Tíminn - 08.03.1978, Page 14

Tíminn - 08.03.1978, Page 14
14 Miðvikudagur 8. marz 1978 Verkalýðsmálahópur Kauðsokkahreyfingarinnar á fundi I gær, þar sem unnið var að undirbúningi dagskrárinnar. Alþjódlegur baráttu- dagur kvenna GV — 8. marz er alþjóðlegur baráttudagur verkakvenna og hefur verið það frá árinu 1921, en þann dag árið 1917 gengu verkakonur um götur Péturs- borgar til áréttingar kröfum sinum. bessum degi hefur litill gaumur verið gefinn til þessa hérlendis en i dag verður sam- felld dagskrá i Félagsstofnun stúdenta i tilefni dagsins. Að baki dagskránni i Félagsstofn- uninni standa Rauðsokka- hreyfingin, Kvenfélag sösialista og Menningar- og friðarsamtök islenzkra kvenna. 1 dagskránni er fjallað um baráttu verkakvenna fyrr og nú i máli og söng. Húsið verður opnað kl. 8.30. Slæmt ástand sam- göngumála á Bíldudal Hreppsnefnd Suðurf jarðar- hrepps, Bildudal samþykkti á fundi sinum 28. febrúar 1978 eftir- farandi bókun: „Hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps, Bildudal, ályktar að algert vandræða- ástand hafi skapazt i samgöngu- málum byggðarlagsins. Með breyttri áætlun Skipaútgerðar rikisins hefur ástand vöruflutn- inga breytzt þannig, að aðeins annað strandferðaskipið kemur við á Bildudal, — á suðurleið á 14 daga fresti, en þetta er eini mögu- leikinn fyrir vöruflutninga til og frá byggðarlaginu, stærsta hluta ársins. Hreppsnefndin vitir þess- ar ábyrgðarlausu breytingar. Þá er algerlega óviðunandi ástand i vegasamgöngum milli Bildudals og Patreksfjarðar, en sú leið er oft lokuð dögum saman, enda þótt ibúar byggðarlagsins þurfi að sækja læknisþjónustu, og fá mjólk frá Patreksfirði, auk annarrar þjónustu. Er þvi oft mjólkur- skortur af þessum ástæðum. Þá er óþolandi hvernig póstflutningi er fyrir komið. Póstur milli Bfldudals og Reykjavikur er ein- göngu sendur með áætlunarflugi, sem er milli Reykjavikur og Pat- reksfjarðar, og kemur þvi oft fyr- ir að póstur er viku til tiu daga á leiðinni milli Bildudals og Reykjavikur sökum ófærðar þrátt fyrir það, að beint áætlunarflug sé til Bildudals frá Reykjavik tvisvar i viku, auk annarra ferða. Lýsir hreppsnefndin furðu sinni á að þessar ferðir skulu ekki vera notaðar til póstflutninga. Skorar hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps á stjórnvöld, að bæta úr þessu óþolandi ástandi hið bráðasta.” Ávarp í tilefni 8. marz alþjóð- legs kvennadags Jb — Alþjóðlegur kvennadagur er i dag, áttunda marz og i til- efni þess iiefur Alþjóðasamband lýðræöissinnaðra kvenna samið ávarp og sent frá sér. Þar eru sendar heillaóskir og samstöðu- kveðjur til allra kvenna sem berj- ast fyrir rétti sinum, fyrir velferð fjölskyldna sinna og hamingju barna sinna. Fagnað er staðfestu þeirra sem verja málstað lifsins og friðarins og krefjast þess að bann sé lagt á framleiðslu og notkun gereyðingarvopna, svo og þeirra sem stuðla að framgangi mannréttinda, félagslegs réttlæt- is, þróunar og þjóðfrelsis. 1 ávarpinu segir m.a.: „Við fögnum dugnaði kvennanna i Miö austurlöndum sem berjast fyrir viðurkenningu á sjálfsákvörðun- arrétti Dalestinsku bióðarinnar. Við heilsum þeim þúsundum kvenna i Chile og öörum rikjum rómönsku Ameriku, Indónesiu, Suður-Kóreu, Norður-lrlandi og viðar sem taka þátt i baráttu þjóðar sinnar gegn afturhaldi og fasisma.” Og siðar segir: „Viö heilsum konum i sósialisku rikjunum, sem taka nú rikari þátt i efnahags- legu, pólitisku og menningarlegu lifi þjóða sinna og stuðla þannig að þróun þeirra. Samstaða þeirra og sá árangur sem þær hafa náð bæði lagalega og i reynd eru okk- ur hvati og fordæmi. Þá er í ávarpinu lýst yfir nauö- syn og gildi þess að konur standi saman, pólitiskt, siðferðlilega og efnahagslega séð, og lýst yfir þeirri ákvörðun sambandsins að vinna áfram aö þvi að efla skiln- ing og samstarf með þjóöum heims. Bókfærsla 2. stig — eftir Porstein Magnússon Almenna bókafélagið hefur sent frá sér kennslubókina Bókfærsla 2. stig. Bókfærsla 1. stig kom út i fyrra. A kápu bókarinnar segir svo: „Námsefni i bókfærslubókum Þorsteins Magnússonar er i fjór- um stigum, og er ein bók fyrir hvert stig, 40—60 kennslustundir. Námsefnið er miðað við náms- skrá menntamálaráðuneytisins fyrir bókfærsu i grunnskólum og framhaldsskólum, og öll fjögur stigin miðast við verzlunarpróf. Kennsluaðferðir bókanna eru i ýmsu ólikar eldri aðferðum við bókfærslukennslu og hafa mótazt við tilraunakennslu i Verzlunar- skóla Islands og fleiri skólum i tiu ár. Þær skirskota umfram allt til rökhyggju og ályktunarhæfni nemendanna, en ekki til utanbók- arlærdæms. Þessar aðferðir hafa nú þegar beint eða óbeint verið teknar upp i flestum stærstu skól- um landsins, þar sem bókfærsla er kennd, og hafa haft áhrif á ým- is nýjustu fræöirit i greininni.” Bókfærsla 2. stig er 243 bls. að stærð — pappirskilja, Bókin er unnin i Prentstofu G. Benedikts- sonar, Offsetmyndun og Félags- bókbandinu. Ödipús konungur Mál og menning hefur gefið út leikritið ödipús konungur eftir Sófókles i þýðingu Helga Hálfdánarsonar.