Tíminn - 14.03.1978, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. marz 1978.
3
Suðureyri:
Hita
veitan
bilaöi
ánýjan
leik
ESE — Eins og kunnugt er bilaði
hitaveitan á Suðureyri við Súg-
andafjörð fyrir rúmlega viku með
þeim afleiðingum að hiti fór af
öllum bænum og tengja varð
gömul oliukyndingartæki við
miðstöðvar húsa eða þá að raf-
magnsofnar, sem fengnir voru
frá tsafirði héldu á mönnum
hita.
Nú, aðeins nokkrum dögum
eftir að viðgerð lauk er hitaveitan
biluð á nýjan leik, en rétt vika er
siðan hún bilaði fyrra sinni.
Er Timinn hafði samband við
Kristján Pálsson sveitarstjóra á
Suðureyri laust eftir hádegið i
gær var ekki vitað hvað olli bilun-
inni. Kristján sagði að það hefði
verið búið að koma dælunni sem
bilaði fyrir á sinum stað á um 100
metra dýpi i borholunni og fyrst i
stað hefði öll starfsemi verið með
eðlilegum hætti. Siðan hefðu af-
köst hitaveitunnar minnkað stór-
lega og ljóst væri að dælan hefði
bilað á nýjan leik. Kristján sagði
að engar hugmyndir væru uppi
um hvað hefði valdið biluninni að
þessu sinni, en þegar hefði verið
hafizt handa við að ná dælunni
upp á nýjan leik og var búizt viö
að þvi verki yrði lokið seint i gær-
kvöldi.
Kristján sagði að oliukyndingin
hefði undireins verið tekin i
notkun á nýjan leik og hefði að-
eins tekið um tvo klukkutima að
tengja hana að þessu sinni.
Kristján sagði ennfremur að
vegasambandslaust hefði verið
við Suðureyri um þriggja vikna
skeið, en það hefði þó verið lán i
óláni þvi að kraninn sem fenginn
varfrá Bolungarvik og þeir menn
sem unnið hefðu viö viðgerð á
hitaveitunni hefðu ekki komizt frá
Suðureyri þannig að nota mætti
krafta þeirra á nýjan leik.
Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Gerður Steinþórsdóttir, kennari, Haukur Ingibergsson, skólastjóri i Bifrost, Þor-
steinn Eiríksson, yfirkennari, og Pétur Orri Jónsson, háskólancmi, voru meðal nefndarmanna i mennta- og félagsmálanefnd á flokks-
þinginu í gær. Staðurinn kemur eflaust mörgum kunnugiega fyrir sjónir, en það er Mimisbar á Hótel Sögu. 1 glösin fengu menn þo
ekkert nema blávatn og undu þvi hiö bezta, þó það sé nú heldur sjaldgæft á stað sem þessum.
Það er ánægjuleg þróun, aö þeim konum fjölgar ár frá ári, sem taka virkan þátt i flokksstarfinu, ekki einungis til að sjá og heyra,
heldur til að koma skoðúnum sinum einarölega á framfæri. Þegar flokksþingið skiptist i starfsnefndir i gærmorgun, völdu þessar kon-
ur ásamt fleirum, sér sæti i stjórnmálanefndinni og létu ekki sinn hlut eftir liggja i þeim umræðum sem þar fóru fram. Afsönnuðu
þær rækilega þá gömiu trú að konur séu aðeins til skrauts i stjórn málaflokkunum.
Um þessar mundir stendur yfir á Mokka við Skólavöröustlg fyrsta
einkasýning ungrar listakonu, Þorbjargar Sigrúnar Harðardóttur.
Þorbjörg sýnir þarna 26 myndir i kol, krit oe vatnslitum, og er megin-
uppistaðan i myndunum gömul hús eða blóm. Þorbjörg Sigrún er
Reykvikingur og sjáifmenntuð i listinni. Hún tók þátt I samsýningu
með Hilmi J. Haukssyni i haust. Ljósmyndari Timans, Róbert, sinellti
þessari mynd af Þorbjörgu á Mokka.
tveir
vill starfsfólk Unglingaheimilis-
ins taka það fram, að verkfalls-
dagana 1. og 2. marz mættu að-
eins tveir af nitján manna starfs-
liði, auk eins uppeldisfulltrúa,
sem ákveðið var að hafa á neyð-
arvakt.
