Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 10
10
MiOvikudagur 1. febrúar 1978
Rósmundur G. Ingvarsson:
BLÖNDUVIRKJUN
stórmál, sem öllum kemur við
Frumvarp um Blönduvirkjun
hefur nú veriO lagt fram á Alþingi
i þriöja sinn. Mætti fara aö segja
um þaö líkt og einn stuönings-
maöur þess komst aö oröi um
annaö frumvarp, sem búiö var aö
endurflytjaþingeftir þing, aö þaö
sé ein sú „lifseigasta afturganga
sem riöiö hefur húsum á Al-
þingi.” Þessi sending er þó ólik
gömlu draugunum aö þvi leyti aö
hún færist i aukana meö aldrin-
um. Var fyrst stfluö upp á 135
megavött, en siðan 150 Mw.
Vatnsdalsá tekin með?
A kynningarfundi hugsanlegrar
Blönduvirkjunar 25. apríl 1975 á
Blönduósikom fram, frá fulltrúa
rannsóknaraðila, að stærö virkj-
unar haföi verið nokkuð á reiki
fram undir þann tima eða frá
120-150 megavött, en nú væri gert
ráö fyrir 135 megavatta virkjun
og muni stærðin varla breytast
frá þeirri tölu neitt að ráöi. Samt
hefur nú stæröin breytzt upp i 150
án þess nokkrar framhaldsrann-
sóknir væru gerðar og hefur ekki
sézt viðhlitandi skýring á þvi.
Beinast liggur við aö ætla að auk-
in miðlun sé lögð til grundvallar
og hefur hún væntanlega i för með
sér einhverja stækkun á miö-
lunarlóni. Ef til vill er verið aö
gæla við þá gömlu hugmynd að
taka Vatnsdalsá og Blöndu sam-
an til virkjunar, en þaö mun hafa
verið hagkvæmasti kosturinn
með tilliti til framleiðslukostnaö-
ar á orkueiningu, sem athugaöur
var. Samkvæmt 135 Mw. áætlun-
inni er gert ráð fyrir að taka k visl
frá Vatnsdalsá i lónið. Möguleiki
er sagður vera á að taka megin-
hluta Vatnsdalsár til lónsins meö
stiflu viö Eyjavatnsbungu, sbr.
skýrslu Orkustofnunar i jan. 1976
„Orkuvinnslugeta virkjunarval-
kosta á Norðurlandi”, bls. 37, og
einnig „Virkjun Blöndu” 1. mai
’75 , bls. 11. Ættu Vatsdælingar aö
huga að þessu atriði nánar. Fleiri
möguleikar til stækkunar miöl-
unarlóns munu vera fyrir hendi,
en ekki eins auðveldir viöfangs.
Jökullón á miðjum
afréttum
Virkjunarmiölunarlóniö, sem
135 Mw. stærðin, er miðuö viö, er
talið muni verða um 60 fet km að
stærö ofan viö stiflu viö Ref-
tjarnarbungu sbr. skýrslu Orku-
stofnunar „Virkjun Blöndu I”,
bls. 11 . Þar viö bætast þá vötn
og lægöir sem vatniö veröur látiö
flæöa yfir aö virkjunarstaö.
Heildarstærðin mun vera nokkuö
óviss, en gera má ráö fyrir ca. 70
ferkm. og jafnvel meiru, ef um
aukningu miölunarvatns veröur
aö ræða. Stiflustæöið við Ref-
tjarnarbungu, en þar er i öllum
tilfellum gert ráö fyrir stiflu, er i
rauninni mjög ómerkilegt, lágir
ásar eöa smáhæðir beggja megin
Blöndu viö efri enda Blöndugils-
ins, og geysiviöáttumikið flat-
lendi allt um kring. Stöku melar
eru liklegir til aö standa upp úr
lóninu væntanlega, en annars er
vandséð hvað fer i kaf og hvað
ekki. Veröur að teljast llklegt að
þaö verði mun meira en gert er
ráö fyrir, enda viðurkennt af
náttúrufróöum mönnum aö svona
stórt vatn brjóti land kringum
sig. Þá er og mjög liklegt aö vatn
úr lóninu siist yfir mýrlendi norö-
anlónsins, a.m.k. austan Blöndu
(Kurbrandsmýri o.fl.), og geri
það aö ófæru foraði. Landsvæði
það sem hér um ræðir eru drjúgir
hlutar af afréttunum, Eyv’indar-
staöaheiöi austan Blöndu og auo-
kúluheiöi vestan Blöndu. Þaö er
mestallt gróið land og talið gott
beitiland. Tilraunir meö beitar-
gildi hluta þess vestan ár, benda
til aðlandiö sé mun betra en áöur
var reiknað meö. Hér er um aö
ræða einstæða gróðurvin á há-
lendi landsins og má furöulegt
heita.að menn skuli láta sér detta
i hug að ráðast á þennan blett.
