Tíminn - 08.03.1978, Síða 6

Tíminn - 08.03.1978, Síða 6
6 MiOvikudagur 8. marz 1978 Ölafur Jóhannesson dómsmálaráðherra: Lögrétta, nýtt dóm- stig, sem mun hraða meðferð dómsmála — framsöguræða ráðherra alþingi Verður álverið stækk- að? Þórarinn Þórarinnsson (F) mælti i gær á fundi samcinaös Alþingis fyrir fyrirspurn tii iönaOarráöherra um hvort horfur séu á aö samiö veröi viö isal hf. um sölu á orku frá Hrauneyjarforssvirkjun vegna ráðgerörar stækkunar álbræöslunnar. Sagöi Þórar- inn i ræöu sinni aö ráöherra heföi ■ umræðum um Blöndu- virkjun upplyst aö stefnt væri aö þvi aö Hrauneyjarfoss- virkjun yröi fullbúin áriö 1982 og fullnýtt árið 1986. Sér væri kunnugt, aö umræður heföu farið fram milli rikissjórnar- innar og isal um aö álverið yröi stækkaö. Af því leiddi aukin orkuþörf og þá væntan- lega frá Hrauneyjarfossvirkj- un. Kvaðst Þórarinn telja þaö óráö aö ísal fengi orku frá Hrauneyjarfossvirkjun þar sem ráö væri fyrir gert að hún yröi fullnýttá fjórum árum án tilkomu orkufreks iðnaðar. Gunnar Thoroddsen svaraði Þórarniá þann veg, aö 10. des. árið 1975 hafi verið geröur samningur viö isal um heim- iId til stækkunar álversins um sem nemur 20 megavöttum og væri samningur þessi staö- festuraf Alþingi. Alveriö veröi fyrir lok þessa árs aö láta vita um ákvöröun sina i þess- um efnum en samkvæmt samningi ætti þaö rétt á um- framorku þessari fyrir árslok 1979 ef að yröi. Þá sagöi ráöherra, aö samn- ingar heföu engir farið fram um sölu á orku frá Hrauneyj- arfossvirkjun milli Lands- virkjunar og nefndar um orkufrekan iðnaö annarsvegar og tsals hinsvegar. Þórarinn þakkaöi ráöherra svariö og kvaöst skilja þaö svo, aö þaö væri ekki stefna rikisstjórnarinnar aö selja orku frá Hrauneyjarfossvirkj- un til orkufreks iðnaðar. Drög að nýju vegarstæði í Mánár- skriðum Á fundi sameinaös Alþingis i gær svaraði Halldór E. Sig- urðsson samgöngumálaráö- herra fyrirspurn frá Eyjólfi Konráö Jónssyni um hvaö liöi áætlunargerö um nýtt vegar- stæöi i Mánárskriöum. Svar ráöherra var efnislega þetta: A síðasta sumri var lekin loftmynd af Mánárskriö- um og gert af þeim kort i vet- ur. Gerð hefur verið tillaga aö nýrri veglinu, sem liggur um 100 m lægra en núverandi veg- ur. Kanna þarf skirðurnar á næsta súmri meö tilliti til lausra jarðlaga til aö hægt sé að gera sér ljóst hverra aö- geröa sé þörf til aö hindra skriö ofan vegar þar sem hiö nýja vegarstæöi er i mun meiri bratta en niiverandi vegur. Þetta frv. til lögréttulaga er eitt þeirra frv., sem svo kölluð réttar- farsnefnd hefur samið, en réttar- farsnefnd var skipuð 6. okt. 1972 og I henni áttu og eiga enn sæti Björn Sveinbjörnsson þáverandi hæstaréttarlögmaður, en núver- andi hæstaréttardómari, sem er formaöur nefndarinnar, Björn Fr. Björnsson sýslumaður fyrr- verandi, sem þá var formaöur dómarafélagsins, Sigurgeir Jóns- son bæjarfógeti og Þór Vilhjálms- son þáverandi prófessor og nií hæstaréttardómari. Verkefni nefndarinnar var samkvæmt skipunarbréfi aö endurskoöa dómsstólakerfi landsins ogkanna og gera tillögur um hvernig breyta mætti reglum um málsmeöferö i héraöi til þess aö afgreiösla mála veröi hraðari. Skipun þessarar nefndar átti sér þvi staö alllöngu úður en sá mikli stormur var vakinn, sem siöar átti sér stað um meöferð dómsstóla og atriöi, sem aö þvi lúta. Þessi réttarfarsnefnd hefur samiö nokkur frumvörp um réttarfarsmálefni, sum