Tíminn - 08.03.1978, Side 3

Tíminn - 08.03.1978, Side 3
Miðvikudagur 8. marz 1978 3 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Birgir ísleifur efstur — aörir taka að rása FI — Röð borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins hefur breytzt mjög eftir prófkjörið nú um helg- ina að öðru leyti en því, að Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjöri skipar enn efsta sætið. Mestu til- flutningarnir eru hjá Davið Odd- syni, sem fer úr 10. upp i 4. sæti, Elinu Pálmadóttur og Ragnari Júliussyni, sem bæði falla um þrjú sæti. Elin er nú i 8. og Ragn- ar i 10. sæti. Atkvæði greiddu 10.833 eða 40,2% sé miðað við at- kvæðamagn flokksins I siðustu borgarstjórnarkosningum. Auðir seðlar og ógildir voru 198. Orslitin urðu annars á þá leið, að sjö frambjóðendur fengu yfir 50% atkvæða og hlutu þar með bindandi kjör. Þeir voru, — i réttriröö: Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri með 9.305 atkvæði eða 85,9%. ólafur B. Thors borgarfulltrUi með 7.755 atkvæði eða 71,6%. Flyzt upp um eitt sæti. Albert Guðmundsson borgarfull- trúi með 7.559 atkvæði eða 69,8%. Færist niöur um eitt sæti. Davíð Oddsson borgarfulltrúi með 6.628 atkvæði eða 61,2%. Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi með 5.884 atkvæði eða 54,3%. Flyzt upp um eitt sæti. Páll Gislason borgarfulltrúi með 5.881 atkvæði eða 54,3%. Flyzt upp um þrjú. Markús örn Antonsson borgar- fulltrúi með 5.650 atkvæði eða 52,2%. Fellur um þrjú sæti. Aðrir hlutu ekki bindandi kjör, en Elin Pálmadóttir borgarfull- trúi lenti i áttunda sæti eins og áð- ur sagði, hlaut 4.690 atkvæði eða 43,3% og Sigurjón Fjeldsted skólastjóri hreppti niunda sætiö með 4.336 atkvaeðum eða 40,0%. í tiunda sæti varð svo Ragnar Júliusson borgarfulltrúi með 4.239 atkvæði eða 39.1%. Birgir isleifur Gunnarsson Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi: Axel langefstur FI — Úrslit prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins i Kópavogi til bæjar- stjórnar fóru á þá leið, að Axel Jónsson alþm. var langefstur með 243 atkvæði i fyrsta sæti, 503 atkv. samtals og 58,9% atkvæða- magn. Alls kusu 856 manns eða tæplega 50% miðað við bæjar- stjórnarkosningarnar siðustu, en þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn i Kópavogi 1965 atkvæði. Kenna menn ýmsu um svo dræma þátt- töku, m.a. veðrinu. 1 öðru sæti varð Guðni Stefáns- son járnsmiðameistari með 198 atkvæði i fyrsta sæti, 381 atkv. samtals eða 44,6%. Bragi Michaelsson frkstj. hlaut 262 atkvæði i þriðja sæti, 402 atkvæði samt. eða 47,07%. Grétar Norðfjörð flokksstj. varð i fjórða sæti með 243 atkvæði, 345 samt. eða 40,04%. Steinunn Sigurðar- dóttir húsmóðir varð i fimmta sæti með 259 atkvæði, 329 samt. eða 38,52%. 1 sjötta sæti varö Stefnir Helgason frkstj. með samtals 298 atkvæði eða 34,8%. Aðeins kjör Axels er bindandi. íbæjarstjórnKópavogs sitja nú fjórir menn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, Axel, Bragi, Richard Björgvinsson, sem ekki gaf kost á sér i prófkjörið, og Stefnir. Fall Stefnis niður i sjötta sæti er sagt eðlilegt, þar sem hann hafi ekki stefnt hærra að þessu sinni. Kjarvalsstaðir ljósmyndari og Aðalsteinn Ingólfsson flytja þá.Ennfremur er á döfinni aö hafa kvikmynda- sýningar, þ.a.m. þrjár kvik- myndir um Kjarval. Þá sagði Aðalsteinn að einna stærstu tiðindi frá Kjarvalsstöö- um væruþau,aðkaup hefðu verið fest á nvium Steinway flygli, en hljóðfæri af þvi tagi hafi lengi stort á staðnum. Hljóðfæriö mun væntanlega vigt á hljómleikum þ. 4. april, en þá standa Kjarvals- staðirfyrir tónleikum sænsk-ung- versku söngkonunnar Ilona Mar- os. Aðalsteinn sagði að ýmsir örðugleikar hefðu komið upp varðandi starfsemi hússins. Væru þeir m.a. vegna fjárskorts ogsvotilómögulegtværiað halda uppi alhliða lista og menningar- starfsemi i húsinu á þvi framlagi, sem borgin úthlutaði þvi. A sið- asta ári voru þaö ein og hálf