Tíminn - 14.03.1978, Side 10

Tíminn - 14.03.1978, Side 10
10 Þri&judagur 14 mars 1978. Ræða Olafs ° Jóhannessonar Tómas Árnason, gjaldkeri Framsóknarflokksins, flytur skýrslu sfna á flokksþinginu. Skýrsla gjaldkera með timabundnum ráðstöfunum og varanlegri úrræðum, er hafi það markmið að treysta grund- völl atvinnuveganna og tryggja afkomu- og atvinnuskilyrði allra landsmanna. Eins og ég hef áður gert grein fyrirhafa nokkur byrjunarskref i þá átt verið stigin af núverandi rikisstjórn. Sumum hættir við að gera litið úr þeim og deila á rikis- stjórnina og stjórnarflokkana fyrir aðgerðaleysi i þeim efnum. Ég held, að það sé ekki réttmætt aðlita það of smáum augum, sem gert hefur verið og vafasamt i ljósi staðreynda, að nægur vilji hefði verið fyrir hendi til stærri átaka. En ég fyrir mitt leyti legg á það áherzlu eins og ég hef áður gert, að mál þessi verði að taka fastari tökum hér eftir en hingað til. Ég held að til þess ættu að vera skil- yrði, þar sem verðbólgan nú er runnin meir af innlendri rót en áður. Ég tel nauðsynlegt að stefna að meiri stöðugleika i efnahagslifinu. Þvi marki verður ekki náð með þvi að hafa alla enda lausa ef svo má segja. Það verður að hafa einn fastan enda sem menn verða að taka mið af viðefnahagsákvarðnir verðlag og kjarasamninga. Ég held að stöðugt gengi sé undirstaða trausts efnahagslífs. Vitaskuld getur orðið óhjákvæmi- legt að beygja sig fyrir verð- sveiflum á útflutningsmarkaði. Ég skal aöeins nefna örfá atriði sem ég held að verði að taka til skoðunar. Ég held að taka þurfi visitölu- fyrirkomulagið til endurskoðun- ar. Ég teldi sanngjarnast að byggja á visitölu sem miðaðist við þjóðartekjur. Þætti slik breyting of róttæk væri æskilegt að ná samkomulagi um nokkrar lagfæringar á visitöluútreikningi og visitölugrundvelli. Þegar tillit er tekið til þess m.a., hve neyzlu- venjur hafa breytzt er einkenni- legt ef ekki er hægt að fá menn til að fallast á eðlilegar lagfæringar. Ég held að mjög þurfi að skoða þá skipan sem gildir i Danmörku að hvorki óbeinir skattar né niður- greiðslur séu inni i visitölu. Þá verður að leggja áherzlu á hallalausan rikisbúskap. Það er eitt af frumskilyrðunum fyrir þvi að hægt sé að hemla verðbólgu. Hafa verður stjórn á fram- kvæmdum og fjárfestingum. Þar verður að sniða sér stakk eftir vexti.bæði hvað snertir f járhags- getu og vinnuafl. Þar verður nokkuð að draga saman frá þvi, sem verið hefur, og ekki taka of mikiðfyrir af stórframkvæmdum i einu. Það þarf að koma upp og styrkja jöfnunarsjóði fyrir at- vinnuvegina til að mæta sveiflum i verðlagi eða öðrum áföllum. En þeir jöfnunarsjóðir mega ekki að- eins vera nafnið — ekki tómir sjóðir, sem notaðir eru til sjón- hverfinga. Það eiga að vera raun- verulegir sjóðir sem greitt er I, þegar vel gengur, og gripið er til, þegar á móti blæs. Þvi aðeins geta þeir þjónað tilgangi sinum. Ég álít þá hugmynd sem sett er fram i hinu viðamikla verðbólgu- nefndaráliti um stofnun fastrar samvinnunefndar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins undir forsæti ráðherra góðra gjalda verða og gagnlega. SU samvinnu- nefnd má þó ekki vera svo fjöl- menn að hún sé óstarfhæf. Það þarf þvi að vanda vel til reglna um skipun hennar og starfsháttu. Það er ekkert fengið með þvi að setja á fót málfundaklúbb. Þessa hugmynd þarfþvivelað kanna og gera samvinnunefndina þannig úr garði að gagn veröi að henni en ekki misheppnuð sýndar- mennska. f skattamálum verur að fram- kvæma þær breytingar, sem þeg- ar hafa verið ákveðnar. Jafn- framt er þörf ýmkssa fleiri breytinga. Siðast en ekki sizt ber að leggja áherzlu á aukna framleiðni og framleiðslu og þá ekki hvaðsizt á fullvinnslu og fjölbreyttari fram- leiðslu. Við það markmiö verður fyrst og fremst að miða opinber fjárframlög og lánastefnu. Það er grundvöllur bættra