Tíminn - 16.02.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 16. febrúar 1978 Verkfallsmenn andspænis rfkislögreglumönnum I Kentucky. Bandaríkin: Kolaframleiðendur ræða við forsetann Washington/Reuter Leiötogar kolaframleiöenda ákváöu I gær að verða við beiðni Carters for- seta um að koma til viðræðna til Hvita hússins til að binda endi á lengsta verkfall námuverka- manna i sögu Bandarikjanna. Verkfallið hefur nú staðið i 72 daga, og er nú orðið litið um eldsneyti i sumum rikjum Bandarikjanna. Verkfall kola- námumanna getur þvi orðið til þess að vinna stöðvist innan annarra iðngreina þegar orku- skorturinn fer aö gera verulega vart við sig. Carter boðaði i gær fulltrúa kolaframleiðenda og leiðtoga verkfallsmanna til fundar i Hvita húsinu. 1 bréfi sinu til vinnumálaráðherra sagði leið- togi kolaframleiðenda að „þjóð- in eigi ekki að vera i gislingu hjá þeim sem komið geta i veg fyrir orkuframleiðsluna”. Kvað leið- togi framleiðenda, Leisenring, að forsetinn ætti að kalla verka- menn til sin, þvi þeir ættu sök á þvi hve hægt gengi i samningun- um. Um siðustu helgi höfnuðu kolanámumenn samningum er gilda áttu næstu þrjú árin, en samningaumleitanir höðfu þá staðið i fjóra mánuði. Staðan sem nú hefur komið upp i verk- fallsmálinu, er talin verða þess valdandi að Carter verði að gripa til róttækari aögerða. Forsetinn hefur vald til að leita eftir þvi, að dómstóll skipi verkamönnunum að snúa aftur til vinnu i 80 daga, en talið er að forsetinn sé tregur til að beita slikum aðgerðum. I Ohio, Vestur-Virginiu og Indiana hefurþegar verið tilkynnt að gripið verði til raf- magnsskömmtunar. Begin óánægð ur með vopna- sölu til Araba Egyptar þögulir um vopnasöluna Jerúsalem, Kairó/Reuter. I gær fordæmdi Begin forsætisráðherra Israels harðlega þá ákvörðun Bandarikjastjórnar að selja Egyptum og Saudi-Aröbum her- flugvélar. Begin sagði i þinginu að þessi vopnasala væri „ógnun við öryggi tsraels og friðarum- leitanir”. Hann þakkaði Carter forseta fyrir að bjóða tsraels- mönnum 90 orustuþotur til kaups, en gagnrýndi hliðstætt boð til Saudi-Araba og Egypta. Begin kvaðst vonast til að Bandarikja- 'menn seldu Israelsmönnum meira af vopnum þar sem 90 flug- vélar væri minna en óskað hefði verið eftir. Varnarmálaráðherra tsraels, Ezer Weizman, mun fara / Sadat og Carter skeggræða um vopnaverzlun. BEZTU KAUP ÁRSIIMS Eigum fyrirliggjandi nokkra bíia af gerðinni 160 Hardtop SSS árgerð 1977 á sérstak/ega góðu verði til Bandarikjanna i marz og óskar • þá væntanlega eftir frekari vopnakaupum. Egyptar telja að boð Banda- rikjastjornar þess efnis að Egypt- ar fái keyptar F-5 þotur sé fyrsta merki þess að Carter styðji Sadat i friðarumleitunum hans, jafnvel þótt Sadat hafi kallað vélarnar „tiunda flokks”. Engar opinberar yfirlýsingar hafa þó verið gefnar um málið i Kairó. Þetta er i fyrsta skipti sem Bandarikjastjórn hefur samþykkt að selja Egyptum vopn, hingað til hafa þeir einvörðungu fengið keyptar birgðaflutningavélar i Bandarikj- unum. Sadat bað um fullkomnar orustuþotur er hann var i heim- sókn i Bandarikjunum á dögun- um, en Rússar hafa neitað að selja Egyptum vopn siðan slettist upp á vinskapinn 1972. Vance ut- anrikisráðherra Bandarikjanna hefur lýst þvi yfir að stjórnin telji F-5 flugvélarnar fullnægja þörf- um Egypta hvað vörnum viðkem- ur. Egyptar flytja vopn til Sómalíu - flutningavél neydd til að lenda í Nairobi Bíllinn er einn af topp-bílum verksmiðjanna og hafa verið eftirsóttir í Rally-keppnir — enda unnið í mörgum slíkum — undir skráningunni DATSUN BL 710 — Áætlað verð kr. 2.775.000 með ryðvörn, beltum og fleiru. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 8-45-10 & 8-45-1 1 %! SPARIÐ BENZÍN OG KAUPIÐ Vbl DATSUN Nairobi/Reuter.Egypzk flugvél á leið til Sómaliu með 244 sprengjur var neydd til að lenda á flugvell- inum iNairobi. Egypzk stórnvöld höfðu sótt um leyfi til að fá að fljúga i lofthelgi Kenya á leið til Sómaliu en leyfið fékkst ekki, Fréttastofa Kenya sagði, að siðan sótt var um leyfið, hefðu þrjár egypzkar Boeing 707 þotur flogið yfir Kenya, ein á mánudag, og tvær á þriðjudag. Talið er að flug- vélarnar flytji vopn til Sómaliu- hers. Þegar fjórða flugvélin flaug i lofthelgi Kenya i gær, neyddi loft- her Kenya hana til að lenda á Embakasi flugvelli i Nairobi. Sendiherra Egypta i Kenya hafði tilkynnt utanrikisráðuneytinu i Nairobi að flutvélarnar flyttu sjúkragögn til Sómaliu. Sómaliu- menn hafa beðið margar þjóðir um vopn eftir að þeir riftu vin- áttusattmálanum við Moskvu, á siðasta ári. Á blaðamannafundi i fyrradag sagði sendiherra Eþiópiu i Kenya að Egyptar væru meðal þeirra þjóða sem seldu Sómaliumönnum vopn. Kvað sendiherrann, Meng- iste Desta, Araba, íranbúa og Vesturlandabúa hafa bundizt samtökum um að veita Sómaliu hecnaðaraðstoð. Eitt af áformun- um sagði Desta vera að senda 5.000 egypzka hermenn til Ogaden eyðimerkurinnar til að taka þátt i bardögunum við Eþiópiumenn. I fréttum fréttastofu Kenya sag i, að þegar Kenyabúar áttu i átökum við Sómaliumenn á sjö- unda áratugnum, hefðu Egyptar selt Sómaliumönnum vopn. eriendar fréttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.