milljón króna, oghefur sú upphæð ekki hækkað i ár. Sagði Aðal- steinn að hann stórefaðist um að Dagskrá Kjarvals- staða kynnt Fjárskortur háir starf seminni JB— „Dagskráin er heldur seinná á ferðinni nú en oft áður og er or- sök þess sú, að samningstimabil þess listráðs, sem nú situr, rann út um áramót og i stað þess aö gera nýja samninga voru þeir eldri framlengdir til fyrsta júlir og urðum við að biða eftir sam- þykki borgarráðs áður en við gát- um látið til skarar skriða, — sagði Aðalsteinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Kjarvalsstaða, á fundi með fréttamönnum, þar sem hann kynnti dagskrá hússins sem hófst fyrsta marz og stendur til októberbyrjunar. Að þvi er Aðalsteinn sagði hafa seglin verið dregin nokkuð saman hvað starfsemi hússins varðar, miðaðvið fyrra ár. En dagskráin nú er þó fjölbreytt og kennir þar margra grasa. Það verður um aö ræða hefðbundnar einkasýningar, erlendar sýningaraf ýmsu tagi og margt fleira. Sú nýjúng verður i starfsemi Kjarvaisstaða að þessu sinni að Þjóðleikhúsið verður þar með leiksýningar, og kom þetta að sögn Aðalsteins til eiginlega fyrir tilviljun. Þannig var að. við fórum með áformaða sýningu en hún datt upp fyrir sig og fréttum við þá að Þjóðleikhúsið væri á höttunum eftir húsnæði fyrir sýn- ingar. Það mun verða hér meö átta til tiu sýningar. Erró verður ísafjörður Lögregla í eltingarleik við dauðadrukkinn ökumann ESE —Ekki er ofsögum sagt af glöggskyggni ýmissa lögreglu- manna. Á aðfaranótt s.l. sunnu- dags, voru lögreglumenn frá Bol- ungarvik á ferðinni i Óshlíð, á leið frá Isafirði til Bolungarvikur. Er þeir áttu skamman spöl ófarinn, mættu þeir fólksbifreið af rúss- neskri gerð, sem ekki er óalgengt þar vestra, en hitt var þaö sem lögrelguþjónunum fannst merki- legra eftir að þeir höfðu ekið nokkurn tima eftir slóð bilsins, sem þeir höfðu nýlega mætt og var þá þó nokkuð langt að baki. Slóðin var nefnilega skrykkjótt i meira lagi, en hún sást mjög greinilega i nýföllnum snjónum. Lögregumennirnir höfðu þegar hér var komiö sögu,samband við kollega sina á Isafirði og báðu þá um að kanna ferðir umrædds öku- tækis og athuga ástand öku- manns. Lögreglan á ísafiröi brá skjótt við enda er um gott sam- starf að ræða milli þessara ná- grannabæja i löggæzlumálum. Ekki höfðu isfirzku lögregluþjón- arnir leitað lengi er þeir uröu var- ir við bilinn, og gáfu ökumanni hans stöðvunrmerki, en það virti hann i engu heldur jók hraöann og stefndi á meira en 100 km fe'rð i áttina tU Isafjarðar og það við hin verstu akstursskilyrði. Eftir langan eltingarleik tðkst lög- reglumönnunum að stöðva bUinn og reyndist ökumaður hans vera dauðadrukkinn. Ekki olli hann neinu tjóni með þessari glæfra- keyrslu, en oft munaði mjóu að hann færi út af flughálum vegin- um, og eins og einn lögreglu- þjónninn á ísafirði sagði i viðtali við blaðið ,,þá keyrði hann á yztu nöf”. Búnaðarþing andvígt tillögu Eyjólfs Konráðs HEI —Eitt af þeim málum, sem Búnaðarþing hefur haft til um- fjöllunar, var að taka afstöðu til þingsályktunartillögu er Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaöur hefir borið fram á Alþingi, um breytingará greiðslu rekstrar- og afurðalána. Tillagan gengur út á að bændur fái afurðalánin greidd beint frá bankastofnunum. Búnaðarþing ályktaði að mæla gegn samþykkt tillögunnar. Höfuðrökstuðningur á þinginu gegn tillögunni var, að um yrði að ræða mjög aukna skriffinnsku i sambandi við lánVeitingarnar og stóraukinn kostnað lántaka vegna stimpilkostnaðar og þinglýsinga. Varðandi rekstrarlánin eru þau aðhluta til eingöngu vegna fram- leiðslu sauðfjárafurða en að hluta til njóta mjólkurframleiðendur þeirra einnig i formi fóður- birgðalána sem ná til hluta landsins og lána er fara til Áburðarverksmiðju rikisins sem endurlánar bændum vegna áburðakaupa. Þá má benda á að ekki hafa komið fram neinar ákveðnar ósk- ir um breytt fyrirkomulag á greiðslu