Aðeins
mættu
JB Starfsfólk Unglingaheimilis
rikisins i Kópavogi hefur sent
blaðinu eftirfarandi fréttatil-
kynningu:
Að gefnu tilefni og þar sem
fyrri yfirlýsingar okkar virðast
hafa farið fram hjá fjölmiðlum,
3. þing Landssambands
iðnverkafólks haldið
um helgina
GV — Þriðja þing Landssam-
bands iðnverkafólks var haldið á
Hótel Loftleiðum dagana 11.-12.
marz s.l. og sátu 38 fulltrúar þing-
ið frá 4 félögum. Á þinginu var
kosin stjórn landssambandsins til
næstu tveggja ára og var Guð-
mundur Þ. Jónsson kosinn for-
maður þess, en hann tekur við<
af Birni Bjarnasyni, sem verið
hefur formaður sambandsins i
fjölda ára. Guðmundur Þ. Jóns-
son er jafnframt varaformaður
Iðju i Reykjavik og starfar jafnt á
skrifstofu Iðju og skrifstofu
Landssambands iðnverkafólks.
A þinginu voru m.a. samþykkt-
ar ályktanir um kjaramál, iðnað-
armál og fræðslumál. 1 ályktun
þingsins um kjaramál segir m.a.
að þingið mótmæli eindregið þeim
tilefnislausu árásum á samnings-
rétt og lifskjör alls launafólks i
landinu sem felast i lögunum um
ráðstafanir i efnahagsmálum. í
ályktuninni segir að með þessum
lögum séu hundruð milljóna
króna tekin úr vösum launafólks
og fengin atvinnurekendum, auk
þess sem nýgerðir kjarasamning-
ar eru felldir úr gildi án þess að sá
grundvöllur, sem þeir voru
byggðir á, hafi i nokkru raskazt
til hins verra. Þá fagnaði 3. þing
Landssambands iðnverkafólks
þeirri viðtæku samstöðu sem náð-
ist i fyrsta áfanga mótmælaað-
gerðanna gegn kjara- og réttinda-
skerðingaraðgerða rikisvaldsins
og lýsir þeirri skoðun sinni, að
þessa samstöðu beri umfram allt
að efla, ef takast á að hrinda fyr-
irætlunum afturhaldsaflanna um
viðtæka kjara- og réttindaskerð-
ingu verkalýðssamtakanna.
Lokaorð ályktunar þingsins um
kjaramál eru þessi:
,,Næsta verkefnið er að knýja
rikisvaldið og atvinnurekendur til
að viðurkenna samningana eða
íaungildi þeirra.
Stefna ber að þvi að iðnverka-
fólk hafi ekki lakari tekjur en
beztar gerast i sambærilegum
störfum.”
Mælir með frumvarpi
um nýja iðnlöggjöf
I ályktun þingsins um iðnaðar-
mál segir m.a. orðrétt: Þingið lit-
ur svo á að það sé höfuðnauðsyn
að bæta svo aðstöðu iðnaöarins að
hann verði fyllilega samkeppnis-
fær við aðrar starfsgreinar um
vinnuafl, þvi án góðs starfsfólks
byggjum við ekki upp lifvænlegan
iðnað i þessu landi.
Þingið litur svo á að frumvarp
það sem nú liggur fyrir Alþingi
um nýja iðnlöggjöf stefni i rétta
átt og mælir með þvi að það veröi
samþykkt.
Guöinundur Þ. Jónsson, nýkjör-
inn formaður Landssambands
iðnverkafólks.
1 ályktun um fræðslumál segir
m.a. að nauðsyn beri til að iðn-
verkafólk fái tækifæri til að afla
sér menntunar og viðbótarþekk-
ingar og njóti launa á meðan á
námi stendur, og sé það ekki sið-
ur nauðsynlegt þar eð miklar
framfarir eiga sér stað i iðnaði,
sem leitt hafa til umfangsmikilla
breytinga á framleiðsluháttum
þjóðarinnar. Ályktanir þingsins
verða birtar i heild siðar i blað-
inu, en þvi miður reyndist það
ekki hægt i dag vegna rúmleysis.