Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 8
8 fgiU - ' '-f Fimmtudagur 2. febrúar 1978 Páll Lindal lögmaður: „Það vantar skýringu” JS — Páll Lindal, lögmaBur Reykjavikurborgar til margra ára, hefur beöizt þe'ss aö Timinn taki eftirfarandi tvö bréf hans til birtingar. Hiö fyrra ritaöi Páll i gær vegna fréttar i Morg- unblaöinu af fundum borgar- ráös. Hið siöara skrifaöi Páll Lindal i fyrradag til borgarráös vegna þeirra saka sem á hann hafa verið bornar og leitt hafa m.a. til þess aö hann fékk ný- lega lausn frá starfi sínu hjá borginni. Timinn leggur aö sjálfsögöu engan dóm á efni bréfanna. ,,Ég ætla að taka á móti” 1 Morg.inblaöinu i dag (1. febrúar) er frétt- smáfrétt að visu, sem snertir mig persónu- lega. Sakir mikillar og góðrar „fréttaþjónustu” frá aðilum i borgarkerfinu hefur þetta mál orðið hiö mesta skemmtiefni fyrir þá, sem „nærast á vondum munnsöfnuði”, eru þeir vist nokkuð margir i þessu þjóð- félagi. I þessari frétt er töluvert dregið f land, miðaö viö það, sem áöur þótti henta — stóryrð- um sleppt. 1 Alþingisbókunum gömlu er stundum sagt frá þvi, aðmenn, sem teknir voru af lifi á Þingvöllum hafi fyrir aftök- una „fengið góða iðran”. Ég veit ekki af hverju mér datt þetta i hug. Kannski sálfræöing- ur geti skýrt það út? En tilefni þess, að ég skrifa þessar línur er það, að þessi frétt er samstundis komin i Morgunblaöið, en vandlega þagað um, aö á þessum fundi átti einnig að liggja fyrir bréf frá mér um sama mál. Þaö fylg- ir hér með i ljósriti. Var þvl kannski stungið undir stól? Þegar ég var að lesa þetta um hálfniu leytið var hringt til mín af ónefndum manni og mér skýrt frá því, að fyrir meira en viku hafi borgarráði verið sent bréf.sem kunnir Reykjvikingar hafi ritað. I þvi bréfi hafi verið bornar þungar sakir á æöstu stjórn borgarinnar eða vissa menn þar. Efnið fékk ég ekki að vita, en bréfið ætti að vera til i skjalasafninu i Austurstræti 16, ef venjulegum starfsreglum hefur veriö fylgt. En hitt mun nokkuö öruggt aö þvi' hefur veriö stungið undir stól og ekki lagt fram i borgarráöi, eftir að þaö kom. Ég var ritari borgarráös á 800—900 fundum þess aö mig minnir og ég minnist ekki á þessari stundu — en þetta bréf er skrifaö algerlega fyrirvara- laust — aö slik vinnubrögð hafi tiðkast þá. Eftir mjög óljósum fréttum er hér um aö ræöa mál, sem snert- ir hagsmuni einstaklinga og annarra aðila upp á a.m.k. mörg hundruö miiljónir. Ég vona vegna margra góðra vina minna i borgarkerfinu, að nú verði ekki endurtekinn sami leikurinn og gagnvart mér. A þessu stigi verða engar upplýs- ingar um einstaklinga frá mér fengnar, þótt ég hafi heyrt nöfn. Slikt væri algerlega ósæmilegt. Ég vona, að þetta séu ýkjur. Ýmsir eru að fara i prófkjör og þá er einskis svifist. Það vitum viö. En þvi geri ég þetta að um- talsefni, að mérer óskiljanlegt, hvers vegna bréf áðurnefndra Reykvikinga er ekki lagt fram. Það vantar skýringu. Borgarkerfið er ekki að ræða þetta mál við blööin. Menn láta afturgamminn geysa, þegar ég á I hlut. Það er mikiö álag fyrir ein- stakling og hans nánustu að liggja mér liggur við að segja undir árásum i blöðum 1 1/2 mánuð samfleytt eins og við höfum mátt þola. Ekki dettur mér annað i hug en mér hafi orðiö á ótal afglöp i starfi hjá borginni s.l. 28 ár. Ég skora á alla, sem unnið hafa með mér að lýsa yfir opinber- lega, að þeim hafi aldrei orðið á afglöp i' starfi. Ég er hræddur um, aö sá listi mundi varla fylla margar siður i blaðinu! Ég held samt, aö sú meðferð, sem éghef mátt þola nálgist að vera einsdæmi, og „eru þó mörg dæmi úr forneskju?”