Mestur hluti hálendisins er hins
vegar nær gróðurlaus eins og allir
vita og eflaust hægt aö finna þar
marga staði fyrir miðlunarlón
virkjana, ekki lakari en þennan.
Með menntun nútimans i huga
verður að gera þá kröfu til ráð-
andi manna að þeir eyðileggi ekki
þá fáu gróöurbletti sem enn eru
eftir á hálendinu, á sama tima og
Virkjunarsvæði Blöndu.
þjóðin býr viö mikla velmegun og
vill græöa upp sár landsins, sem
ef til vfll hafa orsakazt af hennar
völdum á timum fátæktar og
þrenginga.
Áhrif lónsins verða mik-
il
Eins og áöur er aö vikið verður
mestur hluti hins fyrirhugaða
virkjunarlóns örgrunnur. Lónið
verður fullt á haustin og myndast
væntanlega á þvi ishefla nokkuö
snemma. Kaldir vindar, snjó-
koma og skafrenningur munu
hjálpast að við aö kæla vatnið i
grunnu lóninu,og verður isinn þvi
þykkari en á dýpri vötnum. Þetta
veldur þvi aö mikill hluti af miöl-
unarvatninu binzt i Ishellu og
kemur að engum notum, enda
fjarar undan, þegar fram á vetur
kemur. Þaö verður aðeins á
dýpsta hluta lónsins sem isinn
fylgir vatninu svo aö gágn veröi
að. A vorin verður svo lónsstæöiö
þakið þykkri sundursprunginni
ishellu sem þiðnar langtum
seinna en snjórinn áöur geröi á
sama svæöi. Hlýtur þá aö stafa
frá isnum kuldi, sem tefur stór-
lega fyrir gróðri á nálægum slóö-
um. Má og gera ráð fyrir að á
þeim hluta Eyvindarstaðaheiðar
sem eftir veröur ofan viö lónið,
gæti kuldans frá lónsstæöinu ann-
ars vegar en frá jöklunum hins
vegar svo aö gróður eigi erfitt
uppdráttar, og er óséö hverjar af-
leiðingar þaö kann aö hafa.
Fyrirhuguð Blönduvirkjun mun
þannig ekki aöeins eyðileggja þá
hluta heiðanna sem undir lónið
fara, og það eru drjúgir hlutar
þeirra og svæöi sem liggja einna
lægst yfir sjó og gróa fyrst á vor-
in, heldur einnig skemma eða
jafnveleyðileggja afganginn lika.
Tilkoma lónsins mun einnig
lækka sumarhitann i nágrenninu,
eftir aö lóniö er oröiö autt. Þá er
viðurkennt aö við uppgufun úr
vatni sem þessu myndast stund-
um þoka, (sbr. „Virkjun Blöndu
I.” bls 82,) jafnvel svo aö hana
leggi niöur i nálæga dali. Norö-
lenzkir bændur þekkja þoku sem
kemur meö noröanátt, en meö til-
komu lónsins mega ibúar nálægra
dala búast við þoku einnig með
suölægri átt á sumrin og fer þá
liklega að sneiðast um heyþurrk
þar um slóðir.
Umsögn náttúru-
verndaraðila
Stjórn S.U.N.N. (Samtök um
náttúruvernd á Norðurlandi),
sem i eiga sæti náttúrufræöingar
og áhugafólk um náttúruvernd,
sendi frá sér ályktun um Blöndu-
virkjun, 7.6.’75, og segir þar m.a.:
...,,í áætluninni ergert ráö fyrir
allt að 62 ferkm. miölunarlóni á
afréttum A-Hún. og Skagafjarð-
ar, en af þvi er talið að 56 ferkm.
séu samfellt gróðurlendi. — Við
þetta má bæta töluverðu landi
sem fer undir mannvirki i sam-
bandi við virkjunina, svo sem
stlflur, veituskuröi, vegi o.fl., svo
og raski vegna efnistöku. Þá
munu eyjar í lóninu ekki nýtast til
beitar. Þá fara 10-15 ferkm. af
stöðuvötnum undir veitur og lón.
