Tíminn - 14.03.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 14.03.1978, Qupperneq 2
2 Þriöjudagur 14. marz 1978. Frakkaland:____ Sigur vinstri manna naumur París/Reuter. Frakkar skiptast nú i tvær nær jafnar fylkingar, hægri og vinstri eftir fyrri umferð þingkosninganna. Kommúnistum og sósialistum tókst ekki að fá þann meirihluta atkvæða er þeim hafði verið spáð i skoðana- könnunum fyrir kosningrnar. Þeir hlutu aðeins 1,1% fleiri at- kvæða en hægri og miðflokkarnir, sem nú sitja að völdum. Stjórn- málaskýrendur telja þennanmun of litinn til að hægt sé að búast við þvi að vinstri flokkarnir sigri i siðara hluta kosninganna er fram fer næstkomandi sunnudag. Mikið fjör færðist i fjármála- viðskipti i Frakklandi er úrslit urðu kunn og liklegt virtist að hægri menn fari með sigur af hólmi i kosningunum eftir viku. Verðbréf hækkuðu um 9% og frankinn steig um 15 sentimur gagnvart Bandarikjadollar, og öðrum gjaldmiðli. Séu úrslitinathuguð og flokkum skipt i' hægri og vinstri, að öllum öfgahópum til hægri og vinstri meðtöldum, kemur i ljós að hægri og miðflokkar hafa hlotið 48,4% atkvæða, en vinstri menn 49,5% Hreyfingar umhverfisverndar- manna hlutu 2,1%. Úrslitin sýna að Gaullistar eru enn stærsti stjórnmálaflokkurinn og hafa aö baki stuðning 22,6 af hundraöi kjósenda. Sósialistar fylgja fast á eftir með stuðning 22,5% at- kvæða. Leiðtogar kommúnista, sósíal- ista og smærri vinstrisinnaðra flokka héldu með sér fund i gær og hugðust reyna að ná samstöðu um myndun kosningabandalags sem mætt gæti kosningabanda- lagi Gaullista, miðflokkanna og repúbUkana. Vinstri flokkarnir hafa ekki á undan förnum mánuð- um geta komið sér saman um hversu langt skuli gengið i félags- legum og efnahagslegum breyt- ingum kæmust þeir til valda. Tal- ið er að andrúmsloftið á viðræðu- fundum vinstri manna verði nokkuö þvingað, þvi þeir kenna hver öðrum um að þeim tókst ekki að ná til sin þeim fjölda at- kvæða er spáð hafði verið. Þátttakan i frönsku kosningum hefur aldrei verið meiri, en 83 prósentþeirraervoru á kjörskrá, neyttu atkvæðisréttar sins. Opin- berir talsmenn i Elysee höll sögðu að sýnt væri að kjósendur hefðu Valery Giscard d’Estaing. Kjósendur hlustuðu á forsetann. fárið að ráðum forsetans og horf- lands með þvi að sýna vinstri ið frá þvi að ógna efnahag Frakk- mönnum stuðning. Begin: „Höggvum af hina illu hönd” Jerúsalem/Reuter. Menachem Begin forsætisráðherra sagði i gær að Israelsmenn myndu „höggva af hina illu hönd” frels- ishreyfingar Palestinuaraba PLO, en á laugardaginn gerðu palestinskir skæruliðar mann- skæðustu árás er gerð hefur verið á Israelsriki. Begin lofaði því, að „þeir sem úthella saklausu blóði munu ekki njóta griða, við mun- um verja borgarana, konurokkar og börn.” ,,Við munum höggva af hina illu hönd, og við munum koma í veg fyrir að hennar verið lyft aftur til að slá Gyðingakonu eða barn”, sagði forsætisráðherrann. Begin ræddi um árás skæruliöa, sem varð 36 óbreyttum borgurum að bana, auk þess sem 9 skæruliðar féllu. Hann fordæmdi stuðning Sovétmanna við PLO og sömu- leiðis vestræn riki fyrir að þola tilvist samtakanna. Begin lýsti árásinni sem „hræðilegasta og grim mdarlegasta grimmdar- verki allra tima.” Hann kvað Ar- abarikin ekki sýna neina iörun, miklu frekar mætti ætla að leið- togar Araba fögnuðu tiðindum sem þessum. Begin kvað ljóst að skæruliðar PLO gerðu aldrei árásir á her- menn, og tilgangur þeirra væri einungis að drepa og særa sem flesta óbreytta borgara. Hann hvatti tsraelsmenn til að sýna æðrulseysi og sagði meðal ann- ars: „Grimmur óvinurinn mun Dvöl geim- faranna í Salyut að ljúka Moskva/Reuter. Sovésku geimfararnir Yuri Roman- enko ogGrogory Grechko hófu i dag að slökkva á ýmsum tækjum i geimstöðinni Sal- yut-6, og bendir það til þess að þeir muni brátt snúa aftur til jarðar. Tass fréttastofan sagði einnig að geimfararnir hefðu hafist handa um að ganga frá tækjabúnaöi sem ekki væri lengur þörf fyrir. Þeir hafa verð út i geimnum lengur en nokkrir aðrir, eða i 93 daga. Enn hefur ekki verð tiltekið nákvæmlega hvenær von er á