lánanna og að breyting sú er lögð er til i frumvarpinu muni siöur en svo stuöla aö um- bótum i lánamálum landbúnaðar- ins að mati Búnaðarþings. hér með sýningu á Listahátiðinni, en það eru um þrettán ár frá þvi hann sýndi hér síðast. Viö erum að stila upp á erlenda sýningu seinni part júni til júli og eru það fjórir ungir framúrstefnumenn sem þá munu sýna verksín. Þessi sýning veltur þó á fjárstyrk Norræna menninga rs jóðs- ins.Listráð verður með sýningu i ágúst og verður þá liklega ein- hver eintem islenzk sýning, t.d. á portrett myndum frá upphafi,” sagði Aðalsteinn. Aö þvi er kom fram á fund- inum, er leitazt við að hafa stöðugar sýningar annars staðar i húsinu. T.d. stendur nú yfir sýn- ing á bókum og plaggötum frá danska útgefandanum Hans Jörgen Bröndum. A næstunni er áætlað að setja upp sýningu i skápum á listgripum Magnúsar Tómassonar myndlistamanns, og seinni hluta marz verður sýning á ameriskum teppum (quilts) á göngum Kjarvalsstaða, en þau eru gerð af ameriskri listakonu, Lindu Schaepper. í sambandi við sýninguna er áformað að halda stutt námskeið i gerð slikra teppa. Þá mun listráð standa fyr- ir fyrirlestraröð um nokkrar list- greinarog munu Gestur Ólafsson arkitekt, Guðmundur Ingólfsson það hrykki til i ár. Einnig sagði hann, að lögun hússins gerði mjög erfitt fyrir um sýningarnar og hefði reynzt öllum erfið er reynt hafi að starfa þar. Enn- fremur hefðifyrirkomulagið, sem nú er á stjórn hússins, reynzt slæmt og þyrfti að breytast. Kvaðst hann sjálfur ætla að hætta, þegar starfstimi þessa nú- verandi listráðs rennur út. Aðsókn hefur verið með minna móti á þessu ári og seinni hluta árs i fyrra. Það er einhvers konar tregða þrátt fyrir að um góða at- burðiséaðræðahér.Það er alltaf möguleiki á aö lifga upp og fá meiriaðsókn.en til þess þarf bæði meiri peninga og starfsfólk, sagði Aðalsteinn. Annars veröur dag- skráin sem hér segir: I Vestur-sal., marz 1-15. Þjóöleik- húsið: „Grænjaxlar” marz 16-28. Styrktarfélag vangefinna, sögu- sýning. mar.29.-apr.ll.— Kjartan Guðjónsson. apr.12-25 — Vil- hjálmur Bergsson. apr.26-mai 9. — Ragnar Páll. mai 10-23. — Sigurður örlygsson/Hörður Karlsson. Mai.24-jún.27. — Lista- hátið i Rvk. (Erró). Jún. 28.-júl.25. — Erlend sýning vænt- anleg. Júl.26.-ág.8. — Steingrim- ur Eyfjörð/Margrét Reykdal. Ag.9.-22. — Sýning á vegum List- ráðs. Sept.6-9. — Veturliði Gunnarsson. Sept.20-okt.3 — Agúst Petersen. I Austursal hefst Kjarvalssýning fyrsta marz. Erró verður einnig i þeim sal á listahátiðinni og siðan veröur Sumarsýning á verkum Kjarvals. Frönsk nútimalithogi afia er nú til sýnis i franska bóka- safninu að Laufásvegi 12. Fimmtiu og eitt verk eru á sýningunni eftir jafnmarga listamenn. Þarna innan um má finna mjög fræg nöfn eins og Miro, Vasarely og Buffet, og eins og sést á þessari upp- talningu eru hér ekki eingöngu á ferðinni franskir listamenn. heldur allra þjóða og allt til Kina. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa unnið verk sin að mestu á franskri grund og fengið innblástur sinn þar. Sýningin er opin frá kl. 17—22 dag hvern aö undan- skildum 9. marz. Tímamynd: Róbert Verður slegizt um ísl. fiskinn í Hull? SSt — Það má fastlega búast við þvi að fiskkaupmenn úr öðrum fiskimannaborgum leggi leið sina til Hull, þegar fiskur af tslands- miðum fer að berast þangað aftur sagði Kristján Ragnarsson for- maður LtO, en hann kom til landsins i gær frá Englandi, þar sem samþykkt var yfirlýsing þess efnis að löndunarbanni Islenzkra fiskiskipa yrði aflétt i Hull frá og með 6. marz. Sú yfirlýsing verður svo endurskoðuð að ári að feng- inni reynslu. Vafalaust verður áhugi útvegs- manna hér heima á að landa fiski i Hull nokkuð misjafn. Það fer mikið eftir þvi hvort þeir hafa umtalsverða fiskvinnslu hérna og hvort fiskverðið i Hull verður gott, sagði Kristján Ragnarsson ennfremur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.