi
hefur verið beðin að svara
spurningum varðandi aðstæður
sem leiddu til þess að neyðarlög
voru sett i gildi i júni, 1975.
Indira og stuðningsmenn við komuna til motmælafundar I þinginu á
nýársdag
Indira var handtekin i október
siðastliðnum, vegna ákæru um
spillingu og valdniðslu, en látin
laus eftir að hafa verið einn dag
i fangelsi, vegna þess aö ekki
lágu nægar sannanir fyrir um
sekt hennar.
Nýja Delhi/Reuter. Opinber
nefnd lagði i gær til að fyrrver-
andi forsætisráðherra landsins,
Indira Gandhi, verði lögsótt
fyrir að neita að bera vitni viö
rannsókn á meintri misbeitingu
valds i stjórnartið hennar.
Gandhi hefur tvivegis hunzað
boð nefndarinnar um að henni
séskyltað mæta i vitnastúkuna,
Formaður nefndarinnar, J.C.
Shan hefur nú lagt til aö Indira
verði lögsótt fyrir tvö sakarefni,
sem hvort um sig varðar sex