Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.03.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. marz 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . . . , Blaöaprent h.f. Stærsta sporið I skýrslu um utanrikismál sem Einar Ágústsson utanrikisráðherra hefur nýlega lagt fram á Alþingi er það rifjað upp að á árinu 1971 þegar vinstri stjórnin hóf baráttuna fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar, hafi afli útlendinga á Islandsmiðum numið 390 þús. smálestum. í ár munu þrjár þjóðir: Belgar, Norðmenn og Færeyingar veiða samkvæmt sérstökum samningum 20-30 þús. smál. þegar loðnuveiðin sem Færeyingum hefur verið leyft er undanskilin. önnur veiði útlendinga verður ekki leyfð. Þannig hefur veiði útlendinga á Islands- miðum lækkað úr 390 þús. smál. i 20-30 þús. smá- lestir vegna þess árangurs sem náðst hefur i land- helgisbaráttunni sem hafin var af vinstri stjórninni fyrir sjö árum og byggðist á sérstöku samkomulagi §em Framsóknarflokkurinn Alþýðubandalagið og Samtökin höfðu gert með sér fyrir kosningamar 1971. Margir munu þakka þennan mikla árangur mest þvi að fiskveiðilögsagan var færð út i 50 milur 1972 og út i 200 milur 1975. En þessar útfærslur hefðu ekki getað átt sér stað ef það hefi ekki verið annar aðalþátturinn i landhelgisbaráttu vinstri stjórnar- innar að lýsa landhelgissamningana sem voru gerðir við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961 úr gildi fallna. Samkvæmt þeim gátu íslendingar ekki fært fiskveiðilögsöguna úr 12 milum nema að fengnu samþykki þessara þjóða eða að fenginni staðfestingu Alþjóðadómstólsins. Alþjóðadómstóll- inn túlkaði þess a samninga siðar þannig að þvi aðeins gætu íslendingar fært út fiskveiðilögsöguna úr 12 milum.að Bretar og Vestur-Þjóðverjar fengu heimildir til fiskveiða innan hinnar stækkuðu fisk- veiðilögsögu i samræmi við svokallaðan sögulegan rétt. Þessi réttur Breta og Vestur-Þjóðverja væri enn i gildi ef samningarnir frá 1961 hefðu ekki verið lýstir fallnir úr gildi. í samningunum frá 1961 voru ekki nein upp- sagnarákvæði. Svo illa hafði verið búið um hnútana af hálfu þeirra islenzkra stjórnvalda sem önnuðust samningagerðina. Vinstri stjórnin varð þvi að gripa til eins konar neyðarréttar og lýsa samningana úr gildi fallna vegna lifshagsmuna Islendinga. Hún varð að láta það einu gilda þótt Alþjóðadómstóllinn teldi þessa uppsagnaraðferð ekki lögmæta. Með hörku og festu fékkst það þannig fram að Bretar og Vestur-Þjóðverjar sættu sig við það að íslendingar virtu ekki samningana. Sú aðferð sem íslendingar beittu til að losa sig úr böndum landhelgissamninganna frá 1961, vakti mikla athygli meðal strandþjóða sem höfðu svipaða aðstöðu og Islendingar Þannig átti hún tvimæla- laust mikinn þátt i þvi að þróun hafréttarmála varð miklu hraðari en ella. Þvi er ekki fjarri lagi að telja það stærsta sporið i allri landhelgisbaráttunni þeg- ar samningunum frá 1961 var rutt úr vegi. Ef samningarnir frá 1961 væru enn i gildi ættu Bretar og Vestur-Þjóðverar enn veiðiréttindi innan fiskveiðilögsögunnar samkvæmt úrskurði Alþjóða- dómstólsins. Ef til vill hefðu þeir ekki neytt þess réttar nú sökum ástands islenzku fiskstofnana. En réttinn ættu þeir og það væri ólikt þeim að reyna ekki að notfæra sér hann. Vissulega hefur það reynzt mikið gæfuspor sem var stigið af vinstri stjórninni 1971 þegar hún lýsti samningana frá 1961 fallna úr gildi. Án þess hefði ekki verið fært að færa fiskveiðilögsöguna út i 50 milur árið 1971 og út i 200 milur árið 1975. Án þess ættu Bretar og Vestur-Þjóðverjar veiðiréttindi inn- an fiskveiðilögsögunnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fellir alþýðudómstóll dauðadóm yfir Moro? Mikil óvissa rikir um örlög hans t gær voru liðnar tvær vikur siðan Aldo Moro var rænt. Segja má, að allan þann tima hafi rikt eins konar hernaðar- ástand i Rómaborg. Svo ströng er leitin, sem lögreglan hefur gert að honum i borg- inni, en liklegast þykir, að hann sé enn innan borgar- markanna. Leitinni hefur einnig veriö haldið uppi utan Rómaborgar, en ekki jafn vandlegri og þar. Þrátt fyrir þetta, er lögreglan enn ekki neins visari um felustað ræn- ingjanna. Þann árangur hefur leitin hins