Sovétmönnunum aftur til jarðar, en starfsmaður sovésku geim- ferðastofnunarinnar sagði að það yrði fljótlega. ekki lama hugrekki okkar... við erum forn þjóð sem orðið hefur að liða miklar þjáningar.” Fyrirhugað var að Begin færi til Bandarikjanna í gær, en þeirri Menachem Begin. ferð hefur verið frestaö til 21 marz. S-Mólúkk- ar taka 50 manns í gíslingu Assen, Hollandi/Reuter. Skæru- liðar frá Suður-Mólúkkaeyjum réðust með vélbyssuskothrið inn i opinbera byggingu i Assen og tóku fleiri en 50 manns i gislingu og kröfðust þess að fá yfirráð yfir flugvél til undankomu. Þetta er siðasti atburðurinn af mörgum, sem stuðla eiga að þvi að Hol- lendingar styðji Mólúkka, sem berjást fyrir þvi að hljóta sjálf- stæði en Suður-Mólúkkaeyjar eru undir yfirráðum Indónesiu- manna. ' 40.000 Mólúkkar búa i Hollandi, en nærvera þeirra eru leifar þess erlendar fréttir að Mólúkkaeyjar voru eitt sinn nýlenda Hollendinga. Hollending- ar samþykkja þó ákvarðanir Indónesiustjórnar, en hún neitar með öllu að láta Mólúkkum sjálf- stæði i té. Sukarno lét berja niður byltingu Mólúkka árið 1950, eða skömmu eftir að Indónesia hlaut sjálfstæði. 4.000 Mólúkkar komu til Hollands i kjölfar byltingatil- raunarinnar. Þeim var komið fyrir i tómum herbúðum og allt frá þvi að þessi kjarni kom til Hol lands hefur fjöldi Mólúkka þar tí- faldazt. Mólúkkarnir eru nú margir hverjir orðnir vonlitlir um að sjá nokkurn tima ættland sitt aftur og yngri kynslóðirnar þekkja það aðeins af afspurn. ör- vænting þeirra brauzt fyrst ut 1975 i lestarráni og innrás i indó- nesfska sendiráðið i Amsterdam, en siðan hafa lestrrán og taka gisla fylgt i kjölfarið. f 1 " 1 * Ný stjórn tekin við völdum á ítaliu Róm/Reuter Hin nýja stjórn Kristilegra demókrataá tta- h’u sór embættiseið i gær, og þar með lauk átta vikna stjórnmálakreppu I landinu. Kommúnistar hlutu nú opin- bera aðild að stjórn i landinu i fyrsta skipti i 31 ár. Giulio Andreotti forsætiisráðherra gegndi áður sama embætti og aðeins tveir af tuttugu ráðherrum nýju stjórnarinn- ar áttuekki sæti i fyrristjórn Andreottisersat að völdum i 17 mánuði. Kommúnistar hafa formlega heitið nýju stjórninni stuðningi sinum á þingi. - Norrænt lögfræð- ingaþing sumarið 1978 28. norræna lögfræðingaþingið verður haldið i Kaupmannahöfn dagana 23.-25. ágúst 1978. A þinginu verða rædd ýmis mark- verð lögfræðileg verkefni, svo sem titt er á slikum þingum, en þau hafa verið haldin reglulega á þriggja ára fresti siðan 1872 að undanskildum styrjaldartimum. Meðal umræðuefna þessu sinni eru lögfræðileg álitamál, er tengjast jafnstöðu karla og kvenna, þar sem frú Guðrún Erlendsdóttir, lektor, er aðal- framsögumaður og vandamál i sambandi við verðbólgu og samn- inga, þar sem annar framsögu- maður er Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari. Rætt verður einnig m.a. um stöðu og verkefni saksóknara og verjanda i opin- berum málum, vernd einkalifs og tölvur, hlut refsivistar meðal við- urlaga i refsirétti framtiðarinnar, um skaðabætur og tryggingar og um efnið: Réttaröryggi barna. Meðal framsögumanna eru margir mjög kunnir lögfræðingar á Norðurlöndum. Tilkynningar um þátttöku Isl. lögfræðinga i þinginu skulu hafa borizt fulltrúa stjórnar Islands- deildar norrænu lögfræðinga- þinganna, Björns Helgasonar hæstaréttarritara, eigi siðar en 30. marz n.k. Þann dag kl. 16-18 verður opin skrifstofa á vegum stjórnarinnar i dómhúsi Hæsta- réttar, neðstu hæð. Formaður stjórnar tslands- deildarinnar er dr. Armann Snævarr, forseti Hæstaréttar. (Stjórn tslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna.) • • Onnur aflasala í Hull GV — Togarinn Dagný SI frá Siglufirði seldi 112lestaafla i Hull i gærmorgun, og er Dagný annað islenzkra skipa sem selt hefur i Hull eftir að löndunarbanni þar var aflétt. Andvirði aflans er 55 þúsund sterlingspund og var meðalverð aflans 238 kr. kilóið. Að þvi er Ágúst Einarsson hag- fræðingur Landssambands is- lenzkra útvegsmanna sagði, var ekki von á öðrum sölum islenzkra skipa. i útlöndum i þessari viku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.