Sum þessara vatna eru ágæt
veiðivötn en lif þeirra mun breyt-
ast grundvallarlega við tilkomu
jökulvatns úr Blöndu og fiskur að
likindum hverfa úr þeim. — —
Hætter viðýmsum breytingum af
völdum miðlunarlónsins. Jarð-
vegur mun rofna úr bökkum þess
og sandfok gæti orðið úr lóna-
stæðinu á vetrum, en á sumrum
aukinn vatnsagi i grennd við stif 1-
ur. Leki úrlóninu gæti jafnvel or-
sakað breytingar á vatnakerfum
Vatnsdalsár og fleiri vatna i
A-Hún. Loks geturlónið haft áhrif
á veður á nærliggjandi afréttum
og einnig i nálægum sveitum t.d.
með aukinni þokumyndun. Ljóst
er þvi að með fyrirhugaðri
Blönduvirkjun er stefnt að stór-
felldri röskun á náttúrufari i
Austur-Húnavatnssýslu, sem
kemur verst niður á sumum bú-
sældarlegustu sveitunum, þar
sem veðurfar og gróður veita
hagstæðust skilyrði til búskapar
og veiðihlunnindi eru einna mest.
Hugmyndir um endursköpun
þess gróðurlendis, sem fer undir
miðlunarlón eða önnur virkjunar-
mannvirki, teljum við algerlega
óraunhæfar-----Óspillt náttúru-
far verður efalaust þvi meira
metið sem timar liða. Eyðing
gróðurs og dýralifs er ævarandi
skaði sem ekki er hægt að bæta
með fé eða á annan hátt. Það er
ekki aðeins skaði þeirra sveita
sem verst verða úti heldur allrar
þjóðarinnarog raunar alls heims-
ins”.
A.m.k. sumum fylgismönnum
Blönduvirkjunar hættir til að
gylla hana og gera litið úr agnú-
um.
Einn kostur en margir
ókostir
Blönduvirkjun, eins og hún er
fyrirhuguð, hefur marga stóra
ókosti og einn stóran kost. Kost-
urinn er sá,að hún er ekki á svæði
virkra eldfjalla eða tiðra jarð-
skjálfta. Þessum kosti er að
sjálfsögðu haldið mjög á lofti af
fylgismönnum tittnefndrar virkj-
unar, en geta mætti þessað sama
er að segja um fleiri virkjunar-
möguleika, þ.á.m. Villinganes-
virkjun, sem oft hefur verið bent
á. Þá má efalaust virkja Blöndu
án þessað eyðileggja þetta mikla
graslendi, t.d.meðþrepavirkjun i
Blöndugili sem eitthvað hefur
verið kannað. Raunar er ekki að
sjá að forráðamenn orkumála
hafi séö það ennþá að óhyggilegt
sé að hafa allar stærri virkjanir á
jarðskjálftasvæðum, en væntan-
lega opnast augu þeirra fyrir
þessu bráðlega og ekki rýrnar
gildi Blöndu við aö biða þess.
Einnaf stærri ökostunum er sá,
að virkjunin er of stór fyrir inn-
lendan orkumarkað og hefur þvi
frá upphafi verið gert ráð fyrir
stóriðjuveri, sem orkukaupanda.
Þetta hafa þó sumir virkjunar-
sinnar helzt ekki viðurkennt.
Fljótt kvisaðist þó um ráðagerðir
um álver við Eyjafjörð og að
beint samband væri milli þess og
Blönduvirkjunar. Má þvi segja að
legiö hafiljóstfyrir frá upphafi til
hvers raforkan frá Blöndu væri
ætluð.
20 milljarðar
Með samtengingu dreifikerfis
rafmagnsveitna opnast aö visu
stærra markaössvæði fyrir raf-
magn. Þrátt fyrir það verður al-
mennur markaður langt of litill
fyrir svo stóra virkjun, a.m.k.
nokkur fyrstu árin. Þetta kemur
til með að verða fyrirtæki upp á
ca. 20 milljarða króna miðað við
verðlag i dag. Vextir af þeirri
upphæð skipta milljörðum á ári.
Ef aðeins litill hluti raforkunnar
væri svo notaður, yrði það dýrt
rafmagn.
