Tíminn - 14.03.1978, Síða 14
14
Þriðjudagur 14. marz 1978.
Spur’s
áttu í
basli
—með Charlton,
en Bolton vann
góöan sigur
Tottcnham og Bolton unnu
bæði sina leiki um helgina og
halda þvi enn öruggri forystu.
Tottenham átti i talsverðu basli
með Charlton á White Hart
Lane, það var Charlton sem
haföi 1-0 forystu i hálfleik með
marki frá Robinson, sem er
fyrrum lcikmaður Tottenham. t
upphafi seinni hálfleiks var
dæmd vitaspyrna á Charlton, en
Wood i markinu gerði sér lítið
fyrir og varði spyrnu Pratts.
Skömmu siðar var aftur dæmd
vitaspyrna á Charlton, og nú
tókst Hoddle að skora. Pratt
skoraði svo sigurmarkið fyrir
Spurs er nokkrar minútur voru
til leiksloka.
Bolton vann góðan sigur yfir
Mansfield á útivelli, með marki
sem bakvörðurinn Ritsonskor-
aði i seinni hálfleik. Southamp-
ton vann 2-0 sigur yfir Crystal
Palace með mörkum sem vara-
maðurinn Tony Funnellskoraði.
Blackburn tapaði óvænt á
heimavelli fyrir Bristol Rovers
og gerði hinn ungi en mjög efni-
legi Randall markið. Potts og
Sayerskoruðu fyrir Brighton á
móti Stoke.en Richardsonsvar-
aði fyrir Stoke. Burnley vann
öruggan sigur yfir Sheffield
Utd, Cochrane skoraði tvivegis
fyrir Burnley, en þeir Noble og
Inghamskoruðu eittmark hvor.
Mark Sheffield United gerði'
Stainrod. Ó.O.
Enska knattspyrnan
Forest fékk skell
á The Hawthorns
— þar sem W.B.A. reyndist vera allt of erfið hindrun
og sigraði örugglega 2:0
A laugardaginn beindist athygli
manna i Englandi að bikarkeppn-
inni, en þá fóru fram lcikir i átta
liða úrslitum enska bikarins.
Tveir leikir voru sérstaklega I
sviðsljósinu, cn það voru leikir
WBA — Nottingham og Wrexhain
— Arsenal. Lið Nottingham átti
ennþá möguleika á að vinna alla
bikara, sem keppt er um i Eng-
landi, deild, bikar og deildarbik-
ar, en liö WBA á The Hawthorns I
West Bromwich reyndist vera allt
of erfið hindrun. Nottingham átti i
raun og veru aldrei möguleika á
móti ákveðnu WBA liði, og verða
nú að láta sér nægja sigurmögu-
leika i deild og deildabikar. Úr-
slitaleikurinn i deildarbikarnum
er annars um næstu helgi á Wem-
bley og andstæðingur Nottingham
er hið keppnisreynda lið Liver-
pool.
Lið WBA mætti greinilega til
leiks með þvi hugarfari að aðeins
sigur kæmi til greina. Sóknarlot-
urnar buldu á vörn Nottingham,
en hún stóðst allar atlögur þar til
um miðjan fyrri hálfl., er WBA
fékk frispark á miðjum vallar-
helmingi Nottingham. Statham
lyfti háum bolta inn i vitateiginn,
og þar var Mick Martin til staðar
og skoraði hann með lúmsku
vippuskoti yfir Shilton i markinu.
Það sem eftir var til hálfl. sótti
Forest mjög, en þeim tókst ekki
að jafna metin, þó að þeir hafi oft
fengið góð tækifæri til þess. Strax
i upphafi seinni hálfleiks kom svo
Höfum fyrirliggjcmdi
Farangursgrindur
og bindingar ó
allar stœrðir
fólksbíla,
Broncojeppa
og fleiri bíla.
Einnig skíðaboga
Bílavörubúðin FjöÓrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.
annað mark WBA og skoraði það
Cyrille Regiseftir að hafa hlaupið
vörn Nottingham af sér. En leik-
menn Nottingham gáfust ekki
upp og sóttu stift allan hálfleik-
inn, en leiðin i mark WBA var tor-
fundin, og varð Nottingham að
láta i minni pokann i þetta skipt-
ið, fyrsta tap liðsins frá 19.
nóvember var staðreynd.
Leikur Wrexham og Arsenal á
The Racecourse i Wrexham þótti
einn af bezt leiknu bikarleikjum
um þetta keppnistimabil. Arsenal
hafði undirtökin i leiknum fram-
an af, og eftir um hálftima leik
skoraði MacDonald. Þannig var
staðan i hálfleik, 1-0 Arsenal i vil.
En leikmenn Wrexham mættu
ákveðnir til leiks i seinni hálfleik
og fyrr en varði hafði Dixie
McNeiljafnað metin. En Arsenal
svaraði fljótt og vel fyrir sig, tvö
mörk á tiu minútum frá þeim
Sunderland og Youngkomu stöð-
unni i 3-1 Arsenal i vil. Eftir þetta
jókst sókn Wrexham og þegar um
tiu minútur voru til leiksloka
minnkaði Whittle muninn i 2-3.
Siðustu tiu minúturnar voru afar
spennandi, en Arsenal tókst að
halda sinu og komast i undanúr-
slit.
