Tíminn - 02.02.1978, Blaðsíða 5
Lítið eitt um félags
mál Hnappdæla
Fimmtudagur 2. febrúar 1978
Tónlistar-
kennari á
Bildudal
Eyðimerkurþorsti tónlistar og
sönglifs er úr sögunni hér á Bildu-
dal, þvi hingað er kominn ungur
tónlistarkennari. Hann heitir
Kjartan Eggertsson og er úr
Reykjavik. Á Bildudal hefur ekki
verið maður, sem hefur haft þetta
með höndum i fjölda ára, þvi að
það fólk sem stóð að tónlistar-
starfi er ýmist flutt af staðnum
eða komið yfir i eilifðina. Þessi
ungi maður kennir á gitar, flautu
og pianó og annað fleira sem við-
kemur tónlist. Hann æfir kirkju-
kórinn og er að setja á fót karla-
kór. Það er mjög mikill áhugi
fyrir hendi á staðnum fyrir þess-
um málum, og kunnugt er um að
tónlistarkennarinn hefur yfirdrif-
ið að gera og vinnur langt fram á
kvöld. Hann sinnir þessu af mik-
illi elju og áhuga, og er það alltaf
Kjartan Eggertsson
goðs viti, þegar hugur og hönd
fylgja þeim störfum sem menn
vinna. Ég þakka fyrir mina hönd
og ég veit að allir staðarbúar
hljóta að vera mér sammála og
þegar vona ég að við fáum að
njóta hans kunnáttu sem allra
lengst. —Jón Kr. ólafsson
EH-DalNú nýverið gengust kven-
félögin i Hnappadalssýslu, þ.e.
Kolbeinsstaða- Eyja- og Mikla-
holtshreppum, fyrir félagsmála-
námskeiði. Einnig tóku þátt i þvi
nokkrar konur úr Staðarsveit.
Leiðbeinandi á námskeiðinu, sem
stóð i þrjá daga, var Sigriður
Thorlacius.
Þátttaka i námskeiðinu var góð
og konunum til gagns og ánægju,
og luku þær lofsorði á kennslu
Sigriðar. Var komið saman til
skiptis i félagsheimilum sveit-
anna.
Fyrir rúmu ári risu á legg tvö
ný félög i Hnappadalssýslu. í
fyrrahaust var stofnuð hér deild i
Slysavarnafél. tslands með mjög
almennri þátttöku og innan henn-
ar siðan mynduð björgunarsveit.
Slysavarnadeildin hefur m.a.
beitt sér fyrir þvi, að koma reyk-
skynjurum á hvert heimili á Fé-
lagssvæðinu, auk þess sem hún
hefur veitt björgunarsveitinni fé
til tækjakaupa. Björgunarsveitin
hefur aftur á móti haft æfingar og
námskeið og náð að eignast það,
sem kalla mætti lágmarkstækja-
kost til björgunarstarfa.
Þá var i fyrrahaust stofnaður
Lionsklúbbur Hnappdæla með
rúmlega 20 félögum. Hefur hann
haldiðreglulegafundi ogauk þess
staðið fyrir skemmtisamkomum
fyrir almenning.
Meðal annarra góðra verkefna
hans má nefna það, að i haust
unnu félagar hans að þvi, að
smiða grindur i fjárhús bóndans i
Sýðra-Skógarnesi, en hjá honum
brunnu f járhús og hlaða til kaldra
kola fyrr i haust. Var þetta lofs-
vert framtak Lionsmanna.
Þá hefur klúbburinn nýlega
fært björgunarsveitinni að gjöf
kr. 100.000.- til tækjakaupa.
Þess ber að óska að hin ný ju fé-
lög nái að dafna og starfa um
langa hrið.
Viðmið-
unarverð
ákveðið?
Loksins getum við nú_ boðið
hin viðurkenndu H/-F/ bílútvaros-
oa segu/bandstæki._____________
GV — 1 gærkvöldi hófet annar
fundur stjórnar Verðjöfnunar-
sjóðs, og var þar fjallað um til-
lögugerð um viðmiðunarverð á
hverri fisktegund og á hverjum
gæðaflokki fyrir sig.
— Ég á von á að eitthvað gerist I
kvöld sagði Davið Seðlabanka
stjóri og stjórnarformaður Verö-
jöfnunarsjóðs, er hann var spurð-
ur um hvort hann vænti ákvörð-
unar um viðmiðunarverð á fund-
inum. Verðið miðast við greiðslur
úr og i sjóðinn og fer það eftir út-
flutningsverði hvort borgað er i
sjóðinn eða úr honum.
Þess má fastlega vænta að við-
miðunarverðið verði nú hækkað,
en siðustu árin hefur það verið
jafnað með gengissigi. Nú er
frystideild Verðjöfnunarsjóðs
tóm, svo að erfitt verður að jafna
um greiðslur i sjóðinn án gengis-
röskunar.
Hættu-
ástand í
Keldu-
hverfi
— snjórinn
hylur
lífshættulegar
sprungur
ESE — Vegna mikils skafrenn-
ingsi Kelduhverfi i gær, stafar nú
mikil hætta af sprungum, sem
hulizthafa af snjó. Sérstaklega er
svæðið austan við Lyngás hættu-
legt.
Þær sprungur, sem um ræðir,
eru um 40—60 cm beiðar og mjög
djúpar, þannig að þetta eru stór-
hættulegar gildrur og full ástæða
til að hvetja fólk til að fara var-
lega.
Hjá Almannavörnum fengust
þær upplýsingar, að þó nokkuð
hefði borið á þvi, að fólk væri
þarna á ferli og sérstök ástæða sé
þvi tilað varafólk við hættunni og
fara ekki þarna um, nema það
eigi brýnt erindi.
Sökum þess ástands sem rikir,
hafa bændur þurft að vera á stöð-
ugu varðbergi til þess að varna
þvi að skepnur fari i sprungur.
Enn er ekki vitað um þaö hvort
tjón hefur orðið á skepnum, en
eins og ástandið er, þá má fast-
lega búast við þvi.
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ.
Verð frá ca. 16.000-
'CO
rv
(N
/SETN/NG SAMDÆGURS
BUÐIN Skipholti 19, R
sími 29800, (5línur)
ALLTIBÍLINN
4