Tíminn - 16.02.1978, Síða 6
6
Fimmtiidagur 16. febrúar 1978
UPPLYSINGASKYLDA
ALMANNASTOFNANNA
Lagt var fram á Al-
þingi i gær frumvarp til
laga um aðgang að upp-
lýsingum hjá almanna-
stofnunum. Er frum-
varpið samið af nefnd
sem ólafur Jóhannesson
dómsmáiaráðherra
skipaði i september
1976.
Frumvarpið um al-
menna aðgang að upp-
lýsingum er svohljóð-
andi:
I. kafli. Um almennan aögang aö
upplýsingum.
X. gr.
Lög þessi taka til almanna-
stofnana hvort sem þær eru á
vegum rikis eöa sveitarfélaga,
þar á meöal til Alþingis og dóm-
stóla aö löggjafar- og dómstörf-
um þó frátöldum.
Ennfremur taka þau til fyrir-
tækja sem eru algerlega í eigu
rikis eöa sveitarfélaga.
2. gr.
öllum er heimilt aö kynna sér
skjöl í málum, sem eru eöa hafa
veriö til meöferöar hjá stofnun-
um, sem nefndar eru í 1. gr.,
nema á annan veg sé mælt i þess-
um lögum eöa öörum.
Almenn þagnarskylduákvæöi
hegningarlaga og laga um
skyldur og réttindi starfsmanna
rikisins takmarka ekki skyldu til
aö láta i té upplýsingar sam-
kvæmt lögum þessum.
1 beiöni skal tilgreina málið
sem skjöl varða, er hlutaöeigandi
óskar aö kynna sér.
3. gr.
Heimiídin i 2. gr. nær ekki til
skjala er hafa aö geyma upp-
lýsingar um eftirtalin atriöi nema
sá er i hlut á samþykki aö skjöl
séu birt:
1) Einkahagi og fjármál ein-
staklings.
2) Tækni, rekstur eða viðskipta-
aöstööu einstaklings eða fyrir-
tækis ef það varðar hlutaöeig-
anda miklu fjárhagslega aö
beiðni sé synjaö.
4. gr.
Þegar mikilvægir almanna-
hagsmunir krefjast er heimilt aö
undanþiggja ákvæöum 2. gr. skjöl
sem hafa að geyma upplýsingar
um:
1) öryggi rikisins og varnir
landsins.
2) Samskipti viö erlend ríki og
fjölþjóöastofnanir.
3) Ráöstafanir stjórnvaldshafa
eöa stjórnvaldsstofnunar tileftir-
lits þar til einstökum aögeröum
er lokiö.
4) Mál sem til rannsókna eru, þar
sem ætla má aö lögbrot hafi verið
framiö.
5) Fyrirhugaöa hagræðingu eöa
breytingu i rekstri þeirra stofn-
ana og fyrirtækja sem getur i 1.
gr.
6) Fyrirhugaðar ráðstafanir i
fjármálum rikis og sveitarfélaga
þar á meöal i gjaldeyrismálum,
peningamálum, skattamálum,
tollamálum og til annarrar tekju-
öflunar svo og i kjaramálum
starfsmanna þeirra stofnana og
fyrirtækja sem 1. grein tekur til.
7) Viðskiptamál fyrirtækja rikis
og sveitarfélaga til verndar
rekstrar- og samkeppnisaöstöðu
þeirra.
8) Hvers konar prófraunir sem
fyrirhugaöar eru á vegum rikis
og sveitarfélaga.
5. gr.
Ef ákvæöi 3.-4. gr. taka ein-
ungis til hluta skjals er mönnum
heimilt að kynna sér annaö efni
skjalsins.
Ráðherra sá er hlut á aö máli
getur ákveöiö að einstakir mála-
flokkar og tilteknar tegundir
skjala skuli vera undanþegnar
ákvæöum 2. gr., enda séu skjölin
þess eðlis aö þau féllu almennt
undir ákvæöi 3.-4. gr., þannig aö
beiðni samkvæmt 2. gr. yrði
synjað.
6. gr.
Heimild sii sem veitt er i 2. gr.,
nær til eftirtalinna gagna:
t) Allra skjala sem snerta mál
það er upplýsinga er óskað um
þar á meðal afrita útsendra
skjala þegar ætla má aö þau hafi
borizt viötakanda.
2) Dagbókarfærslna er lúta aö
skjölum málsins,efnisútdrátta úr
þeim og hvers konar skráningar
þeirra.
7. gr.
Nú eru veittar munnlegar upp-
lýsingar sem mikilvægar má
telja fyrir úrslitmálsog ber þá að
skrá efni þeirra og leggja þaö
sem skráöhefur veriö meö öörum
gögnum málsins.