. Og núna siöast eru þaö ekki „óábyrgir blaðamenn”, þeir miklu syndaselir, sem eiga I hlut, heldur einhver úr hópi „hinna ábyrgu”, sem lætur sér sæma að draga undan frásögn- ina af bréfi minu. Það er hins vegar best að spyrja „blaðafulltrúann”, hver sem hann nú er, hvernig standi á þvi að hitt bréfið til borgar- ráðs hefur ekki fengið að sjá dagsins ljós. A miðöldum var þaö ekki óal- gengt að skora á menn til ein- vigis með þvi aö kasta hanzka framan i þá. Með frásögninni I Morgun- blaöinu I dag, með þvi að „ljúga með þögninni”, hefur einhver aðili tengdur æðstu stjórn borgarinnar, kastaö hanzkan- um framan i mig. Ég ætla að taka á móti þessari einvigisáskorun. Það hlutu margir skrámur, þegar slik átök áttu sér stað. Það kom jafnvel fyrir, aö menn féllu i valinn. Reykjavik, 1. febrúar 1978 Páil Lindal ,,Spurt um mjög einfaldan þátt” Reykjavik, 31.1.1978. Til borgarráðs Reykjavikur Það var mánudaginn 12. des. s.l., sem ég var staddur á skrif- stofu Vatnsveitu Reykjavikur að Breiðhöfða 13 að beiöni vatnsveitustjóra til að undirbúa tillögutil borgarráðs um endur- skoöun samnings um vatnssölu til Kópavogs. Þegaréger nýkominn þangað og verkiö varla hafiö, er hringt til min frá borgarstjóra og ég beðinn að koma til viðtals. Ég sagði, hvar ég væri staddur og hvort nægilegt væri að ég kæmi kl. 16.00, en þegar þetta gerðist var klukkan eitthvað um 15.00. Kl. 16.00 ætlaöi ég að fara að leggja sibustu hönd á undirbún- ing að málflutningi, fyrir hæsta- rétti, sem fram skyldi fara dag- inn eftir, og átti von á bil til að sækja mig um kl. 16.00. Borgarstjóri óskaði, að ég kæmi þegar i stað, sagði ég vatnsveitustjóra frá þessu, en hann taldi þetta mjög bagalegt, þvi að hann væri nefnilega að taka víö störíum orkumála- stjóra og þess vegna væri mjög áriðandi aö við gætum lokiö þessuverki mjög fljótt. Fékk ég aðstoð hjá starfsmanni vatns- veitunnar til aö komast niður- eftir og var kominn á fund borgarstjóra um kl. 15.30. Þá sagði hann mér, að ég væri borinn alvarlegum sökum af borgarendurskoðanda. Ætla ég ekki að rekja það samtal sem var stutt. Borgarstjóri er ekki siður fær um það en ég, enda man ég naumast samtalið vegna fátsins, sem á mig kom. Égtaldi þó eðlilegt, þegar slik ásökun væri komin fram vegna starfs hjá borginni að fá lausn frá störfum. Ég bað um smá frest til að hugsa málið. Hand- skrifaði ég siðan við skrifborð mitt lausnarbeiðni og afhenti borgarstjóra. t óðagotinuláðistmér að setja inn orðin „um stundarsakir” en þeirrar glópsku verð ég sjálfur að gjalda t.d. réttindamissi sem af sliku gæti leitt. Siðan fór ég beint heim, sagði konu minni frá samtali okkar, þóttu henni aðfarir sins bekkjarbróður úr menntaskól- anum nokkuð skörulegar, náði sambandi við hann i sima og gekk á hans fund milli kl. 16.30 og 17.00 að okkur minnir. Hún varð þess þá vör að herbergi mitt var fullt af einhverjum mönnum, sem hún þekkti ekki — bar ekki einu sinni kennsl á. Um samtal þeirra borgarstjóra get ég aö sjálfsögðu ekki borið Þessi inngangur er nokkuð langur, en ég tel hann nauösyn- legan til skýringar á framhald- inu. Borgarendurskoöandi