Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.03.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. marz 1978 15 * * IÞROTTIR Orient lagði Middlesbrough að velli — og mætir Arsenal. Ipswich og W.B.A. mætast i hinum undanúr- slitaleik bikarkeppninnar ensku Litla Lundúnaliðið Orient tryggði sér rétt til að leika gegn Lundúnajötninum Arsenal i und- anúrslitum ensku bikarkeppninn- ar i gærkvöldi, þegar liðið lagði Middiesbrough að velli (2:1) á Lea Bridge Ground. Orient mætir Arsenal á Villa Park i Birming- ham, en Ipswich og W.B.A. mæt- ast i hinum undanúrslitaleiknum á Highbury — heimavelli Arsenal I London. Peter Kitcher skoraði gott mark fyrir Orient eftir aðeins 5 min. — 23 mark hans á keppnis- timabilinu og Joe Mayo kom Lundúnaliðinu i 2:0 á 12 min. — sannkallaðóskastart fyrir Orient. David Armstrong skoraði mark „Boro” rétt fyrir leikslok. Orslit i ensku knattspyrnunrvi urðu þessi i gærkvöldi: Enska bikarkeppnin: Orient — Middlesb.........2:1 1. DEILD: Q.P.R.—WestHam............1:0 Nott. For. —Leicester.....1:0 Wolves — W.B.A............1:1 1. deild Nott. For.. .30 20 7 3 55:18 47 Everton... .31 18 5 8 58:36 41 Na. City ... .30 17 5 8 56:33 39 Arsenal. .. .31 15 8 8 41:26 38 Liverpool . .31 16 6 9 42:28 38 Coventry.. .30 15 7 8 58:46 37 Leeds .31 14 8 9 45:37 36 W.B.A ..30 11 11 l 8 44:39 33 Norwich .. .31 10 13 8 41:47 33 Derby .30 10 10 10 39:45 30 A. Villa ... .29 11 7 11 31:28 29 Bristol C .. .32 9 11 12 39:39 29 Man. Utd. . .31 11 7 13 47:48 29 Middlesbro .29 10 9 10 31:38 29 Chelsea ... .30 9 10 11 36:46 28 Wolves.... .31 9 9 13 39:46 27 Ipswich ... .29 9 8 12 32:38 26 Birmingh.. .30 10 4 16 38:51 24 Q.P.R .30 5 12 13 34:48 22 West Ham. .32 6 8 18 36:53 20 Leicester . .32 3 11 18 13:46 17 Newcastle .28 6 4 18 32:51 16 2. DEILD: Burnley — Mansfield........2:0 Sheff. Utd. —Stoke.........1:2 Sunderland — C. Palace......0:0 John Robertsson skoraði mark Forest, en Tommy Cunningham skoraði sigurmark Q.P.R. gegn West Ham. islenzkir knattspyrnumenn... hafa lagt hart að sér undanfarin ár við æfingar og keppni. Þeir hafa fórn- að nær öllum fritimum sinum yfir sumarið. „Bónus ’ ’-greiðslur i íslenzka knattspyrnu .... Fá knattspyrnumenn okkar greitt vinnutap í sumar? Danir hafa nú tekið upp atvinnuknattspyrnu, og fjármagna félögin starfsemi sina með styrkjum frá stórum fyrirtækjum i Danmörku — þannig að eitt fyrirtæki sér um hvert félag. Að undanförnu hafa komið upp ýmsar hugmyndir i sambandi við Islenzku knattspyrn- una, og hefur Hafnarf jarðarliðið FH ákveðið að greiða leikmönnum sinum vinnutap i sumar. FH-ingar eru þvi fyrstir til að bæta knatí- spyrnumönnum okkar upp hina geysilegu vinnu, sem þeir leggja á sig i sambandi við knattspyrnuna. Vitað er að fleiri félög hafa hug á að feta i fótspor FH-inga og greiða leikmönnum sinum vinnutap eða „bónus” fyrir hinn mikla tima sem fer I æfingar og keppni. Þetta hefur lengi verið draumur iþróttamanna okkar, sem hafa ávallt verið tilbúnir að fórna fritimum sinum, pening- um og tima fyrir iþrótt sina. Virkja fyrirtæki Nú spyrja eflaust margir: Hvernig er hægt að greiða leik- mönnum vinnutap, þegar flest félög okkar glima við mikinn fjárskort? Það eru margar leiðir til að leysa þann vanda og þurfum við ekki annað en að renna augun- um til Danmerkur, til að sjá, að það á að reyna að virkja hin fjölmörgu fyrirtæki, sem eru starfrækt hér á landi. Það þarf ekki að láta eitt fyrirtæki fjár- magna eitt félag, heldur þurfa FH-ingar hafa þegar ákveðið að greiða leik- mönnum sinum vinnutap félögin að leita til 16-20 fyrir- tækja. Þannig að eitt fyrirtæki styrkir einn leikmann. Gott dæmi er að félaj leitar til 16 fyrirtækja og óskar eftir þvi að það taki hvert að sér