8.gr.
Eftirtalin gögn er þó heimilt aö
undanþiggja ákvæðum 6. gr.:
1) Fundargeröir ráöherrafunda.
2) Vinnuskjöl starfsmanna þeirra
stofnana og fyrirtækja sem um
getur I 1. gr. svo sem minnis-
greinar, frásagnir, skýrslur, upp-
köst, tillögur og áætlanir.
3) Bréfaskipti almannastofnana
og fyrirtækja viö sérfræöinga til
afnota i dómsmálum eöa til
ákvöröunar um þaö hvort mál
skuli höföa.
alþingi
4) Skjöl sem lúta aö hvers konar
lagasetningu þar til frumvarp
hefur veriö lagt fram á Alþingi.
Il.kafli. Um aögang málsaöila aö
upplýsingum.
9. gr.
Aðilum máls er heimilt aö
kynna sér skjöl sem 2. gr. nær til
þrátt fyrir ákvæði 3.-4. gr. Þetta
er þó ekki heimilt ef hagsmunir
aðila af þvi aö notfæra sér
vitneskju úr skjölum málsins
þykja eiga aö vikja f yrir rikari al-
manna- eöa einkahagsmunum.
Nú á þetta aðeins við um hluta
skjala og á aðili þá rétt á aö
kynna sér þaö aö öðru leyti.
Akvæöi laga um þagnarskyldu
takmarka ekki skyldu til aö veita
málsaöilum upplýsingar sbr. þó
1. mgr.
Nú varðarþaö aðila miklu að fá
afrit eða ljósrit af málskjölum til
þess aö gæta hagsmuna sinna og
skal þá orðið við beiðni hans aö
svo miklu leyti sem þaö sam-
rýmist 1. mgr.
10. gr.
Nú fer aöili máls fram á aö fá
aö kynna sér skjöl meðan mál er
til meðferöar og skal þá af-
greiðslu þess frestaö unz aðili
hefur kynnt sér skjölin enda beri
lögum samkvæmt aö veröa viö
beiöni hans.
Afgreiðslu máls skal þó ekki
frestaö ef sérstakir almanna- eöa
einkahagsmunir mæla gegn þvi.
11. gr.
Ef þvi verður viö komiö skal
stjórnvaldshafi sá er mál hefur
meö höndum, vekja athygli aöila
á þvi, að mál hans sé til umfjöll-
unar hjá stjórnvaldsstofnun,
nema ljóst sé aö hann hafi fengið
vitneskju um þaö fyrirfram.
Aöili getur hvenær sem er
krafizt þess aö afgreiöslu máls sé
frestaö unz hann hefur gertgrein
fyrir afstööu sinni. Heimilt er aö
setja aöila ákveðinn frest til að
láta umsögn sina i té. Ákvæði 2.
mgr. 10. gr. gilda þó eftir þvi sem
við á.
III. kafli. Almenn ákvæöi.
12. gr.
Forstööumaöur almannastofn-
unar eða fyrirtækis tekur
ákvöröun um þaö hvort upp-
lýsingar skuli veittar samkvæmt
lögum þessum.
Forstööumaður metur hvort
orðið skuli viö beiöni þegar i stað
eöa siðar og hvort þeim sem
beiönina ber fram skuli heimilaö
að kynna sér skjölin á staönum
eöa hvort honum skuli látiö i té
eftir eöa ljósrit af þeim. Avallt
skal stefnt aö þvi aö beiöni sé af-
greidd eins fljótt og veröa má.
13. gr.
Sá, sem einhverra hagsmuna
hefur að gæta, getur skotiö
ákvörðun samkvæmt 1. mgr. 12.
gr. beint til þess ráöherra, eða
sveitarstjórnar, sem stofnun eöa
fyrirtæki lýtur. Úrskuröi sveitar-
stjórnar má skjóta til félags-
málaráðherra.
Ráðherra er skylt aö leita álits
sérstakrar nefndar, áður en kæra
samkvæmt 1. mgr. er tekin til úr-
skurðar.
t nefnd þessari eiga sæti fimm
menn, en aöeins þrir þeirra taka
þátt i afgreiöslu hvers máls.
Hæstiréttur skipar oddamann og
varamann hans, en sameinað Al-
þingi kýs aöra nefndarmenn.
Nefndarmenn skulu skipaöir eöa
kosnir til fjögurra ára.
Oddamaöur tilnefnir hverju
sinni meö sér tvo menn úr hópi
hinnakjörnu nefndarmanna til að
taka þátt í aígreiöslu mals er
nefndinni berast. Alit nefndarinn-
ar er aðeins til leiöbeiningar, en
ekki bindandi fyrir ráðherra.
