Tíminn - 14.03.1978, Síða 18
18
Þri&judagur 14. marz 1978.
Andrés Kristjánsson skrifar
um ræður og ritgerðir
Eysteins Jónssonar
Orð
sem
koma
erindi
sínu
til
skila
Ræður.ritger&ir og blaðagrein-
ar orðskörunga eru ekki mjög tið
bókarefni hér á landi, og mun
kveða minna að sliku en i mörg-
um nágrannalöndum. Ef til vill er
ekki um það að sakast.þvi aö það
er mála sannast að oft ráða vali i
slikar útgáfur aðrar ástæður en
strangt gildismat og erindi við
samtiðina til fróðleiks, skemmt-
unar og menntunar. Oft mun það
lika svo aö þeir menn sem best
eru vfgir með orðsins brandi og
mestur lærdómur er að i þeirri
iþróttog lýsa bezt inn i málefna-
baráttu daganna séu manna tóm
látastir um að safna orðræöum
sinum i bækur.og ásókn útgefenda
og annarra sem vita hver fengur
þetta er, ekki nógu harðfylgið til
þess að sigrast á þessu tregðulög-
máli.
Málefni þjóðarinnar.framvinda
og félagslegar umbætur, eiga sér
raunar tvenns konar sögu. Saga
þess, sem fram hefur náð að
ganga er stundum myndarlega
sögð við fimmtiu ára áfanga eða
svo og þá miðað við birtingardag
þeirra i' þjóöfélagskerfinu. En oft
fer þá minna fyrir forsögunni,
baráttunni fyrir málefninu,
fóstursögunni og fæðingarhriðun-
um,en sú saga er lýðfrjálsri þjóö
liklega mikilvægasta veganesti
og lærdómsefni og hún veröur
varla sögð betur eða með
árangursrikari hætti en oröum
þeirra s jálfraysem i eldinum stóöu
og háðu hugsjónabaráttu sina og
samfylkismanna sinna, nótt og
nýtan dag,langa ævi.
A siðustu áratugum hefur mér
til að mynda oft orðið hugsað til
þess hve lærdómsrik innsýn það
gæti orðiö i' málefnasókn félags-
hyggjumanna hér á landi siðustu
hálfa öldina að fá 1 hendur sæmi-
legt úrval úr ræðum,ritgerðum og
blaðagreinum Eysteins Jónsson-
ar fyrrverandi alþingismanns og
ráðherra. Hins vegar taldi ég
nokkurn vafa á þvi,að þaö mundi
verða aö sinni og bar einkum
tvennt til. Ég vissi aö þetta hafði
oftveriðboriði mál viðEystein af
samherjum hans og öðrum, en
hann jafnan svarað þvi til aö það
mundi vera vafasamt fyrirtæki
og jafnvel ekki hættulaust. Og
fjarri er þaö skapi hans að vilja
gera meira úr þessu en aðrir
glöggir menn telja efni til.
Það lyftist þvl á mér brúnin
þegar ég sá út komna myndar-
lega bók hjá Almenna bókafélag-
inu nefnda 1 sókn og vörnog hafði
að geyma brot af ræðum og rit-
geröum Eysteins Jónssonar. Og
sú von mín staðfestist viö nánari
skoðun að vel hefði til tekizt á
flesta lund 1 umsjá hins gleggsta
og smekkvlsasta manns, Jóns
Helgasonar, ritstjóra.
Það fer vart á milli mála að
siðasta hálfa öldin er mesta og
sto'rstigasta sóknarskeið félags-
hyggju I islenzku þjóðlifi og að
minu áliti hefur sú sókn fært okk-
ur mikilvægasta skerf íslands-
sögunnar til virkari samvinnu,
mennilegri sambúðarhátta og
samábyrgara mannfélags. Suma
áfanga má ef til vill telja sjálf-
virka framvindu timans, sem
hefði átt sér stað, þótt allir heföu
sofið en meira og fleira er hitt,
sem er árangur hugsjónabaráttu,
og ber fyrst og fremst að þakka
brjóstvikingum félagshyggjunn-
ar. Hvern þar ber hæst er vand-
séð eftir liöinn daginn,en I minum
huga stendur þar fár eða enginn
framar Eysteini Jónssyni.