vegar borið, að mjög hefur dregið úr glæpum á ttaliu þennan tima, einkum þó ránum, þvi að eftirlit lög- reglunnar hefur verið hert á flestum sviðum. Sér til aðstoð- ar hefur lögreglan fengið fær- ustu sérfræðinga frá Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, en lög- regla þeirra landa þykir öðr- um fremri i þvi að rekja slóðir alþjóðlegra glæpamanna. Það er ágizkun ýmissa, að Rauðu herdeildirnar hafi notið að- stoðar erlendra hryðjuverka- manna, en aðferðin við ránið á Moro er talin geta bent til þess. En það eru ekki aðeins lög- reglumenn, sem halda uppi leitinni að Moro, heldur má segja, að nær allur almenn- ingur taki þátt i henni. Ránið á Moro hefur m.a. sameinað stjórnmálaflokkana, allt frá fasistaflokknum til róttækari arms kommúnistaflokksins, um að hefja sameiginlega sókn gegn hryðjuverkahópun- um. Fasistaflokkurinn afneit- ar hryðjuverkahópunum, sem eru til hægri við hann, alveg eins og Kommúnistaflokkur- inn afneitar og berst gegn öfgahópunum, sem eru til vinstri við hann. í FYRSTU VAR álitið, að það væri tilgangur Rauðu her- deildanna með ráninu á Moro að skipta á honum og sam- herjum þeirra fimmtán, sem hafa verið fyrir rétti i Turino undanfarna daga. Meðal þeirra er leiðtogi Rauðu her- deildanna, Renato Curcio. Engin orðsending hefur þó borizt um þetta frá Raúðu her- deildunum, heldur hafa þær látið berast út, að Moro verði Aldo Moro stefnt fyrir alþýðudómstól og siðan verði hann dæmdur fyrir afbrot sin, en þau eru mörg að dómi rauðu herdeildanna, þótt mest sé það, að hann hafi átt mikinn þátt i þeirri þróun, að dregið hefur saman með kristilegum demókrötum og kommúnistum og þannig dregið úr stéttabaráttunni og byltingaráhuga kommúnista. Réttarhöldin yfir Moro munu þó sennilega ekki beinast mest að þessu, þvi að þessar sakir hans, ef sakir skyldu kallast, liggja nokkurn veginn ljóst fyrir. Réttarhöldin munu sennilega beinast meira að þvi að íá Moro til aö upplýsa ýmis hneyks'.ismál italskra stjórn- mála, "n sennilega hefur Moro vitne;>’Mu um mörg þeirra, þótt sjánur hafi hann ekki átt aðild að þeim, en hann hefur notið viðurkenningar sem sá italskur stjórnmálamaður, er einna vandaöastur hefur þótt aö virðingu sinni. Óþvingaður þykir Moro ekki liklegur til að veita slikar upplýsingar, en með þvi að þreyta hann og beita deyfilyíjum og öðrum slikum aðferðum, kann að reynast hægt að fá hann til að i leysa frá skjóðunni og jafnvel til að segja meira en rétt er. AUKIN staðfesting á þvi, aö Moro verði stefnt fyrir svo- kallaðan alþýðudómstól, þykir hafa fengizt við bréf frá hon- um, sem fannst i öskutunnu skammt frá bækistöðvum kristilegra demókrata i Rómaborg siðastl. miðviku- dagskvöld (29. marz), en það er talið ófalsað. Bréfiö fannst eftir tilvisun i simtali. 1 bréf- inu segir Moro, að litið sé á hann sem pólitiskan fanga og að alþýðudómstóll muni fjalla um baráttu hans gegn alþýð- unni undanfarin 30 ár. Hann segist þvi kunna að verða neyddur til að segja frá óþægi- legum og hættulegum hlutum. Hann segir þó enn halda full- um sönsum og hvetur til þess að ekki sé neitt látið undan hryðjuverkamönnum sin vegna. Sumt i bréfinu þykir benda til þess, að Moro hafi ekki ráöið einn efni þess, en annaö þykir liklegt að vera komið frá honum sjálfum. Af þessu bréfi Moro og svo dreifibréfum frá Rauðu her- deildunum. þykir liklegt, að réttarhöldin yfir Moro séu hafin eða séu i þann veginn að hefjast og kunni Rauðu her- deildirnar að senda út frétta- tilkynningar um þau, einkum þó, ef Moro segir eitthvað sem þykir frásagnarvert. Almenn- ingur hefur þegar verið varað- ur við þvi, að taka öllu sliku með aðgát og leggja ekki of mikinn trúnað á það. Þegar réttarhöldunum lýkur, þykir annað tveggja liklegast: Að boðizt verði til að skipta á Moro og skæruliðunum fimm- tán, eða að dómi yfir Moro verði fullnægt og gæti það hæglega orðið dauðadómur. Meðal italskra stjórnmála- manna gætir i vaxandi mæli þess ótta, að þeir eigi ekki eft- ir að sjá Moro aftur i lifanda lifi. Það styrkir þann ótta, að Moro er heilsuveill og þykir óvænlegur til aö þola slæma vist og njask. Þ.Þ. Lögreglumenn rannsaka blla i Rómaborg undir hervernd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.