Tíminn - 29.03.1978, Qupperneq 3
Miðvikudagur 29. marz 1978
3
Járnblendiverksmiðjan:
Mikiö tap fyrirs j áanlegt
— eins og verð á kisiljárni er núna
Eftirspurn eftir kisiljárni
markast fyrst og fremst af stál-
framleiðslu i heiminum, og
orsök að lágu verði á kisiljárni
undanfarið er langvarandi sam-
dráttur i viðskiptum og hagþró-
un i heiminum siðustu ár. Eins
og verð á kisiljárni er i dag, er
ekki von til að það verði fram-
leitt með hagnaöi, og það er
reyndar verulega lægra nú en
gert var ráð fyrir ár ráð fyrir i
áætlunum um verksmiðjuna.
Efnislega fórust Jóni Sigurðs-
syni, forstjóra Járnblendi-
félagsins islenzka , orð á þessa
leið á fundi með blaðamönnum i
siðustu viku, er hann ræddi af-
komu fyrirtækisins, og útlitið i
markaðsmálum eins og það
væri i dag.
Söluverð og sölumagn væru
þau atriði sem mikilvægustværu
fyrir afkomu fyrirtækis sem
járnblendiverksmiðjunnar. Þó
svo að verð á hráefni, flutnings-
kostnaður og verð á öðrum að-
föngum til verksmiðjunnar
væru að visu mikilvæg atriði,
væri söluverð þyngst á metun-
um, sagði Jón ennfremur.
Þá væri talið, að verð á kisil-
járni, sem fór lækkandi á sið-
asta ári, verði einnig mjög lágt
á þessu ári vegna hægfara vaxt-
ar i stáliðnaði og þar eð
efnahagsbati i iðnrikjum hefur
látið á sér standa. Þegar litið er
til þessa og einnig þess að von er
til að verð á kisiljarni hækki
hægt á næstunni, verður ekki
annað séð en að sá timi, sem
valinn er til að reisa verksmið j-
una sé tiltölulega hentuguur og
raunar ágætur miöað við þær
áætlanir sem i gangi voru þegar
Union Carbide var með i spil-
inu., sagði Jón einnig.
Og þegar Iitið er til lengri
tima, verður að telja að fram-
tiðarhorfur fyrirtækisins séu
góðar og forsendur þessa iðnað-
ar standi óhaggaöur, þrátt fyrir
óhagstæöar verðlagsaðstæður i
fyrstu, sagði Jón Sigurðsson aö
lokum.
Stakk sér
í höfnina
ESE— Að morgni annars páska-
dags barst lögreglunni i Reykja-
vik tilkynning um að ung kona
hefði fleygt sér i höfnina. Konan
hafði veriö I leigubil, en beöið
bilstjórann að stoppa á hafnar-
bakkanum, við Grófarbryggju.
Leigubilstjórinn varð við ósk kon-
unnar sem steig út úr bilnum og
fleygði sér, eins og áður segir i
höfnina. Lögreglan brá skjótt við
og gat bjargað konunni upp úr
sjónum með krókstjaka án þess
að henni yrði meint af volkinu.
EÍtki er vitað af hverju konan tók
upp á þvi að kasta sér I sjóinn.
Veskisþjófn-
aöur i
verzlun
ESE—Fullorðin hjón, sem voru i
verzlun á Grensásvegi, urðu fyri
þvi óláni að stolið var veski af
þeim, sem konan hafði lagt frá
sér. I veskinu voru 50 þúsund
krónur i peningum. Talið er að
blaðsöludrengur, sem kom inn i
verzlunina, hafi stolið veskinu, en
ekki hefur hafzt upp á honum
ennþá.
Sólin hækkar göngu sina, vorjafndægur eru nýliðin. Menn verða ósjálf rátt léttari i spori, og flestir reyna að vera eins mikið úti og aðstæður
frekast leyfa. Unga fólkið hérna á myndinni er auðsjáanlega ekki i neinum vand ræðum með að skemmta sér I góða veðrinu. — Það er alltaf
gaman að vera ungur, og ekki sizt á vorin.