þeirra hafa náöfram aö ganga, en önnur ekki. Þetta frumvarp til lögréttu- laga hefur tvisvar áöur veriö lagt fyrir þessa hæstvirtu deild. Fyrst var þaö lagt fram rétt fyrir þing- lok og þá til sýnis og til þess að þingmönnum gæfist kostur á að athuga það milli þinga, en um- ræða fór þá ekki fram um þaö. Það var siðan lagt fyrir Alþingi i fyrra og fór fram 1. umræða um máliöog þvi var visað til nefndar en var siðan ekki tekið fyrir aftur. Þrjú dómstig i stað tveggja Þetta frumvarp gerir ráö fyrir allviöamiklum breytingum á dóm sstólaskipun landsins, þ.e.a.s. að gert er ráð fyrir þvi aö þar bætist viö eitt dómsstig svo kallaöar lögréttur, lögrétta norö- an og austan, sem á aö hafa aö- setur á Akureyri og lögrétta sunnan og vestan sem á aö hafa aðsetur hér i Reykjavik. Þó aö þaö sé þannig gert ráö fyrir þvi, aö dómsstig verði þrjú, er jafnf ramt gert ráö fyrir þvi, aö i hverju máli fyrir sig veröi dómsstig aðeins tvö, aö hvert mál getiekki fremur hér eftir en hing- ab til farið nema um tvö dómstig. En fyrir þessum nýju dómsstól- um, lögréttum, getur hvort tveggja áttsér staö aö fyrir þeim verði mál höfðað sem fyrsta dómsstigi, og i öðru lagi að þær geti starfað sem annað dómsstig þannig, að til þeirra megi skjóta málum sem dæmd hafa verið i héraðsdómi. Alls 18 lögréttudómarar Þaö er gert ráð fyrir þvi, aö þaö séu skipaðir 15 lögréttudómarar hér i Reykjavik og 3 á Akureyri. Það er þó gert ráð fyrir þvi 1 bráöabirgðaákvæði að það verði nokkur timafrestur á þvi, að skip- un allra þessara dómara i Reykjavik komitil framkvæmda. Þó aö máliö væri ekki mikið rætt á Alþingi i fyrra, hafði maður það á tilfinningunni af tali manna, að þaö sem mönnum þætti helzt at- hugavert viö þetta frumarp væri þaö, aö þvi fylgdi verulegur kostnaöarauki. Og það er ekki ástæða til ab draga f jöður yfir þaö aö af þessu frumvarpi mun leiða talsverðan kostnaöarauka. Meöal annars af þessari ástæöu fól ég réttarfarsnefnd að taka frum- varpið til meðferðar á s.l. sumri og til endurskoðunar og athuga, hvort það væri ekki hægt að skipa málum samkvæmtþvi þannig, að þessi kostnaðarauki yrði nokkuð minni. Réttarfarsnefnd fór yfir frumvarpiðog skilaði þvi frá sér i þvi formi, sem það nú er lagt fram og hefur nefndin gert þá breytingu á frumvarpinu að i stað þess að samkvæmt eldra frum- varpi var ætið gert ráð fyrir því að lögrétta starfaði sem fjöl- skipaður dómur, þriggja manna dómur, þá er gert ráð fyrir þvi, að meginreglan nú verði sú, að þeg- ar lögrétta dæmir mál, sem fyrsta dómsstig, starfi þar aðeins einn dómari. Það geta verið frá- vik frá þessari reglu, þannig að dómur geti verið fjölskipaöur á fyrsta dómsstigi.en þetta er aðal- reglan. Þetta leiðir að sjálfsögðu eða ætti að sjálfsögðu að leiða til þess að minni kostnaðarauki yrði af þessu f rumvarpi og þeirri skip- an, sem gert er ráð fyrir að sé tekin upp með þvi, heldur en með þvi fyrirkomulagi, sem gert var ráð fyrir i eldra frumvarpinu. Nútimahugmyndir um réttarfar Ég vænti þess, að þetta geti orðið til þess að greiða fyrir framgangi málsins. Ég mælti allýtarlega fyrir þessu frumvarpi i fyrra þegar það var lagt fram og gerði grein fyrir þeim ástæðum, sem liggja til þess að lagt er til að þessi skip- an sé upptekin, og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það hér. Það er svo að i sambandi við nú- tímahugmyndir um réttarfar er gert ráð