Hann var hægri hönd sterkustu
leiðtoga i fyrstu atlögu félags-
hyggjumanna þegar þeir brutust
fram að áliðnum þriöja tugi
aldarinnar og þegar á eftir var
hann valinn til forystu I
fylkingarbrjóst og barðist þar i
nærfellt hálfa öld sem þing-
maður, f lokksforingi og sam-
vinnuleiðtogi og sem ráðherra
lengur en nokkur annar ts-
lendingur til þessa. Siðustu árin
hefur hann helgað sig félags-
hyggju landverndarinnar og
sambúðarhátta þjóöarinnar við
landiö.
Á þessu langa baráttuskeiði
hefur Eysteinn Jónsson haldið
ræðureða ritaö greinar um lang-
flest meginmál þjóðlegrar félags-
hyggju hérá landi,þegar þau voru
á baráttustigi eða skotiö skildi
fyrir félagshyggjusjónarmiðin
þegar þau áttu i vök aö ver jast I
umræðu dagsins. 1 þessari sókn
og vörn hefur hann I senn túlkaö
eigin sjónarmið og flokksálit
samherja. Ekki fór þvi milli mála
að vildi menn draga saman i bók
heimildir um baráttuna fyrir
samábyrgri og þjóðlegri félags-
hyggju á vettvangi þjóðmála á
mesta sóknarskeiði hennar i sögu
þjóðarinnar, þessa siðustu hálfa
öld,var vænlegra að leita til Ey-
steins Jónssonar en annarra
manna. Það hefur nú verið gert
með bókinni t sókn og vörnog þvl
er hún feginsfengur,sem ætti að
geta orðiö nýrri baráttukynslóð
góður reynsluskóli og gull i lófa.
Jón Helgason ritar skilgóðan
yfirlitsformála um Eystein. Siðan
er ræðuköflunum og greinunum
skipað i sextán kafla eftir efnis-
þáttum en ekki aldri og er það
ko st ur, þa r s em h eilda rviðho rf og
samfeldni þess kemur glöggt i
Ijós. Hins vegar má vera að
mönnum finnist á stöku stað sem
um endurtekningar sé að ræða, af
þvi að menn gæta þess ekki sem
skyldi að langt timabil er á milli
hliðstæðra greina um svipað eða
sama efni og ræöumaður rifjar.að
einhverju leyti, eða endurtekur
með svipuöum hætti fyrir rök.
Þetta er ofur eðlilegt og oftast
nauðsynlegt I umræðu.og þetta
stingur engan fyrr en slíkar
ræöur,haldnar með löngu millibili
stiga yfir árin og gerast sam-
býlingar á sömu bókarörkinni.
Fyrsti kaflinn fjallar um
lýðveldisstofnunina og stjórnar-
skrána,annar um fullveldiö. Siöan
koma kaflar um utanrikismál,
landhelgismál,alþingi,fjármál og
efnahagsmál ,fyrir og eftir strið,
striðsgróðann og stóriðjuna i
höndum erlendra manna. Þá er
kafli um „hina leiðina” en nafn-
gift þeirrar stefnuboðunar er gott
dæmi um það,hve Eysteini var
lagið aö hitta beint i mark á
liðandi stund með einföldum og
vafningalausum hætti. Loks eru
kaflar með ræðum og greinum
um Framsóknarflokkinn og
stefnu hans, hringveginn, um-
hverfismál og náttúruvernd,sam-
vinnuhreyfinguna og svo greinar
um menn og ýmis málefni.