Til mikilla óláta kom hjá áhorf-
endum i leik Millwall og Ipswich
á The Den i London, og varð dóm-
arinn að stöðva leikinn i kortér og
taka leikmennina af velli meðan
lögreglan var að koma ró á
mannskapinn. Leikur þessi var
jafn framan af.en eftir um 25 min-
útna leik skoraði George Burley
fyrir Ipswich. Þetta mark skildi
liðin að þar til um miðjan seinni
hálfleik, en leikreynsla fyrsta
deildarliðsins fór að segja til sin.
Aður en varði hafði Ipswich bætt
PAUL MARINER... skoraði
,,Hat-trick” fyrir Ipswich.
við fimm mörkum, þrjú skoruð af
Mariner, en eitt hvor gerðu þeir
Wark og Talbot. Mark Millwall
gerði Mehmet. Þessi leikur gæti
orðið liði Millwall dýrkeyptur,
þar sem búast má við að liðinu
verði refsað harðlega vegna
framkomu áhorfenda.
Þá er eftir að geta um leik
fyrstu deildarliðsins Middles-
brough við Orient úr annarri deild
á Ayresome Park i Middles-
brough. ,,Boro” komst ekkert
áliðis gegn ellefu manna vörn
Lúndúnaliðsins, og verða liðin þvi
að reyna að nýju með sér á Bris-
bane Road i London i kvöld.
Ó.O.
Everton notfærði
sér frídag City
— og skauzt upp i annað saétið i I. deild með góðum
útisigri yfir Bristol City
Everton notfærði sér fridag
Manchester City I deildinni til að
skjótast 1 annað sætið eftir góðan
útisigur yfir BristolCity. Everton
er nú fjórum stigum á eftir liði
Nottingham, en Nottingham á tvo
leiki til góða. Mark Everton á
laugardaginn á móti Bristol City
gerði Trevor Ross i fyrri hálfleik.
Liverpool og Leeds spiluðu
hörkuleik á Anfield i Liverpool.
Leikmenn beggja liða áttu góð
tækifæri til að gera út um leikinn
fyrir lið sitt, en markverðir sýndu
markvörzlu á heimsmælikvaröa.
Það var Skotinn Kenny Dalglish
sem skoraði sigurmark Liver-
pool, er nokkuð var liðið á siðari
hálfleik.
West Hamog Wolves léku sam-
au á Upton Park i London, i leik
þar sem harkan sat i fyrirrúmi i
seinni hálfleik. Þá var þeim De-
rek Hales úr liði West Ham og
Derek Parkin úr liði Úlfanna vis-
að af leikvelli. 1 upphafi seinni
Enska
knattspyrnan
hálfleiks náði Wolves tveggja
marka forystu eftir markalausan
fyrri hálfleik. Mörkin gerðu þeir
Carrog Rafferty. Hales minnkaði
muninn fýrir West Ham er um
korter var til leiksloka, en var
vikið af leikvelli skömmu siðar.
Coventry átti i miklum erfið-
leikum með lið Leicester á Hig-
field Road i Coventry, en tókst þó
að skora eitt mark i fyrri hálfleik
leiksins. Var þar Nardiello að
verki og gaf þetta mark hans
Coventry bæði stigin.
Norwich vann sinn fyrsta sigur
frá þvi 26. desember er liðiö vann
sigur á Aston Villa á Carrow
Road 2-1. Mörk Norwich i leikn-
um gerðu þeir Reevesog ryan, en
Gregory skoraði eina mark Aston
Villa.
Newcastle náði jafntefli á móti
Manchester United, þegar Burns
skoraði úr vitaspyrnu er fimm
minútur voru til leiksloka. Aöur
hafði McGeefært Newcastle for-
ystuna I leiknum, en mörk frá
þeim Joe Jordan.hans fyrsta fyr-
ir United, og Gordon Hill færðu
Manchester United 2-1 forystu i
hálfleik. í seinni hálfleik var svo
aðeins skorað eitt mark, Burnsúr
viti, þannig að lokastaðan varð
2-2.
Derby og Chelsea gerðu 1-1
jafntefli á The Baseball Ground i
Derby. Peter Daniel gerði mark
Derby, en Clive Walker skoraði
fyrir Chelsea. . ó.O.
Úrslitin i Englandi á laugar-
daginn urðu þessi:
Bikarkeppnin, 6. umferð
Middlesbrough —Orient. 0-0
Millwall — Ipswich 1-6
WBA —Nott.For 2-0
Wrexham — Arsenal 2-3
1. deild
BristolC. —Everton 0-1
Coven tr y — L eicester .... 1-0
Liverpool — Leeds 1-0
Newcastle —Man. Utd. .. 2-2
Norwich — Aston Villa ... 2-1
West Ham —Wolves 1-2
Derby — Chelsea 1-1
2. deild
Blackburn —BristolR .... .... 0-1
Blackpool —Hull .... 3-0
Brighton —Stoke ... .2-1
Bur nley — Sheff. Utd .... 4-1
Mansfield —Bolton .. ..0-1
Notts. — Oldham .... 0-1
Southampton — C. Palace. .... 2-0
Tottenham — Charlton.... .... 2-1 ‘
Fulham —Luton .... 1-0
Senn fer að snjóa
Enginn þarf lengur að skriða undir
bilinn, tjakka hann upp eða færa úr
stað til þess að koma á keðjum
,,Snjógríp er lausnin"
Eitt handtak, síðan ekur þú brosandi af
stað, án átaka og erfiðis
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.