fyrir þvi, að dómarar hafi ekki með höndum önnur störf en dómsstörf. Þessu hefur alla tíð veriðannan vegfarið hér hjá okk- ur þegar um er að ræða ddmsstörf i héraði, þar sem þeir embættis- menn, sem fara með þau mál þar, sýslumenn og bæjarfógetar, hafa jafnframt með höndum umfangs- mikil stjórnsýslustörf. Það er frá réttaröryggissjónar- miði sjálfsagt margt sem mælir með þvi, að það verði skiliö að fulluog öllu á milli dómsvalds og framkvæmdavalds, en það hefur ekki þótt fært að stiga þaö skref i einu hér á landi, svo embætta- skipan sem um er að tefla og sú umdæmaskipting sem til grund- vallar liggur er rótgróin, og má ætla að það mætti nokkurri mót- spyrnu ef hverfa ætti frá henni. Og náttúrulega má segja að reynslan af þvi að hafa þessi störf hjá einum og sama embættis- manni, eins og verið hefur hér á landi, er að minum dómi ekkert sérstaklega slæm. Hitt er þó auð- vitað til bóta að skilja þarna á milli og i samræmi við nútima- hugmyndir um það efni. En i þessu frumvarpi er farin eins konar millileið. Hin gamla umdæmaskipting er látin halda sér. Þeir embættismenn, sem þar sitja og starfa, eiga að halda áfram að starfa og sinna bæöi stjórnsýslustörfum og dómsstörf- um eins og áður, en það eru settir þarna inn nýir dómsstólar, lög- réttur, sem eiga ekki aö hafa önn- ur störf með höndum en dóms- störf. Meö þessu er stigið skref i þá átt að skilja að framkvæmda- vald og dómsvald, og gæti vel verið aðþetta yrði áfangi á þeirri leið að gera þarna fullan aðskiln- að á milli siðar meir, ef mönnum þætti reynslan af þessari skipan góö. Nú.enn fremur er auövitað og það er e.t.v. meginástæðan og ætlunin með þessari skipan og þeim breytingum á málsmeðferö i héraði, sem ákvæöi eru um i ööru frumvarpi sem var lagt fram sem fylgifrumvarp með þessu frumvarpi, að flýta fyrir afgreiðslu dómsmála og reyna að ráða bót á þeim seinagangi sem þar á hefur verið og gagnrýni hef- ur sætt og það með réttu. * Ólafur Jóhannesson Hraðari meðferð dóms- mála Með þessari skipan, þessum nýju dómsstólum og svo þessari breytingu á málsmeðferðinni i héraði sem gert er ráð fyrir i áðurnefndu frumvarpi, er ætlunin að meðferð mála yrði hraðari. Þaðhefur raunar verið gert nokk- uð I þvi og reynt með ýmsum hætti að ýta á hraðari meðferð dómsmálaaðundanförnu ogætla ég að tekizt hafi að gera þar á talsverðar umbætur i héraði. En þá hefur það sýnt sig að hætt er við að það myndist flöskuháls annars staðar, þ.e.a.s. að þá hafi Hæstiréttur ekki undan I þeim málum sem tíl hans er skotið. En framundir þetta má segja aö ekki hafi verið verulegur dráttur, óeðlilegur dráttur, á afgreiöslu mála hjá Hæstarétti. Enn er það svo, að Hæstiréttur reynir að af- greiða opinber mál eftir þvi, sem þau eru tilbúin til flutnings hjá honum, en hinsvegarer það nú að svo mikið liggur fyrir af einka- málum hjá honum, að segja má, að þar sé fyrirsjáanlegur upp undir ársdráttur frá þvi að slikt einkamál er tilbúið til flutnings i Hæstarétti og þangað til mál- flutningur getur farið fram. Það er þess vegna fyrirsjáanlegt, að það er mikil þörf á þvi að létta störfum af Hæstarétti og ef þessi skipan yrði lögtekin, sem hér er gertráðfyrir, má ætla að lögrétt- an yrði siðasta stigið i ýmsum þeim málum, sem nú er skotið til Hæstaréttar og myndi þannig draga úr þeim málafjölda, sem áfrýjað er til æðsta dómsstigsins. Ef ekki verður hægt að ráða