Tíminn - 14.03.1978, Side 24
--- " *
9kuhm
ÞriAjudagur 14. marz 1978.
I
3» 18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Ökukennsla
Greiðslukjör
Gunnar
Jónasson
Sími 40-694
HU
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822
Nýtt lagafrumvarp
um stjórnmálaflokka
— samið af milliþinganefnd sem
nú hefur lokið störfum
KEJ— Milliþinganefnd, kosin af
Alþingi i mai 1976 til að undirbúa
frumvarp tillaga um réttindi og
skyldu stjórnmálaflokka hefur nú
lokið störfum og orðið sammála
um frumvarp til laga i 9 greinum.
1 nefnd þessari áttu sæti 7
menn, þar af 5 alþingismenn.
Formaður nefndarinnar var Ell-
ert B. Schram, en aðrir Benedikt
Gröndal, Ingvar Gislason,
Kristján Benediktsson, Magnús
Torfi Ólafsson, Ragnar Arnalds
og Sigurður Hafstein. Hefur
nefndin haldið fjölmarga fundi,
aflað upplýsinga um lagareglur
um stjórnmálaflokka erlendis, og
hefur i henni verið fjallað um flest
þau mál sem snerta lög og starf-
semi stjórnmálaflokka.
Frumvarpi milliþinganefndar
verður siðar gert skil i þingfrétt-
um Timans, en hér aðeins tilfærð
lokaorð greinargerðar sem fylgir
frumvarpi nefndarinnar:
„Frumvarp það, sem hér er
lagt fram og kynnt, ber þetta
meginsjónarmið með sér”. (Þ.e.
að hafa lögin sem stytzt, setja
ramma um starfsemi stjórn-
málaflokka, réttindi þeirra og
skyldur, en forðast ýtarlega lög-
gjöf). „Þar er kveðið á um þau
grundvallarréttindi manna að
stofna stjórnmálaflokk, að þeir
skuli opnir öllum, sem starfa
með lýðræðislegum hætti og að i
lögum hvers flokks séu ákvæði
um stöðu meðlima, réttindi
þeirra og skyldur, valdsvið og
stjórnskipan. Hverjum flokki fyr-
ir sig er látið eftir að ákveða þess-
ar reglur innan þess ramma, sem
lögin setja.
Sett eru skilyrði um að flokkar
skuli skráðir og hvaða lágmarks-
kröfum þurfi að fullnægja til að
flokkur sé fyrir hendi. Nöfn
flokka eru vernduð og reikningar
stjórnmálaflokkanna skulu send-
ir ráðuneyti og látnir i té þeim
sem þess óska.
Þá er ákvæði um úthlutun
styrkja, ef Alþingi ákveður að
veita fé til flokkanna i fjárlögum,
sbr. það sem áður getur.
Að lokum er ákvæði um viður-
lög ef flokkar verða uppvisir að
óleyfilegum ‘kosningaáróðri eða
kosningasp jöllum. ’ ’
Nýr fræðslu-
fulltrúi SÍS
GV — Nýlega var Guðmundur
Guðmundsson félagsfræðikennari
Samvinnuskólans að Bifröst i
Borgarfirði ráðinn fræðslu- og fé
lagsmálafulltrúi Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga, og felst
starf hans m.a. i þvi að hafa yfir-
umsjón með fræðslu i kaupfélög-
unum um samvinnumál og fé-
lagsmálastarfi innan kaupfélag-
anna.
Guðmundur Guðmundsson er
fæddur i Vorsabæjarhjáleigu i
Gaulverjabæjarhreppi 3. júni
1945, sonur Guðmunds Guð-
mundssonar bónda og Annýjar
Guðjónsdóttur ljósmóður. Hann
útskrifaðist úr Kennaraskóla Is-
lands árið 1973 og úr Fritids
lederudbildning Göteborgsfolk-
högskola i Sviþjóð árið 1977.
Guðmundur var framkvæmda-
stjóri innan ungmennafélags-
hreyfingarinnar i um 6 ár, t.d. hjá
Ungmennasambandi Kjalarness,
Héraðssambandi Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu og Héraðs-
sambandinu Skarphéðinn. A ár-
unum 1973-1975 kenndi Guðmund-
ur við barnaskólann á Selfossi en
hóf kennslu að Bifröst i septem-
ber 1977 og kennir þar félags-
fræði.
ísaf jörður og nágrenni:
Batt reiðskjót
ann við hurðar-
hun og..
— gífurleg ölvun
ESE — Gifurlega mikil ölvun
var á tsafirði um siðustu helgi
og hafði lögreglan i mörgu að
snúast.
A föstudagskvöldið voru
haldnir tveir dansleikir, en eftir
þá voru 3 menn teknir grunaðir
um ölvun við akstur. Sá fyrsti
sem tekinn var, náðist ekki fyrr
en eftir mikinn eltingarleik eftir
Hnifsdalsvegi og um Isafjörð
sjálfan, og lauk eltingarleiknum
með þvi að hann keyrði á hús-
vegg i bænum, en maðurinn
mun hafa slasazt furðulega litið.