lifskjara. Marga málaflokka um að fjalla Ég hef hér á undan aðallega fjallað um viðfangsefni, sem varða efnahagsmál og eins og ég hef þegar sagt er ekki að efa að þeir málaþættir verða i brenni- punkti á næstunni. En hér hefði vitaskuld verið ástæða til að nefna marga aðra málaflokka, gera grein fyrir þvi hvernig að þeim hefur verið unnið á þessu kjörtimabili að hvaða markmiðum þar skuli stefnt á næstunni, á hvaða atriði skuli lögðmest áherzla o.s.frv. Má sem dæmi um slika málaflokka nefna dómsmálin og umbætur á þvi sviði^menningarmálin, félags- málin, heilbrigðisþjónustuna og úrbætur i' þeim efnum, sam- göngumálin og siðast en ekki sizt málefni hinna ýmsu atvinnuvega. Þetta flokksþing mun fjalla um þauog ýmis önnur, sem ekki voru nefnd og gera um þau ályktanir. En það er engin leið i inngangs- orðum sem þessum að gera þeim hverjuogeinu,nokkur viðhlitandi skil. Það væri i bezta falli unnt að vikja aðeins að þeim með örfáum almennum orðum. Það er þvi að minum dómi heppilegra að um þau sé fjallað i nefndum og umræðuhópum hér á þinginu, og svo auðvitað i hinum almennu umræðum hér á eftir, að svo miklu leytisem þau kann þar að bera á góma. í nefndum og umræðuhópum verða ræddar og undirbúnar ályktanir um þau efni sem iögðverða fyrirflokksþingið. Ég ætla þvi ekki að orðlengja um þau frekar að sinni. Ú rslit kosninganna mikilvæg Eins og öllum er kunnugt fara fram tvennar kosningar hér á landi á sumri komanda — al- þingiskosningar og sveitar- stjórnarkosningar. Þarf ekki að fjölyrða um hversu úrslit þeirra geta orðið örlagarik fyrir þjóðina i heild og einstök byggðarlög. Ég veit að ekki þarf að eggja þá, sem hér eru staddir, til að leggja sig alla fram. Okkur er sjálfsagt öllum jafnljóst hve miklu skiptir fyrir Framsóknar- flokkinn að ná góðum kosninga- úrsiitum. Það varðar miklu að hann fái þá lykilaðstöðu að fram hjá honum veröi ekki gengið þeg- ar til stjórna'rmyndunar kemur að kosningum loknum. Stjórnar- aðild veitir flokknum meiri áhrifaaðstöðu en ella. Og Fram- sóknarflokkurinn mun eigi frek- ar en endranær skorast undan þvi að axla þá ábyrgð er stjórnar- þátttöku fylgir. Málefni munu ráða þvi með hverjum hann vinn- ur ef til kemur. Arangur flokksins i komandi kosningum er auðvitað fyrst og fremst undir þvi kominn að stefnuskrá hans höfði til kjósenda — sú stefnuskrá sem þetta flokks- þing semur. í öðru lagi hljóta störf hans að verða vegin og met- in. Um þau kveða kjósendur upp sinn dóm. Þann dóm veit að visu enginn fyrir fram, en ég held að af ýmsum ástæðum getum við verið bjartsýn. í þriðja lag ráöast úrslitin mjög af þvi hversu vandað er til máflutnings okkar i málgögnum okkar og á málþing- um. Siðast en ekki sizt er það vinnan — sjálf kosningavinnan — sem lagt getur lóðið á vogar- skálina. Enginn má liggja á liði sinu. Enginn má láta neitt tæki- færi ónotað. Ef við göngum til kosninganna sameinuð full af áhuga og eld- móði munum við engu þurfa að kviða. I kosningaátökum verða menn að þjappa sér saman og leggja til hliðar minniháttar ágreining sem alltaf getur komið upp þó að innan sama flokks sé. Ég treysti hverjum Framsóknar- mannitú að gera sitt bezta i þeim kosningum sem i hönd fara. Islenzkt þjóðfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum á undan- förnum árum og áratugum. Það hefur verið i mikilli framför þrátt fyrir ýmis vixlspor. 