Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. febrúar 1978 ■11 ;i :1! ;i ;i .í n» 3 l Allt bendir til þess að um 6-8 þúsund manns búi í Mosfells- sveit um aldamót — efnt til hugmyndasamkeppni um skipulag hreppsins ESE —1 gær tilkynnti hrepps- nefiid Mosfellshrepps og skipu- lagsnefnd hreppsins, að hafin væri hugmyndasamkeppni um aðalskipulag Mosfellshrepps. Astæðan fyrir þvi að farið var út í slika hugmyndasamkeppni var sú, að á undanförnum árum hefur þéttbýli aukizt mjög og fölksfjöigun orðið mikil innan hreppsins. Frá 1970 hefur fólks- fjöldi aukizt um meira en 100%, og gert er ráð fyrir 10,9% með- alfjölgun á ári fram til ársins 1980. Mosfellshreppur er nú um 20 þús hektarar að stærð og þvl nægt rými fyrir aukin umsvif i hreppnum. Jón M. Guðmundsson oddviti rakti hugmyndir skipulags- nefndar hreppsins og sagði að það væri von hreppsnefndar að nýta mætti þá sérstöðu, sem Mosfellshreppur hefði meðal þéttbýliskjarna hér sunnan- lands, en byggingamöguleikar væru nær ótakmarkaðir, þó að það væri sjónarmið hrepps- nefndar að þörf væri á aö halda byggðinni meira saman en nú væri. í máli Jóns kom ennfremur fram, að áætlað væri að ibúa- fjöldi Mosfellshrepps væri orð- inn 6000-8000 manns um næstu aldamót og fyrst og fremst væri gert ráð fyrir lágri byggð, þ.e., einbýlishúsum, raðhúsum og keðjuhúsum. Varðandi atvinnu- mál væri gert ráð fyrir fjöl- breyttri atvinnu í hreppnum, þrátt fyrir þá staðreynd að höf- uðborgarsvæðið væri orðið ein atvinnuheild. Jón lýsti þvi yfir að hreppsnefnd teldi rétt að væntanlegir þátttakendur fjöll- Jón M. Guðmundsson oddviti Mosfellshrepps og Aðalsteinn Júliusson, uppdrætti af Mosfellshrepp. uðu nokkuð frjálslega um þá möguleika sem hreppurinn byði upp á i sambandi við útivistar- mál, s.s. sumarbústaði, tjald- svæði, útivistarsvæði, áningar- staði, reiðleiðir, hestamennsku, gönguleiðir, aðstöðu fyrir golf- iðkanir, veiðimennsku o.fl. Að lokum sagði oddvitinn.að það væri von manna að gera mætti Mosfellshrepp eins mannlegan til búsetu og fram- ast væri hægt, og að ibúar hreppsins gætu farið sinna ferða um hreppinn án þess að eiga allt sitt undir bifreiðum og öðrum vélknúnum farartækjum, held- ur i þess stað farið fótgangandi, eða á hestbaki, án þess að eiga á hættu að fórna lifi sinu og lim- um. Eftir að Jón M. Guðmundsson hafði lokið máli sinu tók Róbert Pétursson til máls og kynnti til- gang og markmið hugmynda- samkeppninnar Róbert sagði að eiginlega mætti skipta mark- miðum skipulagsnefndar i þrennt, þ.e. landnotkunarskipu- lag, aðalskipulag og tviþætt deiliskipulag. Mikil undirbún- ingsvinna hefði verið innt af hendi og öll gögn, sem keppend- ur i hugmyndasamkeppni fengju i hendur, væru mjög Itar- leg. Verðlaunaupphæð er 5 millj- ónir króna og fyrstu verðlaun vita og hafnarmálastjóri við Timamynd: Gunnar. verða minnst 2,5 milljónir króna en auk þess hefur dómnefnd 1 milljón króna til umráða til kaupa á tillögum. Tillögum skal i siðasta lagi skila 17. mai, en stefnt er að þvi að dómnefnd skili áliti 6 vikum eftir að skilafrestur rennur út. Dómnefnd skipa: af hálfu skipulagsstjórnar rikisins Aðal- steinn Júliusson, vita oghafnar- málastjóri, formaður af hálfu Arkitektafélags íslands Helgi Hjálmarsson og Gylfi Guðjóns- son arkitektar, af hálfu Mos- feUshrepps, Jón M. Guðmunds- son og Magnús Sigsteinsson for- maður skipulagsnefnd ar hreppsins. Heimtur á skatt- „Fjölskyldan” frumsýnd Suöur-franskt ljóðskáld meðal nýlistanema Til borgarinnar er kominn „lif- rænn kraftur” frá Frakklandi i liki suður-franska hagfræðings- ins og ljóðskáldsins Robert Filliou. Robert Filliou er sér- stæður maður og frægur um all- an heim fyrir ljóðabækur sinar og fræðibækur. Aðeins fáir út- valdir fá að njóta listar hans á meðan hann dvelst hér en það eru nemendur nýlistadeildar Myndlista- og handiðaskóla Is- lands. Fá krakkarnir einstætt tækifæri til þess að skiptast á skoðunum við Filliou i einn mán- uð og væntanlega læra þeir eitt- hvað af honum lika. — Ég hef mikinn áhuga á mannlegum samskiptum, sagði Filliou i samtali við Timann og mér lizt vel á þennan hóp. Robert ljós- myndari smellti af myndinni og loforð var tekið af Filliou að fá að ræða við hann I góðu tómi siðar. Filliou er annar t.h. á myndinni. Hann hefur áður komið við sögu á tslandi, en það var fyrir u.