Snj óflóöahætta
í Fnjóskadal
— mikil ófærð á þjóðvegum
ESE— f fyrradag féllu
snjóflóð bæði i Fnjóska-
dal og i öxnadal. Ekki ollu flóð
þessi neinu tjóni, en ástæða þótti
til að vara fólk við ferðum um
Fnjólskadal, þar sem snjóflóðið
féll á alkunnum snjóflóðastað i
Dalsmynni, á milli bæjanna
Skarðs og Þverár. A þessum slóð-
um hafa mörgum sinnum fallið
snjófloð, eins og áður segir og þá
venjulega fleira en eitt,annig að
búast má við að svo vérði einnig
að þessu sinni. Veður var afleitt i
Suður-Þingeyjarsýslu og Eyja-
fjarðarsýslu i gær og fyrradag
og er öxnadál’sheiði ófær, eins og
stendur.
' Mikil ófærð er á öðrum þjóð-
vegum, og þá sérstaklega á Vest-
fjöröum, þar sem allt hefur verið
lokað að heita má frá þvi fyrir
páska. ófært er til Siglufjarðar og
er þar margt manna veðurteppt.
Skákþingi lokið:
Einvígi Hauks og Helgá
um íslandsmeistaratitilinn
SSt—Ekki tókst að fá hrein úrslit
I elleftu og siöustu umferð Skák-
þings Islands i fyrradag og þegar
upp var staðið voru þeir efstir og
jafnir Helgi Ólafsson og Haukur
Angantýsson, með átta vinninga.
Verða þeir þvi að heyja einvigi
um íslandsmeistaratitilinn i ár.
Ekki hefur enn verið ákveðið hve-
nær einvigi þeirra herfst.
Þegar siðasta umferð hófst áttu
þeir Haukur og Helgi einir mögu-
leika að hljóta titilinn, en Helgi
hafði fyrir siðustu umferð átta
vinninga en Haukur sjö og hálfan,
og varð Helgi að vinna sina skák
gegn Margeiri Péturssyni. Þaö
tókst ekki. Margeir náði snemma
undirtökum I skák þeirra og sigr-
aði að lokum. Haukur tefldi viö
Jóhann örn Sigurjónsson og
gerðu þeir jafntefli.
Næstiruröu Margeir Pétursson
meö sjö vinninga og Jón L.
Arnason með sex og hálfan, og
skipa þessir fjórir þvi islenzka
landsliðið næsta árið.
í áskorendaflokki bar Harald-
ur Haraldsson sigur úr býtum og
hlaut átta og hálfan vinning, en
næstur varð Ómar Jónsson með
sjö og hálfan, og tefla þeir þvi i
landsliðsflokki að ári.
Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla
Stjórn Málfrelsissjóðs hefur veitt Garðari Viborg ábyrgðarmanni Nýs
lands 243.755 krónur tii að standa straum af málaferlum, en tólf for-
göngumenn Varins lands stefndu Garðari fyrir meiðyrði. Meiðyrða-
málið var höfðað vegna greina i Nýju landi er fjölluðu um undirskrifta-
söfnun Varins lands. Var Garðar dæmdur til að greiða málskostnað
bæði f héraðsdómi og Hæstarétti, en ummælin I Nýju landi voru ekki
dæmd refsiverð, og hrundu dómarnir kröfum um miskabætur. Tvenn
ummæli, er birtust I blaðinu, voru dæmd dauð og ómerk. A myndinni
sést Jóhann S. Hannesson, sem sæti á I stjórn Málfrelsissjóðs, afhenda
Garðari Viborg féð.
Ú tvarpsskákin
Nú hefur verið ieikinn 21 leikur 8. a4 Bg4
i útvarpsskák þeirra ögaard og 9. Be2 Bxf3
Jóns L. Arnasonar og birtum við 10. Bxf3 Rbd7
leikina hér I heild: 11. Bf4 Db8
12. 0-0 Bg7
Hvitt: Leif ögaard. 13. Be2 0-0
Svart: Jón L. Arnason. 14. Dc2 Dc7
1. d4 Rf6 15. Bg3 c4
2. c4 c5 16. Khl Hfe8
3. d5 e6 17. f4 Hab8
4. Rc3 exd5 18. Bh4 b5
5. cxd5 d6 19. axb5 axb5
6. Rf3 g6 20. e5 b4
7. e4 6 21. exRf6 bxRc3