I4.gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar
1979.
Útdráttur úr greinargerö er
fylgdi frumvarpinu.
Lengi hefur verið taliö nauö-
synlegt, aö landstjórnarmenn
gerðu almenningi grein fyrir
geröum sinum og hag landsins.
Ef miðað er viö þriskiptingu
rikisvalds, má segja aö bæöi lög-
gjafarvald og dómsvald hafi
starfaö aö mestu fyrir opnum
tjöldum og birt geröir sinar, en
meiri leynd hvilt yfir störfum
framkvæmdavalds.
Á Alþingi 19. mai 1972 var sam-
þykkt svolátandi þingsályktun:
„Alþingi ályktar aö fela rikis-
stjórninni að láta undirbúa og
leggja fyrir næsta þing frumvarp
tillaga um, hver sé skylda stjórn-
valda og rikisstofnana til að
skýra opinberlega frá störfum
sínum og ákvöröunum og hvenær
beri aö veita þeim, sem þess
óska, aögang aö reikningum og
skjölum, sem almenning varöa.”
Tillögunni var á Alþingi visaö til
nefndar, sem lagöi til að hún yrði
samþykkt meö smávægilegum
breytingum. A Alþingi uröu litlar
umræöur um tillöguna áöur en
hún var samþykkt mótatkvæba-
laust.
Frumvarp til laga um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda var siöan
lagt fyrir Alþingi i febrúar 1973.
Frumvarpið var samiö aö beiðni
dóms- og kirkjumálaráöuneytis-
ins. Var það ekki útrætt og siðan
lagt fyrir að nýju haustið 1973.
Fékk það dræmar undirtektir og
varð ekki heldur útrætt.
Með bréfi dagsettu 16. sept. 1976
fól Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, Baldri Möller,
ráöuneytisstjóra, Einari Karli
Haraldssyni, fréttastjóra og Sig-
urði Líndal, prófessor, aö endur-
skoða frumvarpiö eða semja nýtt
frumvarp um þetta efni. Valdi
nefndin þann kostinn aö semja al-
gerlega nýtt frumvarp og liggur
þaðhér fýrir. Ritari nefndarinnar
hefur verið Eirikur Tómasson,
aöstoðarmaður dómsmálaráö-
herra.
Kaupgj aldsbaráttan
anfarinna ára oi
í kjörklefann
Ríkisstjórnin virkur aðili í
um kaup og kjör
Nýlega hafa alþingismennirnir
Gunnar Sveinsson og Ingvar
Gislason lagt fram á Alþingi til-
lögu til þingsályktunar um aö rik-
iö sé virkur aöili aö kjara-
samningum vinnumarkaðarins.
Tillagan er svohljóöandi:
Alþingi ályktar að fela félags-
málaráðherra aö undirbúa i sam-
ráöi við aðila vinnumarkaöarins
frumvarp til laga er feli I sér aö
rikisstjórnir séu á hverjum tima
virkur aöili aö heildarkjara-
samningi um kaup og kjör i land-
inu ásamt aðilum vinnu-
markaðarins.
Meö tillögunni fylgir eftirfar-
andi greinargerö:
Ollum hugsandi mönnum hlýt-
ur aö vera það mikið áhyggjuefni
hvernig veröbólgan hefur tröll-
riöiö islenzku þjóöfélagi I mörg
ár, þó sjaldan hafi verið eins og
nú. Til þessa ástands eru margar
samverkandi orsakir svo sem
stjórn peningamála og fjár-
festingarmála, út- og inn-
flutningsverzlunar, ásamt kaup-
gjalds- og verölagsmálum sem
eru liklega stærsta atriöiö af þeim
sem hér hafa verið upp taiin.
Sú þingsályktunartillaga sem
hér er flutt felur I sér aö rikis-
valdið gerist beinn þátttakandi I
gerð kjarasamninga og taki
þannig fulla ábyrgö á fram-
kvæmd þeirra á svipaðan hátt og
um eigin starfsmenn væri aö
ræða.
Nokkrar tillögur hafa komið
fram á þessu þingi er snerta kjör
hins almenna launþega fluttar af
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins svo sem tillaga um hámarks-
laun og tillaga um aö rikið semji
beint viö Stéttarsamband bænda.
Tillaga um þaö mál er einnig
væntanleg frá rikisstjórninni.
Aöur hefur Alþingi nokkrum
sinnum sett lög er snerta kjör
launþega i landinu. Er þar
skemmst aö minnast laga sem
vinstri stjórnin setti 1971 um
styttingu vinnuvikunnar og leng-
ingu orlofs.