bót á þessu fyrirsjáanlega vandamáli meö þessum hætti, sé ég ekki annað en það hljóti að koma til innan tiðar að talið verði óhjá- kvæmilegt að fjölga hæstaréttar- dómurum þannig, aö Hæstiréttur getí starfað alveg i tveimur deild- um. Aukið réttaröryggi Ég held, að stigiö sé mjög mikilvægt skref með þessu frum- varpi ef að lögum verður bæði i átt til aukins réttaröryggis og til þess að hraða málsmeðferð. Það eru i þessu frumvarpi ýmis ákvæði, sem ekki eru i gildandi lögum. Ég vil aðeins leyfa mér að vekja athygli á 57. gr. t.d., sem er algert nýmæli þar sem segir svo með leyfi forseta: 1. Forsetar lögréttnanna hlut- ast til um að samdar séu árs- skýrslur um starfsemi lögréttna landsins. Dómsmálaráðherra skal kveða á um gerð skýrsln- anna i reglugerð, eftir að leitað hefur veriö umsagna lögréltn- anna og Hagstofu Islands. 2. Að forsetar lögréttnanna hlutast til um að dómsmálaráð- herraog allsherjarnefnd Alþingis séugefnar skýrslurum starfsemi lögréttnanna og einstök dóms- mál, sem þær fjalla um eða hafa fjallað um, ef þessir aðilar beið- ast slikra upplýsinga. 3. Dómsmálaráðherra er heimilt að gefa út eða semja við aöra um að gefa út árbækur lög- réttnanna, þar sem m.a. má birta dóma sem þykja hafa sérstaka þýöingu ásamt öðrum upplýsing- um um mál, svo sem gerðar- dómsmeðferð og skýringar á dómum. Þetta er að sjálfsögðu nokkuð hliðstætt þvi, sem nú gild- ir um hæstaréttardóma þegar þeir erugefnir út. Ég held, að slik birting og skýrslugerð, sem hér er gertráðfyrir geti verið til mik- illabóta bæði almennt þannig, að almenningur og þeir sem sýsla með þessi mál geti fengið leið- beiningu i slikum dómum, en auk þess geti slik skýrslugjöf og birt- ing orðið til þess að skapa meira aðhald i þessum málum en ella og gefa þá Alþingi færi á að fylgjast betur með i þessum málum en það hefur átt kost á eða gert hing- að til. Það er að sjálfsögðu svo, að það er um mörg önnur nýmæli og al- gjör nýmæli i þessu frumvarpi, en ég sé ekki ástæðu til þess að rekja það nánar hér, þar sem ég gerði það nokkuð i framsöguræðu minni i fyrra. Auk þess fylgir frumvarpinu mjög ýtarleg greinargerð, þar sem margvis- legan fróðleik er að finna og skýr- ingar á einstökum greinum. Þarfar endurbætur Ég leyfi mér sem sagt aö vænta góöra undirtekta i þessu máli og vænti þess að þetta frumvarp nái fram að ganga. Það er ekki nóg að gagnrýna meðferð dómsmála og þó að það sé með réttu, heldur verða menn þá að vera við þvi búnir að gera þær endurbætur sem þörf er, þegar að þvi kemur að gerðar eru tillögur um slikar endurbætur. Og má þá ekki horfa i það þó að það kosti nokkra fjár- muni. Eins og ég hef áður drepið á var annað frumvarp fylgifrumvarp með þessu frumvarpi, þ.e.a.s. frumvarp tíl laga um breytingar á lögum um meðferð einkamála i héraði. Það frumvarp hefur nú einnig verið skoðað i sumar af réttar- farsnefnd og verður lagt fram og tekið til meðferðar hér innan tið- ar. Það má segja, aö eftir sem áð- ur sé það fylgifrumvarp með þessu frumvarpi, sem hér liggur fyrir, en það hafa þó verið gerðar á þvi þær breytingar, eins og koma mun i ljós þegar mælt verð- ur fyrir þvi, að þaö á að vera hægt að afgreiða það sérstaklega og án tillits tíl þess, hvort hæstvirt deild eða háttvirtir alþingismenn vilja fallast á þetta frumvarp um ný- skipan dómsstólanna eða ekki.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.