Jón Helgason fylgir hverjum
kafla úrhlaði með stuttri leiðsögn
um hlut Eysteins að viðkomandi
málum og stuttum skýringum um
þætti þá,sem birtir eru og hverj-
um þeirra fylgir dagsetning og
birtingarstaður. Allt er þetta til
góðrar glöggvunar,ef menn vilja
skyggnast I fyllri gerð.
Segja má að viðhorf félags-
hyggjumannsins sé allsráöandi á
svo að segja hverri einustu blað-
siðu bókar. Þegar þaö hefur ekki
beinlinis öll tögl og hagldir,sem
oftast er, má alls staöar finna
þennan undirstraum.
Aðalsmerki á ræðum og grein-
um Eysteins er skýrleiki, sem
birtist i' leit að kjarnanum. Hann
forðast umfram allt langsóttar
skýringar eða upphafnar liking-
^r. Hann leitar sifellt að ljósum
orðum með skýra merkingu I eyr-
um hvers venjulegs manns. Oft
teksthonum með þessum,hættitil
að mynda,I umfjöllun efnahags-
mála að birta mönnum kjarna
flókins máls með einföldum
orðum og beinskeyttum setning-
um án allra vafninga og fræði-
oröa.sem eru ær og kýr ábúöar-
mikilla fræðinga.
Eysteinn Jónsson var harö-
skeyttur i sókn og vörn, eins og
samherjar hans gátu bezt á kosið,
og þeir voru oftast sammála um,
að hverju máli væri bezt borgiö 1
höndum hans, þegar mest reyndi
á 1 baráttunni. Má þaö raunar
kynlegt og óvenjulegt kalla um
mann, sem 1 menntun og starfi
helgaði sig fyrst og fremst efna-
hagsmálum og hagfræði, og varð
siðan á háskeiði ævinnar að glíma
á þingi og i ráðherrastóli viö ær-
inn þjóðarvanda jafnt i hörðustu
kreppu sem hættulegu fjár-
streymi. Ýmsum mundi hafa far-
ið svo að lykjast inni i þessum
hringogverða tæplega vigfær ut-
an hans. En það var öðru nær um
Eystein Jónsson, svo sem þetta
ræðusafn ber ljóst vitni. Ahuga-
mál hans og yfirsýn eru ótrúlega
viðfeðm, og hygg ég, að bókin
sanni það glöggt, enda virðist val-
ið gert öðrum þræði til þess að
leiða þetta i ljós.
Hin margþættu efnisföng
bókarinnar sýna vel, að það voru
ekki aðeins þjóðmálin i þrengsta
skilningi, þingmálin, sem knúðu
hann orða, heldur hvers konar
hræringar i þjóðlifinu aðrar, sem
höfðuðu til félagshyggju hans eða
stugguðu við henni. 1 bókinni birt-
ist skemmtilegt og skýrt svar við
spurningunni: „hvernig verða
menn bezt búnir undir þing-
mennsku”. Þar sést vel hverjar
kröfur hann gerir til sjálfs sin og
annarra i viðleitni til þessarar
þjónustu, og maður getur vart
varizt þeirri hugsun, að lýsingin
eigibýsnavel við hann sjálfan, og
hann hafi ekki vikið sér undan
þeirri þjálfun, sem hann telur
þingmönnum nauðsynlega. Þar
segir m.a.:
„Lifsnauðsyn er þeim, sem
þjóðmálum vilja sinna, hvað þá
þingmennsku, að taka öflugan
þátt i' félagsstarfi ýmiss konar og
flokksstarfi og þjálfa sig vel i
þeim efnum. Tileinka sér ræki-
lega lýðræðislega starfsháttu,
temja sig i meðferð mála i sam-
starfi við aðra menn. Læra að
taka sigrum og ósigrumogæðrast
ekki við ósigra. Læra að taka tillit
til annarra, æfa sig i þvi að efna
til málamiðlunar, þegar nauðsyn
krefur, og berjast af þrautseigju
Eysteinn Jónsson.