~ödipús konung- ur er meðal þekktustu harmleikja þessa mikla griska skálds. Hann er fyrstur i timaröð af svonefnd- um Þebuleikjum. Hinir eru ödi- pús i Kólónos og Antigóna, sem þegar hefur verið gefin út i þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar og með inngangi eftir Friðrik Þórðarson. Bókinni fylgja skýringar og athugasemdir, sem þýðandinnhefur tekið saman i til- efni útgáfunnar. Leikrita- og ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar hafa hlotið mikið og verðskuldað lof gagn- rýnenda. Þýðingin á ödipúsi kon- ungi, sem er i fornlegum ljóðstil, var gerð fyrir Þjóðleikhúsið og bókin kom út sama dag og leikrit- ið var frumsýnt. Prentsmiöjan Oddi hf. prentaði. Umhyggja borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins fyrir reykviskum atvinnufyrir- tækjum meiri i orði en á borði Deilur i borgarstjórn um tilboð i ljósastaura Allharðar deilur uröu á sið- asta fundi borgarstjórnar vegna tilboða, sem fyrir lágu i fram- leiðslu á ljósastaruum fyrir rafmagnsveituna. Aðeins tvö fyrirtæki komu til greina, þar sem þau eru ein fyrirtækja hér á landi með svonefnda heithúðun, Sandblástur og málmhúðun á Akureyri og Stálver hf. i Reykjavik. Um var að ræða tilboö i 7 mis- munandi gerðir staura, samtals að upphæð rúmar 30 millj. króna. Við opnun tilboða hjá Innkaupaátofnuninni kom i ljós, að Akureyrarfyrirtækið var með lægsta boð i allar staura- geröirnar. Var munurinn á þvi og Stálveri hf. frá 1.72% og upp I 18.23%. Meirihluti stjórnar Innkaupa- stofnunarinnar lagði til aö verk- inu yrði skipt þannig að samið yröi við Stálver hf. um fjórar gerðir þar sem munur tilboða var frá 1.72% til 7.44% en við Akureyrarfyrirtækið um þrjár gerðirnar. A þetta sjónarmið féllst meirihluti borgarráðs, tveir sjálfstæðismenn og Kristján Benediktsson. Sigurjón Pétursson lagði hins vegar til, að samið yrði viö Akureyrarfyrirtækið um allt verkið og Albert Guðmundsson aðStálverhf.fengialltverkið til sin. Þannig stóð málið, þegar það kom til borgarstjórnar sl. fimmtudag. Þar lögðu borgar- fulltrúar Alþýöubandalagsins til að samið yrði við Akureyrarfyr- irtækið. Vakti það athygli, hve Sigurjón Pétursson sótti mál þetta af miklu kappi. Virtist það engin áhrif hafa á hann þótt hann ,væri minntur á nýleg ummæli sjálfs sin þessefnis, að reykviskt atvinnulif stæði höll- um fæti og að þvi þyrfti að hlúa. Kristján Benediktsson sagöist álita sanngjarnt að skipta verk- inu eins og meirihluti borgar- ráös hafði lagt til. I þvi fælist engin stefnubreyting af sinni hálfu varðandi útboð almennt. Stundum yröi hins vegar að meta aðstæður og taka tillit til fleiri þátta en prósentutölunnar einnar. Hann benti á, aö hjá Stálver hf ynnu að jafnaði 50-60 manns. Mun minna lægi nú fyrir af verkpöntunum hjá fyrirtæk- inu en á sama árstima undan- farin ár. Nokkrum mönnum hefði þegar verið sagt upp af þeim sökum. „Mér finnst ekki sanngjarnt að visa þessum mönnum norður til Akureyrar eins og reyndar felst I tillögu Alþýðubandalagsins”, sagði Kristján. Þá benti Kristján á, að launa- greiðslur Stálvers hf. heföu ver- ið á annað hundrað milljónir sl. ár og til rafmagnsveitunnar heföi fyrirtækið greitt tæpar 7 milljónir auk aðstöðugjalds til borgarstjóðs. „Til þessara þátta og þó eink- um minnkandi verkefna hér syöra i járniðnaði, verðum við borgarfulltrúar að taka tillit, ef við meinum eitthvað með öllu talinu um að efla hér undir- stöðugreinar atvinnulifsins”, sagði Kristján einnig. Það er lika heppilegra i fram- tiðinni að hafa i landinu tvö fyr- irtæki meðfullkomna aðstöðu til heithúðunar. Auk þeirra, sem þegar er get- ið, töluðu i þessu máli Birgir ísleifur Gunnarsson, borgar- stjóri, Albert Guðmundsson, Valgarð Briem og Björgvin Guðmundsson. Tillaga Alþýðubandalags- manna fékk aðeins 3 atkvæði þeirra sjálfra en aðrir borgar- fulltrúar samþykktu tillögu meirihluta borgarráðs um aö skipta verkinu milli þessara tveggja fyrirtækja. Kristján Benediktsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.