Nú er verið að gera ráðstafanir
til að draga úr framkvæmdum á
vegum rikisins a.m.k. Samt eru
uppi áætlanir um þessa stórvirkj-
un. Hvarætli eigiað taka peninga
til þess? Ef dregið verður úr f jár-
festingaframkvæmdum hlýtur
það að draga úr aukningu orku-
markaðar.
Með frumvarpinu i fyrra kom
fram ný orkuspá sem ábyggileg-
ust. Mun hún hafa verið allmikið
frábrugðin þeirrinæstu á undan,
sem þó mun ekki hafa verið göm-
ul, og i þeirri eldri gert ráð fyrir
upphitun ibúða, nema þar sem
jarðhiti er notaður til þess. Sig-
ölduvirkjun er nú að koma i
gagnið og mun metta markaðinn
og sjá Járnblendiverksmiðjunni
fyrir orku. Hrauneyjarfossvirkj-
un er ákveðin og mun stefnt að
stækkun álversins i Straumsvik
til að opna markað fyrir raf-
magnið þaðan. Stórvirkjunum
hefur fylgtstóriðja erlendra aðila
og þannig er liklegt að það verði
áfram, að meginhluti orkunnar
verði seldur til erlendra aðila
undir kostnaðarverði og þjóðin
látin borga mismuninn. Virkjanir
af miðlungsstærð væru hins vegar
byggðar fyrir innlendan markað
eingöngu, enda eru þær ódýrari
og viðráðanlegri. Stórvirkjun
Blöndu getur þvi aðeins orðið
hagkvæm að markaður verði fyr-
ir mestallt rafmagnið strax.
í ágætri grein sem Jón Torfa-
son ritar I Morgunblaðið, „Siðbú-
ið Blöndusvar”, segir hann m.a.
„Pálmi (þ.e. Pálmi Jónsson
alþm.) staðfestigrunminnum að
engar áætlanir eru til um það
hvernig nota eigi raforkuna frá
Blönduvirkjun til innanlands-
þarfa”. Þetta er athyglisvert fyr-
ir þá sök að fylgismenn fyrirhug-
aðrar Blönduvirkjunar láta sem
svo að hún sé nauðsynleg fyrir
innanlandsmarkað. Margt fleira
athyglisvert kemur fram i grein
Jóns og ættu menn að kynna sér
það. Full ástæða er fyrir alla Is-
lendinga að huga að þessu virkj-
unarmáli, þvi það er stefnumark-
andi stórmál sem kemur öllum
við.
Þjóðargjöfin
1 tilefni af 1100 ára afmæli is-
lenzku þjóðarinnar árið 1974 hélt
Alþingi hátiöarfund á Þingvöllum
og var það liklega hápunktur há-
tiöahaldanna á þeim helga stað
þjóðarinnar þá. Aðeins eitt mál
var afgreitt á þessum þingfundi,
milljarðs króna fjárveiting til að
stöðva uppblástur og stækka
gróðurlendi fósturjarðarinnar.
Þetta frumvarp samþykkti Al-
þingi með atkvæðum allra þing-
manna, 60 að tölu. Þetta var ein
af stærstu stundum Alþingis þeg-
ar einhuga er staðið að stórmáli.
Þetta var ein af stærstu stundum
islenzku þjóðarinnar, sem löng-
um hefur búið við þröngan kost en
lifir nú við allsnægtir og velmeg-
un. Þessi fjárveiting var nefnd
þjóðargjöfin og túlkuð sem upp-
haf nýrra tima, er i gróður-
verndarmálum skuli stórauka
landgræðslu, snúa vörn i sókn, og
talað var um að greiða skuld
þjóðarinnar við landiö. öll þjóðin
fagnaði þessari ákvöröun.
Fagnaðarbylgja fór um mann-
fjöldann sem viðstaddur var á
Þingöllum.
Nú hvilir sú skylda á þjóðinni
allriað efna þetta heit. Sú skylda
Vií J r • K-YXK s n i T \
c /ö r:. ’ / A ■*' ■~'y—u'-y \
r/t rjOY Íl'í#¥ •
-- - 'ii \ V> • > %
1 Blör>t)uvlrkjunarav*ði4
] tómvæf>íf>
L<->nr>t<«ÁíÁ
Þ5o8t«M*. r f“""ffefcvrv • • >;.
Tillðgur m aAalverndarav**! ;fv«' *•