Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. febrúar 1978
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. ____ ., .
Blaðaprent n.f.
Söguburður og
rógsmál
Söguburður er ekki nýtt fyrirbæri. Hann hefur
sjálfsagt verið fylgifiskur mistækrar mannskepnu
frá örófi alda. Kjaftakindur af báðum kynjum hafa
alltaf og alls staðar farið með veggjum, iðandi af
sögugleði, og visvitandi rógur er ekki heldur ný-
lunda. I bókmenntum okkar eru fræg og mögnuð
dæmi um þetta, bæði að fornu og nýju. Einnig i hinu
raunverulega samfélagi.
Þess konar dæmi geta meira að segja blasað við á
siðum dagblaða — einnig þeirra, sem annars vilja
þó teljast marktæk i almennri umræðu. Nærtækast
er að vitna til tveggja Reykjavikurblaða i fyrradag,
þar sem á sérlega rætinn og sóðalegan hátt átti að
heita að fjallað væri um prófkjör Framsóknar-
manna: Forystugreinar i Dagblaðinu og Þjóðvilja-
greinar, er virtist eiga að hafa á sér yfirbragð frétt-
ar. Blöð, sem þannig vinnubrögð ástunda, eru
mörkuð fingraförum, sem bágt er að slétta yfir eða
má út.
Um þau rógsmál, sem hin göfuga prentlist er
þannig notuð til þess að útbreiða, er þó það að segja,
að á þeim má frekar festa hendur. Og þeir, sem þar
sigla út á hálli is en þeir eru menn til þess að fóta sig
á, eiga þar yfir sér dómstól, þar sem er heilbrigð
dómgreind fólks og siðferðilegt mat.
Hinu, sem gengur frá manni til manns, er erfið-
ara að andæfa. Það er myrkrum hulið, hvaðan slik-
ar öldur eru runnar, og ekki verður i þvi grynnt,
hvaða mynd þær taka á sig. Þeir, sem verða fyrir
slikum söguburði, standa að jafnaði uppi varnar-
lausir og fá ekki rönd við reist, hvað sem þeim kann
að vera borið á brýn.
Nú um skeið hefur verið mikil sprettutið i þjóð-
félaginu fyrir þess konar söguburð, og hafa það
margir mátt reyna. Runa afbrotamála hefur komið
upp á yfirborðið, en þó jafnframt hjúpazt nafn-
leynd, sem verið hefur gróðrarstia fyrir þá, sem
geta vilja i eyðurnar og bendla þennan eða hinn við
slik mál.
Alkunnugt dæmi af þessu tagi er ávisanamálið,
sem mest var umrætt fyrir nokkrum misserum. Við
það voru bendluð nöfn margra manna, sem hvergi
höfðu nærri komið, unz hulunni var loks lyft af þvi
og gert heyrinkunnugt, hverjir þar höfðu i raun og
veru verið að verki.
Annað áþekkt mál er nú á döfinni, þar sem er skrá
sú, sem nokkrir bankar i Danmörku hafa látið i té
um Islendinga, er þar eiga peninga. Skattayfirvöld
bera það fyrir sig, að þeim sé óheimilt að lögum að
birta nöfnin, og gjaldeyrisdeild bankanna hefur
þagað þunnu hljóði. í skjóli þessarar leyndar hafa
svo sögurnar kviknaÖ og borizt mann frá manni,
unz getgáturnar, sem gefnir hafa verið vængir, eru
sagðar sem staðfastur sannleikur. Og þeir trúa,
sem til þess hneigjast að leggja eyru við sliku. Þeir,
sem fyrir þessu verða, geta aftur á móti illa af sér
borið óhróðurinn, þótt alsaklausir séu, þar sem við
orðróm einan er að fást. Þeir standa sem sé and-
spænis hinni óhrekjandi lygi, sem óræð tilviljun, eða
þá illkvittni annarra, hefur ýtt á flot og magnað.
Það er skiljanlegt og eðlilegt, að þagnar verði að
gæta um ýmis atriði mála, sem eru á rannsóknar-
stigi. En það er rangsnúið, að saklausir menn séu i
almanna munni sviptir mannorði sinu, svo að þeir,
sem i raun eru brotlegir, fái dulizt til frambúðar.
Með nafnleynd, sem dregur slikt á eftir sér, er farið
aftan að siðunum á óviðurkvæmilegan hátt.
— JH
ERLENT YFIRLIT
Andreotti er mesti
samningamaður ítala
Þó er óvíst, að hann leysi stjórnarkreppuna
EINS OG áöur hefur veriö
skýrt frá baöst nýlega lausnar
39. rikisstjórnin, sem mynduö
hefur veriö á Italiu siöan siö-
ari heimsstyrjöldinni lauk.
Eðlilegt heföi virzt, aö nýjum
manni yrði faliö aö vinna aö
myndun fertugustu rikis-
stjórnarinnar. Þótt ttalir virö-
ist sammála um fátt, viröast
þeir sammála um, aö ekki
komi til greina aö fela þetta
öörum manni en fráfarandi
forsætisráðherra, Giulio
Andreotti. Hann sé öörum
vænlegri til aö leysa þann
hnút, sem itölsk stjórnmál
hafa komizt i og fáum viröist
nú leysanlegur. Takist honum
það ekki, geti veriö allra veöra
von i itölskum stjórnmálum.
Borgarastyrjöld sé engan veg-
inn útilokuð.