viröist hafa tekið sér vald til þess aö brjótast i skrifborð mitt, sem læst er (flestar skúffur). Hann baö mig ekki um lykla og ekkert var auðveldara en ná til m in á þeim tima, sem hér um ræðir og ekki hefði staðið á af- hendingu. Ég veit ekki álit borgarráðs eöa stjórnar endur- skoðunardeildar á svona vinnu- brögðum, en ég hef rætt máliö við nokkra lögfræðinga, sem kunna dálitið fyrir sér. Ætla ég ekki aö rekja ummæli þeirra að svo stöddu. I framhaldi af athugunum minum og fleiri, og áður en ég aðhefst frekar, vænti ég þess, að borgarráö láti mér i té svör borgarendurskoðanda við nokkrum ákaflega einföld- um spurningum. Þessi emb- ættismaður, sem nýtur væntan- lega fulls trausts borgarstjóra, hlýtur að geta svarað fyrirvara- laust skriflega. Þá vildi ég og biðja um skriflegt álit borgar- ráðs á þeim svörum. Það mun hafa I þjónustu sinni tiu til tuttugu lögfræðinga svo að ekki ætti að þurfa að standa á svari frá þvi sjónarmiði. A þessu stifi er aðeins spurt um mjög einfaldan þátt varðandi málsmeðferð. Frekari spurn- ingar verða að biða betri tima. Spurningarnar eru þessar: 1. A hvaða heimild byggir borgarendurskoðandi rétt sinn til að fara i læstar Tiirzl- ur, sem ekki aðeins geta geymt mikil verðmæti, heldur allskonar einkamál, bæöi min og annarra og ýmislegt sem er mér persónulega mikils virði? 2. Get ég fengið skrá um, hvað tekið var úr skrifboröi minu og hverjir voru viðstaddir þessa aðgerð? 3. Var skrifborð mittbrotið upp eða hefur borgarendurskoð- andi eða einhverjir i kerfinu lykla að læstum hirzlum min- um og t.d. skrifborði borgar- stjóra, borgarritara, borgar- verkfræðings, peningaskáp- um borgargjaldkera o.s.frv.? 4. Telur borgarendurskoðandi sighafai blaðaviðtölum heimild til að sakfella mig eins og hann hefur itrekað gert? Telur hann þetta falla undir upplýsingaskyldu stjórnvalda?” Ég vænti þess, aö borgarráð hraði afgreiðslu þessa máls. Um leið og ég lýk þessum orð- um þakka ég borgarráðsmönn- um frá 1949 og siöan samstarf, sem yfirleitt hefur verið ánægjulegt og lærdómsrikt fyrir mig. Ég hafði vænst þess, að þessum samskiptum lyki með skaplegri hætti en reynslan hef- ur orðiö, en „örlögum sinum ræður enginn”. Meö góðri kveðju Páll Lindal Móttekið 31. janúar 1978. Gústaf A. Ágústsson Miðstöðvar- OFNAR Ofnasmiðjan meö lágu verötilboöin PLÖTUOFNAR S.F. Smiðjuvegi 26 Kópavogi Aðalfundur Aðalfundur Meitilsins h.f. verður haldinn laugardaginn 18. febrúar n.k. kl. 14 i Þor- lákshöfn. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin *& E&SLII! Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Tek að mér að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. HÚSBYGGJENDUR, Norður- og Vesturlandi Eigum á. lager milliveggjaplötur stærð 50x50 cm. þykkt 5, 7 og 10 cm. Verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi Sölu- aðilar: Akranesi: Trésmiðjan Akur h.f. simi 2006 Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar simi 2180 V-Húnavatnssýsla: Magnús Gislason, Stað simi 1153 Blönduós: Sigurgeir Jónasson sími 4223 Sauöárkrókur: Þórður Hansen sími 5514 Rögnvaldur Arnason simi 5541 Akureyri: Byggingavörudeild KEA simi 21400 Húsavik: Björn Sigurðsson simi 41534 Dalvik, Ólafsfjörður: óskar Jónsson, simi 61444 Loftorka s.f. Borgarnesi simi 7113, kvöldsimi 7155

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.