Umræöur um aö bændur semji
samningum
beint viö rikisstjórnina hafa fariö
fram nokkur ár. Um þaö mál
hefur veriö nokkuö góð samstaöa
meðal bænda en deilur um fram-
kvæmd hafa veriö miklar og
hindraö framgang málsins. Nú
viröist samstaða hafa náöst um
máliö og á þessu þingi mun rikis-
stjórnin bera fram frumvarp er
felur i sér aö bændur semji beint
við rikisstjórnina um kaup og
kjör og er ekki aö efa aö þaö
verður samþykkt.
Nýlega hafa verið geröir
samningar viö opinbera starfs-
menn um kaup og kjör og þeir
fengið takmarkaðan verkfalls-
rétt. Rikiö semur þar við 14%
launþega I landinu i flestöllum
stéttum þjóðfélagsins.
Fiskverö er ákveðið i flestum
tilfellum af yrirnefnd þar sem
rikið skipar oddamann. Má þvi
með nokkrum sanni segja aö ar sé
rikið viðsemjandi á svipaöan hátt
og hjá bændum.
Þaö er því augljóst aö nú þegar
semur stór hluti af launafólki i
landinu beint viö rlkisvaldið og ef
við litum til samningageröa und-
anfarinna ára er um óbeina
samningagerö aö ræöa gagnvart
miklu fleiri aðilum. Eins og flest-
um mun kunnugt hefur veriö stillt
upp tveim stórum samninga-
nefndum frá aöiium vinnu-
markaöarins til samningsgeröa
meö ærnum tilkostnabi. Þó hafa
þessar samninganefndir raun-
verulega veriö getu- og úrræöa-
lausar til samninga. Atvinnurek-
endur hafa vitaö i flestum tilfell-
um aö þeim var um megn aö
greiða þaö kaup er um var verið
að semja en hafa i trausti þess aö
rikisvaldið gripi i taumana meö
aðstoð samiö langt umfram þaö
sem þeir gátu staðið viö meö
auðsæjum veröbólguáhrifum.
Meö almennri þátttöku rikis-
valdsins i samningagerö og raun-
Ihæfum áhrifum þess mundi vinn-
,ast m.a. samræming launataxta,
isem er mjög stórt atriði i allri-
isamningsgerö. En eins og flestum
er kunnugt rikir mikiö ósamræmi
imilli samninga rikisvaldsins og
atvinnurekenda og milli þeirra
siöarnefndu innbyrðis. Má nefna I
]þvi sambandi aö eftir heildar-
:5amninga ASl við atvinnurek-
endur á s.l. ári komu samningar
írikisins við opinbera starfsmenn.
Var þar miðað við að leiðrétting
fengist á kjörum þeirra til sam-
ræmis viö þá er áöur voru búnir
aö semja. En þegar upp var
staðið voru samningar opinberra
starfsmanna mun hagstæöari en
Itiinir fyrrnefndu, fyrir utan ýmis
friöindi, sem opinberir starfs-
menn hafa. Þetta skapar nú þeg-
ar ósamræmi sem hægt heföi ver-
íð aö komast hjá. Staðreynd er aö
þjónusta og umsvif rikisins eru
oröin þaö mikil hér á landi að
segja má aö launaskrá rikisins
spanni flesta þætti þjóölifsins.
Það er þvi ekki stór vandi fyrir
rikisvaldiö að finna flestum
Starfsmönnum staö i sinni launa-
skrá en meö þvi mundi skapast
heildarsamræming á öllum laun-
um i landinu þó aö þvi tilskildu að
gott samstarf og samvinna tækist
meö rikisvaldinu og launþega-
samtökum og öörum aöilum
vinnumarkaöarins.
Annar kostur við aö rikiö sé
virkur aðili aö heildarsamningum
eru skarpari mörk en nú eru um
hvaö er verið aö semja og viö
hverja er veriö að semja.
1 mörgum undánförnum
samningum milli aöila vinnu-
markaðarins hafa þessi mörk
ekki komiö nógu skýrt fram. For-
usta launþegasamtakanna hefur
túlkaö viösemjendur sina sem
hina raunverulegu viðsemjendur
er sætu yfir þvi fjármagni að þeir
gætu auöveldlega greitt hærra
kaup ekki aöeins i krónum, heldur
hærri rauntekjum. Hækkaö kaup
heföi ekki áhrif til hækkunar
verölags og þar með verö-
bólguaukningu.
Raunveruleikinn er allt annar.
Atyinnurekendur hafa ekki getaö
samiö án þess aö sú kauphækkun
færi út I verðlagiö. Þeir hafa þvi
samið upp á fyrirgreiöslu rikis-
valdsins meö gengisfellingu eöa
hækkaöa skatta i huga. Afleiðing-
Framhald á bls. 19.