Staöan i itölskum stjörn-
málum er nú i meginatriöum
sú, aö miöflokkarnir og
Sósialistaflokkurinn, sem áö-
ur unnu meö Kristilega
flokknum, treysta sér ekki til
aö gera þaö áfram, nema
Kommúnistaflokkurinn taki
einnig þátt i samstarfinu.
Kommúnistaflokkurinn vill
einnig ólmur komast i rfkis-
stjórn. Hins vegar er meiri-
hluti Kristilega flokksins and-
vigur stjórnarsamvinnu við
kommúnista. Eftir þingkosn-
ingarnar, sem fóru fram sum-
arið 1976, var staöan ekki
ósvipuö, en þá tókst Andreotti
aö mynda minnihlutastjórn
Kristilega flokksins meö
óbeinum stuðningi
Kommúnistaflokksins,
Sósialistaflokksins og Lýö-
veldisflokksins, sem er vinstri
sinnaöur miðflokkur. Nú hafa
þessir flökkar lýst yfir þvi, aö
þeir veiti slikan stuðning ekki
lengur, heldur vilji koma á
meirihlutastjórn á breiðum
grundvelli. Þess vegna varö
minnihlutastjórn Andreottis
aðfara frá. Þrautin, sem hann
þarf aö leysa nú, er oröin mun
erfiöari en eftir kosningarnar
1976.
ÞAÐ heföi vart þótt likleg
spá fyrir 15-20 árum, aö
Andreotti ætti eftir aö veröa sá
leiðtogi Kristilega flokksins,
sem nyti mests trausts. Ýmsir
aðrir leiðtogar flokksins eru
Andreotti
honum glæsilegri og mælskari
og meira viö alþýöuskap.
Hann er hlédrægur og ómann-
blendinn aö eölisfari og heldur
litill ræðumaöur. En hann er
starfsmaður góöur og hefur
jafnan þótt reynast traustur
og heiðarlegur. Frama sinn á
hann þó sennilega mest þvi aö
þakka, aö hann hefur þótt
frábær samningamaöur. Hann
hefur verið fundvis á leiöir og
úrræöi, þegar flestir hafa tal-
ið, aö viðræöur væru komnar i
algert strand. Hann er vafalit-
iö bezti pólitiski samninga-
maöurinn, sem Italir eiga nú.
Þó hefur hann ekki fengið það
orö á sig, aö hann sé sérlega
kænn eöa klókur. Samninga-
hæfni hans byggist á raunsæi
og úrræðasemi.
GIULIO ANDREOTTI er
nýlega oröinn 59 ára, fæddur
14. janúar 1919. Hann er kom-
inn af fátæku fólki. Fööur sinn
missti hann, þegar hann var
eins árs. Hann brauzt áfram
menntaveginn og þótti ekki
sérstakur námsmaður, enda
varö hann aö vinna fyrir sér
meö náminu. Honum tókst aö
ljúka laganámi viö háskólann
i Róm, þegar hann var 21 árs,
en laganám þar er ekki eins
strangt og hér. Strax á náms-
árunum komst hann I kynni
viö yfirmenn kaþólsku kirkj-
unnar og geröist fljótlega
handgenginn Alcide De
Gasperi, sem siöar varö stofn-
andi Kristilega flokksins og
forsætisráðherra i fyrstu
stjórn hans, en Kristilegi
flokkurinn hefur nú farið sam-
fleytt meö stjórnarforustu á
ítaliu á fjóröa áratug. Gasperi
skipaöi Andreotti skrifstofu-
stjóra forsætisráðuneytisins, I
þegar hann var 28 ára, en þaö
þykir ein mesta valdastaöa á
Italiu. Margt benti til, aö
Gasperi hyggöist gera
Andreotti aö eftirmanni sin-
um. Svo varö þó ekki, þvi aö
Andreotti beiö lægri hlut i
keppninni við Fanfani.
Fanfani var þá hlynntur nánu
samstarfi við Sósialistaflokk-
inn, en Andreotti vildi heldur
vinna tilhægri. Vegna þessara
árekstra þeirra Fanfanis og
Andreottis, fékk Andreotti
ekki sæti i rikisstjórninni fyrr
en 1956, en þá varö hann fjár-
málaráðherra og siðar varn-
armálaráöherra. Hann gegndi
næstu árin fleiri ráöherra-
embættum og fór vegur hans
stöðugt vaxandi. Arið 1970 var
honum falin stjórnarmyndun,
en hún mistókst. Ariö 1972
myndaöi hann hins vegar
stjórn, sem sat rúmlega ár aö
völdum. Siöar gegndi hann
enn ýmsum ráðherraembætt-
um, unz hann varö forsætis-
ráöherra árið 1976, eins og áö-
ur segir.
ÝMSAR getgátur eru uppi
um það, hvernig Andreotti
hyggist leysa stjórnarkrepp-
una nú. Þegar hann myndaði
minnihlutastjórnina 1976,
samdi hann um það viö
kommúnista, að þeir fengu i
sinn hlut forseta annarrar
þingdeildarinnar og formenn
ýmissa þingnefnda. Nú þykir
liklegt, að hann reyni aö veita
kommúnistum óbeina aöiid aö
stjórninni, t.d. meö aö gera
óflokksbundna menn, sem
standa nærri kommúnistum,
aö ráöherrum. En vafasamt
þykir, aö kommúnistar sætti
sig viö þaö, heldur krefjist
meira. Þ.Þ.