Tíminn - 14.03.1978, Page 1

Tíminn - 14.03.1978, Page 1
SÍMI 2 88 66 ■- FÆRIBANDAREIMAR I METRATALI LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. _______________- Flokksþing Framsóknarmanna: Flokksþing Framsóknarmanna 17.flokksþing Framsóknarmanna er mjög fjölmennt og einkennist af miklum sóknarhug. A myndinni má sjá nokkurn hluta þingfull- trúanna við setningu þingsins á sunnudagsmorgun. FJÖLMENNI OG SÓKNABHUGUR 17. flokksþing Framsóknar- manna, sem sett var sl. sunnu- dagsmorgun i salarkynnum Útgarðs i Reykjavfk, er mjög fjölmennt og einkennist af mikl- um áhuga, fjörugum umraéðum og sóknarhug. Á sunnudag fluttu formaður Framsóknar- flokksins, Ólafur Jóhannesson, ritari flokksins, Steingrimur Hermannsson, og gjarldkeri, Tómas Árnason, skýrslur sinar um störf flokksins, þróunina frá siðasta flokksþingi Framsókn- armanna og horfurnar fram- undan. Eftir hádegið voru siðan al- mennar umræður, og tóku þá margir til máls og bar flest mai- efni þjóðmálanna og flokksmálanna á góma. Fundarsalurinn i Úgarði i Glæsibæ i Reykjavik var þétt- setinn fulltrúum og gestum þingsins, og urðu menn að standa frammi við dyr þvi að ekki komust allir fyrir i sætum. Munu þingfulltrúar og gestir hafa verið nær 500 talsins. t gærmorgun voru nefnda- fundir i salarkynnum Hótel Sögu i Reykjavik. Voru þá að störfum flokksmálanefnd, stjórnmálanefnd, atvinnumála- nefnd og mennta- og félags- málanefnd. Fyrir nefndunum lágu mjög ýtarlega unnin og rækileg drög að ályktunum og minnisatriði til umræðu og ábendingar. Eftir hádegið i gær störfuðu umræðauhópar og undirnefndir i hinum ýmsu málefnaflokkum. I gærkveldi héldu almennar umræður siðan áfram. I dag, þriðjudag, er stefnt að þvi að ljúka þessu fjölmenna flokksþingimeðafgreiðslu mála og kosningu miðstjórnar, en miðstjórnarfundur verður hald- inn á morgun. Loðnuveiðar: Góður vikuafli — heildaraflinn um 88 þús. lestum minni en í fyrra GV—Samkvæmt skýrslum Fiski- félags íslands er vitað um 75 skip er fengið höfðu loðnuafla sl. laug- ardagskvöld á vertiðinni. Viku- aflinn var samtals 377.292 lestir. Á sama tima i fyrra var heildar- aflinn samtals 465.078 lestir og þá höfðu 81 skip fengið einhvern aíia. Loðnu hefur verið landað á 22 stöðum i landi, auk bræðsluskips- ins Norglobal, og mestu hefur verið landað á Seyðisfirði, sam- tals 54.830 lestum, Neskaupstað 48.486, Norglobal 44.136 lestum og Eskifirði 43.621 lest. Aflahæsta skipið á vertiðinni nú er Börkur NK með 13.829 lestir . Engin loðnuveiði eftir hádegi í gær GV — Á sunnudag aflaðist mjög vel á loðnuniiðum og tilkynntu þá alls 37 skip um 16 þúsund lesta afla til loðnunefndar, en siðdegis I gær höfðu 16 skip tilkynnt um 6.400 lesta afla og lá veiði niðri eftir hádegi þar sem loðnan stóð það djúpt. Að sögn fiskifræðinga er nú stutt i hrygningu, loðnan hreyfir sig mjög litið og er það óvenjulegt að hún fari ekki vestur fyrir Ingólfshöfða áður en hún hrygnir, þó að það hafi áður gerzt. 1 febrúar urðu leitarskip vör við tvær minni göngur á eftir aðal- göngunni, og hefur r/s Arni Friðriksson nú verið i leiðangri i leit að þessum göngum, en i gær, þar sem hann var staddur á móts við Reyðarfjörð hafði hann ekki hafterindi sem erfiði. Þróarrými er nú ekkert i Vestmannaeyjum eða á Austfjarðahöfnum, og ef veiði gæfi nú, bærist aflinn á land við Faxaflóa, en litið sem ekkert af loðnu hefur verið brætt i verk- smiðjum við Faxaflóa á þessari vertið og hefur það valdið verk- smiðjueigendum við Faxaflóa þungum áhyggjum. Ekki tómir sjoðir „Það þarf að koma upp og styrkja jöfnunarsjóð fyrir at- vinnuvegina, til að mæta sveiflum i verðlagi eða öðrum áföllum. En þeir jöfnunarsjóð- ir mega ekki vera nafnið eitt — ekki tómir sjóðir notaðir til sjónhverfinga. Það eiga að vera raunverulegir sjóðir sem greitt er i þegar vel gengur og gripið til er á móti blæs,” sagði Ólafur Jóhannesson, ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, m.a. i ræöu við upphaf flokksþings Fram- sóknarflokksins i fyrradag. Ræða hans er birt f blaðinu i dag á bls. 8-9. Sýkna í Alviðru- málinu FI — Dómur i Aviðrumálinu svo- nefnda er fallinn og á þá leið, að Landvernd og Árnessýsla voru sýknaðar i málinu. Málskostnað- ur féll niöur, en stefndu höfðu gjafvarnarieyfi frá dómsmála- ráðuneytinu. Ekki tókst að fá ljósrit af dómnum i gær og for- sendur verða þvi að biöa betri tima, jafnvel allt fram yfir næstu helgi, að sögn Friðgeirs Björns- sonar lögfræðings, en Friðgeir var setudómari i málinu. Kröfurnar i málinu voru þær, til upprifjunar, að Magnús Jóhannesson fyrrv. eigandi Alviðru i Árnessýslu fór fram á ógildingu gjafabréfs sins til Landverndar og Árnessýslu eða riftingu á grundvelli brostinna forsendna, m.a. þeirrar að búskapurinn i Alviðru samræmd- ist ekki ákvæðum gjafabréfsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.