einn leikmann og sjái um að greiða honum vinnutap eða „bónus”. Segjum að fyrirtækin greiði leikmanni sinum, eða þeim leik- manni, sem það sér um — 7 þús. krónur fyrir hvern leik, sem fé- lögin leika á keppnistimabilinu. Hvert félag leikur um 25 leiki á keppnistimabilinu, svo að hvert fyrirtæki greiðir „sinum” leik- manni þvi 175 þús. krónur yfir keppnistimabilið sem eru alls ekki miklir peningar. Ekki þarf félagið endilega að greiða leik- manninum þessa upphæð i pen- ing-.im, heldur getur það greitt þe. sa fjárupphæð i vöruúttekt, eins nefur tiðkazt hjá knatt- spyrnumönnum á Norðurlönd- unum undanfarir, ár. Það er ekki að efa, að þannig „bónjs”-greiðslur myndu auka áhuga marna fyrir knattspyrn- unni, og leikrrenn myndu leggja meira á sig, ef þeir fengju greiðslur fyrir bann mikla tima, sem þeir legg a á sig. Þar að auki kæmum við i veg fyrir að leikmenn færu i stórum stil til Sviþjóðar til að leika með 2. deildarliðum þar, sm bjóða upp á ýmiss konar hlunnindi og „bónus”. —SOS. 2. deild Tottenham . .32 16 13 3 65-32 45 Bolton .31 19 7 5 52-27 45 Southp .31 17 8 6 49-31 42 Brighton 31 15 10 6 47-31 40 Blackburn.. .30 14 9 6 45-39 37 Oldham .... .31 11 11 9 42-41 33 Blackpool .. .31 12 8 11 50-41 32 C. Palace... .31 10 11 10 39-37 31 Fulham .... .29 11 8 10 39-32 30 Luton .32 11 8 13 42-38 30 Bristol Rov .31 9 12 ibi 45-53 30 Sunderland. .31 8 13 10 48-47 29 St'oke .30 11 7 12 31-32 29 Notts. C .30 9 10 11 42-48 28 Sheff.Utd.. . . 31 11 6 14 45-58 28 Sunderland. .30 8 12 20 48-47 28 Notts.Co. 30 9 10 11 42-48 28 Sheff. Utd.. . .30 22 6 23 44-56 28 Stoke .29 10 7 12 29-31 27 Charlton ... .30 9 9 12 44-53 27 Orient .29 6 13 10 30-34 25 Burnley .... .32 8 9 15 35-51 25 Cardif f . 30 8 8 14 39-59 24 Hull .31 7 9 15 27-36 23 MiUwall ... .30 5 11 14 28-41 21 Mansfield .. .31 6 8 16 35-56 20 Grashopp- ers áfram Grasshoppers frá Sviss tryggði sér rétt til að leika i undanúrslit- um UEFA-bikarkeppni Evrópu I gærkvöldi, með þvi að vinna sigur (1:0) yfir Frankfurt frá V-Þýzka- landi I Zurich. Frankfurt vann sigur 3:2 i fyrri leiknum og urðu úrslit leikja liðanna þvi saman- lögð 3:3. Svissneska liðið komst áfram á fléiri mörkum skoruðum á útivelli. Everton vill kaupa Francis Gordon Lee, framkvæmda- stjóri Everton, er tilbúinn að kaupa Francis. —. Ég mun reyna að fá Francis, þó að ég verði aö veðsetja Goodison Park, sagði Lee. Lee sagði að hann væri tilbú- inn að láta Birmingham fá þá Duncan McKenzie, Jim Pearson og Mike Buckley, og þar að auki dágóða peningaupphæð, i staðinn fyrir Francis. V-Pjóðverjar fá 15 millj. á mann Leikmenn v-þýzka landsliðsins i knattspyrnuy en þeir fara til Argentfnu i sumar til að verja HM-titilinn i knattspyrnu, sem þeir unnu 1974 I V-Þýzkalandi, hafa tilmikilsaðvinna. V-þýzka knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hver leikmaður liðs- ins fái 30 þús. pund, eða 15 millj. islenzkra króna, ef þeim tekst að halda heimsmeistara- titlinum. Það er dágóð auka- greiðsla, þvi að þeir fá ýmsar aðrar ,,bónus”-greiöslur fyrir að keppa i HM-keppninni. Bandariska knatt- spyrnuliðið fræga, New York Cosmos, hefur boðið Birmingham 750 þús. pund i enska lands- liðsmiðherjann Trevor Francis, sem hefur ósk- að eftir að verða settur á sölulista hjá Birming- ham-liðinu. TREVOR FRANCIS... Birming- Ég hef ákveðið að leika ekki með ham vill selja hann á 7Ó0-750 þús. Birmingham eftir þetta keppnis- pund. timabil, sagði Francis. Francis sagði að hann vildi frékar leika i Englandi en fara til Bandarikjanna, en ef hann færi ekki til liðs i Englandi, væri hann tilbúinn að fara til New York. — Ég er ákveðinn að fara frá Birmingham’ ’ — segir Trevor Francis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.