þ.b. tiuárum,er hann sýndi i Galleri SOM. framtölum svip- aðar og áður JB —Mikil vinna er nú fram- undan hjá starfsmönnum skattstofanna i skattumdæm- um landsins, þvi á miðnætti 31. jan. rann út frestur skatt- greiðenda til að skila af sér framtölum fyri r liðið ár. Tim- inn hafði samband við Gest Steindórsson aðstoðarskatt- stjóra Reykjavikur I gær og spurði hann að þvi hvernig heimtur hefðu verið, og hvort meira bæri á þvi nú en áður, að menn sæktu um aukafrest til að skila framtölum sinum. Sagði Gestur að erfitt væri að gera sér grein fyrir þvi svona strax daginn eftir hvernir heimtur hefðu orðið, en taldi þær svipaðar og áður kannske ivið betri. „Það er þó alltaf talsverður hópur skatt- greiðenda, sem fær lengri frest til að skila framtölunum, og eru það t.d. sjómenn og at- vinnurekendur. En til er heimildfyrir atvinnurekendur þess efnis að þeir þurfi ekki að skila framtölum fyrr en I lok febrúar. Annars sæki fólk um frest af ýmsum ástæðum, vegna veikinda, fjarveru af landi eða frá lögheimili og Framhald á bls. 19. á Dalvík í gær GV — 1 gærkveldi frumsýndi Leikfélag Dalvikur finnska sjón- leikinn „Fjölskyldan” eftir Claes Andersen i samkomuhúsinu á Dalvik, undir leikstjórn Sögu Jónsdóttur. Leikmynd er eftir Jón Þórisson og Magnús Axelsson annaðist lýsingu. 1 hlutverkum eru: Dagný Kjartansdóttir, Theó- dór Júliusson, Inga Matthiasdótt- ir, Kristján Hjartarson, Lovisa Sigurgeirsdóttir, Sólveig Hjálm- arsdóttir og Rúnar Lund. Æfingar hafa staðið yfir siðan fyrir jól og gengið vel eftir atvik- um. 1 „Fjölskyldunni” er gerð út- tekt á ýmsum vandamálum, svo sem drykkjuskap, sambúð hjóna, samskiptum barna og foreldra, þar er sýnd þörfin fyrir blóra- böggul, svo að allt gangi vel fyrir meirihlutanum. Leikritið var sýnt árið 1975 hjá Leikfélagi Reykjavikur við mjög góðar und- irtektir. Næstu sýningar verða föstudag 3. febrúar og þriðjudaginn 7. febrúar. Fyrirhugað er að ferðast með ieikritið um nágrannabyggö- ir. Kvenpersónur leiksins. t hlutverkunum eru Dagný Kristjánsdóttir, Inga Matthiásdóttir og Lovisa Sigurgeirsdóttir. Athugasemd við frétt um Reykja- víkurskákmótið ESE —Vegna fréttar i Timan- um á þriðjudag, um að allur ágreiningur væri jafnaður á milli Skáksambands Islands og islenzku stórmeistaranna, hafði Guðmundur Sigurjónsson sam- band við blaðið og vildi að það kæmi fram að hvorki hann né Friðrik Ólafsson hefðu verið á fundi þeim, sem Einar S. Einarsson hefði vitnað i. Guð- mundur sagði einnig, að það sem hann hefði átt við, þegar hann sagði að þetta væri ekkert ágreiningsefni af hans hálfu, hefði verið að hvorki hann né Friðrik Ólafsson hefðu sett það sem skilyrði fyrir þátttöku i mótinu,aö,honum yröu greiddir dagpeningar. En aftur á móti stæðu þeir Friðrik fast á þeirri skoðun sinni, að þeim bæru dag- peningar, eins og öðrum stór- meisturum, þvi þetta væri við- tekin venja á öllum meiri háttar skákmótum, og sem dæmi mætti nefna að fordæmi hefði verið gefið á Reykjavikurskák- mótinu 1976, en þá hefðu þeir Friðrik notið dagpeninga til jafns við aðra keppendur. Timinn hafði samband við Friðrik ólafsson, vegna þessa máls og bað hann að segja álit sitt á þessu máli. Friðrik sagði að hann og Guðmundur myndu standa fast á sinum rétti, þrátt fyrir óbilgirni Skáksambands- ins. Þeir Guðmundur væru at- vinnuskákmenn og myndu haga sér sem slikir. Þetta væri ekki eingöngu spurning um kjör þeirra sjálfra heldur væri þetta einnig spurning um hagsmuni þeirra sem á eftir kæmu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.