Stuttu eftir þetta var annar öku-
maður gripinn og reyndist hann
ölvaður, sem og sá fyrri. Siðan
var það undir morgun að til-
kynnt var um bil sem farið hafði
út af Hnifsdalsvegi. Lögreglan
brá skjótt við og fór á staðinn.
Er komið var að bilnum, sem
hékk á snjóhengju utan i vegin-
um, varökumaðureinn i bilnum
og reyndist hann ofurölvi, sem
og hinir tveir, sem teknir voru
um helgina
fyrr um nóttina. Að sögn lög-
reglunnar mátti litlu muna að
illa færi i siðasta tilvikinu og
varð að hafa hraðar hendur við
að bjarga bilnum, sem var nýr
Volvo, upp á veginn aftur, þvi að
svo hratt þiðnaði snjórinn i þið-
unni undan bilnum, að minnstu
munaði að hann hafnaði niðri i
fjöru.
Fangageymslur lögreglunnar
voru að sjálfsögðu fullar að-
faranótt laugardagsins, og má
segja að þær hafi verið tvisetn-
ar.
Á laugardagskvöld var svo
mun rólegra i bænum að þvi
undanskildu að 15 rúður voru
brotnar i litlu samkomuhúsi,
þar sem aðkomufólk hafðist við
i mesta grandaleysi.
Það var svo ekki fyrr en á að-
faranótt mánudags, að lögregl-
an á Isaíirði þurfti að bregða
skjótt við. Laust upp úr mið-
nætti hafði lögreglan á Flateyri
Framhald á bls. 23
Erum reiðubúnir
til viðræðna
JB— Viöræöufundur 10 manna
nefndar ASÍ og fulltrúa Vinnu-
veitendasambands íslands og
Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna hófst um kl. 14 i gær og
stóð á þriðja tima. A fundinum
lýstu vinnuveitendur sig reiðu-
búna til viðræðna um allar hugs-
anlegar leiðir til að auka kaup-
mátt launa og draga úr verðbólgu
að þvi tilskyldu að þær væru jafn-
framt til þess fallnar að styrkja
stöðu atvinnuvega og draga úr
hættu á atvinnuleysi.
I yfirlýsingu sem fulltriiar vinnu-
veitenda lögðu fram segir m.a.:
„Efnahagsráðstöfunum stjórn-
valda að undanförnu var ætlað að
reynaað koma i veg fyrir stöðvun
atvinnuvega og atvinnuleysi. Auk
þess er það allra hagur að reynt
sé að draga úr verðbolgunni.
Astand atvinnuveganna verður æ
alvarlegra, sbr. nu síðast afla-
brest á vetrarvertið og minni
loðnuveiði og lakari nýtingu
hennar en vonir stóöu til . Það er
ekki fremur hagur launþega en
atvinnurekenda aö knýja fram
hærra kaup en atvinnuvegirnir
standa undir. Vakin er athygli á
þvi að þrátt fyrir ákvæði 1. nr.
3/1978 munu laun að meðaltali
verða um 40% hærri 1978 en 1977.
Viðræður þær, sem framundan
eru milli aðila vinnumarkaðarins
um kaupliöi kjarasamninga,
verða þvi, að dómi vinnuveit-
enda, að taka mið af þeim stað-
reyndum.”
Barði Friðriksson, formaður
Vinnuveitendasambandsins,
sagði i gær eftir fundinn, að hann
áliti heldur til bóta að þessar við-
ræður skyldu fara fram og á þeim
grundvelli er þær voru.
Fulltrúar vinnuveitenda og verkaiýðs mættir til leiks.
VSÍ og VMSS:
Tlmamynd Róbert.
Nokkrir fulltrúar úr 10 manna nefnd ASt fyrir fundinn með vinnuveitendum i gærdag.
. Tímamynd Róbert.
ASI:
Viljum halda þvi
sem um var samið
JB — Á fundinum með Vinnuveit-
endasambandi íslands og Vinnu-
málasambandi samvinnufelag-
anna i gær, lagði 10 manna nefnd
ASl fram kröfugerð sína vegna
kjaraskerðingarlaga rikisstjórn-
arinnar. t frétt ASt af fundinum
segir:
„1 upphafi fundarins mótmælti
Snorri Jónsson varaforseti ASt
útgefnum kaupskrám VSl og
VMSS, þar sem slík kauptaxtaút-
gáfa væribrot á samningum aðila
vinnumarkaðarins frá 22. júni sl„
og ekki einu sinni i samræmi við
skjaraskerðingarlögin.
Þá var borin fram sú krafa, að
launþegum yrði bætt sú kjara-
skerðing sem þeir verða fyrir,
vegna kjaraskerðingarlaganna,
þannig, að kaupmáttur launa
haldist óskertur, eins og um var
samið milli aðila.”
Bentufulltrúar ASlá, að i raun-
inni væri ekki um að ræða eigin-
legar samningaviðræður, heldur
væri verið að reyna að tryggja
launafólki þau kjör, sem um hafi
verið samið í siðustu kjarasamn-
ingum, þannig aö kaupmáttur sá
er um var samið héldist óskertur.
Næsti fundur meö fulltrúum
ASl og vinnuveitendum hefur
veriðákveðinn nk. fimmtudag kl.
14.