1 þjóðfélags- framförunum eiga ýmsar félags- málahreyfingar eins og t.d. verkalýðshreyfing og samvinnu- félög merkan þátt. En ég hygg þó að umbóta- og framfarasinnuð stjórnmálaöfl eigi hér drýgstan hlut. — Já, stjórnmálaflokkar. Mér finnst ástæða til að undir- strika þá staðreynd einmitt nú, þegar það er i tizku að kasta steinum aðstjórnmálaflokkum og kappkostað er af sumu fólki að varpa rýrð á starfsemi þeirra. Ég held að þeir sem það gera séu á villigötum og geri sér naumast grein fyrir þvi hvert óheillastarf þeir geta unnið. Með þessum orðum er ekki amazt við mál- efnalegri gagnrýni á stjórnmála- flokka eða stjórnmálamenn. Hún er sjálfsögð og nauðsynleg. Hér á landi munu lifskjör jafn- ari og launamunur minni en við- ast hvar annars staðar. Samt er að minum dómi þörf meiri launa- jöfnunar. islenzkt þjóðfélag er ekki byggt upp af fáeinum stór- eignamönnum. Það er ekki þjóð- félag neinna stórkapitalista. öreigar hér á landi eru sem betur fer fáirnú átimum. Hérá landi er ekki nein öreigasveit. Hinu skal ekki neitað að hér séu láglauna- menn. Að langmestu ley-ti er islenzkt þjóðfélag byggt upp af bjargálna miðstéttarfólki. Það setur svip sinn á islenzkt þjóðfélag og þjóð- lif. Það er um þessa þjóðfélags- mynd, sem Framsóknarflokkur- inn vili standa vörð. Nýtt blað í Skagafirði AF-Mælifelli 13/3. Fyrir nokkru hóf göngu sina nýtt blað i Skaga- firði. Heitir það Vettvangur og er blað frjálsra skoðanaskipta. Hafa ýmsir ritað um hin ólikustuefni i þau þrjútölublöð sem út eru kom- in. Gert er ráð fyrir að Vettvang- ur komi út á þriggja vikna fresti fyrst um sinn. Ritstjóri blaðsins er Hreinn Sigurðsson prentari og er blaðið prentað i Myndprenti á Sauðár- króki. Ekkert annað blað kemur út i Skagafirði. Vaknið og syngið Gv —A laugardagskvöldið frum- sýndi Leikfélag Kópavogs leikrit Clifford Odets, Vaknið og syngið i þýðingu Asgeirs Hjartarsonar, undir leikstjórn Hauks Jóns Gunnarssonar. önnur sýning sjónleiksins verður i kvöld. Leikurinn gerist á heimili Berger f jölskyldunnar i Bronx-hverfi i New York. í leik- ritinu er skýrt frá lif i og örlögum þessarar innflytjendafjölskyldu, i þvi umhverfi sem höfundurinn þekkti hvað gerst i æsku. Haukur Jón Gunnarsson leikhúsfræöingur leikstýrir verkinu, og með helztu hlutverk fara Guðbrandur Valdi- marsson, Guðriður Guöbjörns- dóttir, Leifur Ivarsson, Svanhild- ur Jóhannesdóttir og Viðar Egg- ertsson. VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiðí alls lconar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallf fyrirliggjandi ýmsar stærðir verðlaunabikara og verðlauna- perringa einnig sfyttur fyrir flestar greinar íþrótta. Leitið upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 - Reykjavík - Sími 22804 Tómas Arnason, gjaldkeri Framsóknarflokksins, gerði i skýrslu sinni grein fyrir fjármál- um flokksins og þeim fram- kvæmdum sem hann hefur staðið fyrir frá þvi að siðasta flokks- þingi Framsóknarmanna lauk. Gerði hann grein fyrir tekjum og gjöldum flokksins á timabilinu, skuldum hans og eignum eins og þær eru nú, og þeim viðfangsefn- um sem nú er unnið að og eru framundan. 1 skýrslunni rakti Tómas enn- fremur fjármál húsbyggingar- sjóðs Framsóknarflokksins, en hann á og rekur sem kunnugt er húseignina að Rauðarárstig 18 i Reykjavik. Þar eru skrifstofur Framsóknarflokksins, en enn- fremur er i húsakynnunum rekið gistihúsið Hótel Hekla. Tómas gerði grein fyrir starf- semi Happdrættis Framsókngr- flokksins siðustu ár og lýsti reikn- ingum Timans fyrir siðastliðið ár. Sinfóniuh/jómsveit Is/ands Óperutónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 16. marz kl. 20.30 Stjórnandi WILHELM BRUCKNER- RUGGEBERG Einsöngvarar ASTRID SCHIRMER, sópran HERIBERT STEINBACH tenór ásamt KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Flutt verða óperuverk eftir BEETHOVEN og WAGNER Tónleikarnir verða endurteknir laugardag 18. marz kl. 15.00. Aðgöngumiðar að báðum tónleikum i bókabúð Lárusar Blöndal og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Hækkaö verð. Til Askrifenda: Athugið dagsetningu áskriftartónleik- anna, sem er 16. marzen ekki 15. marz eins og stendur i tónleikaskrá. Rafvörur og verkfæri Byggingavörur S*SAMV1RKI VERZLUN Þverholti í Mosfellssveit Sími 6-66-90

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.